Morgunblaðið - 05.01.2009, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 05.01.2009, Qupperneq 21
21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. JANÚAR 2009 Ómar Landráð Mótmælendur á Austurvelli tóku upp ummæli Páls Skúlasonar, fyrrverandi háskólarektors, sem talaði í sjónvarpsviðtali um að líta ætti á landráð af gáleysi sem landráð. Ráðamenn voru minntir á þessi orð. LÍKLEGA er ekkert nýtt undir sólinni og nú sem fyrr snýst allt hjá stjórnvöldum um að tryggja að ríkjandi vald- hafar, hvort sem er í stjórnmálum eða við- skiptum, glati ekki stöðu sinni. Eins og staðan er í dag lítur því miður út fyrir að flækja eigi málin og draga hlutina á langinn. Rugla fólk í ríminu þangað til það gefst upp á að mótmæla og sættir sig við orðinn hlut. Sættir sig við að borga allar skuldir bankanna og end- ursölu eigna til fyrri eigenda á út- söluverði. Sættir sig við sömu vald- hafana og sömu stjórnendur lykilstofnana. Aðilana sem eiga flest allt og gína yfir öllu. Þetta fær fólk að finna með skertum lífskjörum, hækk- un skatta, lækkuðum launum og svo mikilli hækkun skulda að fólk mun aldrei á ævinni ná að greiða þær. Þetta er vægast sagt nöturlegt, en þó megum við þakka fyrir að hér er að- eins um aleigu okkar að tefla, en ekki líf, nema fólk kikni undan álaginu. Í þessu sambandi er áhugavert að rifja upp brot úr ævisögu Stefans Zweig ,,Veröld sem var“. Sagan minnir um margt á það sem nú er að gerast þó þar hafi verið um líf og dauða fólks að tefla en ekki aleigu og lífsafkomu. Zweig var gyðingur og lifði reyndar þá daga í Þýskalandi, þegar Þjóðverjar töpuðu fyrri heims- styrjöldinni og þá fjármálaóreiðu sem fylgdi í kjölfarið. Þegar hér er komið sögu er hann orðinn landflótta eftir valdatöku Hitlers og kominn til Bras- ilíu. Sjálfsævisaga Zweig var eitt af hans síðustu verkum og stytti hann sér aldur, ásamt eiginkonu sinni, skömmu eftir að hann lauk henni, 23. febrúar 1942. Úr ,,Veröld sem var“ (örlítið stytt): Aldrei á ævinni hef ég fundið eins til vanmáttar einstaklingsins gagn- vart heimsviðburðunum. Annars veg- ar var ég sjálfur, sem kom ekki nærri stjórnmálum og reyndi með kyrrlátri önn og eljusemi að láta sér verða eitt- hvað úr ævidögunum. Hins vegar var fámennur hópur manna, sem ég þekkti ekki neitt og hafði aldrei aug- um litið, sumir í Berlín, aðrir í París, í Róm og Downing Street í Lundúnum. Fæstir þeirra höfðu hingað til sýnt neina sérlega vitsmuni né hæfileika, en þeir ræddu, rituðu, símuðu og sömdu um hluti, sem ég hafði enga hugmynd um. Þeir tóku ákvarð- anir, sem ég átti engan hlut að og kunni engin skil á í smáatriðum, er réðu engu að síður úrslitum um líf mitt og okkar allra. Örlög mín voru í þeirra höndum, en ekki mínum eig- in. Þeir tortímdu okkur eða þyrmdu, gáfu okkur frelsi eða hneppu í ánauð, og milljónunum skömmtuðu þeir stríð eða frið. Og hér sat ég í stofu minni, varnarlausari en fluga, vanmáttugri en snigill, meðan teflt var um líf mitt og dauða, geð mitt og framtíð, hugsanirnar í höfði mér, öll mín áform alin og óborin, vöku mína og svefn, vilja minn, eigur og alla til- veru. Maður þraukaði og starði út í bláinn eins og sakamaður í klefa sín- um, múraður inni, hlekkjaður af þessari tilgangslausu og vonlausu bið og samfangarnir allt um kring spurðu í þaula, gizkuðu og skröfuðu rétt eins og einhver okkar vissi eða gæti vitað hvernig ráðskazt yrði með okkur. Maður las blöðin, og þau gerðu mann ennþá ruglaðri í ríminu. Í útvarpinu rak eitt sig á annars horn.