Morgunblaðið - 13.01.2009, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.01.2009, Blaðsíða 25
Umræðan 25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 2009 Morgunblaðinu hefur borist mikill fjöldi greina og pistla frá lesendum um ástandið í efnahagsmálum landsins. Margir höfundar lýsa áhyggjum sínum af þróun mála og margir gera tillögur um leiðir út úr efnahagsvanda þjóð- arinnar. Morgunblaðið leggur áherslu á að gera þessum umræðum góð skil í blaðinu á næstunni. Skoðanir fólksins BANKAHRUNIÐ og stöðvun út- lána hefur sett stórt strik í fjárfesting- arfyllirí landsmanna. Óraunhæft og brjálæðislegt húsnæðisverð hefur sig- ið á höfuðborgarsvæðinu og á eftir að síga enn. Það er ekkert skrítið við það eins og byggt hefur verið. Það er eins og menn þar syðra hafi reiknað með að við landsbyggðarmenn flyttum allir á mölina eins og sagt er. Allir voru að græða þegar íbúðarverð fór upp. Meira að segja unga fólkið sem var að fjárfesta í fyrsta sinn taldi sig vera að græða. En var þetta raunverulegt og hver ber ábyrgðina á þessu háa verði? Eru það ekki blessaðir bankarnir sem spýttu inn fjármagni svo um munaði og það jafnvel svo að það borgaði sig að kaupa hús og rífa það og byggja nýtt á lóðinni. Fólk tók lán út á húsin og veðsetti í topp til þess að kaupa bíla, fara til útlanda og annað í þeim dúr. Ber fólkið ekki sjálft svolitla ábyrgð? Fasteignasalar bera að sjálfsögðu einhverja ábyrgð þeir töluðu upp verðið með bönkunum, svo ekki sé talað um fjölmiðla sem ekki áttu orð til að lýsa dýrðinni með þessum hækk- unum og hjálpuðu þannig til. Nú er lóðum skilað inn fyrir milljarða og heilu hverfin standa auð eða óbyggð. Bera sveitarfélögin ekki smá ábyrgð þarna líka? Ætli sé ekki búið að byggja á suðvesturhorninu fyrir næstu tuttugu árin eða svo? Er ekki allt í lagi að fasteignaverð fari svo- lítið niður þannig að það sé hægt að kaupa íbúð á þessu svæði fyrir þá sem eru húsnæðislausir? Auðvitað ber svo ríkisstjórnin sína ábyrgð. Var ekki verið að eltast við kosningu í öryggisráðið með tilheyrandi tíma- og pen- ingaeyðslu? Sumir ráðherrar hefðu betur hugað að fjár- málabákninu hér heima í stað þess að vera á þönum um allan heim í atkvæðasmölun. Við vorum á allsherjar fjárfestingarfylliríi og allir vildu dansa í kringum gullkálfinn. Nú vilja hins vegar sem flestir bera af sér og kenna öðrum um. Var þetta ein allsherjar múgsefjun. Auðvitað er ekki gott að missa vinnuna, það hafa margir reynt í gegnum tíðina. Það hefur ekki alltaf verið tekið út með sældinni á landsbyggðinni þegar illa hefur árað í sjávarútvegi og heilu fyrirtækin horfið úr byggð- unum. Ekki fórum við þá og köstuðum eggjum í Alþing- ishúsið eða þaðan af verra. Það var ekki glæsilegt í kringum og upp úr 1980 þegar verðbólgan fór á fleygi- ferð og fjöldi fólks varð eignalaus. Ég vona að til þess þurfi ekki að koma núna og ef gengið lagast þá verða er- lendu húsnæðislánin sennilega hagstæðari en þau inn- lendu með sinni verðtryggingu sem aldrei lækkar. Það verður því að sjá til þess að fasteignaverð og lán haldist í hendur að einhverju leyti. Hvernig það er best gert þarf meiri sérfræðing en mig til að svara. Ég á enn mitt 15 milljóna króna einbýlishús og er alveg sáttur við það, þó það hefði farið á 70-80 milljónir í Reykjavík á síðasta ári. Það var og er eitthvað brenglað við þetta fasteignaverð sem er búið til á suðvesturhorninu. Og nú á aðild að ESB að leysa allan vandann. Samfylk- ingin heldur