Árdís - 01.01.1949, Page 73
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna
71
MRS. SVANBJÖRG SIGURÐSSON
Þann 8. júlí síðastliðinn lézt á Grace sjúkrahúsinu í Winnipeg
frú Svanbjörg Sigurðsson ekkja Sigurmundar Sigurðssonar fyrr
um kaupmanns í Arborg og að Churchill; hún var 72 ára að aldri
og hafði átt við þunga van heilsu að stríða siðustu mánuðina; maður
hennar lézt 1934.
Frú Svanbjörg var ættuð úr
Dæli í Svai'faðardal í Eyja-
fjarðarsýslu og fluttist til þessa
lands, er hún var 7 ára gömul;
foreldrar hennar voru Sigfús
Jónsson og Björg Jónsdóttir, er
námu land í Geysisbyggð og
nefndu bæ sinn Blómsturvelli.
Frú Svanbjörg lætur eftir sig tvo
sonu, Pálma og Oscar, sem- bú-
settir eru að Churchill, Manitoba
og fimm dætur, Irene McAllan,
Mrs. G. Fhilbin, Mrs. C.
Johnson og Mrs. F. Martin,
sem allar eiga heima að
Churchill, og Mrs. J. Bergman í
Winnipeg, auk þriggja stjúp-
barna: Páll Sigurðsson og Mrs.
M. Gretchen í Winnipeg, og Mrs.
S. Torfason í Vancouver; barna-
börn frú Svanbjargar eru
tuttugu og þrjú; fjögur systkini hennar eru á lífi, Jóhann og
Svanberg í Geysisbyggð Mrs. I. Kristinsson, sem einnig á heima í
þeirri byggð Miss Rósa Sigfússon til heimilis í Winnipeg.
Frú Svanbjörg var hin mesta dugnaðarkona, og meðan hún
dvaldi í Arborg tók hún virkan þátt í Kvenfélagi Árdalssafnaðar.
E.P.J.