Morgunblaðið - 13.01.2009, Side 4

Morgunblaðið - 13.01.2009, Side 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 2009 TILRAUN fyrirtækis til þess að greiða starfs- manni aðeins 60% af heildarlaunum, þrátt fyrir að hlutabætur úr Atvinnuleysistryggingasjóði eigi einungis að greiða vegna skertrar dagvinnu, hefur komið inn á borð Eflingar, að því er Harpa Ólafsdóttir, forstöðumaður kjaramála- sviðs stéttarfélagsins, greinir frá. „Viðkomandi hafði fengið uppsögn á 40% pró- senta starfshlutfalli en var samt í fullri dag- vinnu auk yfirvinnu. Atvinnurekandinn hafði í raun aðstoðað hann við að sækja um atvinnu- leysisbætur fyrir starfshlutfallinu sem á vantaði til þess að þurfa ekki að greiða sjálfur nema fyr- ir 60% vinnuframlag,“ segir Harpa sem er þeirr- ar skoðunar að starfsmaðurinn hafi í raun ekki gert sér grein fyrir því hvað um var að vera. „Hann kom hingað og spurði hvernig gæti staðið á þessu.“ Það er hins vegar mat Hörpu að þessi tilraun atvinnurek- andans hafi ekki verið komin til framkvæmda. Hún segir Eflingu hafa haft samband við fyrirtækið og þá hafi hið sanna komið í ljós. „Við höfðum líka sam- band við ASÍ sem er í góðu samstarfi við Vinnumálastofnun. Það er okkar hlutverk að standa vörð um að svona kerfi virki til þess að það komi ekki niður á félagsmönn- um.“ Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, segir þetta fyrsta dæmið sem hann hafi heyrt um af slíkri svindltilraun. „Það er hins vegar alltaf hætta á misnotkun. Við höfum látið Vinnumálastofnun vita af þessu tiltekna máli og óskað eftir því að hún kanni það.“ Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofn- unar, kveðst hafa heyrt sögusagnir um að minnsta kosti tvö tilvik um svindl auk dæmisins sem ASÍ veitti upplýsingar um. „Verkalýðs- félögin hafa fengið fyrirspurnir um þetta frá fyrirtækjum. Að hluta til eru þær byggðar á þeim misskilningi að þetta sé í lagi.“ Í lok desember voru 600 til 700 skráðir at- vinnulausir að hluta á móti minnkuðu starfshlut- falli í samræmi við lög um hlutabætur frá því í haust. ingibjorg@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Annríki Örtröð hefur verið hjá Vinnumálastofnun að undanförnu. Í fullri vinnu en sótt um bætur  Atvinnurekandinn ætlaði einungis að greiða fyrir hluta fulls vinnuframlags laun- þegans  Aðstoðaði við umsókn um hlutabætur frá Atvinnuleysistryggingasjóði Halldór Grönvold JÓLATRÉN sem prýddu heimili um jólin enda mörg sem trjákurl hjá Sorpu. Starfsmenn Reykjavíkurborgar hirða jólatré af götum borg- arinnar þar til á morgun. Eftir það er borg- arbúum bent á að koma trjánum til endur- vinnslustöðva Sorpu. Starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar fóru um í gær og hirtu jólatré en í Kópavogi munu starfsmenn bæjarins hirða jólatré og flugeldaleifar sem sett eru utan við lóðamörk til 16. janúar. Ragna Halldórsdóttir, deildarstjóri markaðs- og fræðsludeildar Sorpu, sagði að jólatrén væru yfirleitt kurluð og kurlið notað sem yfirlag á sorphaug fyrirtækisins. Trjákurlið af jólatrján- um er ekki notað til moltugerðar hjá Sorpu því innan um eru innflutt tré og sagði Ragna að viss hætta væri talin á að í innfluttum trjám gætu leynst sníkjudýr. Ragna sagði að litið væri á jólatré sem heimilisúrgang og væri tekið við jólatrjám frá einstaklingum þeim að kostn- aðarlausu. Öðru máli gegndi um jólatré sem sveitarfélögin skiluðu til Sorpu í Álfsnesi en fyr- ir þau þyrfti að greiða förgunargjald. Ragna sagði að dregið hefði úr magni úrgangs sem bærist til Sorpu, einkum frá fyrirtækjum. Einnig væru vísbendingar um að fólk væri dug- legra við að koma með skilagjaldsskyldar um- búðir. Skilagjaldið hækkaði nýlega í 12 krónur. Enn berst mikið af munum til Góða hirðisins, eitthvað hefur samt dregið úr því en ekki í sama mæli og úr öðru sem skilað er til Sorpu. Ragna sagði að þónokkuð mikið væri verslað hjá nytja- markaðnum Góða hirðinum. gudni@mbl.is Morgunblaðið/Golli Jólatrén eru á leið í kurlarann Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is SKULDIR sem teljast til A-hlutans í efnahagsreikningum sveitarfélaga á landinu hækkuðu úr rúmlega 150 milljörðum í 190 á milli 2007 og 2008, samkvæmt upplýsingum frá Sam- bandi íslenskra sveitarfélaga (SÍS). Til A-hluta efnahagsreiknings sveit- arfélaga teljast þau verkefni sem skatttekjum er ætlað að fjármagna, að minnsta kosti að mestu leyti. Undir þann hluta fellur grunnþjón- usta eins og rekstur grunn- og