Morgunblaðið - 13.01.2009, Síða 23

Morgunblaðið - 13.01.2009, Síða 23
Umræðan 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 2009 SIGURJÓN Þórð- arson, líffræðingur og fyrrverandi alþing- ismaður sendir mér tóninn í grein sem hann ritaði í Morg- unblaðið 7. janúar sl. sem ég hef nokkrar at- hugasemdir við. Fyrir það fyrsta ritaði ég greinina sem Sigurjón vitnar í, ekki í nafni Fiskifélags Ís- lands (FÍ); því síður í nafni formanns FÍ og veit ekki til þess að það stöðu- heiti sé til innan félagsins. Ég ritaði greinina í eigin nafni og tel mig hafa fullt leyfi til þess og ber því einn ábyrgð á efni hennar. Veittist ég ekki að sjómönnum á nokkurn hátt, þvert á móti fullyrti ég að þeir byggju yfir mikilli þekkingu á lífríki hafsins umhverfis landið; en til þess að sú þekking nýttist yrði að koma henni í umbúðir sem sam- rýmdust þeirri fiskifræði sem notuð er, til þess að skilgreina sjálfbærar veiðar og ákvarða heildarafla úr hin- um ýmsu veiðistofnum. Þ.e. hér er ekki frekar en endranær hægt að bera saman epli og appelsínur. Ég sagði líka að framtíðarverkefnið væri að tengja þessa tvo fræðaheima saman til hagsbóta fyrir land og þjóð. Minnist ég þess ekki að hafa vikið einu orði að rannsóknaaðferðum Hafró enda hef ég litla þekkingu á þeim. Staðreyndin er einfaldlega sú að þær fiskifræðilegu rannsóknir sem hér eru stundaðar eru við- urkenndar af alþjóðasamfélaginu á þessu sviði og við nýtum grimmt álit og rannsóknir okkar fiskifræðinga þegar við stöndum í deilum við aðrar þjóðir um nýtingarrétt úr hinum ýmsu deili- stofnum. Hef ég setið nokkra fundi um nýt- ingu deilistofna og minnst þess ekki að á þeim fundum hafi verið teflt fram áliti mætra sjómanna um nýting- arþol stofnanna. Þar hefur alltaf verið telft fram rannsóknarnið- urstöðum okkar fiski- fræðinga. Hvergi kom fram hjá mér að fiski- fræðin sem fræðigrein væri komin að endimörkum í sinni þekkingarleit, veit raunar ekki um neina fræðigrein sem svo langt er komin. Því síður hafði ég eitthvað við það að athuga að störf fiskifræðinga væru gagn- rýnd; þeirra störf eru ekki, frekar en störf annarra, hafin yfir gagnrýni. Mér aftur á móti finnst það ekki mál- efnaleg gagnrýni sem byggist á því að fiskifræðingar falsi tölur til þess eins að hafa verðmæti af landi og lýð. Að loknum lestri greinar Sig- urjóns Þórðarsonar, líffræðings og fyrrverandi alþingismanns, skil ég betur en áður af hverju afköst Al- þingis virðast í öfugu hlutfalli við all- ar ræðurnar sem þar eru fluttar. Sigurjóni Þórðarsyni svarað Helgi Laxdal skrif- ar í tilefni greinar í Mbl. Helgi Laxdal »Hvergi kom fram hjá mér að fiskifræðin sem fræðigrein væri komin að endimörkum í sinni þekkingarleit, veit raunar ekki um neina fræðigrein sem svo langt er komin. Höfundur er vélfræðingur. HVAÐ er að gerast á Akureyri? Í bænum sem maður hefur oft og iðulega heyrt nefndan fyrirmynd- arsamfélag sem standi öðrum sveit- arfélögum framar í þjónustu við aldraða og öryrkja. Í sveitarfélagi sem maður hefur fyllst stolti yfir þegar talað er um „Akureyrarmódelið“ í skipulagi á þjónustu við aldraða og öryrkja. Stefna sem byggist á auknu valfrelsi og bættum aðbún- aði þessara hópa í hvívetna. Stefna sem er beinlínis studd í 60 ára gamalli samþykkt mannréttinda- yfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna! En í 3ju grein hennar stendur: „Allir menn eiga rétt til lífs, frelsis og mannhelgi“ og ennfremur í 2. grein 1. tölulið að allar kröfur um það frjálsræði, sem mannréttinda- yfirlýsingin feli í sér, megi á engan hátt skerða á grundvelli „trúar, stjórnmálaskoðana eða annarra skoðana, þjóðernis, uppruna, eigna, ætternis eða annarra aðstæðna.