Morgunblaðið - 13.01.2009, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.01.2009, Blaðsíða 36
36 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 2009 Fólk FYRSTI undanþáttur Söngvakeppni Sjónvarpsins fór fram á laugardaginn og eins og lesa má um hér neðar á síðunni þóttu þær Ragnhildur Steinunn og Eva María fara á kost- um sem kynnar þó að kaffiboðin hafi frekar japlað á akrýl- peysunum sem þær klæddust í útsendingunni frekar en sjálfri frammistöðu þeirra sem kynnar. Frammistaða flytjendanna þótti þá heldur ekkert til að hrópa húrra fyrir og ákveðna deyfð var að finna á flutningi og sviðs- framkomu söngvaranna. Gera má ráð fyrir að meira líf færist í leikana eftir því sem á líður og enn eiga nokkrir þungavigtarsöngvarar eftir að láta ljós sitt skína og flytja lög eftir ekki ófrægari menn en Eirík Hauksson sem snýr aftur til keppninnar í ár sem textahöfundur. Ei- ríkur lýsti því fjálglega yfir í fjölmiðlum í hitti- fyrra að hann myndi ekki taka aftur þátt í keppninni en nú sannast það enn og aftur að segulkraftur keppninnar er slíkur að hann ber jafnvel þungarokkara ofurliði. Undir regnbogann Eiríkur semur texta við lag Hallgríms Óskarssonar „Undir regnbogann“ en það kemur í hlut Ingós (veð- urguðs) að flytja lagið næsta laugardag. Aðspurður í viðtali á heimasíðu Eurovisionkeppninnar (esc- today.com) hvort hann komi til með að taka aftur þátt sem flytjandi (þ.e.a.s. í fjórða skiptið) telur Eiríkur það ólíklegt en ef rétta lagið bjóðist megi ávallt end- urskoða málið. hoskuldur@mbl.is  Málgagn íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar (land- ogsynir.is) hefur um nokkra hríð verið með virkari upplýsinga- og fréttasíðum listiðnaðarins og aðrar stéttir listamanna gætu ábyggilega lært margt af síðunni. Oftar en ekki hefur ritstjóri mál- gagnsins, Ásgrímur Sverrison „skúbbað“ fréttum af íslenskum kvikmyndagerðarmönnum og það hafa fjölmiðlar á borð við Morg- unblaðið nýtt sér til að koma frétt- unum til sinna lesenda. Eitthvað hefur þó dampurinn dottið niður yfir jólahátíðarnar því síðasta grein ritstjórans er dagsett 20. desember og á síðunni er „bransanum“ óskað gleðilegra jóla og gæfu á nýju ári. Hvort þetta sé til marks um að kvikmyndaárið 2009 verði tíðindaminna en árið sem leið skal ósagt látið en öruggt má telja að án síðunnar myndu færri fréttir um kvikmyndaiðn- aðinn rata í fjölmiðla. Tíðindalítið kvikmynda- ár framundan?  Óhætt er að segja að þær Eva María og Ragnhildur Steinunn hafi komist klakk- laust frá fyrsta undanþætti Söngvakeppni Sjónvarpsins – og gott betur meira að segja. Eva María virð- ist hafa góð áhrif á Ragn- hildi sem hing- að til hefur ver- ið helst til æst í kynningum sín- um og fagn- aðar„látum“ og á köflum mynd- aðist með þeim stöllum samspil sem sjaldséð er í íslensku sjónvarpi. En þrátt fyrir að kjánahrollurinn hafi ekki hríslast upp eftir hryggj- arliðum áhorfenda á meðan á kynn- ingum þáttastjórnenda stóð, sáu flytjendur laganna um að sá ómiss- andi þáttur Eurovision-keppninnar væri tryggilega til staðar. Helst ber að nefna leðurklæðnað Heiðu sem var eins og klipptur út úr fyrsta þætti Project Runway og svo var, eins og svo oft áður, ótrúlegur ama- tör-bragur í bakraddasöngnum. Sjaldséð samspil þáttastjórnenda Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is 360HAFSTEINN nefnist fyrsta einkasýning Hafsteins Guðjóns- sonar sem stendur nú yfir í Gallerí Tukt í Hinu húsinu. Hafsteinn er 18 ára nemandi á listnámsbraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti og segir það vera hálf- gerða heppni að hann skyldi fá að halda þessa einkasýningu. „Ég átti að vera með í samsýningu með öðrum nemendum fyrr í vetur en var aðeins of seinn með verkið mitt auk þess sem það var ekki pláss fyrir mig með hinum. Þannig að ég fékk mína eigin sýningu sem var alls ekki verra, en sýningin er partur af áfanga í skólanum,“ segir Hafsteinn sem blaðamaður truflaði í fyrsta myndlistartíma ársins í gærmorgun. Höfuðáttirnar fjórar Í Gallerí Tukt sýnir Hafsteinn víd- eóverk í fjórum hlutum. Frá sama stað, á sömu stund, er myndað í fjór- ar höfuðáttirnar og gefst gestum sýningarinnar kostur á að upplifa 360 gráður í reykvískum skógi með Hafsteini. „Ég bjó til ferhyrnt her- bergi í galleríinu og á veggina varpa ég myndböndunum sem eru í gangi í fjörutíu mínútur í senn, þau eru öll samstillt og sýna 360°af ákveðnu umhverfi með mér í og því heitir verkið 360HAFSTEINN,“ segir Hafsteinn. Hann fékk hugmyndina að verkinu í byrjun haustannar þeg- ar nemendum var falið að gera rým- isverkefni í einum áfanga. „Þetta var mjög mikil vinna, það var hörmung að klippa þetta saman en sem betur fer endaði það á að koma vel út,“ segir Hafsteinn og andvarpar. „Ég fékk reyndar alveg helling af aðstoð sem ég er mjög þakklátur fyrir.