Morgunblaðið - 13.01.2009, Blaðsíða 29
Minningar 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 2009
✝ Nonný UnnurBjörnsdóttir
fæddist í Reykjavík
15. september 1938.
Hún lést laugardags-
kvöldið 3. janúar
síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Björn Sveins-
son, f. 1900, og
Ágústa Ingv-
arsdóttir, f. 1904, á
Sveinsstöðum við
Kaplaskjól og síðar
á Brávallagötu í
Reykjavík. Nonný
var fjórða í röðinni af sjö börnum
þeirra sem upp komust.
Hin eru Guðrún Inga, nú í
Bandaríkjunum, f. 1928, Þorvald-
ur Bergmann, f. 1936, kvæntur
Ernu Jónsdóttur, Birna Kristín, f.
1937, gift Haraldi Kristjánssyni,
Guðný Ása í Bandaríkjunum, f.
1942, gift Gary Stone, Sveinjón, f.
1943, og Ásta Droplaug, f. 1945,
2003. Nonný ólst upp í Verka-
mannabústaðahverfinu við
Hringbraut og bjó lengst af í
Vesturbænum og á Seltjarn-
arnesinu.
Eftir hefðbundna skólagöngu
var hún vetrarlangt á lýðháskól-
anum í Store Restrup í Dan-
mörku. Síðar lauk hún mats-
mannsprófi frá
Fiskvinnsluskólanum. Hún byrj-
aði ung að vinna í fiski, og vann
lengi í Ísbirninum á Seltjarn-
arnesi, í sal og á skrifstofunni.
Nonný var einnig um hríð í
siglingum sem skipsþerna á
Fossunum. Þá vann hún í ára-
tugi sem ritari, fyrst á slysa-
deild Borgarspítalans og síðar
hjá augnlæknum á Landakoti,
og var síðustu starfsárin með
eigin verslunarrekstur.
Eiginmaður Nonnýjar er Þor-
valdur Hafberg, f. 1932. Börn
Þorvalds eru Andrés, f. 1949,
Friðrik, f. 1954, og Anna, f.
1962. Nonný og Þorvaldur gift-
ust 1990, og bjuggu frá 2002 á
Stjörnusteinum 23 á Stokkseyri.
Útför Nonnýjar verður gerð
frá Neskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
gift Guðmundi
Gestssyni.
Nonný giftist Vil-
hjálmi Ólafssyni sjó-
manni 1958. Þau
skildu. Dætur
þeirra eru 1) Linda,
f. 1958, sjúkraliði
og rithöfundur,
maður hennar
Mörður Árnason ís-
lenskufræðingur, 2)
Hafdís, f. 1960,
sölustjóri í Barce-
lona, dætur hennar
Vera, f. 1981, kvik-
myndaleikstjóri (faðir Sölvi
Ólafsson), og Sara Björk, f. 1989,
menntaskólanemi (faðir Martin
Regal), 3) Ásta, f. 1962, klæð-
skeri og kennari, maður hennar
Steinþór Birgisson kvikmynda-
gerðarmaður, dætur hennar Þór-
hildur, f. 1992, menntaskólanemi
(faðir Kristján Steingrímur Jóns-
son), og Katla Steinþórsdóttir, f.
Ég bjóst ekki við að skrifa núna í
Morgunblaðið um hana elsku ömmu
mína. Fyrst datt mér í hug að senda
henni bréf en það varð ekki eins og
bréfin til ömmu. Þegar ég bjó í
Frakklandi skrifuðumst við á og í
seinni tíð skiptumst við á tölvupóst-
um. Amma lagði ýmislegt á sig til
að geta verið í góðu sambandi við
okkur í útlöndum.