“ Tökum vel eftir orðunum annarra aðstæðna, en í þeim felst virðing fyrir því fólki sem býr við „aðrar aðstædur.“ Slíkt fólk er borið frjálst og því ber jafn réttur til lífs, frelsis og mannhelgi sem greypt er í merkingu setningarinnar „öll lífs- ins gæði“. Öll lífsins gæði fyrir alla, því þar er enginn undanskilinn. Ak- ureyrarbær hefur á liðnum árum notað sem slagorð „Öll lífsins gæði“, þegar auglýstir eru kostir þess að búa hér. Hvað veldur því að nú er tekin u- beygja og lífsins gæði á Akureyri eru ekki öllum ætluð? Hvað veldur því að í einu vetfangi er sjúkra- heimilið Sel lagt niður, þar sem aðbúnaður og þjónusta við ald- urhnigna var að ýmsu leyti til fyrirmyndar? Hvað veldur því að sá eðlilegi réttur fólks til mannsæmandi aðstöðu sem þar var virtur, er nú fyrir borð borinn? Hvað veldur því að teknar eru 3 stofur af endurhæfingardeild Kristnes-sjúkrahúss og breytt úr einsetnum stofum í tvísetnar fyrir íbúa af Seli og gengið þar með þvert á þá stefnu að styrkja beri endurhæfingu til að stuðla að auknu sjálfstæði fólks til þess að það geti sem lengst ráðið lífi sínu? Hvers vegna er göngudeildarþjón- usta við geðfatlaða felld niður og skert, þrátt fyrir að slík starfsemi stuðli að minni þörf fyrir innlagnir á sjúkrahús? Einhver kann að segja þetta eðlileg viðbrögð við hruni efnahagskerfis okkar. Mín skoðun er hins vegar sú að þær að- gerðir sem hér eru til umræðu auki útgjöld þegar til lengri tíma er litið og brjóti mannréttindi sem kveða á um rétt allra til mannsæmandi lífs! Öll lífsins gæði? Jón Hlöðver Ás- kelsson skrifar um málefni aldraðra og geðfatlaðra á Akureyri Jón Hlöðver Áskelsson »Hvað veldur því að nú er tekin u-beygja og lífsins gæði á Ak- ureyri eru ekki öllum ætluð? Höfundur er tónskáld og form. Svæðisráðs fatlaðra NE. SÍÐASTLIÐINN aðfangadag birtu for- svarsmenn Hags- munaráðs íslenskra framhaldsskólanema (HÍF) gagnrýna grein þar sem hart var skot- ið á fjárframlög rík- isins til Sambands ís- lenskra framhaldsskólanema (SÍF). Stjórn HÍF dregur trúverð- ugleika SÍF í efa vegna fjárstuðn- ings menntamálaráðuneytis til þess, en hagsmunagæsla SÍF snýr ein- mitt að menntamálaráðuneytinu. Gagnrýni á veikum stað- reyndum reist Stjórn SÍF ber að leiðrétta starfsbræður sína í HÍF þar sem að umræddur styrkur er í raun þjón- ustusamningur við mennta- málaráðuneytið þar sem SÍF gegnir ekki einungis hagsmunagæslu held- ur einnig daglegri þjónustu við iðn- og starfsnámsnema, sú þjónusta er afar nauðsynleg fyrir nemendur á fyrrnefndum námsbrautum. Þjón- usta við iðnnema er þess eðlis að SÍF þarf að halda úti starfsmanni og skrifstofu til þess að taka við beiðnum nem- enda og veita þeim að- stoð. Þegar stjórn HÍF gagnrýnir SÍF gera þeir sér greinilega ekki grein fyrir þess- um grundvallarmun í rekstri félaganna, enda eru fáir sem engir iðn- og starfsnámsnemar í röðum félagsmanna HÍF. SÍF er miklu meira en bara hagsmuna- félag Jafnframt vilja forsvarsmenn HÍF meina að stjórn SÍF trúi því ekki að það sé hægt að reka hags- munafélag án ríkisstyrkja, SÍF er ekki einungis hagsmunafélag heldur