Morgunblaðið - 13.01.2009, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.01.2009, Blaðsíða 13
13 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 2009 Utanríkis- og öryggismál | Evrópusambandið Í sland á nú þegar í margvíslegu samstarfi við Evrópusambandið á sviði utanríkis- og öryggis- mála. En hver yrði breytingin með inngöngu? Þegar reynt er að vega og meta hugsanlega stöðu Íslands gagnvart utanríkis- og öryggismálastefnu ESB er oft hollt að líta til þeirra ríkja sem eru í sambandinu og bera Ísland saman við þau. Þar er nefni- lega misjafn sauður í mörgu fé. Nægir að nefna að fjögur ríki sam- bandsins eru hlutlaus og af 27 að- ildarríkjum sambandsins er 21 í NATO en sex standa þar fyrir ut- an. Aðildin að ESB útilokar aug- ljóslega ekki sjálfstæða utanrík- isstefnu. Áfram varnarsamningur Einn af hornsteinum íslenskrar utanríkisstefnu er varnarsamning- urinn við Bandaríkin en ekkert hef- ur komið fram sem bendir til þess að innganga í ESB myndi breyta einhverju um stöðu hans. Íslend- ingar hafa átt samleið með Banda- ríkjamönnum í fleiri málum en varnarmálum eins og flest önnur ríki í Evrópu. Í þessu sambandi er fróðlegt að rýna í tölfræði sem full- trúadeild bandaríska þingsins birtir um kosningahegðun ríkja í Samein- uðu þjóðunum. Fulltrúadeildin tek- ur sérstaklega fyrir 13 mikilvæg málefni, þ.á m. stefnu í málefnum Mið-Austurlanda. Í ljós kemur að árið 2007 stóð Ísland með Banda- ríkjunum í 85,7% tilvika í mik- ilvægum málum en þetta er sama hlutfall og hjá Belgíu, Finnlandi, Svíþjóð og Þýskalandi. Og hvernig skyldi nú hlutfallið vera hjá Frökk- um, þessum vandræðagripum að mati sumra Bandaríkjamanna? Jú, það er hið sama og hjá Íslandi, 85,7%. Samráð en engu breytt Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið fjallar ekki um ut- anríkis- og öryggismál. Í tengslum við samninginn var á hinn bóginn gert samkomulag um samráð um utanríkismál á milli ESB og EFTA-ríkjanna í EES. Samráðið fer bæði fram á ráðherra- og emb- ættismannastigi. Samstarfið felst m.a. í því að Ís- landi er boðið að taka undir yfirlýs- ingar og ræður fulltrúa ESB í ut- anríkismálum, ekki síst á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, og hefur Ís- land oftast tekið undir þær eða a.m.k. undir markmið þeirra. Ís- land styður ekki allar yfirlýsingar á vettvangi SÞ og annars staðar, stundum vegna þess að engin af- staða hefur verið tekin til málanna sem verið er að fjalla um og stundum vegna þess að Ísland hefur ákveðið að skýra sjálft frá sinni afstöðu. Eina dæmið sem fannst um að yfirlýsing ESB væri beinlínis í ósamræmi við stefnu Ís- lands var þegar ESB setti Tamíl- tígrana á Sri Lanka á lista yfir hryðjuverkasamtök en það vildu hvorki Ísland né Noregur gera þar sem slíkt myndi stofna frið- argæsluliðum þeirra á Sri Lanka í hættu. Í kjölfar þurftu þær Norð- urlandaþjóðir sem eru aðildarríki ESB að draga sín lið til baka. Lítil áhrif smáríkja Ísland hefði að sönnu lítil áhrif á mótun utanríkis- og öryggis- málastefnu ESB enda er þetta það svið sambandsins þar sem stóru ríkin beita sér af hvað mestum þunga. Á hinn bóginn hafa stefna og aðgerðir ESB veruleg áhrif í heiminum. Jafnframt er það svo að utanríkisstefna Íslands og ESB er byggð á sömu gildum og