Morgunblaðið - 13.01.2009, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.01.2009, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 2009 Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Seðlabanki Ís-lands lánaðifjármála- fyrirtækjum gíf- urlega háar fjár- hæðir mánuðina áður en bankarnir féllu í októ- ber. Í fréttaskýringu í Morg- unblaðinu í gær er því haldið fram að tapið af þessum lán- um Seðlabankans geti verið á bilinu 100 til 200 milljarðar króna. Er það í samræmi við mat Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins sem metur tapið á 150 milljarða króna. Gangi þetta eftir er kostn- aður ríkissjóðs, og þar með skattgreiðenda, álíka mikill og reiknað er með að falli til vegna Icesave-reikninga Landsbankans. Sé kostnaður við endurfjármögnun bank- anna lagður saman við jafn- gildir heildarupphæðin, sem ríkissjóður tekur á sig vegna þessara mála, 685 milljörðum króna. Það er meira en helm- ingur af allri landsframleiðsl- unni árið 2007 og mun meira en öll útgjöld ríkissjóðs á þessu ári samkvæmt fjár- lögum. Í samhengi við stærð efna- hagslífsins eru þetta ótrúleg- ar upphæðir. Seðlabankinn hefur gagnrýnt umfang við- skiptabankanna í okkar smáa hagkerfi. Á sama hátt má gagnrýna umfang lána- viðskipta Seðlabankans í að- draganda banka- hrunsins. Áhættan sem fylgdi þessum við- skiptum virðist hafa verið van- hugsuð. Stór hluti lánanna var veittur gegn ótryggum veð- um. Sem dæmi þá var eitt fjármálafyrirtæki, Spari- sjóðabankinn, með yfir 150 milljarða króna að láni gegn veðum sem nú eru verðlítil eða verðlaus. Það hefði átt að hringja einhverjum viðvör- unarbjöllum í bankastjórn Seðlabankans. Auðvitað eru skiljanlegar þær skýringar að Seðlabank- inn hafi verið að fylgja for- dæmi annarra seðlabanka í heiminum. Banka vantaði laust fé þegar það skrúfaðist fyrir lánveitingar í heiminum. Seðlabankar voru meginupp- spretta fjármagns. Hins vegar verður ekki hjá því komist að horfa á þessa hluti í samhengi við stærð ís- lenska ríkisins. Það er ekki hægt að taka endalausa áhættu með skattfé borg- aranna. Það eru þeir sem sitja uppi með skuldabaggann í framtíðinni. Spyrja má hvort gengið hafi verið of langt í þessum við- skiptum, bæði af hálfu Seðla- bankans og viðskiptabank- anna þriggja. Það hlýtur að koma til sérstakrar skoðunar rannsóknarnefndarinnar. Stór hluti lánanna var veittur gegn ótryggum veðum} Umfangsmikil veðlán Dómsmálaráð-herra hefur falið nefnd að kanna hvort ástæða sé til að breyta lögum á þann veg að dómarar fái heimild til að ákveða að foreldrar skuli fara sameiginlega með forsjá barns, þrátt fyrir að annað foreldrið sé því andvígt. Nú er sameiginlegt forræði við skilnað eða sambúðarslit foreldra meginregla. Tölur Hagstofunnar sýna hversu ör sú þróun hefur verið. For- eldrar hafa átt þess kost allt frá 1992 að fara sameiginlega með forsjá barna sinna eftir sambandsslit. Árið 1994 var sameiginleg forsjá aðeins val- in í 22,8% hjónaskilnaða og 31% sambúðarslita. Árið 2006 hafði hins vegar orðið gjör- breyting á. Eftir skilnað fóru foreldrar sameiginlega með forræði barna sinna í 72,4% tilvika og í 84,9% tilvika eftir sambúðarslit. Sameiginleg forsjá er því óumdeilanlega meginregla nú þegar. Rökin fyrir sameiginlegri forsjá eru fyrst og fremst þau, að þannig sé hags- munum barnsins best borgið. Börn eiga rétt á að þekkja og um- gangast foreldra sína. Gamla reglan, þar sem börn urðu eftir hjá móður sinni og fað- irinn varð oft fjarlægur og áhrifalaus, er löngu úr sér gengin og enginn sem mælir slíku bót lengur. Þeim rökum hefur heyrst fleygt, að geti foreldrar ekki komið sér saman um forræði barna sinna sé vonlítið að það samstarf gangi betur þótt dómari