Morgunblaðið - 13.01.2009, Side 19

Morgunblaðið - 13.01.2009, Side 19
Daglegt líf 19ÚR BÆJARLÍFINU MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 2009                                                               !   "    #              Einnig japanska, kínverska, arabíska, þýska, gríska og icelandic for foreigners Á Þórshöfn heilsaði nýtt ár með björtu veðri og stilltu og einnig var tíðin góð yfir hátíðir. Þó að bjart sé í veðri eru blikur á lofti og niðurskurður í heilbrigð- ismálum vekur ugg hér á lands- byggðinni en góð heilbrigðisþjón- usta er einn þeirra þátta sem horft er til þegar fólk velur sér framtíð- arbúsetu. Óneitanlega virðist það vera nokkuð stórt sameining- arsvæði allt frá Langanesi að Holtavörðuheiði og endurbótum á vegakerfi er ekki lokið, t.d. á milli Húsavíkur og Þórshafnar þó að framkvæmdir séu hafnar. Ef þjónusta minnkar heima fyrir kallar það líklega á aukna tíðni sjúkraflutninga og mikilvægt að þar sé nægilega mannað. Heima- fólk bindur þó vonir við að grunn- þjónusta verði ekki skert í byggð- arlaginu þrátt fyrir þá hagræðingu sem boðuð er í heilbrigðiskerfinu.    Atvinnuástand hefur verið nokkuð gott á Þórshöfn hingað til og í fisk- vinnslu varð sú breyting að aftur er hafin bolfiskvinnsla í frystihús- inu sem er í eigu Ísfélags Vest- mannaeyja. Vinnslan hófst í nóv- ember og hafði þá ekki verið unninn bolfiskur í allmörg ár í hús- inu. Rúmlega 20 manns hafa við það samfellda dagvinnu en hráefnið kemur aðallega frá skipum Ísfélags Vestmannaeyja og er því ekið hing- að, einnig kemur eitthvað af fisk- markaði. Uppistaðan er þorskur og ufsi en vinnsla við að léttsalta flök á Spánarmarkað hefur aukist, að sögn verkstjóra í fiskvinnslunni.    Íbúum fjölgaði í Langanesbyggð milli áranna 2007 og 2008 um 6,7% en til samanburðar má geta þess að á landinu öllu var íbúafjölgunin 2,2%. Það er jákvæð þróun og sýn- ir að landsbyggðin lifir. Núna eftir áramótin bættust nýir starfsmenn við hjá sveitarfélaginu en hjúkr- unarfræðingur frá Ástralíu var ráðinn á hjúkrunar- og dvalarheim- ilið Naust. Einnig var hugsað fyrir þörfum yngri kynslóðarinnar því æskulýðs- og menningarfulltrúi er nýkominn til starfa og hefur hann víðtæka reynslu af starfi í slíkum málum. Það er líka jákvætt þegar brott- flutt heimafólk snýr heim á ný og kemur til starfa með réttindi en sú er reyndin með núverandi slökkvi- liðsstjóra sem jafnframt sinnir eld- varnareftirliti í Þingeyjarsýslum. Einn fagaðili er ótalinn því rafvirki er einnig fluttur til Þórshafnar en slík þjónusta hefur verið í lágmarki fram til þessa. Sólböð eru einnig í boði nú í skammdeginu en ný sólbaðstofa var opnuð í desember. Hana reka hjón í eigin húsnæði og hefur að- sókn verið þokkaleg, að þeirra sögn.    Drekasvæðið og fyrirhuguð olíuleit þar er fólki ofarlega í huga en næsta miðvikudag verða haldnir kynningarfundir á Þórshöfn og á Vopnafirði vegna atvinnumöguleika svæðisins í tengslum við olíuleitina. Bæði verða lokaðir fundir með sveitarstjórnarmönnum og íbúa- fundir á báðum stöðum. Iðn- aðarráðherra mun mæta á fundina á fylgja málinu úr hlaði. ÞÓRSHÖFN Líney Sigurðardóttir fréttaritari Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Vetrarleikur Það hefur viðrað vel á Þórshöfn og þessar skólastúlkur, þær Emma, Svanhvít og Ingibjörg, ætluðu að leika sér úti þó kalt væri í veðri. Eftir Karl Blöndal kbl@mbl.is Mohamed El Naschie hefur látið verulega að sér kveða í heimi fræða