Morgunblaðið - 05.01.2009, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 05.01.2009, Qupperneq 1
M Á N U D A G U R 5. J A N Ú A R 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 3. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is Leikhúsin í landinu >> 37 KOLBRÁ BRAGADÓTTIR FLAUMUR EFNA OG EFNAHERNAÐUR STÆRSTA BYGGÐASAFNIÐ? Ferð til Færeyja er öllum ógleymanleg Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is DAVÍÐ Þór Björgvinsson, dómari við Mannréttindadómstól Evrópu og prófessor við Háskólann í Reykjavík, segir að Íslendingar geti velt því fyrir sér hvort setja eigi í stjórnarskrána ákvæði sem tæki sérstaklega á yfirráðum Íslendinga yfir auðlindum hafsins í kringum landið, t.d. þannig að endanleg yf- irráð yfir þeim væru áréttuð þótt meðferð valds til að kveða á um nýtingu þeirra yrði að einhverju leyti deilt með Evrópusambandinu eins og sjávarútvegsstefna sam- bandsins geri ráð fyrir. Hann segir jafnframt að hugtakið fullveldi hafi verið misnotað í um- ræðunni um ESB. 22 kaflar af 35 Með aðildinni að Evrópska efna- hagssvæðinu hefur Ísland tekið upp stóran hluta af löggjöf ESB. Ein aðferðin við að meta hversu stór hluti ESB er kominn í íslenskan rétt er að skoða þá kafla sem samið er um í aðildarviðræðum ríkja. Samkvæmt þeim mælikvarða hefur Ísland tekið upp 22 kafla af 35. Í sumum málaflokkum hefur Ísland tekið nánast alla löggjöf ESB upp en minna í öðrum málaflokkum. En ESB snýst um meira en málaflokka. Sumir hafa miklar áhyggjur af fullveldinu, m.a. Ragn- ar Arnalds, sem segir að fullveld- isskerðingin sem fælist í aðild að ESB yrði enn djúpstæðari fyrir Ís- lendinga en aðra vegna þess að yf- irráðin yfir landhelginni væru svo veigamikill þáttur í íslensku sjálf- stæði. | 14-16 Ísland hefur þegar tekið upp stóran hluta af löggjöf ESB en margt stendur út af Yfirráð yfir miðunum í stjórnarskrá Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is RÍKISSKATTSTJÓRI er að athuga hverjir séu raunverulegir eigendur um 300 stærstu hlutafélaga hér á landi. Skúli Eggert Þórðarson rík- isskattstjóri vonast til þess að athug- uninni ljúki undir lok þessa mánaðar en rúmur mánuður er síðan hún hófst. Athugunin miðar m.a. að því að upplýsa hve stór hluti af eignar- haldi íslenskra hlutafélaga er hér innanlands. Einnig að komast að því hverjir eiga þá eignarhluta sem skráðir eru á útlensk félög og hve stór hluti þeirra er í raun og veru í eigu Íslendinga með einum eða öðr- um hætti. Skúli segir það hafa færst í vöxt að útlend félög séu skráð eigendur í ís- lenskum félögum. Svo virðist sem að þróun í þessa átt hafi byrjað svo um munaði fyrir um áratug. Það getur reynst flókið að rekja halarófu þar sem eitt félag er í eigu annars og svo koll af kolli. Þessi félög eru gjarnan skráð til heimilis í ýmsum skatta- skjólum heimsins og stundum er komið að lokuðum dyrum. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir að flók- ið eignarhald félaga geti skapað vandkvæði við eftirlit. Það dragi úr gegnsæi og flæki stjórnsýslulega meðferð mála. Samkeppniseftirlitið, líkt og aðrar eftirlitsstofnanir, hafi þurft í ýmsum málum að grafast fyr- ir um eignarhald félaga. Í flestum til- vikum hafi stofnunin komist að nið- urstöðu um raunverulegt eignarhald, en þetta hafi krafist fyr- irspurna og eftirgrennslana. | 4 Rekja eigendaflækjur Íslenskar eftirlitsstofnanir hafa þurft að grafast fyrir um eignarhald hlutafélaga Í HNOTSKURN »Við skráningu félags í Fyr-irtækjaskrá, sem er til húsa hjá Ríkisskattstjóra, þarf að gera grein fyrir eign- arhaldi félagsins. »Málið flækist oft þegar út-lent félag, gjarnan skráð í skattaskjóli, er hluthafi. »Við nánari eftirgrennslankemur stundum í ljós að það er í eigu annars félags og svo koll af kolli. ÁLAG á sjúkrahús á Gaza-svæðinu hefur aukist til mikilla muna eftir að Ísraelar hófu landárásir á svæðinu um helgina en linnulausar loftárásir hafa staðið yfir í eina viku. Sjúkrahús á svæðinu voru illa búin fyrir árás- irnar og nú berast þeim vistir seint og illa. Að sögn lækna hamla herdeildir Ísraela við Gaza-borg umferð sjúkrabíla og þar af leiðandi deyr fjölmargt fólk áður en það kemst undir læknishendur. | 17 Neyð íbúanna á Gaza eykst Reuters  Ábendingar vegna verðhækkana fyrir útsölu verslana tínast inn á borð Neytendastofu. Þetta segir Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu. Hann segir ástæð- una geta verið að verslunareig- endur séu gjarnari á að breyta verðmerkingum eða að neytendur séu duglegri að láta vita. Ásta Kristín Pálmadóttir reyndi hið fyrrnefnda. Hún vildi kaupa málningu í byggingavöruversl- uninni Byko og bauðst hún á 3.490 krónur einn daginn og sjö þúsund krónur á netinu þann næsta. | 2 Kvarta til Neytendastofu  ÍSLENSK stjórnsýsla er ágæt þegar lífið gengur sinn vanagang en þegar kemur að því að bregðast við einhvers kon- ar áföllum er hún mjög veik, að mati Sigurbjargar Sigurgeirs- dóttur stjórnsýslufræðings. Sigurbjörg segir skipulagt ákvarðanatökukerfi ekki vera fyrir hendi en að á tímum sem þessum verði allar ákvarðanir að vera gagnsæjar og ljóst hvernig þær voru teknar og við hverja var haft samráð. | 9 Veik stjórnsýsla og ekk- ert ákvarðanatökukerfi Jón Margeir Sverrisson hlaut sjó- mannabikarinn á Nýárssundmóti barna og unglinga hjá Íþróttafélagi fatlaðra sem fram fór í gær. ÍÞRÓTTIR Jón Margeir fékk sjómannabikarinn Íslandsmeistarinn í skvassi, Kim Magnús Nielsen, flýgur til Eng- lands tvisvar í mánuði til að keppa með enska liðinu Heart. Íslandsmeistarinn á ferð og flugi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.