ekki vatni yfir dýrðinni að ganga í ESB og ætlar að setja sjálfstæðismenn upp við vegg í þeim mál- um. Eigum við sjálfstæðismenn að sætta okkur við að samstarfsflokkur í ríkisstjórn skuli haga sér svona, eig- um við að láta kúga okkur til þess að gera það sem er andstætt grundvallarviðhorfum okkar og sannfæringu? Við verðum fyrst og fremst að tryggja hagsmuni Íslands og Íslendinga. Það er alveg ljóst að við verðum að flýta okkur hægt og skoða málin alveg ofan í kjölinn. Bjargar ESB-aðild fjármálum heimilanna eða þjóðarinnar? Fjölgar ESB-aðild atvinnutækifærum og minnkar at- vinnuleysi? Er ESB-aðild töfralausnin á vanda okkar? Ég efa að það sé reyndin. Látum ekki örvæntingu og taugatitring taka af okkur völdin. Við erum enn fullvalda þjóð og eigum ekki að láta plata okkur í ESB. Við verð- um að tryggja þau grundvallaratriði sem við höfum byggt á lífsafkomu okkar, það er: sjávarútvegur og land- búnaður. Skoðum málið af raunsæi og tökum meðvitaða ákvörðun. Vinstri grænir vilja kjósa til Alþingis fyrst og fresta umræðu um ESB. Ekki skrýtið þar sem þeir ótt- ast þá ESB-múgsefjun sem er í þjóðfélaginu. Samfylk- ingin vill ana beint af augum og knékrjúpa fyrir ESB sama hver áhrifin verða. Erum við að ganga götuna til góðs með þessum ESB-væntingum? Ég efa það. Meira: mbl.is/esb „Kreppan“ og ESB Þorsteinn Ásgeirsson, forseti bæjarstjórnar Fjallabyggðar. Við vorum á allsherjar fjárfestingarfylliríi og allir vildu dansa í kringum gullkálfinn. Nú vilja hins vegar sem flestir bera af sér og kenna öðrum um. Var þetta ein allsherjar múgsefjun. Við vorum á allsherjar fjárfestingarfylliríi og allir vildu dansa í kringum gullkálfinn. ’ HVERNIG alþjóða-fjármálablaðran byggðist upp er best að skýra með nærtæku dæmi þ.e.a.s Sterling flugfélaginu, sem selt var og keypt milli tengdra aðila, þar til félagið fjórfaldaðist í verði, þótt reksturinn væri ætíð í tapi. Einnig að Loki Laufeyjarsonur hvísl- aði í eyru bankastjóranna, að þeir gætu aukið sína bónusa með því að senda valda Fjárfestinga-Berserki út með skál af sveppum, þannig að þeir óttuðust ekk- ert sem fyrir var í yfirtökum og öðru. Akademían hreifst með og tók upp kenningu frá Rön „Þar sem saman kemur stærðfræðiþekking og glæpahneigð, verður til fjár- málaverkfræði“ og var sú grein tekin upp til kennslu. Hagfræðiprófess- or einn varð fyrir svo miklum hughrifum í tíma hjá sjálfum sér, að hann hoppaði fyrir borð í Háskólanum og settist í vist hjá virtum víxl- ara. Hans fyrsta verk var að kaupa ameríska skuldabréfavafninga, sem brunnu upp í höndunum á honum líkt og vænn flugelda fjölskyldu- pakki. Víxlarinn sendi „akademíkerinn“ strax í millivistun hjá kerfinu. Forsætisráðherrann var eins og segir í Predikaranum 4:5 „Betri er hnefafylli af ró, en báðar lúkur fullar af striti og eftirsókn eftir vindi.“ Þistilfjarðar-Trúðurinn fríkaði út, upp í vindinn. Eftir fall bankanna hafa komið fram mörg og misjöfn viðbrögð. Hæst lætur í fagmótmæl- endum, þótt þeir viti ekki hverju þeir eru að mótmæla, mótmæli eru bara þeirra fag, sem er eftirsókn eftir vindi. Almenningur sem að öllu jöfnu er mjög friðsamur lætur sér nægja að mótmæla í pólitískum skoðanakönnunum og játast vinstri grænum, það er viturlegt, því vinstri grænir eru alltaf á móti öllu og síðast var fulltrúi VG á móti raf- orkusamingi OR við Norðurál í Helguvík. Það er vel vitað að VG geta á engan hátt komið að gagni við stjórn landsins, því komast mótmæli almennings vel til