Það er erfitt að ímynda sér ver-
öldina án hennar. Mínar fyrstu
minningar eru af Ásvallagötunni hjá
ömmu þar sem ég tók fyrstu skrefin
með hennar hjálp. Það var svo gott
að fá að vera þar í dekri og góðu yf-
irlæti, enda var ég eina barnabarnið
í dágóðan tíma og hafði hana út af
fyrir mig. Eitt er víst að amma var
okkur barnabörnunum góð. Hún
hafði mikla ánægju af að veita,
hvort sem það var huglægt eða
hlutlægt. Hún hafði alltaf meira en
nóg að gefa. Þegar amma var þerna
á skipunum beið ég í ofvæni eftir að
hún kæmi heim með útlenskt góð-
gæti eða pakka, sem hún gerði í
hvert sinn. Best var að fá að gista
hjá ömmu. Það var ávísun á kósý-
kvöld eins og við kölluðum það. Ég
gisti uppí hjá henni þar til eitt
kvöldið að Valdi, sem hafði svo oft
heimsótt hana, spurði hvar hann
ætti þá að sofa. Ekki hafði ég svar
við því en fékk annað rúm eftir það.
Þótt ég hafi orðið sármóðguð yfir
því að hafa misst hlýja rúmið henn-
ar ömmu fékk ég Valda afa í staðinn
sem reyndust ansi góð skipti.
Amma kenndi mér margt. Hún var
vinnusöm og gladdist innilega þegar
fjölskyldu og vinum gekk vel. Hún
eignaðist ung þrjár dætur sem ég
held ég geti fullyrt að hún hafi verið
afar stolt af. Það sama má segja um
barnabörnin. Okkar vinir voru
hennar vinir og síðast á aðfangadag
var vinum mínum frá Frakklandi
tekið opnum örmum í jólamatnum á
Stokkseyri. Þannig var amma. Hún
hvatti okkur til dáða og það var
gaman að segja henni frá þegar vel
tókst til. Hún hafði þægilega nær-
veru og það var skemmtilegt að
vera með henni, heima, á búðarápi
eða í vinnunni. Ég var svo heppin að
fá að búa hjá þeim í hálft ár á með-
an ég kláraði barnaskólann. Þótt ég
hafi flutt til þeirra var ekki hætt að
dekra við mig, þvert á móti. Við sát-
um oft saman við eldhúsboðið og
spjölluðum, spiluðum eða hjálpuð-
umst að við heimalærdóminn minn.
Meðan fjölskyldan bjó í Frakklandi
var alltaf laust pláss hjá ömmu og
afa á Hjarðarhaganum þegar á
þurfti að halda. Eldhúsborðið hjá
ömmu var samkomustaður fjöl-
skyldunar. Þar var malað yfir kaffi
og úðað í sig góðgæti. Við vissum að
þar var alltaf matur á borðum
klukkan sjö og áttum það til að
mæta „óvænt“ í heimsókn. Þegar ég
fullorðnaðist urðum við amma góðar
vinkonur og gátum sagt hvor ann-
arri frá leyndarmálum og kjaftasög-
um. Það þótti okkur báðum gaman:
Að kjafta. Ég á eftir að sakna þess
að geta ekki talað við ömmu sem
var mér trúnaðarvinur. Hún var
mér svo margt: Hún var amma, hún
var góð vinkona og hún var mér líka
stundum mamma. Hún vildi allt fyr-
ir mig gera og fyrir það verð ég æv-
inlega þakklát. Ævinlega þakklát
fyrir að hafa átt einstaka, fallega
ömmu, fyrir tímann sem við fengum
með henni og minningarnar sem lifa
með okkur. Verubarnið,
Vera Sölvadóttir.
Ég held að frú Nonný hafi sjálf
aldrei fallist á veikindi sín. Það má
kalla það afneitun en kannski hefur
það allteins verið ákvörðun um að
bara lifa lífinu og njóta þeirrar ein-
földu hamingju að búa með mann-
inum sínum og fylgjast með barna-
börnunum. Að sama punkt víkur þó
allrar veraldar vegur, og við sem
áttum með henni indælt jólakvöld á
Stokkseyri fundum á gamlárskvöld
á Ránargötunni að það var af henni
dregið, þótt engan grunaði þá það
sem svo varð.
