Árroði - 01.01.1937, Blaðsíða 1
ÁRROÐI
útgefandi: ÁSMUNDUR JÓNSSON frá lyngum
5. ár.
Taknið!
Sáðmanns-starf er sorgum
blandið.
Sigurtíðin virðist fjærri.
ísland! Kæra ættarlandið!
Er þinn lausnartími nærri?
Synir þinir súpa af skálum,
Sollnum þínum undum gleyma.
Þrymur loft af þrætumálum
Þegna, sem um völdin dreyma.
Gifuryrði! Guðlaust þvaður,
Glyraur fyrir eyrum viða.
Húsið Drottins, helgur staður,
Hlýtur satans gabb að líða.
Heill bó Jesú hollu þjónum,
Heilagt orð i trú sem boða.
Dylzt ei fyrir Drottins sjónum
Dáðríkt starf á tímum voða.
Rísum öll af andans svefni,
Islands börn, í Drottins nafni!
Sérhver Jesú-nafnið nefni!
Hautnum heims og léttúð hafni.
Senn mun lúður dómsins dynja.
Dróttir upp af svefni hrökkva.
1.—4. tbl.
Þá af eymd og angist atynja,
Ógnum með til heljar sökkva.
Herra! Lát þú helgan ótta
Halda oss við orð þitt kæra.
Sálar-óvin særi á flótta
Sverðið andans loga bjarta.
Vökum, iðjum! Vinir biðjum!
Verum trú, í Drottins nafni!
Brautir ryðjum! Bræður styðjum!
Brátt mun eilifð fyrir stafni!
s. H.
HALLGRlMS-KYRKJA
1 SAURBÆ.
Gef þú að móðurmálið mitt,
Minn Drottinn þess ég beiði
Af allri villu klárt og kvitt,
Krossins orð þitt út breiði
Um landið hér, til heiðurs þér
Helzt mun það blessun valda,
Meðan þin náð lætur vort láð
Lýði og byggðum halda. —
H. P.
Kæru bræður og systur i
Drottni vorum Jesú Kristi!
Reykjavík, 1937.