Árroði - 01.01.1937, Side 2

Árroði - 01.01.1937, Side 2
2 Á R R 0 Ð I Fyrst vér erum Guðs ættar, megum vér ekki hugsa, að guð- dómurinn só líkur gulli, silfri eða steini, mynduðu með hagleik af hugviti manna. — Að sönnu hefir guð séð í gegnum fingur við vanvizkunnar tíðir. En nú lætur hann öllum mönnum al- staðar bjóða, að þeir taki sinna- skifti. (Post. g., 17. k. 29.—30.). Eins og okkur íslendingum er flestum kunnugt, hefir staðið dálítill styrr um hina fyrirhug- uðu kyrkjubyggingu í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, sem Hall- grímskyrkja er nefnd, 3em hin fátæka, íslenzka þjóð er um nokkra áratugi búin að gefa fé til, eldri og yngri, háir og lágir, rikir og fátækir, nefndir og ónefndir. Margir hafa sjálfsagt gjört það í elsku- og virðingar- og viðurkenningar-skyní við hið heimsfræga sálmaskáld okkar íslendinga, og vegna hans hjart- anlegu, hughreystandi, viðvar- andi og ógnandi og hreinrækt- uðu trúarsálma, og þess utan hafa ef til vill komið fleiri kenndir eða hvatir manna til greina. Það er svo margt sinnið sem maðurinn er, segir fornt máltæki, og það virðist víða eiga heima á þessum æsinga- og óróa-timum, sem nú yfir standa. Allir vilja leggja sinn skerf ósvikinn til fleiri mála, sem meðal dómgreind þykjast hafa til að bera. Það er búið að gera hið ódauðlega skáld vort, Hallgrim Pétursson, að dýrling yfirleitt í huga þessarar fámennu þjóðar. — Ennþá mun hún þó fremur lúthersk en kat- ólsk viija teljast, meiri partur hennar, og í sannleika var það Hallgrímur sál. líka. Og upp- hafsvers hans, af mér tilgreint, finnst mér bera órækan vott um, hver hans hjartans ósk, vilji og bæn var til handa hinni íslenzku þjóð. Ég hefi áður lítið eitt minst á þetta efni í blaði mínu, og það er og verður af sumum álitin vitleysa og óþarfa hlut- semi af mér, að blanda mér út í það mál. Ég hef getið þess áður, að ég hefi gefið 10 kr. til Hallgríms-kyrkju, án tillits til þess, hvar hún ætti að standa. En hin rétta og sanna Hall- gríms-kyrkja ætti að standa traust og óbifanleg um alheim- inn. — Kyrkjunnar starf þarf sann- arlega að taka miklum fram- förum hér á okkar fátæka, fá- menna hólma. Kyrkjurnar hér þyrftu að vera miklu fleiri og traustari en þær eru í andleg- um skilningi. — Allt tildur og prjál gagnvart framliðnum, sem

x

Árroði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árroði
https://timarit.is/publication/757

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.