“ Það hefur verið ráðskast með okk- ur Íslendinga af fámennum hópi manna og mistækum stjórnvöldum. Við skulum að minnsta kosti hafa uppburði til að mótmæla því og krefjast þess að þeir sem ábyrgðina bera, víki. Varnarlausari en fluga Eftir Margréti K. Sverrisdóttur Margrét Sverrisdóttir » Það hefur verið ráðskast með okkur Íslendinga af fámennum hópi manna og mistæk- um stjórnvöldum. Við skulum að minnsta kosti hafa uppburði til að mótmæla því … Höfundur er varaformaður Íslandshreyfingarinnar. Lausafjárkrísan á alþjóðamörk- uðum olli hruni íslenskra banka – og fjármálakerfisins. Ljóst er að bankakerfi víðs vegar um heiminn eiga við mikinn vanda að etja en hann er þó ekki í neinni líkingu við það hrun sem við höfum horft upp á hér á landi. Því er eðlilegt að nú sé spurt: Hvers vegna blasir við allt önnur mynd af íslensku fjár- málakerfi en í löndum, sem við viljum bera okkur saman við? Eini „hagfræðingurinn“ sem mér er kunnugt um að hafi spáð fyrir um algert hrun banka- og fjármálakerfisins hér á landi, með árs fyrirvara eða svo, var Völva Vikunnar. Þetta kom fram í spá hennar í lok árs 2007 vegna ársins 2008. Eðlilega veit ég ekki hvaðan hún fékk sínar upplýsingar. Engar opinberar skýrslur er að finna, t.d. frá Seðlabanka Íslands, um þessa hættu. Skýringin kann að liggja í því að hagfræðingar hafi ekki séð neitt í rekstri bankanna sem gerði fall kerfisins líklegt – enda ekki að sjá mikinn eðlismun á starfsemi íslensku bankanna borið saman við aðra banka á Vest- urlöndum. Allt snerist um vöxt. Það á þó eftir að koma í ljós. Á endanum voru það lausa- fjárvandræði á alþjóðamörkuðum sem felldu ís- lensku bankana. Þegar á hólminn var komið reyndi Seðlabanki Íslands ekki vera nægilegt bakland fyrir bankana þegar skuldabréfa- og millibankamarkaðir frusu. Þessi staðreynd verður hrópandi þegar horft er yfir sviðið í dag, einkanlega þegar litið er til Evrópu og Banda- ríkjanna. Þar hefur stjórnvöldum og seðlabönkum tekist að halda fjármála- og bankakerfum á lífi með fjárstuðningi, þrátt fyrir við- varandi frost á skuldabréfa- og millibankamörkuðum. Bankakerfi eru byggð upp þannig að seðla- bankar eru lánveitendur til þrau- tavara. Á mannamáli þýðir það m.a. að bankar, einkum kerf- isbankar, geta leitað til seðlabanka eftir skammtímafjármögnun þegar aðgangur að lausafé lokast. Það er því eðlilegt að nú sé spurt: Hvers vegna var ekki raunverulegur lánveit- andi til þrautavara til staðar hér á landi þegar á reyndi? Aðgerðarleysi Í kjölfar einkavæðingar bankanna uxu þeir hratt. Meginskýringin var góður aðgangur að ódýru lánsfé. Á síðari hluta ársins 2005 „náði“ íslenska bankakerfið að verða fimmfalt að stærð miðað við landsframleiðslu. Náðum við þá fyrsta sæti í veröldinni metin á þann mælikvarða. Það virðist þó ekki hafa leitt til þess að hringja við- vörunarbjöllum í kerfinu – en þarna telja marg- ir að bankarnir hafi vaxið okkur yfir höfuð. Hvers vegna reyndi