Morgunblaðið - 13.01.2009, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 13.01.2009, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 2009 FILMCRITIC.COM FRANK MILLER KEMUR HÉR MEÐ OFUR- SVALA SPENNUMYND BYGGÐA Á „HASARBLAÐA”SÖGU WILL EISNER. DÚNDUR MYND Í ANDA „SIN CITY”. KRINGLUNNI OG AKUREYRI V.J.V TOPP5.IS VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA BYGGT Á SÖNNUMATBURÐUM Frá Clint Eastwood, óskarsverðlauna- leikstjóra Mystic River, Million Dollar Baby og Unforgiven. Tilnefnd til 2 Golden Globe verðlauna. „HEILLANDI, FULLORÐINS ÞRILLER, MEÐ ÓTVÍRÆÐRI ÓSKARSFRAMMISTÖÐU FRÁANGELINU JOLIE.“ - EMPIRE GERARD BUTLER TOM WILKINSON THANDIE NEWTON MARK STRONG IDRIS ELBA TOM HARDY TOBY KEBBELL JEREMY PIVEN CHRIS BRIDGES FEATURING YES MAN kl. 8 - 10:20 B.i. 7 ára CITY OF EMBER kl. 8 B.i. 7 ára APPALOOSA kl. 10:20 B.i. 16 ára / AKUREYRI/ KRINGLUNNI/ ÁLFABAKKA / KEFLAVÍK / SELFOSSI KRINGLUNNI OG KEFLAVÍK Ótrúleg saga byggð á sönnum atburðum um baráttu einstæðrar móður við spillingu, morð, mannshvörf og lögregluyfirvöld. ROCKNROLLA kl. 5:40 - 8 - 10:30 B.i. 16 ára CHANGELING kl. 5:30 - 8:30 B.i. 16 ára YES MAN kl. 6 - 8D - 10:20D B.i. 7 ára DIGITAL YES MAN kl. 5:50 - 8 - 10:20 B.i. 7 ára LÚXUS VIP BOLT m/ísl. tali kl. 5:503D LEYFÐ 3D DIGITAL THE SPIRIT kl. 8:20 - 10:30 B.i. 12 ára CITY OF EMBER kl. 5:50 B.i .7 ára TWILIGHT kl. 8 - 10:20 B.i. 12 ára ROCKNROLLA kl. 8:10D - 10:30D B.i. 16 ára YES MAN kl. 8:20D - 10:30D B.i. 7 ára THE SPIRIT kl. 6 - 8:10 - 10:30 B.i. 12 ára BOLT m/ísl. tali kl. 63D LEYFÐ BOLT m/ensku tali kl. 63D LEYFÐ THE CHANGELING kl. 6 - 9 B.i. 7 ára BOLT m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ YES MAN kl. 8 B.i. 7 ára THE SPIRIT kl. 10 B.i. 12 ára ROCKNROLLA kl. 8 - 10:20 B.i. 16 ára YES MAN kl. 8 - 10:20 B.i. 7 ára SÝND Í ÁLFABAKKA OG SELFOSSI KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA, SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA, L.I.B. – FBL. SÝND MEÐ Í SLENSKU OG ENSKU TALI TIL AÐ VERÐA FRJÁLS ÞURFA ÞAU AÐ KOMAST AÐ 200 ÁRA GÖMLU LEYNDARMÁLI SÝND Í ÁLFABAKKA SVALASTA MYND ÁRSINS EMPIRE SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA, JIM CARREY ER HREINT STÓRKOSTLEGUR Í SINNI BESTU GRÍNMYND SÍÐAN DUMB AND DUMBER Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Kanarí frá kr. 74.990 Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina á Kanaríeyjum 11. febrúar í viku á frábæru tilboði. Þú bókar flugsæti og fjórum dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Þú getur valið hvort þú kýst að kaupa gistingu án fæðis eða gistingu með „allt innifalið“. Gríptu tækifærið og njóttu lífsins á þessum vinsæla áfangastað á ótrúlegum kjörum. M bl 10 79 88 0Verð kr. 74.990 Netverð á mann, m.v. 2-4 í herbergi / stúdíó / íbúð í viku. Stökktu tilboð 11. febrúar. Aukavika kr. 20.000. Verð kr. 99.990 - með allt innifalið Netverð á mann, m.v. 2-4 í herbergi/- stúdíó/íbúð í viku með „allt innifalið“. Stökktu tilboð 11. febrúar. Aukavika kr. 45.000. 11. febrúar Stökktu til Allra síðustu sætin! Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is TVÖ fyrirbæri tröllriðu sjöunda áratugnum í dæg- urtónlistinni, mörkuðu djúp spor í sögu hennar og ollu straum- hvörfum í þróun hennar. Hið fyrra eru Bítlarnir en hið síðara Motown- útgáfufyrirtækið sem uppskar sína sigra hinum megin við hafið. Útgáf- una stofnsetti Berry nokkur Gordy árið 1959 með tvær hendur tómar eða því sem næst. Gordy hóf starf- semi í kjallaranum heima hjá sér og næstu tíu árin eða svo streymdi vin- sældatónlistin úr honum eins og enginn væri morgundagurinn. Mo- town státar af nærfellt 200 topp- lögum og fæddi af sér stjörnur eins og Stevie Wonder, Marvin Gaye, The Temptations, The Four Tops, The Supremes, Smokey Robinson og Jackson 5. Smellaborgin mikla fimmtug