og vísinda á undanförnum árum. Á síðustu fimmtán árum hafa birst eftir hann rúmlega 300 greinar um eðl- isfræði, flestar í tímaritinu Chaos, Solitons and Fractals, sem hann stofnaði og ritstýrði og kemur út hjá Elsevier, virtum útgefanda fræði- tímarita. Í nýjasta tölublaði tímarits- ins eru heilar fimm greinar eftir El Naschie. Á heimasíðu tímaritsins segir hins vegar að nú sé hann að setjast í helgan stein og leitað sé að nýjum ritstjóra. Hér er ekki öll sagan sögð. Banda- ríski eðlisfræðingurinn John Baez hefur tekið sér fyrir hendur að fletta ofan af loddurum í vísindum. Á heimasíðu hans er að finna úttekt á verkum El Naschie og eru fræði hans afgreidd með afgerandi hætti: „Óöguð talnafræði krydduð með áhrifaríkum tískuorðum.“ Baez tekur sérstaklega fyrir grein El Naschies þar sem hann greinir samhengi milli þeirra sautján sam- fellna, sem finna má í mósaíkmynd- um í Alhambra á Spáni, og námunda- gilda við ákveðna eðlisfræðilega fasta í uppbyggingu örsmárra ein- inga. Nú spyrja menn hvað þetta mál segi um þær kröfur, sem gerðar eru í heimi vísindanna. Á vefsíðu tímaritsins er nafn- greindur fjöldi fræðimanna, sem hef- ur komið nálægt útgáfunni. Í tímarit- inu Die Zeit er vitnað í Heinz-Otto Peitgen stærðfræðing, sem situr í ráðgjafarnefnd ritstjórnar Chaos, Solitons and Fractals. Hann afsakar sig með því að undanfarin ár hafi hann ekki fylgst með tímaritinu, en þegar hann lesi það, sem þar sé skrif- að, rísi hárin á höfði hans. Tímaritið hefur eftir stærðfræðingi, sem ekki vill láta nafns getið, að kenningar Al Naschies um alheim óendanlegra vídda í anda samfellu Cantors séu „brandari“. Al Naschie hefur tekist að sann- færa marga um ágæti sitt. Peter Weibel, forstöðumaður Zentrum für Kunst und Medientechnologie í Karlsruhe, segir að El Naschie sé „mjög virtur í samfélaginu“ og telur að hann hafi ítrekað komið til greina sem Nóbelskandídat. Þegar El Nasc- hie varð sextugur 2005 hélt Weibel málþing honum til heiðurs. Í Kína var haldið málþing af sama tilefni. „Við komum hér saman í Sjanghaí í fótspor El Naschies til að heiðra einn mesta vísindamann síðan Newton og Einstein voru uppi,“ skrifaði Ji-Huan He, vísindamaður við Donhua- háskóla í Sjanghaí í tilefni af þinginu. Morgunblaðið/Heiddi Jöfnur „Ákveðið ósamræmi“ fannst í verkum El Naschies og hættir hann sem ritstjóri Chaos, Solitons and Fractals. Loddari í vísindaheimi Mohamed El Naschie var orðaður við Nóbel í eðl- isfræði og kynntur sem arftaki Newtons og Ein- steins. En nú eru vísindi hans sögð bull og virtir fræðimenn virðast hafa látið blekkjast. Mohamed El Naschie fæddist í Egyptalandi, ólst upp í Þýska- landi og gekk þar í háskóla. Hann er með gráðu í verkfræði frá University College í Lond- on. El Naschie er með pósthólf á Englandi. Umsjónarmaður vef- síðu hans í Þýskalandi segir að ekki sé hægt að ná í hann, en hann sé ranglega vændur um fúsk og hafi í hyggju að stefna Elsevier-forlaginu fyrir róg. Sagan segir að fyrir 20 árum hafi El Naschie hjálpað fjöl- miðlarisanum Robert Maxwell úr peningaklemmu. Í þakk- arskyni hafi Maxwell gefið honum kost á að gefa út tíma- rit hjá forlagi sínu, Pergamon, sem síðar varð Elsevier. Tíma- ritið nefndi El Naschie Chaos, Solitons and Fractals. Í upp- hafi birtust greinar alvarlegs eðlis, en eftir því sem á leið varð efni blaðsins skrítnara og skrítnara. Útgáfa og akademía Mohamed El Naschie

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.