mæli svo um. En í þeim rökum felst, að afstaða foreldranna og ósætti þeirra skipti sköpum. Það er rangt, því hagur barnsins á að sitja öllu ofar. Dómari á ekki að standa frammi fyrir for- eldrum, sem báðir teljast vel hæfir, en neyðast til að dæma öðru fullt forræði vegna ósættis þeirra. Með ákvörðun um sameiginlegt forræði hæfra foreldra er hag barns- ins best borgið. Sameiginleg forsjá er meginreglan}Hagur barnsins á að ráða Í þeim miklu þrengingum sem þjóðin gengur nú í gegnum af völdum efna- hagskreppunnar verða vitaskuld til fjölmörg álitamál. Pólitískar áherslur eru ekki lengur fyrst og fremst merkj- anlegar í skoðanaskiptum, þvert á móti eru að- stæður þannig að þær krefjast dramatískra að- gerða. Stundum virðast þær reyndar ganga í berhögg við þær kenningar er áður voru boð- aðar – svo sem auknar skattaálögur fyrir til- stilli stjórnmálamanna sem mest hafa predikað nauðsyn þess að minnka slíkar álögur í kreppu til að koma efnahagslífinu til góða. En það er önnur saga. Við þjóðinni blasir niðurskurður á ýmsu því sem hingað til hefur verið sjálfsagt að njóta. Þegar er farið að vega að lífsgæðum okkar, þægindum og öryggistilfinningu með íþyngj- andi ráðstöfunum af ýmsu tagi. Margar slíkar aðgerðir eru óumflýjanlegar, en aðrar fara meira fyrir brjóstið á fólki. Ekki síst þær sem vega að þjónustu sem almenn- ingur hefur talið til einstakra lífsgæða hér á landi. Heil- brigðiskerfið er þar á meðal. Niðurskurður og hagræðing í heilbrigðiskerfinu vekur mikinn ugg með mörgum. Þegar endurskipuleggja þarf jafnviðamikinn grunnþátt í samfélaginu og heilbrigðis- eða félagslega þjónustu er tæpast hægt að leggja nægi- lega mikla áherslu á þá staðreynd að á bak við tölur um niðurskurð er fólk. Raunverulegt fólk sem einhverra hluta vegna er í þeirri aðstöðu að ráða engu um örlög sín eða að- stæður þegar niðurskurðurinn bitnar á því. Hagræðing er án efa brýn og valmöguleikum hefur snarfækkað í því sambandi. Langflest dæmi er þó hægt að reikna með mismunandi hætti og út frá ólíkum forsendum; niðurskurð rétt eins og annað. Fréttir af því að einstaklingar sem hingað til hafa verið í einbýli á Seli, hjúkrunardeildinni við Sjúkrahúsið á Akureyri, þurfi að flytja í herbergi með öðrum eru af því tagi sem flestir óttast hvað mest. Því það er eins og gleymst hafi að um er að ræða heimili þessa fólks. Sú skoðun hefur verið ríkjandi um langt skeið að allir – einnig aldraðir, fatlaðir og sjúkir – eigi rétt á einkalífi. Mikið átak hefur verið unnið í þessum málum á undanförnum áratugum og því sár afturför í því að setja fólk sem búið hef- ur á einbýli í tvíbýli. Aðgerð sem virðist einföld á pappír er afdrifarík í lífi þeirra sem hún tekur til. Enginn efast um að starfsfólk á Kristnesi muni taka eins vel á móti nýjum íbúum og unnt er. Málið snýst bara ekki um það. Þetta er einungis eitt af mörgum tilfellum sem koma munu upp. Sem slíkt er það áminning um það að yfirvöld verða að hugsa um fólk fyrst og síðast; reikna sín dæmi út frá því. Það er hægt að hagræða á margan hátt ef horft er út fyrir kassa og reiknilíkön. Ef fyrsta forsenda útreikn- inga er peningar en ekki fólk eru stjórnvöld að bregðast skyldum sínum gagnvart umbjóðendum sínum í landinu. fbi@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir Pistill Einkalíf aldraðra, fatlaðra og sjúkra Fasteignaskattar svipaðir og í fyrra FRÉTTASKÝRING Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is F lest sveitarfélög stefna að því að innheimta ekki meira í fast- eignagjöld á þessu ári en á því síðasta, þrátt fyrir að reksturinn á árinu verði mörgum sveitarfélögum þungbær vegna mikils tekjusamdráttar og hækkandi útgjalda. Sveitarfélögin á