þjónustuaðili gagnvart skjólstæð- ingum sínum. Því þykir stjórn SÍF ekki nema sjálfsagt að mennta- málaráðuneytið hlaupi undir bagga með SÍF þegar kemur að því að að- stoða til dæmis iðnnema í starfsleit eða starfsnámsnema að sækja um lán hjá LÍN. Burtséð frá því erum við hjartanlega sammála stjórn HÍF um að reka megi hagsmuna- félag án ríkisstyrkja, en SÍF er miklu meira en bara hagsmuna- félag. Í niðurlagi starfsbræðra okkar hughreysta þeir stjórn SÍF og hvetja til hugarfarsbreytinga, þeir eru jákvæðir á það að HÍF og SÍF muni standa saman að hags- munagæslu framhaldsskólanema í framtíðinni. Stjórn SÍF er þeim hjartanlega sammála og er sann- færð um það að hugarfarsbreytinga er þörf í herbúðum beggja fylkinga, SÍF vonast til þess að samtökin tvenn geti lagt frá sér atgeira og unnið sameiginlega að hags- munagæslu framhaldsskólanema í náinni framtíð, SÍF hefur ávallt ver- ið öllum opin til samstarfs, á þess- um tímum er brýnna en áður að sýna samstöðu. Miklu meira en bara hagsmunafélag Stefán Rafn Sig- urbjörnsson svarar grein forsvars- manna HÍF » SÍF gegnir ekki ein- ungis hagsmuna- gæslu heldur einnig daglegri þjónustu við iðn- og starfsnáms- nema, sú þjónusta er af- ar nauðsynleg fyrir nemendur á fyrrnefnd- um námsbrautum. Stefán Rafn Sigurbjörnsson Höfundur er formaður sambands ís- lenskra framhaldsskólanema. KOMDU sæll, Geir H. Haarde. Það kom mér talsvert á óvart að sjá og heyra viðtal við þig í kvöldfréttum Stöðvar 2 að kvöldi þriðjudagsins 6. jan- úar sl. en þar varst þú að tjá þig um mótmæl- in sem áttu sér stað utan við Hótel Borg á gamlársdag 2008. Það sem kom mér mest á óvart í viðtalinu við þig og olli mér hvorutveggja í senn, fyrir hönd lög- reglumanna á Íslandi, sárum von- brigðum og hugarangri auk þess sem það fyllti hjarta mitt ákveðnu vonleysi er kemur að umhyggju ríkisstjórnar þinnar gagnvart lög- reglumönnum og fjölskyldum þeirra var að heyra þig segja: „Það er auðvitað hörmulegt að, að, að menn skuli fara með ofbeldi og trufla svona útsendingu og skemma tæki og jafnvel valda ein- stökum starfsmönnum þarna, hót- elsins og Stöðvar 2 líkamstjóni. Það er ekki hægt að réttlæta slíkt.“ Það er rétt að ekkert rétt- lætir slíka framgöngu en mér finnst rétt að benda þér á, svona ef þú skyldir ekki vera meðvitaður um það, að lögreglumaður var kinn- beinsbrotinn við skyldustörf sín þarna á þessum sama stað er hann fékk grjóthnullung í andlitið frá einum „mótmælanda“. Það var, því miður, ekki að heyra á þér eða sjá í þessu viðtali, þar sem þú greinilega beindir orðum þínum að blaða- manni sjónvarps mbl.is, að þú vær- ir meðvitaður um meiðsli lögreglu- mannsins eða hefðir af því áhyggjur að lögreglumenn séu að slasast í þeim mótmælum sem höfð hafa verið uppi sl. ár gegn meintu aðgerða- og ráðaleysi ríkisstjórnar þinnar í þeim öldudal sem Ísland hefur verið að ganga í gegnum und- anfarin misseri og sem mótmæli liðinna vikna beinast að. Þá þykir mér rétt, fyrst ég er að skrifa þér þessar línur, að rifja eftirfarandi atburði upp fyrir þér, ef vera kynni að þú hefðir á þeim einhvern áhuga. 1. Í mótmælum vörubifreiðastjóra gegn síhækkandi elds- neytisverði við Norð- lingaholt í Reykjavík slasaðist lög- reglumaður er hann fékk grjóthnullung í andlit sitt. 2. Við Kirkjusand í Reykjavík í kjölfar sömu mótmæla, er vörubifreiðastjórarnir gerðu kröfu um að fá afhentar bifreiðar sín- ar, slasaðist lögreglumaður er hann var sleginn hnefahöggi í andlitið. 