Morgunblaðið - 13.01.2009, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.01.2009, Blaðsíða 26
26 Minningar MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 2009 ✝ Stefán G. Pét-ursson fæddist á Eskifirði 8. maí 1931. Hann lést á Dval- arheimilinu Hlíð á Akureyri 3. janúar síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Pétur Björg- vin Jónsson, f. 26.11. 1889, d. 8.11. 1966, og Sigurbjörg Pét- ursdóttir, f. 14.2. 1902, d. 22.3. 1996. Systkini Stefáns, á lífi, eru: Guðlaug, f. 6.6. 1930, maki Karl Hjaltason (lát- inn); Jón Pétur, f. 5.3. 1934, maki Guðrún Lárusdóttir (skildu); Sig- urlína, f. 4.4. 1936, maki Eyvindur Pétursson; Halldór, f. 2.10. 1941, maki Bryndís Björnsdóttir; Ingi Kristján, f. 22.7. 1943, maki Helga Jónsdóttir (látin); og Þorsteinn Sig- voru hjónin Magnús Júlíusson, f. 3.7. 1904, d. 5.12. 1981, og Þuríður Helga Jónsdóttir, f. 30.6. 1907, d. 21.10. 1990. Börn Kristbjargar og Stefáns: 1) Helgi Magnús, f. 13.3. 1954, maki Helga Kristjánsdóttir, dætur þeirra eru Ingunn, Eva Hrönn og Katrín. 2) María Sig- urbjörg, f. 13.3. 1955, maki Leikn- ir Jónsson, börn hennar og Inga- björns Steingrímssonar (skildu) eru Valgerður, Helgi Stefán, Kristinn Þórir og Ásta Júlía. 3) Egill Grétar, f. 18.3. 1957, d. 28.8. 1998, maki Kolbrún Júlíusdóttir, börn þeirra eru Linda, Anna og Einar Ingi. 4) Svandís Ebba, f. 13.7. 1958, maki Jóhannes Páll Héðinsson, börn þeirra Sjöfn, drengur (látinn), Ósk og Rúnar. 5) Júlía, f. 7.8. 1962, d. 29.1. 1971. 6) Anna Kristín, f. 29.10. 1963, maki Anfinn Heinesen, börn þeirra eru Egill, Danía, Rakel, Inga og Ragn- ar Már. Barnabarnabörnin eru 26. Útför Stefáns fer fram frá Gler- árkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. urjón, f. 27.5. 1945, maki Snjólaug Ósk Aðalsteinsdóttir. Lát- in eru: Elísabet, f. 20.3. 1922; Jóhanna Fanney, f. 26.2. 1923, maki Lesley Ashton (látinn); María, f. 22.2. 1924; Bogi, f. 3.2. 1925, maki Mar- grét Magnúsdóttir; Stefanía Una, f. 29.3. 1926, maki Sigurður Þórðarson (látinn); Jóna Vilborg, f. 21.11. 1927, maki Matthías Jóhannsson (látinn); Hjálmar, f. 20.5. 1931, sambýlis- kona Hjördís Einarsdóttir, fyrri kona hans var Ólöf Kristjánsdóttir (skildu); og Valgerður, f. 6.7. 1937. Eiginkona Stefáns er Kristbjörg Anna Magnúsdóttir, f. 15. sept- ember 1932. Foreldrar hennar Elsku Stebbi, það var sérstök stund að fá að sitja við hlið þér, halda í máttvana hönd þína og strjúka vanga þinn síðustu mínútur lífs þíns. Allt var svo hljótt og friðsælt. Þú varst einstakur maður. Þegar ég kynntist þér fyrst, tókstu mér eins og ég hefði alla tíð verið partur af fjölskyldunni. Ég kom heim með elsta syni þínum, flutti fljótlega inn á ykkur, sonurinn fór í nám til útlanda, frumburðurinn fæddist og við mæðgurnar bjuggum hjá ykkur um nokkurn tíma. Þetta var ekkert mál. En, þetta gerðist allt svo hratt. Já, tíminn líður hratt, eða eins og móðir þín sagði við Helga þegar hún var níræð, „Helgi minn, lífið er eitt augnablik“. Það eru orð að sönnu. Mér