Marvin Gaye Marg- ir eru á því að þeg- ar allt er saman tekið hafi enginn einn listamaður frá Motown hafi verið jafn hæfileikaríkur, jafn sjarmerandi, jafn áhrifaríkur og jafn flottur og Mar- vin Gaye. Örlög hans urðu jafn sorgleg og ferill hans var glæstur. Hann byrjaði sem leigutrymbill hjá Motown en hóf svo að skjóta út smell- um og marga þeirra átti hann með söngkönunni Tammi Terrell. Í Gaye togaðist alla tíð listrænn metnaður hans sjálfs og slagarakröfurnar frá Mo- town en nafn hans verður þó að eilífu greypt í ann- ála dægurtónlistarsögunnar vegna plötunnar What’s Going On (1971), hugmyndafræðilegt og pólitískt verk sem braut blað er það kom út. Gaye stríddi við eiturlyfjafíkn og sjálfsvígshugsanir und- ir restina á æviskeiðinu en andlát hans bar að með hrikalegum hætti. Faðir hans, sem hafði barið hann til óbóta upp á dag í æsku, skaut hann eftir að þeir feðgar höfðu hnakkrifist í fjölskyldusamsæti. Jackson 5 Bræðra- bandið kom til- tölulega seint til skjal- anna en varð óhemju vinsælt að maður tali nú ekki seinni tíma þróun mála hjá Mich- ael nokkrum Jackson. Um það leyti sem Jackson 5 var ráðin inn á Motown var Gordy orðinn lang- eygur eftir fersku blóði inn í batteríið. Hann átti ekki eftir að sjá eftir því að hafa veðjað á Jacksonfjöl- skylduna en fyrsta smáskífan, „I Want You Back“ sló rækilega í gegn. Al- gjört Jackson 5 æði braust út í kjölfarið og þegar myndskeið frá þessum tíma eru skoðuð er ekki hægt annað en að dást að útgeisluninni og hæfileik- unum sem bræðurnir svo sannanlega bjuggu yfir. The Supremes þekktasta kvennasöngsveit Motown en aðrar voru t.a.m. Martha and the Vandellas og The Marve- lettes. Supremes var skipuð þeim Diönu Ross, Mary Wil- son og Florence Ballard og þegar sveitin var sem „heit- ust“ sigldi hún upp að sjálf- um Bítlunum hvað frægð varðar og staflaði t.a.m. upp fimm toppsætum í röð á ein- um tíma. Það tók reyndar tímann sinn að ná þessum miklu vinsældum en Berry Gordy stóð þéttings- fast að baki sveitinni, sannfærður um að fyrr eða síðar myndi hún slá í gegn. Poppsjarmi Ross var óskoraður og togstreita gerði snemma vart við sig í röðum sveitarinnar. Ballard hröklaðist þannig úr sveitinni árið ’67 og dó umkomulaus árið 1976, þrjátíu og tveggja ára að aldri. The Temptations Tveir söngflokkar bitust um hylli fólks innan Motown, The Temptations og svo The Four Tops. Meðlimir Tempta- tions voru þekktir fyrir stimamjúka limaburði og döns- uðu þeir saman sem einn maður og svip- aður háttur var með íðilfagran og vel samstilltan sönginn. Það var með hjálp Smokey Robinson sem smellirnir hófu að fæðast og árið 1965 kom út þeirra þekktasta lag, „My Girl“. Ólíkt Four Tops hafa manna- skipti verið tíð í Temptations og tug- ir söngvara hafa runnið í gegnum raðir sveitarinnar. Hún er enn starfandi í dag, með einum upprunalegum með- lim, Otis Williams.Stevie Wonder Áður en undra- barnið Michael Jackson uppgötv- aðist var þeim vafasama merkimiða slengt á Stevie Wonder. Í upphafi var hann kynntur þannig en hann var ekki nema tólf ára þegar fyrstu plöturnar hans komu út. Hann var blindur frá fæðingu en sýndi snemma náðargáfu í hljóðfæraleik og söng og var búinn að ná trausta- tökum á flestum hljóðfærum fyrir níu ára aldur. Fyrsti smellur Won- der var „Uptight (Everything’s Al- right)“ en síðar átti hann eftir að losa sig úr viðjum Motown og leitaði þá meira inn á við á mögnuðum plötum eins og Innervisions og Talking Book. Áhrif Stevie Wonder, og Motown ef út í það er farið, verða seint ofmet- in. Prófaðu að spila Innervisions með Wonder og eitthvað með Jam- iroquai. Þú kemst að því að mun- urinn er nánast enginn.  Fáar ef nokkrar útgáfur í tónlistarsögunni hafa verið jafn áhrifa- og árangursríkar og slagaraverksmiðjan Motown

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.