Nonný var af alþýðuættum í
Vesturbænum, húsmóðir og móðir
að meginatvinnu, sem fyrir sjó-
mannskonu merkir að vera for-
stöðumaður fjölskyldu sinnar, og
kom líka við víða í atvinnulífinu, í
fiski, siglingum, heilbrigðisþjónustu
og verslun. Hún þekkti erfiða tíma
og veltiár einsog aðrir af þessari
kynslóð, hafði margvísleg kynni af
heiminum fyrr og síðar, en hugur
hennar var einkum bundinn fjöl-
skyldunni og þorpinu þar sem hún
bjó, Vesturbænum og Nesinu, og
þegar allt kemur til alls er slík af-
staða engu síðri en himinskauta-
ferðirnar: Annað sjónarhorn, sömu
sannindi.
Sem betur fer var hin tígulega
móðir þriggja glæsilegra dætra
einkar veik fyrir tengdasonum sín-
um þannig að ég varð náttúrlegur
hluti af fjölskyldu Nonnýjar löngu
áður en dóttir hennar hafði end-
anlega sæst á nýja manninn sinn.
Þessa nutu líka hinir tengdasynirnir
og ekkert síður fyrrverandi tengda-
synir, stundum einkum hinir fyrr-
verandi! Umfram allt var athyglin
þó auðvitað á litlu stúlkunum –
Veru, Tótu, Söru, Kötlu – sem oft
hétu að vísu hver annarrar nafni.
Ég man með viðkvæmnislegri
hlýju að þær mamma og Nonný
áttu vel saman þótt ólíkar væru að
bakgrunni og lífsferli, sátu á skrafi í
boðum, og vildu fréttir af hinni þeg-
ar maður kom í heimsókn. Mér
finnst það lýsa þeim báðum fallega.
Nonný var af KR-ættum, og
gengi þess íþróttafélags bar stund-
um á góma í samtölum okkar –
stuðningur við liðið var þó svo sjálf-
sagður að það þurfti ekki að sýna
hann með hrópum og hamagangi.
Menn muna að sumarið 1999 var
mikið sumar og titillinn loksins á
leiðinni – og í einum af lokaleikj-
unum, gegn Eyjamönnum minnir
mig, er talsverð hátíð á KR-vell-
inum. Í seinni hálfleik er frú Nonný
allt í einu mætt til okkar á pöllunum
sunnan stúkunnar, hafði verið úti að
ganga og runnið á hljóðin, stóð með
okkur út leikinn, tók þátt í nokkuð
stórkarlalegum hrópum og skemmt-
un í áhorfendahópnum – og saup
hraustlega á koníakspela sem þarna
skaut upp hálsi.
Þegar þau Valdi fluttust alla leið
á Stokkseyri voru dæturnar fullar
efa. Gæti þetta farið vel, svona langt
frá upprunanum? Núna skilur mað-
ur betur að kannski var hún að ein-
hverju leyti að fara heim. Þarna var
góður garður, þorp, náttúra, skepn-
ur – og sjórinn aldrei fjarri. Alla-
vega var hún sæl hjá Valda sínum á
Stokkseyri.
Og þangað komu dætur og
dætradætur daginn eftir að hún dó,
til Valda að gráta og huggast og
leggja á ráðin – það var erfið stund
og gestur þar hlaut að kenna í
brjósti um þau öll. Kannski lýsir
það líka háttum frú Nonnýjar að
þennan dag tók mig samt allra sár-
ast til hundsins Snúllu.
Mörður Árnason.
Ég kynntist tengdamóður minni
Nonný á gamlárskvöld fyrir fimm-
tán árum. Ég hafði fest auga á dótt-
ur hennar og var umsvifalaust boð-
inn í áramótaveislu fjölskyldunnar.
Ég hef tilheyrt þeirri fjölskyldu síð-
an.
Síðan eru áramótaveislurnar
orðnar margar og ýmsar aðrar
veislur líka, ferðalög og aðrar sam-
verustundir. Við náðum strax vel
saman og henni var sérstaklega lag-
ið að láta mér finnast ég ávallt vel-
kominn. Þær gleymast ekki allar
heimsóknirnar þar sem við fjöl-
skyldan dvöldum hjá þeim Nonný
og Valda á Stokkseyri. Þar var gott
að vera og eitthvað óumræðilega
traustvekjandi og gott að vera hjá
ömmu og afa.