það er erfitt að sjá hvers vegna Íslend- ingar ættu ekki að geta kvittað upp á utanríkis- og öryggis- málastefnu ESB úr því að ríki eins og Danmörk, Svíþjóð og Finnland eru tilbúin til þess. runarp@mbl.is Hnífurinn gengur sjaldan á milli  Íslandi er nú boðið að taka undir yfirlýsingar ESB og ræður fulltrúa sambandsins  Sum aðildarríki Evrópusambandsins eru hlutlaus þótt flest séu aðilar að NATO Þ egar tíu ný ríki, þar af átta fyrrverandi austantjaldsríki, gengu í Evrópusambandið í maímánuði 2004 þótti tilefni til að innleiða svonefnda nágranna- stefnu til að koma í veg fyrir spennu á hinum nýju útmörkum sambandsins, til austurs og suðurs. Stefnunni er ætlað að vinna gegn ýmsum ógnum sem vikið er að í öryggismálastefnu Evrópusambands- ins frá árinu 2003, svo sem skipu- lagðri glæpastarfsemi, með samvinnu við ríkin á hinum nýja jaðri ESB. Hryðjuverkaógnin kemur einnig við sögu og er stefnunni því ætlað að stuðla að hagvexti og samfélags- legum og pólitískum umbótum í nýju grannríkjunum, í því skyni að grafa undan því umhverfi sem öfgahópar þrífast oft best í, það er félagslegum glundroða og örbirgð. Nánari tenging hagkerfanna er álit- in liður í þessari stefnumörkun og hyggst sambandið beita efnahags- legum umbunum sem hvata við lausn deilumála sem upp kunna að koma á milli ríkja. Með líku lagi verður sam- starfsríkjum umbunað sýni þau fram- farir á áðurnefndum sviðum. Þótt þeir liðir sem hér hafa verið tald- ir upp hafi verið hluti utanríkis- og ör- yggisstefnu sambandsins fyrir stækk- unina 2004 er engu að síður litið svo á að með nágrannastefnunni sé stigið skref lengra í þá átt styðja við umbætur og nútímavæðingu grannríkjanna við landamærin. Samvinna er lykilorðið í þessu sam- hengi og býður ESB nágrannaríkjunum að taka þátt í verkefnum sem ætlað er að styrkja tengslin í menningar- og menntamálum. Þá skuli ríkin treysta böndin nánar með auknu samstarfi í umhverfismálum og á sviði tækniþróun- ar og vísindarannsókna. baldura@mbl.is Ætlað að draga úr núningi á jaðrinum  Stækkun ESB kallar á nágrannastefnu Morokkó Nágrannastefna ESB Alsír Túnis Líbýa Egyptaland Jórdanía Palestína Ísrael Sýrland Azerbaijan Armenía Georgía Úkraína Moldóva Hvíta-Rússland Rússland ESB-ríki Samvinnuríki í nágrannastefnu Sérsamningur er um samstarf við Rússland Er ESB með her? Nei, Evrópusambandið er ekki með her. Á hinn bóginn getur ESB sett saman 60.000 manna herlið sem hægt er að kalla út með 50-60 daga fyrirvara. Þessi liðsafli og búnaður er byggður á loforðum aðildarríkja um að leggja hann til ef þörf er á. Einnig hafa verið myndaðar átakasveitir sem eiga að vera tilbúnar til aðgerða inn- an 15 daga. Í átakasveitunum eiga að vera um 1.500 manns. Ætlunin er að beita þeim fyrst og fremst til aðgerða á vegum Sameinuðu þjóðanna. Engin þjóð er skuldbundin til að leggja til mannafla eða tæki í þessar aðgerðir. Hvert er hernaðarlegt bol- magn aðildarríkja ESB? Samanlögð framlög aðildarríkja ESB til hernaðarmála eru aðeins um helm- ingur af framlögum Bandaríkjanna. Munurinn á framlögum til rannsókna og þróunar er fimmfaldur. Þar að auki verður að hafa í huga að innan Evrópu eru margir ólíkir herir með ólíkan búnað. Bandaríkjaher lýtur á hinn bóginn einni stjórn. Samhæfing evr- ópskra