Árdís - 01.01.1956, Qupperneq 68
66
ÁRDÍS
líka. Voru þau ágætir stuðningsmenn Árdalssafnaðar alla tíð.
Var hún meðlimur kvenfélagsins meðan kraftar leyfðu. Tilheyra
þau lestrarfélaginu enn, og hefir Þórarinn, sem nú er 87 ára, yndi
af bókalestri og sækir bækur sjálfur sér til skemtunar. Er hann
ern og skemtilegur í samræðum. Fylgist með fréttum nútímans.
Börn Soffíu og Þórarins eru: Guðlaug Danielson, Gyðríður,
Björg hjúkrunarkona, Edward heima, Ingibjörg Skaftfeld í Van-
couver, Guðni Aðalsteinn kvæntur Sigurlaugu Jakobínu Jakobson.
Tvær systur hennar eru enn á lífi, Gyðríður Anderson til heimilis á
Betel og Guðrún í Vancouver.
Hið hinsta stríð Soffíu var langt og þungt. Naut hún fágætrar
umönnunar og hjúkrunar Guðríðar dóttur sinnar, er lagði störf
sín til hliðar og vék aldrei frá móður sinni þau full fjögur ár, er
sjúkdómsstríð hennar varði. Ber það vott um ást og dygð Guðríðar;
hefir hún dvalið heima síðan til þess að annast aldraðan föður sinn,
hjálpa bróður sínum og rétta heilsuveilri systur og móðursystur
hjálpandi hendi, þegar á þurfti að halda. Mun Gyða feta í fótspor
móður sinnar sálugu á alla lund. Hún á mikinn heiður skilið.
Að hafa átt Soffíu fyrir vin skilur eftir svo dýrmætar endur-
minningar. Aldrei heimsótti maður hana, allan sjúkdómstímann,
svo að maður kæmi ekki frá henni andlega ríkari. Þakklæti hennar
til Guðs og manna var yndislegt. Hinzta sinn er ég heimsótti hana
var hún orðin rúmföst, og þá þakkaði hún Guði fyrir að geta hvílst
við það að vera í rúminu, því nú langaði hana ekkert til að vera á
flakki. Hvert sinn er ég kvaddi hana, fann ég að hún hafði látið
mér í té svo mikð af sinni hugsjón, trygð og trausti til Guðs.
Óafvitandi laut ég höfði með virðingu fyrir þessari miklu konu.
Guð blessi minningu hennar.
ANDREA JOHNSON
Trúðu á tvennt í heimi, tign sem æðsta ber,
Guð í alheims geimi, Guð í sjálfum þér.
ST. TH.