Morgunblaðið - 13.01.2009, Síða 24

Morgunblaðið - 13.01.2009, Síða 24
24 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 2009 KOLBRÚN nokkur Bergþórsdóttir nýtur þeirra forréttinda að eiga fast pláss í Morg- unblaðinu fyrir skoð- anir sínar og sleggju- dóma um menn og málefni. Í þrígang hafa birst eftir þennan sjálfskipaða sam- félagsrýni pistlar þar sem sál- arfylgsnin opnast og innrætið kem- ur í ljós. Hún veitist að samlöndum sínum sem reyna af veikum mætti að iðka lýðræði með mótmæla- fundum – lýðræði sem virðist lítt þekkt hér í bananalýðveldi norðurs- ins. „Móðuharðindi af manna völd- um“ hafa riðið yfir þjóðina með verri og ófyrirséðari afleiðingum en nokkur gat látið sér til hugar koma, jafnvel ekki, að eigin sögn, þeir sem stjórnuðu efnahags- tundrinu og sneru sjálfir svikamyll- unni. Þótt hér sé engin hefð fyrir andófi eða mótmælum gegn mis- notkun valda- og forréttindahópa á aðstöðu sinni sést loks lífsmark með þjóðinni – hingað og ekki lengra. Þjóðinni virðist loks ofboð- ið. Fólk safnast saman þúsundum saman og lætur í ljós vantraust og andúð á þjóðníðingum og embættis- aulum. Menn sýna þó ótrúlega stillingu og yfirvegun. Örfá egg hafa brotn- að utandyra í jólabakstrinum og að sögn Kolbrúnar brotnaði rúða í fjármálaeftirlitinu sem hún hélt að væri friðuð. Við þær aðstæður sem nú ríkja í samfélaginu má þetta kallast nær himneskt æðruleysi þótt valdhaf- arnir ögri þessari stillingu með að- gerðarleysi og ódæðismenn sam- félagsins sitji sem fastast í sínum stólum. Valdaelítan hefur þó látið ógert að kasta hnút- um í fólk fyrir þetta væga lífsmark en hitastigið fer hækk- andi. Flestir þekkja eðlismun á heitu vatni og sjóðandi en við suðu losnar orka úr læðingi sem getur velt hlassi. Fáir hafa vogað sér að gera at- hugasemd við fram- göngu fólks eftir að Hannes Hólmsteinn lést vera dauður. En viti menn, þá rís upp úr sófa vofa bókmenntaspíru sem er svo veru- leikafirrt að hún virðist ekki skilja að hún tilheyrir þjóð sem hefur verið leidd í verri ógöngur en dæmi eru um í Evrópu eftir síðari heims- styrjöld. Þjóðargjaldþrot er stað- reynd. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur sest undir stýri með Geir í farþegasætinu og Ingibjörgu aftur í. Við erum ekki lengur fullvalda þjóð. Við þessar ótrúlegu kring- umstæður leyfir Kolbrún þessi sér að fimbulfamba í hverjum pistlinum af öðrum um „mótmælendabrölt“ sem henni virðist gremjast meira en fall heils samfélags. Heldur Kolbrún þessi að hún sé að fjalla um reyfara þar sem hún tekur skiljanlega afstöðu með skúrkinum sem hún gæti daðrað við í draumheimum? Af pistlum hennar hefði mátt ráða að þar færi hægrisinnaður of- stopamaður sem fengi blóðbragð í munninn ef hann sæi ærlegt lífs- mark með alþýðu manna. Hið hlá- lega er að í ofanálag segist Kolbrún sjálf vera jafnaðarmaður. Það má að sönnu kallast vel heppnuð öfugmæli þegar jafn- aðarmaður tekur til við að verja stjórnvöld og athafnamenn sem í græðgi og spillingu hafa á undra- skömmum tíma grafið svo undan samfélaginu að það fellur ofan á þjóðina. Málstaður jafnaðar og fé- lagshyggju hefur að sönnu mátt sín lítils í íslensku samfélagi eftir að Davíð Oddssyni með samverka- manni sínum Halldóri Ásgrímssyni og pörupiltum tókst að svíkja af þjóðinni flest það sem bakland þeirra ágirntist – auðlindir, fyr- irtæki og stofnanir. Hið illa dafnaði meðan gott fólk aðhafðist ekki, á það var einfaldlega ekki