Árroði - 01.01.1937, Qupperneq 20

Árroði - 01.01.1937, Qupperneq 20
20 Á R R 0 Ð I Láttu mig lifa og deyja, Lifandi Quð — í þér! í trúnni þolgóða þreyja — Þessa bæn veit þú mér! Fyrír Frelsarann Kriat — Hvern önd mín fýsir finna Og fagnaðar-lof8öng inna í helgri himna vist! Þó 8vífi sorgar-mynd Sálunni stundum nær — Það kann alt bæta lífsins lind: LíknBamur Drottinn kær! Á hann ég einan þvi örugga byggi von: Hana í mizkunnar-faðm ég flý Fyrir hans kæra Son! Bærheyr þú, mildur mig, Mizkunnar-faðirinn! Ég vil af hjarta elaka þig, Og ástunda vilja þinn! Vilji þinn verði á mér — Vil ég þig hverja stund Umfaðma í trú og elsku hér! Á þinn ég sæki fund! Brynhlldur Jón»dóttir. MORGUN - VÍSUR fornar — með litlum breytingum. —o— Jesú! Kalla ég á þig. Jesú, vek af svefni mig. Jesú, hreinsa hjarta mitt, Svo heiðrað fái ég nafnið þitt. Upp ég því næst sezt um sinn, Sé og tek nú klæðnað minn. Skal þá merkja skrúði sá Skart mitt efsta degí á? Ofan úr rúmi ég svo fer — Áform mín bezt fel ég þér Ljá mjer þinnar liknar-gjöf. Leið mig eins frá minni gröf. Klæddur er og kominn á ról, Kristur Jesúö veri mitt skjól. Guðs í ótíta gef þú mér, Að ganga í dag svo líki þér. Hendur og andlit hyggst ég þvo, Háls og eyru líka svo. Jesú blesBuð benja-lind Burtu þvoi mína synd. Sannan gef mér sálar-þvott, Svo sem annað frá þér gott. í lifi og dauða láttu mig Lofa, tigna og elska þig. Lát mig ætíð lifa þér, Ljúfi Jesú, bú hjá mér, Óska ég þess, að elskan þín Eilíflega gæti mín. í flokk guðs barna, fríðan þinu, Flytja gjör mig, Drottinn minn, Hér þá skilzt við heimsins vist, Herrann fyrir Jesúm Krist! Amen.

x

Árroði

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árroði
https://timarit.is/publication/757

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.