Morgunblaðið - 13.01.2009, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.01.2009, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 2009 Evrópusambandið | Utanríkis- og öryggismál Meiri áhrif með sameiginlegri stefnu Aðeins Bandaríkin geta hugsanlega státað af meiri áhrifum á alþjóðavettvangi en Evrópusambandið, það er að segja þegar aðildarríki ESB koma sér saman um sameiginlega stefnu í alþjóðlegum deilumálum. Áhrif ESB byggj- ast aðeins að litlu leyti á hernaðarlegum mætti heldur mun frekar á efnahagslegum og borgaralegum aðgerðum sem sambandið getur ráðist í. Ef í harðbakkann slær getur ESB safnað saman herliði, að því gefnu að aðildarríkin séu tilbúin að leggja það til. Aðgerðir ESB á þessu sviði byggjast á samhljóma samþykki aðildarríkjanna og til að ná því fram þurfa ríkin stundum að útvatna sínar eig- in utanríkisstefnur en það gera þau í því trausti að ein stefna ESB sé líklegri til árangurs en mismunandi utanríkisstefnur 27 Evrópuríkja. Þetta er meðal þess sem kemur fram í umfjöllun Baldurs Arnarsonar og Rúnars Pálmasonar um utanríkis- og öryggismálastefnu ESB. E vrópusambandið hefur gríð- arlegan efnahagslegan slag- kraft. Það er stærsta hag- kerfi heims og þar býr um hálfur milljarður manna. En þegar kemur að alþjóðlegum deilumálum sem varða önnur mál en viðskipti hafa áhrif þess verið minni en efna- hagsleg stærð segir til um. Áhrifin hafa á hinn bóginn aukist mjög und- anfarin ár með meiri samvinnu aðild- arríkjanna í utanríkis- og öryggis- málum. Utanríkismál ESB er geysilega víðfeðmur málaflokkur en til einföld- unar má segja að þau mál sem varða hin hefðbundnari utanríkis- og ör- yggismál, þ.e.a.s. afvopnunarmál, friðargæslu, stríð og frið – séu í verkahring ráðherraráðsins en mýkri málin (sem þó eru alls ekki alltaf mjúk) s.s. viðskipti, samvinna við ríki sem liggja að ESB og þróunaraðstoð eru á könnu framkvæmdastjórn- arinnar. Í þessari grein verður fjallað um fyrrnefnda flokkinn. Þótt utanríkis- og öryggis- málastefnan sé sameiginleg er langur vegur frá því að ESB hafi álíka vald og í sumum öðrum sameiginlegum stefnum, s.s. í sameiginlegu landbún- aðarstefnunni. Ákvarðanir um stefnu í utanríkis- og öryggismálum verður að taka samhljóma í ráðherraráðinu sem þýðir að hvert og eitt ríki hefur neitunarvald. Stóru ríkin stjórna mestu Það má reyndar gera ráð fyrir að hafi 26 ríki náð samkomulagi muni það ríki sem eftir stendur verða beitt miklum, jafnvel óbærilegum þrýst- ingi, einkum frá stærri ríkjunum sem hafa verið ófús til að gefa eftir völd í þessum málaflokki til hinna smærri. Ríki sem er ósammála getur setið við sinn keip en getur einnig brugðið á það ráð að sitja hjá og þannig gera hinum ríkjunum kleift að komast að samkomulagi. Þetta er kallað upp- byggileg hjáseta en ríki sem fer þessa leið er jafnframt skuldbundið til að vinna ekki gegn þeirri sameig- inlegu stefnu sem hin ríkin hafa kom- ið sér saman um. Ekki er hægt að krefjast þess að ríki leggi fram her- búnað eða mannskap til aðgerða á vegum ESB. Lítil áhrif sundruð Tilgangurinn með sameiginlegu utanríkis- og öryggismálastefnunni er að auka áhrif ESB á alþjóðavett- vangi og ríkin telja að þau hefðu mun minni áhrif á gang heimsmálanna ef þau beittu sér sitt í hverju lagi. Þetta hafi t.d. komið í ljós í aðdraganda inn- rásarinnar í Írak, þá hafi hver höndin verið upp á móti annarri, sum ríkin stutt Bandaríkin en önnur ekki og á endanum hafi ekkert þeirra haft áhrif á innrásina eða framgang henn- ar. Þörf fyrir sameiginlega stefnu hafi einnig berlega komið í ljós í að- gerðum, eða aðgerðaleysi ESB, þeg- ar hitna tók í kolunum á Balkanskaga upp úr 1990 með hörmulegum afleið- ingum. runarp@mbl.is Bitur reynsla rennir stoðum undir stefnuna  Ákvarðanir um stefnu í utanríkis- og öryggismálum eru háðar samhljóma samþykki í ráðherraráðinu  Ríki sem er ósammála getur ákveðið að sitja hjá en er þá skuldbundið til að vinna ekki gegn stefnunni Aðgerðir ESB á sviði utanríkis- og öryggismála Afríka B / H Aðstoð við AMIS II, Súdan/Darfúr 2005-2006 Starfslið: 31 borgaralegur starfsmaður og 20 hermenn H EUFOR Tsjad Stuðla að öryggi borgara og starfsmanna SÞ, tryggja að matvæli komist til þurfandi 2008-2009 Starfslið: 3.700 B / H EUSEC RD Vestur-Kongó Aðstoð við endurskipulagningu öryggismála