Árdís - 01.01.1956, Page 10

Árdís - 01.01.1956, Page 10
8 ÁRDÍS Og æskan, hún er samhent og sagði: Hér er ég. Og sjá, hún ruddi hraunið og lagði nýjan veg.“ Tíminn einn leiðir í ljós hvort mannsandinn er orðinn þessu mikla verki vaxinn eða hvort þetta eru bara draumórar ofhuga æskumanna. Bjartsýnin hefur ætíð verið einkenni æskunnar. „Því æskan vill sumar og sól — og sigurinn er henni vís. Hún syngur — hún leitar unz sumra fer og sólin úr djúpi rís.“ Sorg æskunnar á sér ekki djúpar rætur. Hún er líkust ský- hnoðra, sem bregður fyrir sól. Ef gullin brotna glitra tárin sem snöggvast, en svo er það gleymt og huganum snúið að öðrum fallegri. Ef vonirnar svíkja, þá byggir hún sér aðrar hærri og bjartari. „Og stanzaðu aldrei, þó stefnan sé vönd, og stórmenni heimskan þig segi. Ef æskan vill rétta þér örfandi hönd, þá ertu á framtíðarvegi,“ segir Þorsteinn Erlingsson. Við þurfum að hafa bjartsýni og áræði æskunnar við hlið okkar til að ryðja veg allra stórtækra framfara, því æskan sér aldrei hindranirnar í veginum, og örðugleikarnir hverfa í augum hennar. Áhyggjuleysi og eigingirni eru æskunni meðfæddir eiginleikar, sem skapast af sjálfu sér. Foreldrar hafa ætíð reynt að bæta kjör æskunnar á öllum öldum. Reynt að hlífa þeim við öruðleilcum lífsins eins lengi og hægt hefur verið. Sérstaklega nú á seinni árum hefur viðhorfið breyst svo mikið og svo margt farið út í öfgar, og nú er mörgum farið að ógna aga- og siðleysið, sem af þessu hefur hlotist. Að kvíða ekki komandi degi er viðkvæði æskunnar og hún ber engan kvíðboga fyrir framtíðinni. „Vort æskulíf er leikur, sem líður tra-la-la-la,“ kveður Kristján Jónsson í nafni æsku sinnar samtíðar, og átti hans æska þó ekki við munað eða sællífi að búa; en svona hefur æskan frá ómunatíð séð aðeins það fagra og bjarta framundan. Er það þá nokkur furða, þó okkar nútíma æska, sem hefur ótakmarkað tækifæri í höndum sér, gjöri meira tilkall til lífsins en æska liðinna alda? Aldarandinn er að gjöra hana ennþá
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Árdís

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.