Morgunblaðið - 05.01.2009, Side 14

Morgunblaðið - 05.01.2009, Side 14
Kaflar sem samið er um þegar ríki óskar eftir aðild að ESB Hluti af EES eða Schengen (að öllu eða mestu leyti) Ekki hluti af EES *Matvælalöggjöfin verður að mestu tekin upp með frumvarpi til laga sem nú liggur fyrir Alþingi. **Með Schengen-samningnum og fleiri samningum hefur komist á víðtækt samstarf milli Íslands og ESB. ***Tvíhliða samstarf Í samantekt Eftirlitsstofnunar EFTA höfðu98,8% þeirra tilskipana ESB sem snúa að innri markaðnum verið tekin upp í EES-samninginn í nóvember 2006. Halldór Ásgrímsson sagði í ræðu sem hann hélt árið 2002 að hann teldi að Ísland hefði tekið yfir um 80% af löggjöf ESB á grund- velli samningsins um EES og Schengen. Í svari Davíðs Oddssonar við fyrirspurn á Alþingi árið 2005 kom fram að ef miðað væri við allar tilskipanir, reglugerðir og ákvarðanir ESB hefðu um 6,5% af heildarfjölda ESB-gerða (tilskipanir, reglugerðir, ákvarðanir, tilmæli, álit) verið teknar inn í EES-samninginn á tímabilinu frá 1994-2004. Í svarinu er bent á að um sé að ræða heildarfjölda gerða, þ.m.t. gerðir sem hafa verið felldar brott eða eingöngu haft tímabundið gildi. Jafnframt var áréttað í svarinu að langstærstur hluti þeirra gerða sem samþykktar eru í ESB varði framkvæmd sameiginlegu sjávarút- vegs- og landbúnaðarstefnanna, en þær eru ekki hluti af EES. Í skýrslu Evrópunefndar forsætis-ráðuneytisins frá 2007 kemur fram að að mati sérfræðinga utanríkisráðuneytis- ins skili umræða um tölfræði litlu. Mikilvægara sé að skoða innihald og mikilvægi viðkomandi gerða, því í þessum tölfræðilega samanburði hafi tilskipun á fjármálamarkaði, sem varði rekstur banka miklu, jafnmikið vægi og t.d. reglugerð um afnám aðgerða gegn svínapest. Einnig verði að hafa í huga að að nýjar ESB- gerðir sem teknar séu upp í samninginn geti endurspeglað gildandi löggjöf hér- lendis, þær séu því þegar í gildi og krefjist ekki sérstakrar innleiðingar. Loks verði að hafa í huga að íslensk stjórnvöld hafi, bæði fyrir og eftir gildistöku EES- samningsins haft náið samráð um laga- setningu við önnur Norðurlönd og ríki ESB. Í skýrslu Evrópunefndarinnar kom einnigfram að 21,6% af þeim lögum sem Alþingi samþykkti á árunum 1992-2006 hefðu átt beinan eða óbeinan uppruna í EES-aðild Íslands. Alls var um að ræða 333 lög. Á sama tíma voru alls um 2.500 gerðir teknar inn í EES-samninginn og því er ljóst að meginþorri þeirra gerða sem innleiddar hafa verið í íslenskan rétt er gerður með reglugerðum eða krefst ekki sérstakrar innleiðingar þar sem ákvæði þeirra eru þegar til staðar í íslenskum rétti. 1. Frjálst vöruflæði 2. Frjáls för vinnuafls 3. Frelsi til þjónustuviðskipta 4. Frjáls flutningur fjármagns 5. Opinber útboð 6. Félagaréttur 7. Hugverkaréttur 8. Samkeppnismál 9. Fjármálaþjónusta 10. Upplýsingatækni og fjölmiðlun 11. Landbúnaðar- og byggðastefna 12. Matvæla- og hreinlætismál* 13. Fiskveiðar 14. Samgöngur 15. Orkumál 16. Skattamál 17. Gjaldmiðilssamstarf 18. Hagtölur 19. Félagsmála- og atvinnustefna 20. Iðnstefna 21. Evrópskt samgöngunet 22. Uppbyggingarstyrkir 23. Réttarvarsla og grundvallarmannréttindi 24. Dóms- og innanríkismál** 25. Vísindi og rannsóknir 26. Menntun og menning 27. Umhverfismál 28. Neytenda- og heilsuvernd 29. Tollabandalag 30. Utanríkistengsl 31. Utanríkis-, öryggis- og varnarmál*** 32. Fjárhagslegt eftirlit 33. Framlagsmál (fjárframlög til ESB) 34. Stofnanir ESB 35. Annað (Fjallar um sérstöðu nýrra ríkja sem tengjast ESB. Ekki hluti af eiginlegu regluverki) V egna aðildarinnar að Evr- ópska efnahagssvæðinu (EES) hefur Ísland á undan- förnum 15 árum tekið upp töluverðan hluta af löggjöf Evrópu- sambandsins en um leið látið aðra hluta regluverks ESB algjörlega eiga sig. Að grunni til snýst EES- samningurinn um þátttöku í hinum innri markaði ESB og um hið svo- kallaða fjórfrelsi, þ.e. frelsi til við- skipta með vörur, frelsi launamanna til flutninga milli landa, frelsi til að bjóða upp á þjónustu og frelsi til fjármagnsflutninga (sem Íslend- ingar kannast kannski fullvel við). En samstarf Íslands við ESB eftir öðrum leiðum er viðameira og snýst um margt fleira en fjórfrelsið. Ísland hefur nefnilega í gegnum tíðina tekið upp löggjöf á mun fleiri sviðum, ekki endilega vegna þess að það hefur verið talið nauðsynlegt til að uppfylla samninginn um EES, heldur líka vegna þess að íslensk stjórnvöld hafa talið það landi og lýð til hagsbóta. Mikið inni en margt úti Þegar