Morgunblaðið - 13.01.2009, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.01.2009, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 3. J A N Ú A R 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 11. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is Fr ét ta bl að ið M or gu nb la ði ð Samkvæmt könnun MMR um traust fólks á aldrinum 18–67 ára til fjölmiðla, dagana 19.–23. des. Óskorað traust til Morgunblaðsins 64,3% mikið traust lítið traust 11,4% 41,2% 24,5% Leikhúsin í landinu >> 37 MENNING 250 ÁR FRÁ ANDLÁTI HÖFUÐSNILLINGS DAGLEGLÍF Loddarinn lék á vísindamennina BORGARALEGAR áherslur í ör- yggis- og varnarmálastefnu Evr- ópusambandsins myndu samrýmast þeim verkefnum sem Íslendingar hafa tekið þátt í á alþjóðavettvangi, að mati Vals Ingimundarsonar, pró- fessors í sagnfræði við Háskóla Ís- lands og sérfræðings í varnar- málum. „Sambandið veitir einnig 55 pró- sent af allri þróunaraðstoð í heim- inum. Það væri því ekkert því til fyrirstöðu að Íslendingar tækju þátt í aðgerðum ESB, eins og þeir hafa reyndar gert áður, til dæmis í Makedóníu,“ segir Valur. Hann telur að sambandið yrði að koma einstökum aðildarríkjum til hjálpar til að tryggja trúverð- ugleika út á við. Ísland á nú þegar í marg- víslegu samstarfi við ESB á sviði utanríkis- og ör- yggismála. Ís- landi er t.a.m. boðið að taka undir yfirlýs- ingar ESB. Eina dæmið sem fannst um að stefna Íslands væri beinlínis í ósamræmi við stefnu ESB var þegar ESB setti Tamíl-tígrana á Sri Lanka á lista yfir hryðjuverka- samtök. | 12 Féllu að áherslu ESB Valur Ingimundarson Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is „VIÐ erum að reyna að vera sveit- arfélögum sem mest innan handar í þessu erfiða árferði sem nú er, og eins konar innra eftirlit af okkar hálfu er liður í því. Við teljum brýna þörf á því. Það þurfa allir að taka höndum saman,“ segir Halldór Hall- dórsson, formaður Sambands ís- lenskra sveitarfélaga (SÍS). Ákveðið hefur verið, á vettvangi SÍS, að hafa eins konar innra eftirlit með rekstrarstöðu sveitarfélaga í landinu í ljósi fyrirsjáanlegra erfið- leika á næstu misserum. Mánaðar- lega verður fylgst með stöðu sveitar- félaga og brugðist við vandamálum, í samvinnu við sveitarstjórnirnar. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hafa nokkur sveitarfélög átt í erfiðleikum með að viðhalda nægi- legu sjóðsstreymi í rekstri sínum og þess vegna ekki getað greitt reikn- inga á réttum tíma. Ekki síst er mik- ill fjármagnskostnaður að sliga mörg sveitarfélög. Ekki hefur enn borið á því að launagreiðslur skili sér ekki til starfsmanna á réttum tíma. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa sveitarstjórnarmenn áhyggjur af því að staðan geti þyngst mikið á næstu mánuðum. Samkvæmt upp- lýsingum frá SÍS jukust skuldir sem tilheyra A-hluta efnahagsreiknings sveitarfélaga, þ.e. þeim hluta sem skatttekjur eiga að standa undir að mestu, úr 155 milljörðum í 190 í fyrra. Upplýsingar um skuldir orku- veitna og hafna liggja ekki fyrir. Sveitarfélög í vanda  Skuldir sveitarfélaganna jukust úr 155 í 190 milljarða króna í fyrra  Staðan undir eftirliti | 4 HÁSKÓLABÍÓ fylltist í gærkvöldi þegar Íslendingar flykktust á enn einn opna borgarafundinn og gerðu margir sér að góðu að sitja í anddyrinu. Á annað þúsund manns mætti til að taka þátt í umræðunni sem að þessu sinni fjallaði um íslenskt atvinnulíf í aðdraganda kreppunnar, lagaumhverfið og eftirlitsstofnanir. Meðal frummælenda voru fræðimennirnir Robert Wade, prófessor í stjórnmálahagfræði, og Raffaella Tenconi hagfræðingur. Háskólabíó fylltist enn og aftur Morgunblaðið/Árni Sæberg  MEIRI áhugi er á latínunámi í Menntaskólanum við Hamrahlíð en verið hefur lengi. „Þeir sem ég hef talað við eru mjög hissa því þetta eru helmingi fleiri nemendur en búast hefði mátt við,“ segir Rósa Elín Davíðsdóttir, latínukennari í skólanum. Boðið er upp á latínu sem valáfanga annað til þriðja hvert ár, og hefur þá náðst saman í einn hóp. Vegna fjöldans sem vildi nú taka latínu- áfangann eru hóparnir tveir. »34 Mikill áhugi á latínu  NOKKUR ís- lensk nóta- veiðiskip eru byrjuð að veiða kolmunna þar sem ekki er útlit fyrir að loðnu- kvóti verði gef- inn út á næst- unni. Skip Eskju hf., Aðalsteinn Jóns- son og Jón Kjartansson, lönduðu bæði fullfermi á Eskifirði um helgina. Aflinn fékkst suður af Færeyjum. Kolmunnakvóti íslensku skipanna á vertíðinni er samtals 95.739 tonn. »6 Íslensku loðnuskipin eru farin á kolmunnaveiðar SVEITARSTJÓRNIR víða um land munu þurfa að hagræða umtalsvert í skólastarfi vegna um 15,5 prósenta tekju- samdráttar á þessu ári og íþyngjandi fjármagnskostnaðar. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins munu mörg sveit- arfélög þurfa að fjölga í skóla- bekkjum og fækka kennurum til þess að mæta þröngri rekstr- arstöðu. Hagrætt í skólum  HRUN íslensku bankanna þriggja, Glitnis, Kaupþings og Landsbankans, hefur komið illa við sjávarútvegsfyrirtæki víða um landið. Þau berjast nú fyrir lífi sínu. Veiðiheimildir margra fyrirtækja hafa verið veðsettar fyrir eignum sem nú eru horfnar en margir eig- endur veiðiheimilda voru um- svifamiklir á hlutabréfamarkaði. Ástæða er til að hafa af þessu miklar áhyggjur, að sögn heimilda- manns í bankakerfinu. »8 Sjávarútvegsfyrirtæki berjast fyrir lífi sínu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.