Árdís - 01.01.1949, Side 72
70
ÁRDÍ S
MRS. SIGRÍÐUR JOHNSON
Hún var fædd á Sæunnarstöðum í Húnavatnssýslu árið 1874.
Foreldrar hennar voru Jóhann Jónsson og Jóhanna Þorbergs-
dóttir; fluttist Sigríður með foreldrum sínum til Canada, þegar
hún var á fyrsta árinu, var hún yngst systkina sinna, sem munu
hafa verið fimm, nú öll dáin.
Var fjölskyldan eitt ár í Ontarío,
en fluttist til Gimli með fyrstu
landnemunum, sem þangað
fóru 1875. Þar dó Jóhann ári
síðar. Fluttist ekkjan skömmu
síðar til Winnipeg með börn
sín og mun fjölskyldan hafa átt
þar heima að mestu leyti síðan.
Samt dvaldist Sigríður nokkur
ár í Seattle og Bellingham,
Wash., en kom aftur til Winni-
peg 1919 og var þar jafnan
síðan.
Hún giftist Páli Johnson
árið 1924, ágætum manni, ætt-
uðum úr Húnavatnssýslu á ís-
landi. Hann var þá ekkjumaður
og átti þrjá syni á unga aldri,
og gekk Sigríður þeim í móður-
stað. Páll dó 1930.
Sigríður Johnson dó 7. marz
1949, 75 ára að aldri, og var jarðsett 9. s.m. frá Fyrstu lútersku kirkju,
sem hún hafði tilheyrt um langt skeið og stutt með trúmensku og
einlægni. Hún var meðlimur Kvenfélags Fyrsta lúterska safnaðar.
Til frekari upplýsinga um Mrs. Johnson má geta þess, að það,
sem sérstaklega einkendi hana var hógværð og framúrskarandi
trúmenska í einu og öllu.
Hún var greind kona og vel að sér til munns og handa og af-
kastaði miklu verki, sem alt var unnið í kyrþey. — Hér er góð kona
til grafar gengin, sem ávann sér virðingu og góðhug allra þeirra,
sem henni kyntust. F. J.