með sérstöku tillit til mannréttinda, jafnréttis og aðstoðar við börn sem eru fórnarlömb ofbeldis Hófst 2008 Starfslið: 40 B EUPOL RD Vestur-Kongó Aðstoð við löggæslu Hófst 2007 Starfslið: 39 B EUPOL Kinshasa, Vestur-Kongó Aðstoð við löggæslu, m.a. meðan á kosningabaráttu og kosningum stóð 2005-2007 H ARTEMIS, Vestur-Kongó 2003 Stuðla að bættu öryggi í samræmi við ályktanir öryggisráðs SÞ Starfslið: 1.800 B / H EU SSR Gínea-Bissau Aðstoð við endurskipulagningu öryggismála Hófst 2008 Starfslið: 39 H EUFOR Vestur-Kongó 2006 Stuðla að auknu öryggi meðan á kosningabaráttu og kosningum stóð Starfslið: 2.300 H EU NAVFOR Barátta gegn sjóránum undan Sómalíu Hófst 2008 Starfslið: 1.200 Aðrar aðgerðir Aðstoð við landamæravörslu á landamærum Moldavíu og Úkraínu og í Georgíu. Suður-Kákasus B EUJUST THEMIS, Georgía Aðstoð við að styrkja réttarríkið 2004-2005 ESB hefur skoðun á flestu því sem fram fer á alþjóðavettvangi. Gera má ráð fyrir að ráðherraráðið samþykki eina til tvær ályktanir í utanríkismálum í viku hverri, s.s. um ástandið í Kongó, mannréttindabrot í Simbabve og átökin á Gaza. ESB hefur mjög látið til sín taka í friðargæsluverkefnum og við að leysa úr átökum víða um heim. Við þessi verkefni beitir sambandið diplómatískum aðferðum, sendir lögreglumenn á staðinn og stundum er beitt hernaðarmætti. Aðgerðunum fylgir gjarnan fjárhagslegur stuðningur – eða þrýstingur í formi þvingunaraðgerða, svo lengi sem þær eru í samræmi við stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna. ESB telur að hefbundin árás gegn aðildarríkjunum sé ólíkleg en þess í stað standi ESB frammi fyrir margvíslegum öðrum ógnum, s.s. hryðjuverkastarfsemi, útbreiðslu kjarnorkuvopna, óróa af völdum svæðisbundinna deilna, hruninna ríkja og af glæpastarfsemi. ESB sinnir mörgum verkefnum á sviði svokallaðrar hættuástandsstjórnunar, s.s. við löggæslu á átakasvæðum eða til að styðja við mannúðaraðgerðir með herafli. ESB gerir út um tug sérlegra fulltrúa, m.a. til að vinna að friðarviðræðum í Mið- Austurlöndum, sinna málefnum Súdans, Moldavíu og fleiri ríkja. Mið-Austurlönd B EUJUST LEX, Írak/Brussel Þjálfun á íröskum lögfræðingum og dómurum Hófst 2005 Starfslið: 25 B EUPOL COPPS Sjálfstjórnarsvæði Palestínumanna Uppbygging löggæslu Starfslið: 31 B EUBAM Rafah Sjálfstjórnarsvæði Palestínumanna Uppbygging löggæslu Starfslið: 27 H Aðgerð lokiðAðgerð í gangiB = Borgaraleg aðgerð = Hernaðaraðgerð Skýringar: Balkanskagi B EULEX Kosovo Aðstoð við að styrkja réttarríkið Starfslið: 1.900 B EUPM, Bosnía og Hersegóvína Aðstoð við uppbyggingu löggæslu Hófst 2004 Starfslið: 182 H EUFOR Althea, Bosnía og Hersegóvína Stuðla að stöðugleika og styrkja aðrar aðgerðir ESB í landinu Hófst 2004 Starfslið: 2.500 B EUPOL PROXIMA, Makedónía Aðstoð við löggæslu 2004-2005 B EUPAT, Makedónía Aðstoð við löggæslu 2006 H CONCORDIA, Makedónía Stuðla að stöðugleika að ósk ríkisstjórnar Makedóníu 2003 Asía B EUPOL AFGANISTAN Uppbygging löggæslu Hófst 2007 Starfslið: 230 B AMM eftirlitsverkefni Eftirlit með afvopnun í Aceh-héraði í Indónesíu 2005-2006 Heimild: Ráðherraráð Evrópusambandsins Samvinna í utanríkis- og öryggis- málum innan ESB á sér langan að- draganda en það var ekki fyrr en með undirritun Maastricht- sáttmálans árið 1992 sem til varð sameiginleg utanríkis- og öryggis- málastefna ESB. Hin sameiginlega stefna átti að taka til allra þátta í öryggi sambandsins og tekið var fram að hún gæti síðar leitt til sameiginlegra varna. Úr því hefur ekki orðið, ESB er því ekki varn- arbandalag, en slíka ákvörðun má taka með samhljóma samþykki í ráðherraráðinu. Leiðtogaráðið markar stefnuna í þessum málaflokki en ýmsar stofnanir og nefndir hafa verið settar á laggirnar til að fram- kvæma hana. Valdamesta emb- ættið er embætti háttsetts full- trúa í utanríkis- og öryggismálum. Þessu embætti hefur Javier Sol- ana, fyrrverandi utanríkisráðherra Spánar, gegnt frá upphafi. Með Lissabon-sáttmálanum (verði hann staðfestur) fær hátt- setti fulltrúinn mjög aukin völd og munar þar mest um að embætti hans og þess framkvæmdastjóra framkvæmdastjórnar ESB sem sér um utanríkismál, s.s. viðskipti, þróunaraðstoð og fleira verða felld undir einn hatt. Háttsetti fulltrúinn fær aukin völd og áhrif

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.