hlustað. Það fólk sem mesta og versta ábyrgð ber á afsiðun stjórnmála og viðskipta á undanförnum árum og hefur lagt að velli öll ærleg gildi samfélagsins, en innleitt yfirgang valdsins og svik og pretti í við- skiptum, á ekki og má ekki afsaka – því síður réttlæta. Þessu fólki á ekki að fyrirgefa fyrr en það hefur iðrast opinberlega, stigið til hliðar og skammast sín. Það er nefnilega ekkert venjulegt afbrot eða afglöp að knésetja heila þjóð með skelfi- legum afleiðingum af hruni sam- félagsins. Þetta fólk ber ábyrgð á hörmungunum og hefur harmleiki fjölskyldna og einstaklinga í land- inu á samviskunni, þ.e. hafi það ekki þegar glatað henni. Aumum hælbít, eins og títtnefndum pistla- höfundi, á ekki að vera vært meðal jafnaðarmanna fyrr en hún biðst afsökunar á að snúa hlutunum á haus og kasta hnútum í helsærða þjóð. Hið illa dafnar meðan gott fólk aðhefst ekki Kolbrún Bergþórs- dóttir ræðst af heift og rætni að almenn- ingi segir Viggó Benediktsson » Við þessar ótrúlegu kringumstæður leyf- ir Kolbrún þessi sér að fimbulfamba í hverjum pistlinum af öðrum um „mótmælendabrölt“ sem henni virðist gremjast meira en fall heils samfélags. Viggó Benediktsson Höfundur er rafeindavirki. OFT á tíðum er rætt um að hitt og þetta sé barnvænt, talað er um barnvæn íbúðarhverfi, barnvæn fyrirtæki og barnvæn sveitafélög. Sennilega er mjög mis- jafnt hvaða gildi liggja að baki þegar aðstæður eru metnar út frá barn- vænu sjónarmiði og sitt sýnist hverjum í því tillit. Margir hafa bent á að hinn langi vinnutími foreldra sé ekki barnvænn. Aðrir hafa bent á að tekjur heimilanna skipti miklu máli fyrir fjölskyldur og tækifæri beggja foreldra til starfsframa. Grunn- og leikskólar gegna veigamiklu hlutverki í sveitarfélögum og því betri kennslu og þjónustu sem þeir veita þeim mun barnvænni eru þeir. Grunnskólar keppast nú við að bjóða öllum börnum í 4. bekk og neðar lengda viðveru og fjöldi leikskóla er opinn í tíu tíma á dag. Er það barnvænt að börn séu að heiman fimm daga vikunnar frá átta á morgnana til klukkan sautján? Er það kannski bara gott að þau séu í leik- skóla eða lengdri viðveru í grunnskóla þar til foreldrar hafa lokið vinnu. For- eldrar geta þá öruggir stundað vinnu sína, sótt börnin sín í skólann að lokn- um vinnudegi og farið svo heim þar sem fjölskyldan getur átt saman góða kvöldstund. Sum börn eru reyndar í tómstundum eftir klukkan sautján á daginn þar sem þau fá tækifæri til að stunda áhugamál sín. Er það barn- vænt? Samvera foreldra við börn er talin skipta miklu máli fyrir hag barna og ýmsar rannsóknir sýna fram á að virk samvera foreldra og barna hafi jákvæð áhrif á uppeldið. En skiptir lengd viðverunnar öllu máli eða er það hvernig henni er háttað? Ýtir til dæmis hinn langi opnunartími leikskóla undir barnvænt sam- félag eða ekki? Eru sveitarfélög sem bjóða upp á fjölþætta tóm- stundaiðkun barna barn- vænni en þau sem bjóða upp á takmarkaða tóm- stundaiðkun? Mun ef til vill takmarkað framboð á tómstundum fyrir börn auka samveru foreldra og barna? Gera kröfur frá atvinnurekendum það að verkum að samvera foreldra og barna er of lítil eða er það kapphlaup foreldranna um lífsgæði sem lengir fjarveru foreldr- anna frá börnum? Okkur er öllum hollt að velta því fyrir okkur hvað er barnvænt, ekki síst eins og samfélagið er í dag. Þó svo að leik- og grunnskólar kappkosti að bjóða börnum bestu menntun og þjón- ustu sem völ er á hverju sinni