herja, t.d. að þeir noti sams konar búnað, er talin geta sparað mikla fjármuni og aukið hernaðarlega getu svo um munar. Í ríkjum ESB eru fleiri hermenn en í Bandaríkjunum en hernaðarleg geta samt miklu minni. Hvað ef ráðist yrði á Ísland? Kæmi ESB til bjargar? Ísland er í NATO eins og flest aðild- arríki ESB. NATO er varnarbandalag en ESB ekki. Árás á eitt NATO-ríki jafngildir árás á þau öll og því væru NATO-ríkin skuldbundin til að koma Íslandi til hjálpar. Þar að auki er Ís- land með varnarsamning við Banda- ríkin. Það væru því Bandaríkin og NATO sem kæmu til hjálpar, ef ráðist yrði á Ísland. Í Lissabon-sáttmálanum er ákvæði um að aðildarríkin skuli standa sam- an ef eitthvert þeirra verður fyrir hryðjuverkaárás eða miklum nátt- úruhamförum. Ákvæðið tekur því ekki til hernaðarlegrar ógnar sem ríki gæti stafað af öðru ríki. Á hinn bóginn verður að líta til þess að aðildarríki ESB stæðu varla aðgerðalaus hjá ef ráðist yrði inn í eitt þeirra. Í þessu samhengi má benda á að það er eng- inn vafi á því að þjóðir í Austur- Evrópu hafa aukið öryggi sitt og ör- yggistilfinningu með inngöngu í ESB. Einnig má spyrja hversu líklegt það sé að Ísland verði fyrir árás annars ríkis. Spurt og svarað Þ ví má ekki gleyma í umræðu um utanríkis- og öryggismál í Evrópusambandinu að þar fer bandalag 27 sjálfstæðra ríkja sem hafa eigin hagsmuni og viðskiptatengsl. Viðbrögð Þjóðverja við framferði Rússa fyrstu daga Georgíustríðsins síðasta sumar, þegar Angela Mer- kel Þýskalandskanslari var afar gætin í orðalagi, minntu að margra mati á hversu háð þýska hagkerfið er öruggu framboði á rússnesku jarðgasi. Þýskir embættismenn vilja sem minnst úr málinu gera og vísa til langrar sögu verslunar og við- skipta á milli Þýskalands og Rúss- lands. Svo sé það hitt að Rússar séu mjög háðir tryggum kaup- endum að gasi. Á sama tíma leggjast Svíar gegn lagningu gasleiðslunnar Nord- stream frá Rússlandi suður til Evr- ópu, sem styrkja mun stöðu Rússa á evrópska orkumarkaðnum, og beita fyrir sig umhverfisrökum. Pólverjar eru einnig á móti leiðsl- unni, fyrst og fremst af þeirri póli- tísku ástæðu að þeir eru andvígir tvíhliða samningum sem veiki Evr- ópusamvinnuna hvað varðar orku- öryggi og styrki málstað Rússa. Annað dæmi sem nefna mætti er að þegar Evrópusambandið sendi herlið til Tsjad voru Þjóðverjar og Pólverjar tortryggnir, töldu að sambandið væri með því að ganga erinda franskrar utanríkisstefnu í gömlu nýlendunni. Þriðja dæmið er að NATO-plús- samningurinn frá 2003 kveður á um að Evrópusambandið geti fengið aðgang að herbúnaði NATO ef það fer í séraðgerðir. Ekki er hins veg- ar unnt að fylgja samningnum al- mennilega eftir þar sem NATO- þjóðin Tyrkir setur sig upp á móti, neitar að taka þátt í samstarfinu, enda vilji þeir ekki með því aðstoða bandalag sem þeir fá ekki inngöngu í. Kýpur-Grikkir hafa síðan hindrað þetta samstarf vegna deilna við Tyrki út af Kýpur. baldura@mbl.is Reuters Frá gasstöð í Sudzha í Rússlandi. ESB fer fyrir samningum um lausn gasdeilu Rússa og Úkraínumanna. Búlgarar vilja aðstoð ESB til að draga úr gasþörfinni. Þegar hugsjónir og hagsmunir rekast á  Rússar hafa áhrif á utanríkisstefnuna Meira á mbl.is/esb

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.