Árdís - 01.01.1956, Qupperneq 40
38
ÁRDÍS
Kvenfélagið Undína, Hecla,
— SJÖTÍU ÁRA —
Eftir ÖNNU JONEES
Þegar félagssystur mínar fóru þess á leit við mig að skrifa
stutta ritgjörð um kvenfélagið okkar í Árdís í tilefni af 70 ára
afmæli félagsins fann ég til vanmáttar míns, því margt mætti
segja félaginu til gildis eftir svo langan starfsdag. Félagið er elzti
félagsskapur á Mikley, að söfnuðinum undanteknum, sem er sjötíu
og átta ára. Mér skilst að það sé þriðja elzta kvenfélagið vestan hafs.
Stofnfundur félagsins var haldinn 4. marz 1886. Þessar konur
mættu þar og skrifuðu sig í félagið:
Jóhanna Jónsdóttir, Hólmfríður Jósefsdóttir, Margrét Thorar-
insdóttir, Þorbjörg Guðmundsdóttir, Sigríður Þorsteinsdóttir, Val-
gerður Sveinsdóttir, Elinborg Elíasdóttir, Sesselja Friðjónsdóttir,
Guðrún Kristjánsdóttir, Guðný Sigmundsdóttir, Björg Kristjáns-
dóttir, Margrét Jónsdóttir, Sigríður Jónsdóttir.
I stjórnarnefnd voru þessar konur kosnar:
Forseti, Guðný Sigmundsdóttir; skrifari, Margrét Jónsdóttir;
féhirðir, Björg Kristjánsdóttir.
Hið nýstofnaða félag var nefnt Kvenfélag Mikleyjar. Síðar
var nafninu breytt og hlaut það þá nafnið Undína. Félagið var
óháð með það markmið að styrkja öll góð málefni innan bygðar-
innar, hjálpa eftir mætti þeim, sem áttu við fátækt, veikindi eða
aðra öruðleika að stríða.
Þess má geta, að fyrir 70 árum var eyjan að heita mátti nýbygð
og efnahagur fólks mjög takmarkaður og og ef til vill sums staðar
regluleg fátækt, enda sýnir gjörðabók félagsins að 1887 hélt félagið
samkomu og skipti ágóðanum algerlega á milli þeirra heimila, sem
fátækust voru á eyjunni. Sína fyrstu samkomu hafði það haft
tveimur vikum eftir að félagið var stofnsett. Var þar skemtiskrá
og tombóla, drátturinn seldur á 15c., inngangur 15c. fyrir fullorðna
og lOc. fyrir börn.
Það er örðugt að skilja hvað þessi litli félagsskapur áorkaði
miklu með að hjálpa þeim, sem bágt áttu þar sem inntektir voru
aðeins ársgjald meðlima (sem var 25c.) og ein samkoma á ári. Fyrir