Morgunblaðið - 05.01.2009, Síða 11
Fréttir 11INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. JANÚAR 2009
Eftir Birnu G. Konráðsdóttur
Borgarbyggð | Öflug ferðaþjónusta er
rekin í Reykholti í Borgarfirði og
fæstir gera sér líklega grein fyrir
því hversu margir gestir sækja stað-
inn heim árlega, en sú tala slagar
upp í um eitt hundrað þúsund. Þar
af nýta um 15.000 manns sér aðstöðu
Snorrastofu í Reykholti og Reyk-
holtskirkju, ásamt því að njóta sýn-
inga.
Mikið hefur breyst á þeim rúm-
lega tíu árum sem liðin eru síðan
Snorrastofa var sett á laggirnar,
enda almenningur farinn að vita
hvað og hvar Snorrastofa er. Að
sögn Bergs Þorgeirssonar, forstöðu-
manns Snorrastofu, hefur mikil upp-
bygging átt sér stað á svæðinu til að
laða að ferðamenn og gera umhverf-
ið þannig að fólk vilji leggja þangað
leið sína. Snorrastofa var formlega
stofnuð árið 1995, en hóf reglu-
bundna starfsemi fyrir tíu árum. Á
sama tíma hófst starfræksla heils-
árshótels, sem nú ber heitið Foss-
hótel Reykholt. Starfsemi Snorra-
stofu er fjölbreytt, allt frá því að
koma að hinum ýmsu rannsóknum
til þess að taka á móti ferðamönn-
um.
Bergur segir móttöku gesta
byggða á persónulegri þjónustu
hvort sem um er að ræða ferðamenn
lega sé Reykholt safn án veggja.
„Fólk getur sest niður í einhvern
lund og borðað nestið sitt og þá er
um leið verið að nýta þá aðstöðu sem
komið var upp í þeim tilgangi. Heim-
sóknir í Reykholt eru um 100 þús-
und gestir á ári sem kemur til af því
að peningar hafa verið settir í að
styrkja allt svæðið.“ Draumur
starfsmanna Snorrastofu er að í
framtíðinni geti þau skartað stærri
verslun, kaffihúsi bæði til að selja
einstaklingum og hópum kaffi,
ásamt því að bæta móttökuna í
Snorrastofu og efla sýningarsalinn.
Send hafa verið erindi til yfirvalda
um stuðning við frekari uppbygg-
ingu á staðnum og er sú málaleitan í
skoðun. Hins vegar eru staðarhald-
arar í Reykholti bjartsýnir á að aft-
ur komi sól í heiði með blóm í haga.
Heill hugmyndapakki er tilbúinn
varðandi ferðaþjónustu þegar vorar
á ný í íslensku efnahagslífi.
„Trú manna hér er sú að Reykholt
geti aldrei orðið undir í kreppu þar
sem staðurinn er þjóðmenningar-
staður. Það virðist þó brenna við að
Íslendingar geri sér ekki grein fyrir
því hversu stórt nafn Snorra Sturlu-
sonar er í útlöndum. Það að hann bjó
í Reykholti tryggir heimsóknir
fjölda ferðamanna hingað um
ókomna tíð,“ segir Bergur Þorgeirs-
son.
staðurinn hafi upp á að bjóða, hvort
sem það sé á svæðinu úti eða í sýn-
ingarsalnum, versluninni, ráðstefnu-
aðstöðunni eða kirkjunni.
Reykholt, safn án veggja
„Smátt og smátt hefur staðurinn
verið byggður upp til að vera betur í
stakk búinn til að taka á móti ferða-
mönnum. Mikið hefur verið lagt í
stígagerð og gefið hefur verið út
göngukort af svæðinu og Snorra-
stofa kemur að öllu þessu.“
Bergur segir jafnframt að eigin-
eða aðra þá sem hafa not af þeirri
aðstöðu sem staðurinn hefur upp á
að bjóða.
Fleiri ferðamenn
Prestarnir á staðnum og síðan
starfsmenn gestamóttökunnar undir
forystu Dagnýjar Emilsdóttur hafi
tekið á móti hópum og sagt frá kirkj-
unni og staðnum en draumurinn sé
að tvinna saman margmiðlun og per-
sónulega þjónustu. „Við höfum á til-
finningunni að ferðamönnum sem
koma í Reykholt hafi fjölgað meira á
síðasta ári en árinu 2007 þótt við
séum ekki búin að taka nákvæmlega
saman tölur þar um. Aðsóknin hefur
aukist jafnt og þétt og einnig hefur
tímabil ferðamennskunar lengst.
Straumurinn byrjar fyrr og endar
síðar. Hér áður fyrr var mest um að
hópar kæmu hingað eða ferðirnar
væru skipulagðar, en svo er ekki
lengur. Nú er meira um að fólk komi
á eigin vegum, fólk sem hefur meiri
tíma til að skoða og njóta en þeir
sem koma í skipulögðum ferðum.“
Bergur segir ennfremur að hug-
myndafræðin á bak við starfsemina í
Reykholti sé sú að fólk gefi sér tíma
til að stoppa og koma aftur. Gestir
hafi bæði gagn og gaman af að
dvelja í Reykholti og njóti þess sem
Reykholt er einn vinsælasti
ferðamannastaður landsins
Í HNOTSKURN
»Í Reykholti er hægt aðskoða margt annað en hús-
byggingar. Komið hefur verið
upp borðum og bekkjum í
notalegum lundum hér og
hvar á staðnum.
»Þar geta ferðalangar sestniður með kaffið sitt og
nesti og notið fegurðar Reyk-
holtsstaðar.
Morgunblaðið/Birna G. Konráðsdóttir
Kirkja Saga Snorra Sturlusonar tryggir áhuga ferðamanna á Reykholti.
Morgunblaðið/Ómar
Morgunblaðið/Ómar
ÞRETTÁNDI mótmælafundurinn í röð var haldinn á Austurvelli á laug-
ardag, en yfirskrift mótmælanna er „Breiðfylking gegn ástandinu“. Marg-
ir lögðu leið sína á Austurvöll að þessu sinni til að sýna vilja sinni í verki og
hlusta á ræðumenn. Ræðumenn voru Halldóra Guðrún Ísleifsdóttir kenn-
ari, Einar Már Guðmundsson rithöfundur og Dagný Dimmblá Jóhanns-
dóttir, 8 ára skólastúlka. Dagný flutti ræðu sína af skörungsskap. Fund-
armenn létu heyra vel í sér. Þeirra á meðal var Birna Þórðardóttir sem
hefur verið dugleg að sækja mótmælafundi í gegnum árin. Hún var með
rauða hanska og klappaði ákaft fyrir ræðumönnum.
Dagný Dimmblá sló í gegn