Seðlabankinn ekki að hægja á vextinum með hertum lausafjárreglum tryggja virkni greiðslukerfa og fjármálastöð- ugleika í landinu. Í því felst m.a. að hafa eftirlit með vexti bankanna. Nú er augljóst að ann- aðhvort hefði þurft að hefta vöxt bankanna með hertum reglum eða tryggja nægan gjaldeyr- isvarasjóð svo Seðlabankinn gæti rækt hlutverk sitt sem lánveitandi til þrautavara. Hvorugt var gert. Það hlýtur að verða rannsóknarnefnd Al- þingis ærið verkefni. Heift eða óvild Þegar maður virðir fyrir sér rústir íslenska bankakerfisins og aðdragandann að hruni þess, vekur mikla athygli hve lítið samstarf virðist hafa verið á milli Seðla- og viðskiptabanka, eftir að aðgangur þeirra síðarnefndu að lausafé á mörkuðum varð erfiður. Hvergi virðist hafa örl- að á samvinnu við leit á lausnum. Engum blöð- um er um að fletta að gott samstarf þessara að- ila skipti miklu fyrir þjóðarhag. Myndin sem við okkur blasir er sú, að í samskiptum þeirra hafi fremur ríkt heift eða óvild en góður vilji til sam- starfs. Það er mjög alvarlegt mál sem hlýtur að verða grandskoðað af rannsóknarnefnd Alþing- is. Hvaða skoðun sem menn kunna að hafa á starfsemi bankanna og ákvörðunum eða að- gerðarleysi Seðlabankans og stjórnvalda fyrir setningu neyðarlaganna – eins og t.d. ákvörð- uninni um þjóðnýtingu Glitnis – veltir fólk því eðlilega fyrir sér, hverjir beri ábyrgð á því að svona er fyrir okkur komið. Hvað hefði gerst ef lánveitandi til þrautavara hefði verið til staðar? Hvað hefði gerst ef vöxtur bankanna hefði verið stöðvaður í tíma? Hvað hefði gerst ef Seðla- banki og viðskiptabankarnir hefðu sameig- inlega leitað lausna og fundið svör við þeim vanda sem við var að etja? Við þessum spurn- ingum fáum við líklega aldrei fullnægjandi svör – og þó, hver veit? Var orsök bankahrunsins aðgerðarleysi og heift? Eftir Lúðvík Bergvinsson »Hvergi virðist hafa örlað á samvinnu seðla- og við- skiptabanka við leit á lausnum. Engum blöðum er um að fletta að gott samstarf þessara aðila skipti miklu fyrir þjóðarhag. Lúðvík Bergvinsson og hækkun bindiskyldu – sem legði þá kvöð á innlánsstofnanir að binda ákveðinn hluta af ráð- stöfunarfé sínu í seðlabanka til að draga úr út- lánagetu og um leið vaxtamöguleikum? Getur verið að ástæðan sé að meðvirknin hafi verið svo mikil að það þótti ekki í takt við tíðarandann að andmæla eða standa vaktina? Ofvöxtur banka- kerfisins virðist hafa komið mönnum nokkuð í opna skjöldu – eitthvað sem „gerðist“ bara, eins og það var nefnt um daginn. Þegar bankarnir hrundu var stærð íslenska bankakerfisins tíföld landsframleiðsla! Næstu lönd á listanum eru Sviss og Bretland – þekkt og rótgróin banka- lönd – en þar var stærðin tæplega fimmföld. Bæði löndin eiga í vandræðum með fjár- málakerfi sín í dag. Svipuð niðurstaða fæst þó aðrir mælikvarðar séu notaðir. Þetta eru ótrú- legar tölur. Þó virðumst við hafa verið í þriðja sæti, á eftir Belgíu og Sviss, ef stuðst er við mælikvarðann skammtímaskuldir miðað við landsframleiðslu (Ísland 211%). Allt ber þó að sama brunni – ofvöxtur í bankakerfinu. Hér á landi hefur Seðlabankinn það hlutverk að Höfundur er formaður þingflokks Samfylking- arinnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.