höfuðborg- arsvæðinu hafa haft miklar tekjur af fasteignagjöldum undanfarin ár, einkum og sér í lagi þar sem gjöldin eru reiknuð sem ákveðið hlutfall af fasteignamati. Fasteignamatið hefur hækkað mikið á undanförnum árum samhliða miklum uppgangi á fasteignamark- aði. Hann var meðal annars tilkom- inn vegna þess að sveitarfélög á höf- uðborgarsvæðinu ýmist buðu út eða úthlutuðu byggingarlóðum í miklum mæli á sama tíma og bankarnir lán- uðu mikið til íbúðarkaupa. Þetta var gert þvert á ráðleggingar Seðla- banka Íslands sem varaði ítrekað við því að þetta hefði þensluaukandi áhrif, eins og greint hefur verið frá í Morgunblaðinu. Greiddu meira 2008 en 2007 Reykvíkingar greiddu rúmlega tíu milljarða til Reykjavíkurborgar í fasteignagjöld á árinu 2007. Í fyrra var hins vegar annað upp á ten- ingnum en þá greiddu þeir 12,7 millj- arða. Gert er ráð fyrir því í fjárhags- áætlun borgarinnar að greiddar verði hærri fjárhæðir á þessu ári eða þrettán milljarðar samkvæmt fjár- hagsáætlun. Skatthlutfallið helst þó óbreytt frá því í fyrra. Íbúar í mörgum sveitarfélögum utan höfuðborgarsvæðisins greiða hærra hlutfall af fasteignamati en íbúar á höfuðborgarsvæðinu að jafn- aði. Á móti kemur að fasteignamat húsnæðis á landsbyggðinni er lægra en á höfuðborgarsvæðinu. Til samanburðar þurfa eigendur íbúðarhúsnæðis í Reykjavík að borga 0,214 af fasteignamati í fast- eignagjöld en algengt er að hlutfallið sé á bilinu 0,3 til 0,45 víða á lands- byggðinni. Samkvæmt lögum um tekjustofna sveitarfélaga er sveit- arstjórnum heimilt að leggja allt að 0,5 prósent skatt á íbúðarhúsnæði, erfðafestulönd í dreifbýli, jarðeignir, útihús og mannvirki á bújörðum sem tengd eru landbúnaði. Sama hlutfall gildir um sumarbústaði. Ríkið greiðir sveitarfélögum 1,32 prósent af fasteignamati í skatt til sveitarfélaga vegna opinberra bygg- inga. Er þar meðal annars átt við sjúkrahúsbyggingar, skóla, heima- vistir og þess háttar. Eins og greint var frá í Morg- unblaðinu var deilt nokkuð um þetta hlutfall þegar fjárlögin voru sam- þykkt en ríkið vildi að það lækkaði niður í 0,88 prósent. Það hefði þýtt um tveggja milljarða tekjutap fyrir sveitarfélögin. Á endanum varð nið- urstaðan sú að hlutfallinu var haldið óbreyttu. Greiða þarf sama hlutfall af fast- eignum eins og iðnaðar-, skrifstofu- og verslunarhúsnæði, fiskeld- ismannvirkjum, veiðihúsum og mannvirkjum sem nýtt eru fyrir ferðaþjónustu. Líklegt má telja að sveitarfélög þurfi að grípa til þess ráðs að hækka fasteignaskatta sem hlutfall af fast- eignamati á næstu árum í ljósi mik- illar niðursveiflu á fasteignamarkaði hér á landi á næstu árum. Spáð hef- ur verið um 47% lækkun húsnæð- isverðs til 2010. Morgunblaðið/ÁrniSæberg Byggingar Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu stefna að því að hækka fast- eignaskatta lítið. Skattarnir kunna þó að hækka eitthvað á næstu árum. INNI í fasteignagjöldum er ekki að- eins fasteignaskattur heldur einnig lóðarleigu- og holræsagjald. Hol- ræsagjaldið er oft um helmingurinn af fasteignamatinu. Í Reykjavík er það 0,105 prósent af fasteignamati en lóðarleigugjaldið er 0,08 pró- sent. Sé miðað við að fasteignamat íbúðar sé 20 milljónir greiðir eig- andi þess því um 79,8 þúsund á ári í fasteignagjöld. Eins og nafnið gef- ur til kynna fer það fé sem íbúar greiða í holræsagjald til rekstrar holræsakerfis. Þessu til viðbótar þurfa íbúar og eigendur húsnæðis einnig að greiða svokallað sorphirðu- og vatnsgjald. Algengt gjald hjá sveitarfélögum er um 20 þúsund krónur fyrir þetta tvennt. Að auki þarf að greiða sér- staklega fyrir tunnur sem eru í boði þegar kemur að sorphirðu. ÞUNGAR BYRÐAR ››

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.