finnst eins og þetta hafi gerst í gær. Margt hefur verið brallað um dag- ana. Það var farið á sjó, í útilegur, við fórum í stuttar og langar ferðir og lengi væri hægt að telja allt mögu- legt sem við höfum gert saman. Árið 1979 heimsóttuð þið Kidda og Anna Kristín okkur til Ameríku. Á þeim tíma var það heilmikið ferðalag. En það var ekkert mál fyrir ykkur. Þið gátuð gert allt. Þegar ég hugsa til baka þá er al- veg ótrúlegt hverju þið Kidda hafið áorkað. Þið byrjuðuð smátt, allt eftir efnum og aðstæðum. Þið byggðuð ykkur sumarhús, ræktuðuð upp grýtt land sem í dag er yndisleg gróðurvin, sannkallaður sælureitur, og á fjölskylda okkar margar góðar minningar með ykkur þar. Þú varst viljasterkur maður, gast aldrei verið aðgerðarlaus og varst alltaf að brasa eitthvað. Síðast núna í nóvember langaði þig að reyna að hnýta flugur fyrir sjóstöng. Þú þráð- ir að komast á sjóinn, við ætluðum að taka þig með í sumar eða haust, en því miður leyfði heilsan það ekki. Ég veit að þú verður með okkur á sjón- um í sumar, enda þurfum við ráða- góðan mann um borð. Þú varst mikil aflakló, og bera verðlaunin þín þess merki, aflahæsti karl, stærsti fiskur- inn og mesti aflinn. Já, það verður tekið á því strax og sól hækkar á lofti. Annar eins rólyndismaður var varla til. Ekki var þó alltaf siglt um lygnan sjó. Ég er þakklát fyrir það að hafa fengið að vera partur af fjölskyldu þinni, og þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Elsku Kidda, þið hafið alla tíð staðið saman, verið sem einn maður, og staðið af ykkur ýmis veður. Ég bið góðan Guð að gæta þín. Svo hækkar sól á lofti, með hverjum degi sem líður, og þegar vorar á ný getum við öll farið að brasa eitthvað saman. Ég held að það sé Stebba heitasta ósk. Blessuð sólin bætir allt, brætt hún getur hjarnið kalt. Raddir vorsins vakna á ný, vonir rætast, treystum því. (Þuríður Helga Jónsdóttir.) Ég kveð þig, kæri vinur, far þú í friði og hafðu þökk fyrir allt. Helga . Elsku afi minn. Ég hitti þig í síðasta sinn á jóla- dag, þú varst orðinn svo lúinn. Þú sendir mér samt lítið fallegt bros. Við sögðum ekki mikið en það að hafa fengið að faðma þig og gefa þér koss á kinn var góð tilfinn- ing. Þú varst alltaf svo glaður, hjálp- samur og skemmtilegur með ein- dæmum. Ég man alltaf eftir þér brosandi. Það kom mér alltaf til að hlæja þegar þú varst að ríma. Þegar ég hugsa um það fær það mig til að brosa. Þolinmóðari mann hef ég ekki hitt. Ég ætla ekki að minnast þín í sorg heldur í gleði, vegna þess að stund- irnar sem ég átti með þér, ömmu og fjölskyldunni eru ómetanlegar. Þær stundir ber okkur að geyma, muna eftir og aldrei gleyma. Mér þykir svo vænt um þig elsku afi, þú varst „afi í Seljó“, afi minn, með fallega sál og fallegasta hjart- að. Það er aldrei auðvelt þegar ástvin- ur fellur frá og það eru mjög margir sem eiga eftir að sakna þín. Mest á amma eftir að sakna þín, en eins og ég sagði eitt sinn við hana, þá er hún ein hugrakkasta kona sem ég þekki. Hugrekki hennar og seigla er