skila í skoðanakönn- unum. Fólk sem tengist stjórnmálum, mótmælti á sinn hátt, með breyttum texta Jóhannesar úr Kötlum „Evrópu-Ísland, Evrópu-Ísland hvenær kemur þú“ Leshringir voru stofnaðir til að lesa Evróputilskip- anir að hætti gamla marx-leníníska kerfisins. Stillt var upp skrifræð- isjötnum, til að verkið gengi vel, en engum datt í hug að rýna í framtíð- armöguleika Evrópusambandsins. Möguleikar EU eru vægast sagt daprir, álfan er snauð af náttúruauðlindum og orku, sem er mest að- keypt. Tækniframleiðsla hefur verið flutt til Asíu, þar sem reglugerðaf- ár er í lágmarki og vinnuafl gott og ódýrt. Nýfrjáls fyrrverandi fátæk kommaríki eru komin í eða eru á leiðinni í EU, en þau ríki eru, að sov- éskum sið, með öflugt neðanjarðarhagkerfi, sem mun breiðast út um álfuna hratt og örugglega, því til sönnunar er ítalska mafían, sem aldr- ei hefur lífað jafn góða daga. Í samningum við Ísland mun EU krefjast þess að íslensk orka verði að hlutabréfafóðri, en þeir verða væntanlega liprir í samningum um fiskveiðar, því vegna misgjörða fyrri ára, þegar leyft var að veðsetja aflaheimildir, sem á pappírnum voru þjóðareign, féll þessi auðlind í eign erlendra fjármálastofnana, sem veð og virðisaukinn sem vextir til sömu aðila. Verðugasta verkefni íslenskra stjórnvalda væri að end- urheimta sjávarauðlindina í nafni þjóðarinnar allrar. Eftirsókn eftir vindi Elías Kristjánsson, forstjóri Kemis ehf. LANDSFUNDUR Sjálfstæðisflokksins er fram- undan. Samkoma, sumum hláleg, öðrum vitundarvakn- ing. Tilgangurinn er stefnumótun íslenzku samfélagi til heilla, stundum hefur það gengið upp, stundum ekki. Dagskráin nú er verulega mótuð af samstarfs- flokki í ríkisstjórn sem knýr á afgerandi afstöðu til ESB-aðildar. Samkvæmt yfirlýsingum er opnun á þessi mál skilyrði áframhaldandi stjórnarsamstarfs. Að undirlagi Sjálfstæðisflokks var innganga í ESB ekki skráð í stjórnarsáttmála. Flokkurinn hefur einfaldlega hafnað málinu hingað til. Treystandi hagstjórnarstefnu sjálfstæð- ismanna gaf Samfylkingin þennan afslátt. Alkunn kúvending á stöðu þjóðarinnar, innanlands sem utan, breytti öllum forsendum og Sam- fylkingin situr nú samsek á sakabekk. Draumur sjálfstæðismanna er orðinn að martröð Samfylkingar. Nú býður hún samstarfsflokknum lausn gegn tryggingu, sinn eigin draum, tafarlausar aðildarviðræður. Þó Sjálfstæðisflokkurinn megi muna fífil sinn fegri er glæst upp- bygging fullveldisins ekki sízt hans verk. Oftsinnis undir hans stjórn hefur þjóðin blómstrað. En vald spillir og þessi flokkur allra stétta er nú innanmein hverrar einustu. Endanleg staðfesting barst nýlega í formi rukkunarseðla til útgerðarmanna frá útlendum banka. Verstu spár um kvótaframsalið hafa ræst og martröðin hafin. Þessum veru- leika hafa margir afneitað og öðrum ófyrirséður. Því nýtur Sjálfstæð- isflokkurinn enn trausts. Afstaða hans í Evrópumálum skiptir því máli. Aðildarumsókn í ESB er draumur Samfylkingar. Sjálfstæð- ismenn hafa fram að þessu ekki deilt þessum draumi og hvers vegna þá í hallæri þegar samningsaðstaðan er lök? Framkoma Evrópusam- bandsins varðandi lánaumleitan okkar nýverið ætti líka að vekja okk- ur til umhugsunar. Alltént liggur fyrir að aðildarumsókn er grundvall- arstefnubreyting og má ekki vera skiptimynt fyrir stjórnarsamstarf, hversu gott eða slæmt sem það er. Gangi sjálfstæðismenn inn í draum Samfylkingar er eins gott að búa sig undir martröð. Hinn kosturinn er einfaldlega kosningar. Og kæru