Og þannig var Nonný, alltaf á sín-
um stað og það var svo augljóst að
hún naut þess til fullnustu að sitja í
eldhúsinu í miðjum hópi þeirra fríðu
kvenna sem frá henni eru komnar.
En nú er hún farin og við sitjum eft-
ir slegin og brothætt.
Nærvera Nonnýjar er órjúfan-
lega tengd mörgum af mínum
mestu hamingjustundum og ég á
eftir að sakna hennar sárt. Nonný
var vinur minn og ég mun minnast
hennar með mikilli hlýju.
Steinþór Birgisson.
Við kveðjum Nonný frænku í dag.
Nonný var föðursystir mín. Á mín-
um yngri árum var ekki mikið sam-
band á milli en það breyttist nú ald-
eilis. Eftir að mamma flutti á
Stokkseyri leið ekki sá dagur sem
ég talaði við mömmu að Nonný væri
ekki nefnd á nafn.
Það var svo gott að fá að kynnast
Nonný aftur. Krakkarnir mínir voru
svo heppnir að fá að kynnast þér
frænka, það var svo spennandi að
eiga frænku á Stokkseyri sem átti
sætasta hundinn í þorpinu. Það var
líka svo gaman að sjá hvað þið
mamma voruð nú góðar vinkonur.
Kæra Nonný, ég veit að hann
Hafþór bróðir tekur vel á móti þér
og leiðir þig um nýjar slóðir.
Góða ferð frænka. Kæra fjöl-
skylda, ykkar missir er mikill, en
minningin um yndislega konu mun
alltaf lifa í hjörtum okkar.
Jóhanna Ágústa og fjölskylda.
Sporin okkar í sandinum í fjör-
unni við Stokkseyri sjást eigi leng-
ur, nú eru sporin mín ein eftir því
þú kvaddir þennan heim, eftir erfið
veikindi, laugardaginn 3. janúar.
Það var mér gleði þegar ég hitti
þig hérna í þessu litla þorpi, Stokks-
eyri, og þú tjáðir mér að þú værir
nýflutt í þorpið, þetta fannst okkur
skemmtileg tilviljun.
Við unnum á sama vinnustað um
tíma. Tími okkar saman, hvort held-
ur var yfir kaffibolla eða göngutúr í
fjörunni, verður mér alltaf kær.
Ekki má gleyma Snúllunni þinni, ís-
lenska hundinum þínum, hann var
ætíð með í för.
Þökk sé þér fyrir alla þá hlýju og
kærleik sem þú sýndir mér í mínum
veikindum og sorgum. Ég sakna
þín.
Valdi, Linda, Hafdís og Ásta, ég
votta ykkur og fjölskyldum ykkar
dýpstu samúð. Fallin er frá góð
kona, blessuð sé minning Nonnýjar.
Hrefna Pétursdóttir.
Það er undarlegt til þess að
hugsa að þegar við kynntumst
Nonný snemma á áttunda áratugn-
um var hún yngri en við erum núna.
Glæsileg kona, dökkhærð, há og
grönn, brosmild með falleg dökk
augu full af skilningi í garð ungling-
anna sem sóttu í félagsskap dætra
hennar.
Það þurfti ekki löng kynni til að
komast að því að Nonný Unnur
Ingvars Björnsdóttir var ekki nein
venjuleg mamma. Þremur vinsæl-
um dætrum fylgdu stórir vinahópar
sem ýmist hertóku sófann hennar á
laugardagskvöldum til að horfa á
sjónvarpið eða þyrptust inn í tán-
ingsherbergin með segulbandstæk-
in á fullu. „Æ elskurnar mínar pass-
ið bara að kveikja ekkí í.“ Hún var
umburðarlynda mamman sem við
vildum allar eiga.
„Sunnudagslærið“ í hádeginu gat
orðið fjölmennt á þessum árum, því
alltaf þótti henni sjálfsagt að bæta
fleiri diskum á borðið handa vinum
dætranna sem ílengdust lon og don
á heimili hennar. Við, unglingarnir
sísvöngu, reyndum að sýna þakk-
læti okkar í verki með því að bjóð-
ast til að þvo upp eða sópa eldhúsið
í staðinn.