mér þraut. Alltaf stóð hún eins og klettur við bakið á þér. Þú átt svo sannarlega góða konu elsku afi. Ég bið góðan Guð að gefa henni styrk og vera hjá henni. Núna ertu farinn í ferðalagið mikla og ég á eftir að sakna þín mikið. En núna stendur þú við hlið Egils og Júlíu og þið passið hvert annað. Ég veit það. Enginn slíkan ægimátt á í strengjum sínum. Þrumumálið himinhátt hæfir krafti þínum. Þessi vísa er ort um Dettifoss, en útskýrir kannski þann styrk sem ég sá í þér. Þú varst sannkölluð fyrirmynd, ég er stolt af því að hafa fengið að eiga þig sem afa. Hvíldu í friði. Þín Katrín. Elsku afi. Það er svo skrýtið að hafa þig ekki lengur hérna hjá okkur. Ég man svo vel eftir því þegar við Egill vorum börn, við hjóluðum til ömmu og afa í Seljó til að fá lánaðar veiðistangir, og ferðinni var heitið út í Krossanes. Svo eru ógleymanleg öll gamlárs- kvöldin sem við krakkarnir áttum með ykkur og fjölskyldum okkar. Það er svo margt sem kemur upp í hugann á svona stundu sem mér þykir svo vænt um. Þú varst alltaf svo kátur og glaður og reyttir af þér brandarana. Alltaf varstu tilbúinn að kenna mér og leið- beina. Svo kom Lárus inn í líf mitt og fékk hann sömu meðferð, þú varst alltaf tilbúnn að aðstoða hann ef á þurfti að halda. Fyrir það er hann mjög þakklátur. Ég gleymi því aldrei þegar þú sagðir mér hvernig móðir ég yrði. Elsku afi, ég sakna þín og bið góðan Guð að vera hjá þér og ömmu. Þú varst besti afi í heimi. Ég get sagt það með stolti, ég leit alltaf upp til þín. Ég á góðar minningar um þig. Hvíldu í friði, afi minn. Þín Eva Hrönn. Minningar eru dýrmætar og á stundum sem þessum leitar hugur- inn aftur og margs er að minnast. Fallegar minningar koma upp í hug- ann sem gott er að ylja sér við. Með nokkrum fátæklegum orðum langar mig að minnast afa Stebba. Í afa bjó yndislegur maður. Hann hafði einstaka nærveru og ég man ekki eftir að hafa séð afa skipta skapi, hann tók öllu með stakri ró. Hann var vinnusamur og þurfti alltaf að hafa eitthvað að gera. Afi var allt- af til í grín og glens og hlátur hans var svo smitandi. Elsku afi, núna ertu farinn til himna og þar hefur pabbi áreiðanlega tekið á móti þér opnum örmum. Þú átt stað í hjarta mínu og þar lifir minning mín um þig. Hafðu þökk fyrir allt, elsku afi. Anna Egilsdóttir Elsku afi. Takk fyrir allt, þú varst alltaf svo yndislegur og það var alltaf svo gott að hitta þig. Margar góðar stundir áttum við með þér og ömmu sem við munum svo sannarlega geyma í okk- ar hjörtum. Daníel Snæ og Ísak Erni fannst þú vera ríkasti maðurinn í heiminum því þú áttir sko vinnuskúr í sumarbú- staðnum með fullt af verkfærum, það kunnu þeir vel að meta. Við erum líka svo rík að hafa fengið að njóta margra góðra stunda með þér. Elsku amma, guð gefi þér styrk í sorginni, okkur þykir svo vænt um þig. Ingunn, Björn Þór, Daníel Snær og Ísak Ernir. Finn ég þrátt mig þrýtur mátt, þrotin brátt er glíma. Guð, mig láttu sofna í sátt, sígur að háttatíma. (Pétur B. Jónsson skósmíðameistari.) Verkamaður