þá bera foreldrar fyrst og fremst ábyrgð á uppeldi barnanna sinna. Barnvænt samfélag er hins vegar á ábyrgð okkar allra. Það er þarft að efna til umræðna um barnvænt samfélag og fólk er hvatt til að viðra skoðanir sínar í fjöl- miðlum og eða senda vangaveltur sín- ar til skólamálanefndar Félags leik- skólakennara á netfangið aldaagnes@hive.is. F. h. skólamálanefndar Félags leik- skólakennara. Barnvænt samfélag – hvað er það? Alda Agnes Sveins- dóttir veltir fyrir sér hvað telst barn- vænt Alda Agnes Sveinsdóttir » Okkur er öllum hollt að velta því fyrir okkur hvað er barn- vænt... Höfundur situr í skólamálanefnd Fé- lags leikskólakennara. UNDANFARNA daga hefur vakið athygli mína frétt um að von sé á hundruðum færeyskra sjúklinga til landsins á næstu misserum til að leita sér lækninga. Þetta er svo sem gott og blessað og ég efast ekki um að þetta sé góð- ur kostur fyrir Fær- eyinga. Það sem ég hnaut hinsvegar um voru hjartaþræðingarnar sem eiga að vera í pakkanum. Er það svo að fjármagna á nið- urskurð á Landspítalanum með því að selja nágrannaþjóðum okkar að- gang að LSH og afla með því gjald- eyristekna eins og Björn Zoëga orðar það svo smekklega í samtali við RÚV. Samkvæmt fréttum á undan- förnum misserum hafi verið þetta 150 til 250 manns á biðlistum eftir hjarta- þræðingu. Ég veit ekki betur en að sú staðreynd að fólk liggi á göngum LSH hafi verið viðvarandi vandamál á hjartadeild svo árum skiptir. Mér finnst rétt að vekja athygli á því að þrátt fyrir þá staðreynd að nýtt hjartaþræðingatæki hafi verið tekið í notkun á Landspítala er annað hjartaþræðingatæki upptekið í öðr- um verkefnum. Í frétt frá LSH segir orðrétt „Hjartaþræðingar eru nú á tveimur stofum og sú þriðja er að- allega notuð fyrir raflífeðlisfræðileg- ar rannsóknir og meðferð, ígræðslur gangráða o.fl“. Ekki veit ég hvort elsta tækið er notað við raflífeðlisfræðilegar rann- sóknir en hitt veit ég þó að elsta tæk- ið á LSH tilheyrir gamalli kynslóð tækja og er nánast orðið úrelt og lítið hægt á það að stóla til lengri tíma litið. Í mál- efnum hjartasjúklinga er því víða pottur brot- inn. Sem dæmi má nefna að í febrúarhefti læknablaðsins 2008 ritar Þórarinn Guðna- son eftirfarandi: „For- vörnum og meðferð við hjarta- og æða- sjúkdómum er ekki forgangsraðað í heil- brigðiskerfinu í dag, þótt þessir sjúk- dómar felli 700 Íslendinga árlega. Til að nefna nokkrar brotalamir í „heil- brigðiskerfi hjartasjúklinga“, má rifja upp að Landspítalinn og hjarta- deild hans eru fjársvelt og til dæmis háð gjafafé til að endurnýja tækja- kost sinn. Hjartaþræðingar eru gerð- ar með öldruðum tækjabúnaði sem nýta myndgreiningartækni síðustu aldar. Myndgæðin eru eftir því.“ Og Þórarinn heldur áfram seinna í greininni. „Sjúklingar liggja yfirleitt á göngum hjartadeildar vegna pláss- leysis og þar er áfátt bæði öryggi þeirra og einkalífi. Sjúklingar sem eru rúmliggjandi á ganginum, til dæmis eftir þræðingu, verða að pissa í bekken eða flösku, liggjandi í rúm- inu á ganginum þar sem umferð gesta og sjúklinga er stöðug, í besta falli bak við gegnsætt skilrúm. Þegar yfirfullt er á hjartadeildinni deila 14 sjúklingar með sér einu klósetti. Smitgát verður erfið við slíkar að- stæður. Aðstöðuleysi háir göngu- deildum hjartadeildar. Bráðamót- taka hjartasjúkra í kjallara Landspítala er sprungin.