Árdís - 01.01.1949, Page 79
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna
77
Ég fel ykkur það til umhugsunar og munum við síðar koma að
því í dagskrá þingsins.
Fyrir fáum dögum var vandaður prédikunarstóll fluttur í
minningarskála sumarbúðanna. Er það gjöf, sem gefin er af Mrs.
Rósu Jóhannsson, Miss Guðrúnu Jóhannsson og Haraldi Jóhanns-
son. Gefin í minningu um eiginmann og föður Gunnlaug Jóhanns-
son frá Winnipeg. Vildi ég tjá hjartanlegt þakklæti fyrir þá stóru
gjöf fyrir hönd bandalagsins.
Svo bið ég ykkur, kæru félagssystur, að njóta þessa þings
sem bezt þið getið. Það er yndælt að mega vera hér á þessum frið-
sæla stað, hér, þar sem íslenzkt fólk hefir starfað svo vel og lengi.
Ég hlakka til að mega hlusta á ölduniðinn þessa daga — mega
drekka inn í sál mína styrkinn og friðinn sem vornáttúran hefir að
færa. Ég legg mál þingsins í ykkar hendur. Sameiginlega skulum
við gera tilraun til að finna sem heppilegust úrslit allra mála.
Selkirk, 12. júní 1949
Ingibjörg J. Ólafsson
F. E. SCRIBNER B.SC., M.D., L.M.C.C.
GIMLI ‘Physician and Surgeon MANITOBA
Compliments of . . .
RIVERTON TRANSFER
FOR GENERAL TRUCKING SERVICE
All Loads Insured
WINNIPEG BEACH, GIMLI, RIVERTON AND
INTERMEDIATE POINTS
L. Thorarinson — Proprietors — G. Kerr
Winnipeg Phone 928 458 Riverion Phone 17