sem lokið hefur löngum starfsdegi fagnar hvíldinni, atorkumaður sem skilað hefur drjúgu dagsverki er sáttur og þakk- látur og í fullvissu þess að búið væri að undirbúa honum betri stað leggst hann til hvíldar. Bróðir okkar Stefán Pétursson yfirgaf jarðvist sína í þessari fullvissu, hann var sáttur og tilbúin að mæta skapara sínum og Drottni. Minningarnar um Stefán eru margar því maðurinn var ei einham- ur ef litið er til alls þess er hann kom í verk. Hann var aðeins barn að aldri er hann var sendur í sveit á Jökuldal þar sem foreldrar okkar áttu bæði skyldfólk og vini. Stór barnmörg fjölskylda valdi það ráð og eflaust verið talið ákjósanlegt fyrir ungan, þróttmikinn pilt að vinna langan vinnudag. Í dag mundi slíkt ekki vera samþykkt, vinnuvernd og að- búnaður barna er á annan veg. En allt frá fyrstu tíð var Stefán öflugur og ósérhlífinn, þannig var það í öllu er hann tók sér fyrir hendur. Eftir að fjölskyldan fluttist til Akureyrar kom Stefán og fór fljótlega að vinna á vélsmiðjunni Odda. Þar hugði hann á nám. Hann gerðist sjómaður og var nokkur ár á togurum ÚA. Sjórinn og sjómennskan átti upp frá því ætíð sterkar rætur í honum. Hans stóra lífslán var Kristbjörg Anna og saman bjuggu þau sér og börnum sínum fagurt heimili, lengst af í Steinnesi í Glerárþorpi. Stöðugt var unnið við endurbætur og lagfær- ingar á því húsi. Mörg ár var Stefán á skógerð Iðunnar en stofnaði síðan ásamt öðrum fyrirtækið Hnakkvirki. Þar naut sín verklagni hans og hnakkarnir frá honum voru taldir með þeim bestu. Fyrir tæpu ári kvöddum við bróð- ur okkar Boga sem kenndur var við Ástjörn. Bogi og Stefán voru mjög samrýndir og ekki verður á aðra hallað þótt fullyrt sé að enginn hafi verið Boga jafn góð hjálparhönd og Stefán. Bogi var stórhuga og oft með meiri framkvæmdir en ætla mætti honum einum. Þá birtist Stefán og oftast Kristbjörg með honum, þá gerðust hlutirnir hratt. Við kveðjum kæran bróður og traustan vin. Við vottum Kristbjörgu, börnum og fjölskyldunni okkar dýpstu sam- úðar. F.h. systkina Stefáns, Þorsteinn Pétursson. Stefán Pétursson, Stebbi í Stein- nesi, er róinn úr vör hins jarðneska lífs. Siglingin var lausn. Hann glímdi við veikindi sem fangelsuðu þennan lífsglaða dugnaðarfork í eigin lík- ama. Ekkert átti verr við manninn sem lét sér aldrei verk úr hendi falla. Stefán átti hvorki auðvelda æsku né ævi. Fæddist í fátækt og lenti ungur í vondri vist. Það vissu for- eldrar hans ekki fyrr en löngu seinna. Síðar á ævinni horfðu þau hjón, Stefán og Kristbjörg á bak tveimur af sex börnum sínum. Þótt stríðnisglampinn í augum hans hafi dofnað hvarf hann aldrei. Lánið lék líka við hann. Aðeins 21 árs gamall giftust þau Stefán og Kristbjörg og unnu hvort öðru fölskvalaust alla tíð. Þau eignuðust sex börn, 18 barnabörn og barna- barnabörnin eru 28. Stefán var föðurbróður minn. Kristbjörg er móðursystir mín. Ég, einbirnið, gerði börnin þeirra að systkinum mínum. Sem barn átti ég ótal ferðir úr Víðimýri útí Steinnes, sem nú kúrir í miðri byggð