ríki sækir um aðild að ESB er samningaviðræðunum skipt í 35 kafla. Í skýrslu utanríkisráðherra um Ísland á innri markaði Evrópu sem lögð var fyrir Alþingi í fyrravet- ur, er yfirlit yfir þessa 35 kafla þar sem leitast er við að finna þeim stað í samningum Íslands við ESB eftir því sem unnt er. Í þessu yfirliti felst þó ekki að hver einstakur málaflokkur sem er tilgreindur falli að fullu undir EES-samninginn eða aðra samn- inga. Sitthvað getur staðið út af. Fulltrúi umhverfisráðuneytisins í sendiráði Íslands í Brussel hefur t.a.m. sagt að um 75% af löggjöf ESB í umhverfismálum hafi verið tekin upp í íslenskan rétt. Frá því yf- irlitið var gert hefur einnig sitthvað breyst, t.a.m. er Ísland við það að taka upp stærstan hluta matvælalög- gjafar ESB. Í sumum flokkum, s.s. þeim sem lúta að þjónustu, fjárfest- ingum og fjármálamarkaði, hefur ESB-regluverkið hins vegar verið tekið upp að fullu. Um flesta þá málaflokka sem út af standa er fjallað í sérstökum grein- um sem munu birtast í Morg- unblaðinu næstu daga Mikið af regluverki ESB komið en margt myndi bætast við  Á þeim 15 árum sem Ísland hefur verið hluti af EES hefur landið tekið upp mikið af löggjöf ESB  Mikilvægir málaflokkar myndu bætast við ef Ísland gengi í sambandið en annað breytist lítið Aðrir málaflokkar fá minni at- hygli, í sumum tilvikum vegna þess að breytingar á þeim yrðu ekki eins miklar eða um þá er óbeint fjallað í öðrum greinum. Hér verður stutt- lega vikið að nokkrum málaflokkum sem ekki fá þann heiðurssess sem felst í sérstökum greinum. ESB er tollabandalag Fyrst skal nefna tollamálin. ESB er tollabandalag en EFTA-ríkin í EES, þ.m.t. Ísland, eru ekki hluti af því bandalagi. Með inngöngu Íslands í ESB myndu tollar á milli Íslands og annarra ESB-ríkja falla niður en tollar á vörur frá öðrum ríkjum yrðu þeir sömu og eru innan ESB. Um leið myndu viðskiptasamningar sem Ísland hefur gert tvíhliða eða með aðild að EFTA falla niður og við- skiptasamningar ESB við ríki utan sambandsins taka gildi í staðinn. Tollar ESB og Íslands eru að með- altali nokkuð svipaðir en innganga í bandalagið myndi þó leiða til ýmissa breytinga. Tollar á bandarískum og japönskum bílum myndu t.d. hækka. Mest myndi þó muna um að tollar féllu niður af varningi frá aðild- arríkjum ESB, þ.m.t. af landbún- aðarafurðum. EFTA-ríkin í EES taka ekki þátt í sameiginlegri stefnumótun um við- skipti gagnvart ríkjum utan ESB og þróunaraðstoð við þróunarríki en myndu gera það eftir inngöngu. Ræður ESB sköttum? Skattlagning er einn þeirra flokka sem nefndir eru hér til hliðar – en ræður ESB sköttunum? Svarið er nei, ESB ræður ekki skattlagningu í aðildarríkjunum heldur er skatt- lagning á valdi ríkjanna, hvort sem er varðandi skatt á einstaklinga eða fyrirtæki. Innganga í ESB hefur því ekki áhrif á hversu hár tekjuskatt- urinn er, útsvarið, fjármagns- tekjuskattur, fyrirtækjaskattur eða virðisaukaskatturinn svo nokkur dæmi séu nefnd. Skattamál, að því marki sem ESB blandar sér í þau, eru háð einróma samþykki aðild- arríkjanna. ESB hefur þó ákveðnu hlutverki að gegna í þessum málaflokki, m.a. leitast sambandið við að koma í veg fyrir skaðlega skattasamkeppni. 14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. JANÚAR 2009 Munurinn á ESB og EES Evrópusambandið er langmikilvægasti markaður Íslands en um 75% af útflutningsverðmætum frá Íslandi fara til aðildarríkja sambandsins. Góð tengsl við ESB eru því feikilega mikilvæg. Nú eru þessi tengsl tryggð með að- ild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu. Með aðildinni að EES tekur Ísland upp stóran hluta af þeirri löggjöf sem ESB setur en hefur um leið takmörkuð áhrif á þá reglusetningu enda er Ísland ekki aðili að sambandinu og hefur ekki aðgang að tveimur af þremur mikilvægustu stofnunum þess. En hvað myndi breytast við aðild að ESB? Í fyrsta lagi er ljóst að ESB tekur til fleiri málaflokka en EES og þar á meðal til sjávarútvegs- og landbúnaðarmála sem eru í senn mikilvæg og viðkvæm í allri pólitískri umræðu. Í öðru lagi fengi Ísland aukin áhrif á ákvarðanir og stefnumótun ESB. Síðast en ekki síst er réttarkerfi ESB yfirþjóðlegt en réttarkerfi sam- kvæmt samningnum um EES er það ekki, að minnsta kosti ekki formlega. Í þessari grein leitast Rúnar Pálmason við að útskýra hvaða málaflokka Ísland hefur tekið upp í gegnum EES-samninginn og hvað stendur út af. Evrópusambandið | EES-samningurinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.