landsfundarmenn: Er það endilega svo slæmt? Meira: mbl.is/esb Kæru landsfundarmenn Lýður Árnason er heilbrigðisstarfsmaður. TIL AÐ verða milljarðamæringur á Íslandi þurfti fátt annað en að vera siðblindur og ná ítökum í banka. Þetta ágæta kerfi gat af sér bremsu- lausa útrásaruppa sem fóru út í heim að spreyta sig og lentu í keppni við ameríska afglapa um það hvor gæti rústað meiru. Og miðað við höfðatölu þá fór það eins og ævinlega að okkar menn höfðu glæsta sigra. Hefur af frést að hugur sé til að hafa svona þjóðlegar rústa- keppnir á Ólympíuleikum framtíðarinnar. Svo árangur okkar megi verða viðunandi þegar þar að kemur þarf að tryggja Bessastaðauppanum vald til frambúðar svo hömlurnar losni ekki af stjórnvöldum og fjölmiðlar verði undir kontról réttra aðila. Grímulausir kennarar En mest áríðandi núna er að kenna ódælum ungling- um og öðrum vanþroskuðum í borg volæðisins (sam- kvæmt fjölmiðlum) að mótmæla bremsulaust í nafni þjóðarinnar, og gefa þeim þar með tækifæri til að skemmta sér í nafni tjáningarfrelsis með grjót-, eggja- og skókasti að hætti múslíma. Æskilegur klæðnaður við þess konar athafnir eru grímubúningar alls konar en háir kragar, treflar og stórar hettur koma sér líka vel við hvers konar skemmdarstarfsemi og annað kjánalegt athæfi sem viðkomandi heigull vill ekki láta bendla sig við síðar. Þessi skríll er þroskaður og nærð- ur af grímulausum kjánum sem mótmæla í nafni þjóð- arinnar án umboðs. Sjálfsköpuðum kennurum sem vita ekki alveg hverju á að mótmæla en finnst gaman að baða sig í ljósinu og slökkva á því til okkar á lands- byggðinni. Hömlulaust þvaður Það er lán hinna bremsulausu Evrópusambands- sinna að hafa fengið þessa efnahagslægð aldeilis óvænt upp í hendurnar. Úr henni er nú smíðuð sem óðast rennibraut handa okkur hæglátum og þungdregnum inn í stjörnuríkið. Þessir ágætu landar okkar umburðarlyndra hafa staðið á öndinni bremsulaust við að troða niður í svað- ið öll íslensk gildi og þó helst þetta sem þeir kalla handónýtt krónudrasl. Eflaust eru til traustari gjald- miðlar milljónaþjóða, en það er sama þótt klárinn sé latur og dyntóttur, það á ekki að slá hann af fyrr en fenginn hefur verið annar, því það er tilræði við þá sem eiga allt sitt undir afli hans. Það er heldur hvimleitt fólk sem kjaftar allt í hel en getur aldrei komið sér að ærlegu verki. Helkjaftar þessir eru litlu saklausari en útrásarupparnir af nú- verandi dýrð. Þessir sömu helkjaftar ætla að renna okkur bremsulausum, brókarlausum og á hnjánum inn í stjörnudýrðina og þar á að semja. Um hvern and- skotann semur maður með allt niður um sig, rúinn eigum og trausti? Rolur og aðrir skókastarar Það er lán í þeim þrengingum sem nú plaga okkur, að ekki er svo langt síðan kosið var og við fengum stjórn með ríkan meirihluta. Ríkan meirihluta til þess að ráða við vandamál. Það er því eins gott að halda til haga því spreki sem verður til að við þurfum að fara í kosningaslag ofan á aðrar hörmungar og sundrungu. Þeir einstaklingar innan þessarar stjórnar sem þora ekki að halda áfram og vinna verk sitt eins og þeir voru kjörnir til eiga best heima með bremsulausum, grímuklæddum skókösturum. Það er nefnilega sitt- hvað að standa í lappirnar og axla ábyrgð eða hlaup- ast undan merkjum á örlagastundu. Góðir landar! Tökum nýju ári með dug, æðruleysi og gæsku. Glæsilegir sigrar Hrólfur Hraundal rekur vélsmiðju á landsbyggðinni. @

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.