á Ak- ureyri en var í sveit þegar ég ólst þar upp. Í Steinnesi var mér alltaf vel tekið, rétt sem ég væri úr systkina- hópnum. Að undanskildum foreldr- um mínum hafði enginn meiri áhrif á lífshlaup mitt en Stebbi í Steinnesi. Hann varð þess valdandi að smá- bátaútgerð er jafn stór þáttur í lífi mínu og raun ber vitni. Árið 1977 keypti hann bátgarm of- an úr Hlíðarfjalli og flutti í bílskúr- inn við Steinnes. Úr hræinu smíðaði Stebbi trillu sem skírð var Auðbjörg EA 213. Við rerum saman á þessum fallega bát heilt sumar. Sá tími var stanslaus lærdómur, upplifun og skemmtun. Við mokfiskuðum á tvær handknúnar færarúllur. Enginn dýptarmælir eða áttaviti, en Sóló eldavél hélt á okkur hita þegar við lágum úti. Þá tróðum við okkur í lúg- arinn og snerum bökum þétt saman. Þetta var dýrðlegur tími. Eitt sinn tókum við rek sem bar ofan í Eyjafjarðarál að vestan. Við kjaftfylltum af fallegum þorski og stóðum í lokin á kös, sléttri við borð- stokka. Enn var óður fiskur undir. Þá gerðist annað sem er mér ógleymanlegt. Stefán treysti mér fyrir því að stýra drekkhlaðinni Auð- björgu inn spegilsléttan fjörðinn, til Akureyrar. Fjöllin spegluðust í dul- úðugum haffletinum, ljósin tindruðu á ströndinni og eftirvæntingin að koma heim með sneisafullan bát greyptist í sálina. Fyrir þetta og svo ótal margt ann- að er ég Stefáni ævinlega þakklátur. Hann kunni þá sjaldgæfu list að kenna án fyrirhafnar og njóta tilver- unnar jafnt sem augnabliksins. Faðir minn féll frá í apríl á síðasta ári. Hann og Stefán voru ekki ein- ungis bræður, heldur bestu vinir. Faðir minn rak barnaheimilið Ástjörn í Kelduhverfi í meira en hálfa öld og oftsinnis stofnaði hann til verkefna sem kröfðust aðstoðar. Ég hef ekki tölu yfir þau skipti sem Stefán og Kristbjörg voru óforvar- andis komin til hjálpar. Vinur minn, heljarmennið og þús- undþjalasmiðurinn, er horfinn á braut. Leystur frá þrautum hverfur hann á vit betri tilveru. Ég sé fyrir mér þá bræður vinna kappsamlega að brýnu verkefni. Samúð mín er hjá Kristbjörgu og börnunum. Arthur Bogason. Stefán G. Pétursson ✝ Yndisleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, JÓNÍNA LILJA WAAGFJÖRÐ, Stella, hjúkrunarfræðingur frá Garðhúsum, Vestmannaeyjum, áður til heimilis að Rauðalæk 25, andaðist á hjúkrunarheimilinu Víðinesi, laugar- daginn 10. janúar. Útförin fer fram frá Laugarneskirkju, föstudaginn 16. janúar kl. 13.00. Kristín Dóra Karlsdóttir, Hallur Birgisson, Sólveig Ásta Karlsdóttir, Allan Ebert Deis, Stella, Tinna, Kalli, Freyja og Anna Björk. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HJÖRDÍS KARLSDÓTTIR, Melalind 8, Kópavogi, lést á Landspítalanum við Hringbraut laugardaginn 10. janúar. Útförin verður auglýst síðar. Sigurður Gísli Bjarnason, Guðrún Hjálmarsdóttir, Símon Friðriksson, Steinunn Þorsteinsdóttir, Sigrún Sigurðardóttir, Ásgrímur Þór Pálsson, Steinar Sigurðsson, Ragnhildur Sverrisdóttir, Ragnhildur Sigurðardóttir, Smári Sveinsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.