“ Þetta er fyrsta vídeóverkið sem Haf- steinn vinnur en honum finnst skemmtilegast að teikna og skissa sem er mikið gert af á listnáms- brautinni. „Stundum finnst mér gaman að mála en annars er námið hér mjög fjölbreytt og ég hef gaman af flestu,“ segir Hafsteinn sem vinn- ur á American Style með skólanum og segir það lítið tengjast listum nema fólk telji það list að búa til hamborgara. Hæfileikarnir ræktaðir Aðspurður segir Hafsteinn að listáhuginn hafi blundað í honum frá unga aldri. „Pabbi minn, Guðjón Hafliðason, er grafískur hönnuður og hefur hann alið þetta upp í mér. Þegar ég var pínulítill lék ég mér að því að gera alls konar skúlptúra úr leir, pabbi sá að það bjuggu hæfi- leikar í mér, fór að rækta þá og við það jókst áhuginn hjá mér.“ Hafsteinn segir ekkert annað hafa komið til greina en að fara á list- námsbraut í FB að loknu grunn- skólanámi en spurður út í framtíð- aráformin verður fátt um svör. „Ég veit í rauninni ekkert hvað ég ætla að gera í framtíðinni, hún er óskrifað blað. En listir eru eitthvað sem ég er góður í og því gæti það orðið mín leið.“ 360° af Hafsteini  Ungur listamaður, Hafsteinn Guðjónsson, sýnir vídeóverk í Gallerí Tukt  Er á listnámsbraut í FB en veit ekki hvort hann leggur listina fyrir sig í framtíðinni Morgunblaðið/RAX Listamaðurinn Hafsteinn Guðjónsson staddur í verki sínu í Gallerí Tukt. Hafsteinn þakkar pabba sínum listahæfileikana sem ræktaði þá í honum. Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is HLJÓMSVEITIN Lifun var stofnuð fyrir ári, það gerðu Björg- vin Ívar Baldursson, afabarn Rún- ars heitins Júlíussonar, og fleiri. Sveitin hefur aðeins einu sinni haldið tónleika, á hinni örlagaríku uppskeruhátíð Geimsteins 5. des- ember en það var kvöldið sem Rún- ar gekk á vit forfeðranna. Eitt lag kom þó út síðasta sumar og nú hef- ur sveitin heldur betur hugsað sér til hreyfings. Breiðskífa er vænt- anleg í vor og sveitin hefur auk þess látið frá sér nýtt lag, „Fögur fyrirheit“. Lagið flutti Rúnar upp- runalega en það hefur nú verið „poppað“ upp af Lifun eins og Björgvin orðar það. „Þegar ég hætti í harðkjarna- sveitinni I Adapt ákváðum við og vinir mínir að setja á stofn popp- sveit,“ segir Björgvin. „Stefnan er að taka slaginn almennilega í ár. Vera með í fjörinu.“ Björgvin er sem kunnugt er af mikill tónlistarfjölskyldu. Enginn flýr örlög sín, hann segist t.d. hafa reynt að fara í Háskólann síðasta haust en það hafi orðið endasleppt. „Þórir frændi (Baldursson) kíkti t.a.m. til ömmu (Maríu Bald- ursdóttur) um daginn. Ég plataði hann þá niður í hljóðver og hann rúllaði inn hammond í tvö lög á korteri.“ Og afi var sannarlega innblástur. „Hann lagði margar línurnar fyr- ir mig og er mikil fyrirmynd. Mað- ur varð mjög var við þetta í haust eftir að hann lést. Þá sá maður svo skýrt hvað fólki var hlýtt til hans. Maður leit ósjálf- rátt í eigin barm og hugsaði: svona vil ég að hugsað verði um mig þeg- ar ég fell frá.“ „Afi veitti innblástur“  Barnabarn Rúnars Júlíussonar stýrir hljómsveitinni Lifun  Nýtt lag tilbúið og breiðskífa væntanleg með vorinu Lifun Björgvin Ívar er annar frá vinstri, hægra megin við Láru söngkonu. Gallerí Tukt er starfrækt af Hinu Húsinu í Pósthússtræti. Í gall- eríinu geta allir á aldrinu 16-25 ára sýnt sér að kostnaðarlausu. Galleríið leitast við að end- urspegla allt það helsta sem er í gangi á sjónrænum vettvangi í listsköpun hjá ungu fólki. Hver sýning stendur yfir í sextán daga og fær listamaðurinn leið- sögn í að setja upp sýninguna og aðstoð við að kynna hana. Sýningin 360HAFSTEINN er opin virka daga frá kl. 9-17 og stendur til 24. janúar. Fyrir unga fólkið Eiki Hauks Semur vonandi betri texta en honum var gert að syngja 2007. Eiríkur Hauksson keppir í Söngvakeppninni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.