Árdís - 01.01.1956, Blaðsíða 34
32
ÁRDÍS
Mrs. Alma Bjarnason var líka forseti þessa félags. Jafnvel þótt
mörgu væri að sinna heima fyrir starfaði Alma með sinni óþreyt-
andi elju og dugnaði í þágu félagsins og Sunnudagaskólans. Við
minnumst líka fögru söngraddarinnar hennar og hversu oft hún
hreyf okkur með einsöng og sem meðlimur kirkjusöngflokksins.
Mrs. Vigdís Jack hefur verið meðlimur félagsins síðan þau
hjónin komu frá íslandi. Hún hefur starfað með okkur eftir mætti,
þó að hún hafi oft verið lasin og haft þung heimilisstörf. Við
þökkum frú Vigdísi samstarfið. Við vonum, að hún muni eftir okkur
með hlýhug, þegar hún er komin heim til ættjarðar sinnar. Ég
veit að við munum lengi eftir litlu drengjunum, hvað það var
gaman og hressandi að heyra þá tala íslenzku.
Við viljum þakka þeim prestskonum, sem hér hafa starfað með
virðingu og kærleika. Einnig vil ég minnast allra félagssystra, sem
hafa starfað með okkur, en síðan flutt burt úr okkar byggð. Margar
þeirra voru gæddar sérstökum hæfileikum, sem þær notuðu í
ríkum mæli í þarfir félagsins. Við viljum votta þeim okkar
hjartans þakkir.
Enn er mikið verkefni framundan. Verksviðið færist einatt út á
við, sjóndeildarhringurinn víkkar. Enn er brýn þörf á að vinna af
kappi og elju. En baráttan eykur orku mannsins. Mestu og beztu
verkin eru oftast unnin af þeim sem hafa við erfiðleika að stríða.
Við horfum vonglaðar fram á veginn og megi Drottins blessun
hvíla yfir öllu starfi Kvenfélags Árdalsafnaðar.
í minningu um 50 ára starf Kvenfélags Árdalssafnaðar var
haldin afmælisveizla í kirkjunni sunnudaginn 28. ágúst 1955. Það
var yndislegur sólskinsdagur og kirkjan var skreytt með fögrum
blómum. Séra Robert Jack stýrði veizlunni. Fyrst var sunginn
sálmurinn „Starfa því nóttin nálgast11; svo las séra Robert Biblíu-
kafla og flutti ræðu. Innihald ræðunnar var starf kvenna vestan
hafs í þágu kirkju- og kristindómsmálefna. — Með vel völdum
orðum heiðraði hann kvenfélagskonur fyrir umfangsmikið og
blessunarríkt starf. — Á skemtiskrá var vel valinn og yndislegur
söngur. Hermann Fjelsted söng einsöngva og Johnson stúlkurnar,