“ Svo mörg voru þau orð. Það þarf enginn að segja mér að frá því í febrúar á þessu ári hafi þessi mál tekið svo miklum stakkaskiptum að búið sé að leysa öll þessi vandmál sem tíunduð eru í grein Þórarins. Síðastliðið sumar var frekar bjart yfir þessum málum þar sem líkur voru á því að opnuð yrði hjartaþræð- ingastofa utan spítala en því miður gengu þær vonir ekki eftir. Nú fyrir nokkrum dögum var ákveðið að sameina bráðamóttökur á Hringbraut og í Fossvogi og áætlað að starfshópur skilaði af sér hug- myndum fyrir jól. Þetta er gert í sparnaðarskyni. Það skiptir hinsvegar ekki máli fyrir frændur okkar sem koma vænt- anlega með flugi og fara beint í þræð- ingu og þurfa hvorki að hafa áhyggj- ur af því hvar bráðamóttökur eru staðsettar eða biðlistar í gangi. Nú ég geri heldur ekki ráð fyrir því þar sem greitt er með gjaldeyri að þeir verði látnir gista á göngum LSH. Það er mín skoðun að stigið verði varlega til jarðar hvað varðar þessi mál og ég velti því fyrir mér hvort það sé tímabært að stefna á sölu á hjartaþræðingum til annarra þjóða í ljósi þeirrar stöðu sem málefni hjartasjúklinga hafa verið í á LSH til margra ára. Hjartaþræðingar söluvara? Björn Ófeigsson seg- ir sölu á hjartaþræð- ingum til annarra þjóða ótímabæra » Á að fjármagna nið- urskurð á LSH með sölu t.d. hjartaþræðinga til nágrannalanda. Eru slíkar hugmyndir tíma- bærar í ljósi biðlista í hjartaþræðingu. Björn Ófeigsson Höfundur er með hjartasjúkdóm og rekur heimasíðuna hjartalíf.is. ÉG ER einn af þeim sem fljúga reglulega um Reykja- víkurflugvöll vegna atvinnu minnar. Ég sinni tannréttingum hér á höfuðborg- arsvæðinu, en einnig á Egilsstöðum og á Akureyri. Ég flýg því reglulega austur eða norður til að sinna sjúklingum mínum á lands- byggðinni. Það kæmi sér mjög illa fyrir mig ef innanlandsflugvöllurinn í Vatnsmnýri yrði fluttur annað, t.d. til Keflavíkur, vegna lengingar á ferðatíma sem hlytist af breyting- unum. Ég hef verið að hugsa um þetta að undanförnu eftir að hafa lesið greinar fólks í blöðum um nýlega skoðanakönnun á viðhorfi fólks til staðsetningar Reykjavíkurflug- vallar. Í öllum greinum sem ég hef séð hafa greinarhöfundar, sem bú- settir eru um allt land, fagnað nið- urstöðum könnunarinnar vegna þess að í henni kemur fram að yf- irgnæfandi meirihluti landsmanna vill að flugvöllurinn verði áfram þar sem hann er. Þessum viðhorfum er ég algerlega sammála af fyrr- nefndum ástæðum. Þegar blaðað er í rúmlega hundrað blaðsíðna lokaskýrslu Flugmála- stjórnar Íslands, sem er á netinu, um endur- uppbyggingu Reykja- víkurflugvallar fyrir rúmum áratug gerir maður sér betri grein fyrir því hversu óhemjumiklum fjár- munum varið var til framkvæmda og end- urbóta á sjálfum flug- vellinum og umhverfi hans. Flugvöllurinn er nú eins og nýr og öryggið eins og best verður á kosið. Það væri að mínu mati furðuleg ráðstöfun að loka honum og flytja starfsemina annað. Nær væri að hrinda nú þegar í fram- kvæmd byggingu á nýrri flugstöðv- arbyggingu í stað þeirrar sem far- þegum er nú boðið upp á. Við erum 320 þúsund manna þjóð, við telj- umst ekki í milljónum. Við höfum ekki efni á flakki með flugvöllinn. Reykjavíkurflugvöll- ur er á réttum stað Þórir Schiöth skrif- ar um staðsetningu Reykjavík- urflugvallar Þórir Schiöth » Við erum 320 þúsund manna þjóð, við telj- umst ekki í milljónum. Við höfum ekki efni á flakki með flugvöllinn. Höfundur er tannlæknir, sérmennt- aður í tannréttingum, Austfirðingur, búsettur í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.