Á unglingsárum okkar var heimili
Nonnýjar eiginlega einhvers konar
fríríki þar sem kynslóðabilið var
minna en á öðrum heimilum. Við
fengum að sitja við eldhúsborðið,
lærðum að drekka kaffi og taka þátt
í umræðum fullorðna fólksins og
það var hlustað á það sem við höfð-
um að segja, eða það fannst okkur
að minnsta kosti.
Nonný skipaði stóran sess í okkar
lífi í mörg ár. Unglingsárin geta
verið misvindasöm og hjá henni
fengum við skjól. Hún vildi þó aldr-
ei kannast við að hafa gert nokkurn
hlut. En í hennar húsi komumst við
í var þegar þurfti, án skýringa. Fyr-
ir það verðum við ávallt þakklátar.
Ása Hreggviðsdóttir og
Guðrún Jóhannsdóttir.
Mig langar að minnast Nonnýjar
æskuvinkonu minnar nokkrum orð-
um. Við Nonný erum búnar að vera
vinkonur alla tíð, báðar aldar upp á
Brávallagötunni. Þar voru barn-
margar fjölskyldur í hverju húsi og
alltaf líf og fjör. Margt brallað,
hvort sem var á róló eða í leikjum
og þegar við urðum eldri þá var
hlustað og sungið með á nýju plöt-
unum í kjallaraherberginu hans
Valda bróður hennar. Við Nonný
gerðum ýmislegt saman sem ungar
stúlkur, vorum t.d. saman í Kaup-
mannahöfn um tíma sem ekki var
algengt í þá daga. Seinna urðum við
svo báðar sjómannskonur með börn
og voru samskipti okkar og
barnanna mikil þar sem mennirnir
okkur voru til sjós.
Það var mikill ævintýraheimur
fyrir börnin að fara í heimsókn til
Nonnýjar og stelpnana þegar þau
bjuggu í Grænumýri. Sláturgerðin
er mjög eftirminnileg þegar allir
áttu að hjálpa til, við alblóðugar upp
fyrir olnboga. Börnin minnast enn
ömmunnar, hrærandi í blóðinu með
höndunum í stórum þvottabala.
Einnig er stelpunum ógleymanlegt
þegar þær fengum að fara upp á
háaloft með systrunum að leika og
ég tala nú ekki um að punta sig í
gömlu skjörtunum frá Ameríku. Á
svona stundum er margs að minnast
og margs að sakna. Alla tíð mættum
við í afmæli og fjölskylduboð hjá
hvor annarri. Við vorum mjög góðar
vinkonur og hef ég verið mjög lán-
söm að eiga svo góða og trygga vin-
konu í öll þessi ár.
Ég og fjölskylda mín munum æt-
ið minnast Nonnýar med hlýju og
þakklæti og vottum Valda, dætrum
hennar og fjölskyldum þeirra okkar
dýpstu samúð.
Hanna og fjölskylda.
Nonný Unnur
Björnsdóttir
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, fóstur-
faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
INGÓLFUR HALLSSON,
Steinkirkju, Fnjóskadal,
síðast til heimilis í Þórunnarstræti 108,
Akureyri,
lést á gjörgæsludeild Sjúkrahússins á Akureyri
þriðjudaginn 6. janúar.
Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn
15. janúar kl. 10.30.
Hann verður jarðsunginn frá Illugastaðakirkju kl. 13.00 sama dag.
Lovísa Emilía Sigurbjörnsdóttir,
Ólöf Erla Ingólfsdóttir, Matthías Páll Matthíasson,
Gunnar Hallur Ingólfsson,Auður Snjólaug Karlsdóttir,
Elín María Ingólfsdóttir, Guðmundur Breiðdal,
Ásta Emma Ingólfsdóttir, Jóhannes Hilmisson,
Eiður Björn Ingólfsson, Sigurjóna Björk Andrésdóttir,
Sigurður Óli Ingólfsson, Hulda Olsen,
Jón Guðlaugsson, Hanna Stefánsdóttir,
afabörn og langafabörn.