3. Í kjölfar innbrots mótmælenda í anddyri aðalstöðvar lögreglu höf- uðborgarsvæðisins, sem hefur stað- ið lokuð um langan tíma utan „venjulegs“ skrifstofutíma vegna aðhaldsaðgerða, slasaðist lög- reglumaður á hné. 4. Í aðgerðum lögreglu vegna mótmæla á þingpöllum Alþingis, hvar lögregla þurfti að ryðja þing- pallana, slösuðust tveir lög- reglumenn auk eins þingvarðar. Hér eru ekki tiltekin þau fjöl- mörgu atvik, þar sem lög- reglumenn hafa orðið fyrir meiðslum í starfi sl. ár en þau eru, eins og ég vona heitt og innilega að þú hafir einhverja vitneskju um, allnokkur og hafa, mörg hver, hlot- ið nokkra umfjöllun fjölmiðla. Þá eru þeim atvikum einnig gerð nokkuð góð skil í skýrslu ríkislög- reglustjórans um ofbeldi gegn lög- reglumönnum, sem gefin var út ár- ið 2007 en þar kemur m.a. fram að meira en helmingur allra lögreglu- manna á Íslandi hefur orðið fyrir líkamsmeiðingum í starfi. Í sömu skýrslu kemur fram að rúm 64% lögreglumanna hafa orðið fyrir hót- unum um ofbeldi gagnvart sjálfum sér og eða fjölskyldum sínum. Hót- unum sem þeir hafa tekið alvar- lega. Ofan á þetta finnst mér rétt að benda þér á að lífaldur lögreglu- manna er, skv. erlendum rann- sóknum, sem einnig hafa fengið staðfestingu í könnun, sem LL hef- ur gert meðal íslenskra lögreglu- manna, u.þ.b. tíu árum styttri en almennt gerist. Um áraraðir hefur krafan um að- hald í ríkisrekstri þrengt svo að rekstri lögreglu í landinu að nú er svo komið, að mati Landssambands lögreglumanna, að ekki verði leng- ur við unað enda almenn hagræð- ingarkrafa ríkissjóðs á lögreglu farin að hafa slík íþyngjandi áhrif á rekstur lögreglu að öryggi lög- reglumanna og lífi þeirra er ógnað. Lögreglumenn eru fagmenn, sem vinna störf sín af alúð og vand- virkni í hvívetna og munu að sjálf- sögðu gera það áfram. Lög- reglumenn leggja líf sitt og æru að veði við framkvæmd starfa sinna í þágu lands og þjóðar, það sannar dómaframkvæmd hér á landi. Starfa sem allir sjálfskipaðir sér- fræðingar heimsins þykjast hafa meira vit á hvernig skuli fram- kvæmd en fagmennirnir sem menntaðir eru til starfans. Það sem við förum fram á er að okkur sé sýnd sú lágmarksvirðing, sem mik- ilvægi starfans krefst. Mér þykir það afar leitt að þurfa að íþyngja þér með þessum skrif- um mínum, þar sem ég veit að þú og ríkisstjórn þín hafið nóg á ykkar könnu þessa dagana m.a. við það að leita leiða við frekari niðurskurð í ríkisrekstri, til að standa skil á gríðarlegum skuldum þjóðarbúsins í kjölfar gegndarlauss dans fáeinna einstaklinga þessarar þjóðar í kringum gullkálfinn. Á sama tíma eru gerðar meiri kröfur til lögreglu af hálfu ríkisvaldsins. Málið er bara, eins og ég sagði í upphafi bréfs þessa, að ég er bæði sár og reiður og hjarta mitt farið að fyll- ast ákveðnu vonleysi er kemur að ljósglætum í löggæslumálum þess- arar þjóðar og réttindamálum lög- reglumanna. Hafðu annars þökk fyrir allt og allt. Virðingarfyllst. Opið bréf til forsætisráðherra Snorri Magnússon skrifar um ofbeldi sem lögreglumenn mega þola í starfi » ...hefur krafan um aðhald í ríkisrekstri þrengt svo að rekstri lögreglu í landinu að nú er svo komið ... að ekki verði lengur við unað... Snorri Magnússon Höfundur er formaður Lands- sambands lögreglumanna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.