Morgunblaðið - 13.01.2009, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.01.2009, Blaðsíða 18
18 Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 2009 Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is YFIR 100 erlendir ferðamenn, flestir frá alpalöndum Evrópu, hyggjast í vor stunda skíðamennsku á Trölla- skaga milli Eyjafjarðar og Skaga- fjarðar. Bæði verður um venjulega fjallaskíðamennsku að ræða og þyrlu- skíðamennsku sem hefur átt vaxandi vinsældum að fagna síðustu ár. Markmiðið að búa til gjaldeyri Jökull Bergmann fjallaleið- sögumaður stendur fyrir þessum ferðum og hefur komið upp aðstöðu á Klængshóli í Skíðadal. Veiking krón- unnar hefur gert þessar ferðir að spennandi kosti fyrir útlendinga. Ís- lenski markaðurinn er hins vegar „kaldur um þessar mundir vegna kreppunnar,“ eins og Jökull orðar það. „Það þýðir ekkert annað en að mæta kreppunni og markmiðið er að búa til gjaldeyri,“ segir Jökull. Hann hefur undanfarin ár bæði starfað heima og erlendis og hefur á síðustu tíu árum aflað sér alþjóðlegra rétt- inda sem fjallaleiðsögumaður. Fyrstu fimm árin nýtti hann til að afla sér reynslu með því að ferðast og vera á skíðum víða um heim og stunda fjallamennsku. Síðan tók við annar eins tími í ströngu prógrammi með prófum og þjálfun. Jökull hefur nú, fyrstur Íslendinga, lokið UIAGM- IFMGA-gráðu í fjallaleiðsögn en yfir 80% brottfall er í því námi. „Nú er ég kominn með aðsetur á Íslandi aftur og er að auka umsvifin,“ segir Jökull, sem hefur opnað heima- síðuna bergmenn.com. „Því er ekki að neita að íslenski markaðurinn er frekar kaldur um þessar mundir. Hins vegar er aukinn áhugi meðal út- lendinga á ferðum sem eru verðlagð- ar í krónum og bókanir ganga ágæt- lega. Ég áætla að í vor komi allt að 150 erlendir ferðamenn til að stunda fjallaskíðaferðir á Tröllaskaga. Flest kemur þetta fólk frá Fraklandi, Ítal- íu, Sviss og Austurríki en einnig Þýskalandi, Bretlandi og Bandaríkj- unum að Kanadamönnum ógleymd- um, sem eru miklir áhugamenn um fjallaskíðaferðir. Við höfum burði til að þrefalda þennan fjölda. Það sem helst gæti hamlað er skortur á fag- lærðum leiðsögumönnum, en þetta er sérhæfð þjónusta sem krefst mikils öryggis. Ég hef flutt inn leið- sögumenn frá Ölpunum og Kanada og það kostar sitt,“ segir Jökull. Vertíðin á Tröllaskaga stendur frá lokum marzmánaðar og fram í end- aðan maí. Gert er út frá Klængshóli í Skíðadal og þar verða nánast sam- fleytt erlendir hópar við fjallaskíða- mennsku í þessa tvo mánuði. Þá er gengið upp á fjallstoppa og síðan skíðað niður. Síðastliðið vor var gerð tilraun með þyrluskíðamennsku og reiknar Jökull með aukningu í þyrlu- skíðamennskunni í vor. Tæpar 200 þúsund krónur Venjuleg vikuferð við fjallaskíða- mennsku á Tröllaskaga kostar tæpar 200 þúsund krónur íslenskar fyrir út- lending. Er þá miðað við að hann komi sér til og frá Akureyri. Verðið er heldur lægra fyrir Íslendinga, sem þá kæmu sér að Klængshóli. Ferðir í þyrluskíðamennsku eru seldar fjögurra eða átta manna hóp- um og kostar fjögurra daga ferð í minni hópnum 6.500 dollara, en 4.500 dollara á mann í stærri hópnum. Munurinn stafar fyrst og fremst af betri nýtingu á þyrlunni. Ef ekki viðr- ar til flugs á fjallið er boðið upp á skoðunarferð á Mývatn eða sjó- stangaveiði svo dæmi séu tekin. Slík aukaafþreying hefur ekki verið í boði fyrir Íslendinga og er verðið því nokkru lægra. Ljósmynd/Alex Klun Á Tröllaskaga Af Múlakollu milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar yfir Eyjafjörð og Hrísey að Látraströnd eða Huldulandi, skagans á milli Eyjafjarðar og Skjálfanda. Alpafólk skíðar á Tröllaskaga Hátt í 150 erlendir fjallaskíðamenn eru væntanlegir að Klængshóli í Skíðadal í vor. Gengið er hagstætt fyrir útlendinga en íslenski markaðurinn er kaldur. Aukinn áhugi á þyrluskíðamennsku að sögn Jökuls Bergmann. www.bergmenn.com JÖKULL Bergmann ber sannarlega nafn með rentu, en hann hefur helgað sig fjallamennsku og skíðaferð- um og dvelur stóran hluta ársins á fjöllum uppi. „Ég er frá Klænghóli í Skíðadal og móðir mín, sem er mikið náttúrubarn, fannst þetta nafn tilvalið á strákinn. Fjallamennska varð snemma í miklu uppá- haldi hjá mér og síðan fjallaleiðsögn. Eftir á að hyggja er nafn- ið eitthvert besta auglýsingatrix sem um getur og ég fékk upp í hend- urnar. Í útlöndum þar sem ég vinn mikið tekur talsverðan tíma að út- skýra hvað ég heiti og hvað nafnið þýðir. Fólki finnst mikið til þess koma að ég skuli heita Glacier Mountainman.“ Jökull ber nafn með rentu Ævintýri Þyrluskíðun er seld í fjögurra eða átta manna hópum. Ljósmynd/Pihl Marchand BANDARÍSK könnun sýnir að einn af hverjum fimm unglingum þar í landi notar farsíma, vef- myndavélar eða aðra samskiptatækni til að dreifa ljósmyndum af sér fáklæddum til annarra (www.thenationalcampaign.org). Í frétt á heilsu- vef New York Times er haft eftir John Grohol sál- fræðingi að skýringuna á þessu háa hlutfalli megi finna í ákveðnum kenningum um að fólk geri og segi margt á netinu sem það myndi ekki gera aug- liti til auglitis við fólk. Hann segir unglinga sjálfa halda því fram að þeir verði framhleypnari og ágengari með tæknina að vopni. „Það óhugn- anlega er að flestir svarendur könnunarinnar voru sammála því að þessi hegðun á netinu gæti haft mjög neikvæðar afleiðingar, en létu slíkt sem vind um eyru þjóta. Jafnvel þó að unglingarnir geri sér grein fyrir að auðveldlega er hægt að vista og dreifa myndunum víða stoppar það þá ekki.“ Á vefsíðunni PsychCentral.com má finna ábendingar til foreldra og unglinga sem vert er að skoða áður en ýtt er á „send“ og mynd sem gæti skotið upp kollinum í atvinnuviðtali mörgum ár- um seinna, látin ferðast milli tölva um allan heim. Bera sig á netinu Morgunblaðið/Árni Sæberg Myndavél Auðvelt er að senda ljósmyndir á milli síma - en af hverju nektarmyndir? Ármann Þorgrímsson segir farsæla ævi-sögu sína í fáum línum: Eins og hinir ungur var ég af öðrum mönnum, fannst mér, bar ég undarlegt þó alltaf var hve illa gekk við stelpurnar. Seinna góðan sigur vann ég sveitakonu trausta fann ég síðan höfum sofið við í sama rúmi hlið við hlið. Kristján B. Jónasson vekur athygli á efni í nýjasta Sóni, en þar eru frumbirtingar á kvæðum Ólínu Jónasdóttur (1885-1956) sem Helga Kress sér um. Þar á meðal þetta: Mér finnst allt svo ömurlegt og einskis virði, dagar langir, döpur byrði, dvelji ég ekki í Skagafirði. Mikil umræða er um ESB þessa dagana, ekki síst á milli ráðherra í ríkisstjórninni. Magnús Ólafsson frá Sveinsstöðum orti: Atkvæðin verða varla mörg veslast fylgi og deyr. Með EB tali Ingibjörg er að drepa Geir. Hörður Björgvinsson fékk vísu í jólagjöf frá ellefu ára sonarsyni sínum og rúmlega alnafna, Herði Fannari Björgvinssyni, og á merkispjaldinu stóð: Nú bráðum jólin birtast í bjartri drottins dýrð, um hátíð englar hittast í helgri næturkyrrð. VÍSNAHORN pebl@mbl.is Af ESB og ævisögu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.