leik- skóla og félagsþjónustu. Til B-hlutans teljast verkefni sem eru með sjálfstæða tekjustofna, til að mynda hafnir og orkuveitur. Skuldastaða þess hluta, sem hefur versnað mikið samfara veikingu krónunnar á síðasta ári, liggur ekki fyrir nákvæmlega samkvæmt upp- lýsingum frá SÍS. Gunnlaugur A. Júlíusson, sviðs- stjóri hag- og upplýsingasviðs SÍS, segir stöðu margra sveitarfélaga vera „mjög alvarlega“ í rekstrarlegu tilliti. „Gengisfall krónunnar hefur sett lán margra sveitarfélaga í upp- nám og gert stöðuna mjög erfiða. Staðan er þó misjöfn. Sum hafa meira svigrúm en önnur en það er fyrirsjáanlegt að mikill vandi blasi við þeim sem ekki voru í góðri stöðu áður en harkaleg lending varð í efna- hagslífinu,“ segir Gunnlaugur og vitnar til þess þegar Fjármálaeft- irlitið tók yfir stjórn Glitnis, Lands- bankans og Kaupþings í byrjun október. Ekki liggja fyrir upplýsingar um fjárhagsstöðu allra sveitarfélaga í landinu þar sem sveitarfélög hafa ekki klárað fjárhagsáætlun þessa árs eða klárað ársreikning fyrir árið í fyrra. Unnið er að upplýsingaöflun til þess að hafa sem gleggsta mynd af stöðunni, segir Gunnlaugur. SÍS hefur að undanförnu unnið að því að efla innra starf og upplýs- ingaflæði í gegnum SÍS til að efla eftirlit með fjárhagsstöðu sveitarfé- laga. Um hver mánaðamót er sér- staklega fylgst með stöðunni og þá sérstaklega með sjóðsstreymi og lausafjárstöðu. Samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins glíma mörg sveitarfélög við mikla lausafjárerf- iðleika þar sem fjármagnskostnaður hefur hækkað mikið samhliða geng- isfalli krónunnar. Lán í erlendri mynt eru íþyngjandi en einnig lán í íslenskum krónum þar sem háir vextir gera sveitarfélögum erfitt fyr- ir. Dæmi eru um að sveitarfélög hafi ekki getað greitt reikninga á réttum tíma. Staðan undir eftirliti  Skuldastaða sveitarfélaga versnaði mikið í fyrra  Samband íslenskra sveitar- félaga hefur eflt eftirlit sitt með fjárhagsstöðu sveitarfélaga frá því sem áður var Sveitarfélög þurfa að bregðast við spá Seðlabanka Íslands um 15,5 prósent tekjusamdrátt á árinu með því að skera niður. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa forsvarsmenn sveitarfélaga sem glímt hafa við mikinn fjár- magnskostnað samfara hækkun skulda þegar lýst yfir áhyggjum sínum af því að sjóðsstreymi nægi ekki til þess að standa undir kostnaði. Því sé raunveruleg hætta á því að skuldsettustu sveit- arfélögin fari í greiðsluþrot ef ekk- ert verður að gert. Rætt hefur ver- ið um að sameina þurfi einhver sveitarfélög til að hagræða í rekstri. Áhyggjur af greiðsluþroti sveitarfélaga Verktakafyr- irtækið Ístak hefur snúið sér að erlendum byggingamark- aði. Fyrirtækið hefur meðal annars fengið það verkefni að reisa skóla í Nu- uk í Grænlandi. Loftur Árnason, framkvæmda- stjóri Ístaks, segir öllum ljóst að deyfð sé á íslenskum bygging- armarkaði. „Engin útboð eru eins og er en við vonum að það glæð- ist þegar unnið verður úr fjárlög- unum. Við höfum því leitað út og boðið í verk ytra.“ Auk þess að byggja skólann vinnur Ístak að virkjanagerð á Grænlandi. „Þá buðum við í verkefni í Nor- egi fyrir skömmu og lágum á svipuðum slóðum og Norðmenn- irnir. Þetta er það sem við getum og við ætlum ekki að gefast upp. Krónan gefur okkur ákveðið for- skot og það þýðir ekki annað en nota þau tækifæri sem gefast.“ gag@mbl.is Ístak herjar á útlönd Loftur Árnason ÁKVEÐIÐ hefur verið að fækka út- gáfudögum Fréttablaðsins og hefur blaðið komið út í síðasta skipti á sunnudegi – alla vega í einhvern tíma. Steinunn Stefánsdóttir, aðstoð- arritstjóri Fréttablaðsins, segir að til standi að efla helgarútgáfuna sem komi út á laugardögum. Fjögur sérblöð hafa komið út á sunnudögum og munu þau halda göngu sinni áfram á laugardögum. Engar uppsagnir eru fyrirhug- aðar en mikill kostnaður fylgdi prentun og dreifingu sunnudags- útgáfunnar, að sögn Steinunnar. Næst því fram töluverð hagræðing. andri@mbl.is Útgáfu hætt á sunnudögum HROSSIN TVÖ sem enn voru alvar- lega veik vegna salmonellusýking- arinnar sem kom upp við Esjurætur fyrir jólin, voru aflífuð í gær. Eitt var fellt daginn áður. Sautján hross úr sýkta stóðinu eru eftir og virðast þau vera í lagi, segir Gunnar Örn Guðmundsson, héraðsdýralæknir í Gullbringu- og Kjósarsýslu. Gunnar segir tjónið tilfinnanlegt fyrir eig- endur, en sum hrossanna hafi verið tryggð. gag@mbl.is Þrjú sýkt hross aflífuð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.