Morgunblaðið - 13.01.2009, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.01.2009, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 2009 Nýárssól Daginn er tekið að lengja, um hænufet daglega eins og stundum er sagt, og í gær náði sólin að gylla húsin í Hafnarfirði í fyrsta sinn eftir áramót. Golli Baldvin Jónsson | 11. janúar Carsten Valgreen í rannsóknarnefndina Já, eða bara einhvern er- lendan aðila sem hefur til að bera kunnáttuna og einhvern skilning á ís- lenska kerfinu fyrir og eft- ir hrun. Það er bara svo einfalt að í okkar litla samfélagi erum við öll einhvern veginn tengd hvert öðru. Hvernig á einhver Íslendingur að geta verið fyllilega óháður í slíkum störfum. Það hafa margir bent á þetta, nefndin verður að hafa að minnsta kosti einn að- ila, sem þá er í forsvari, sem er ekki fæddur og uppalinn á Íslandi og á ekki íslenska ættingja. Það er eina leiðin. Á þessum síðustu og verstu þarf að byggja upp trúverðugleika ásamt svo mörgu öðru. Trúverðugleikinn verður ekki til af því að nota okkar eigin aðferðir áfram. Það mun ekki byggja traust ann- arra þjóða á okkur. . . . Meira: baldvinj.blog.is Hallur Magnússon | 12. janúar Þjóðkjörið stjórnlaga- þing móti stjórnskipan framtíðarinnar Íslenska þjóðin á að kjósa sér stjórnlagaþing sem endurskoði stjórnarskrána og geri tillögu um stjórn- skipan framtíðarinnar. Til- lögu sem síðan verði lögð fyrir íslensku þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu. Á stjórnlagaþinginu sitji ekki alþing- ismenn né ráðherrar – heldur fulltrúar sem kjörnir eru beint af íslensku þjóðinni. Hugmyndin um þjóðkjörið stjórnlaga- þing hefur lengi verið til umræðu í „gufu- klúbbnum“ mínum og löngu ljóst meðal þeirra sem þar sitja að brýn þörf sé á slíkri stjórnlagaþingsvinnu á þingi sem sæki umboð sitt beint til þjóðarinnar. Þá er jafnljóst að stjórnarskrána þarf að endurskoða. Meira: hallurmagg.blog.is Hjörtur J. Guðmundsson | 12. janúar Norðmenn miðla af reynslu sinni í Evrópumálum Undanfarnar vikur hafa nokkrir Norðmenn, sem mikla reynslu hafa af Evrópumálum og þekk- ingu á málaflokknum, heimsótt Ísland að frum- kvæði innlendra aðila. Það er ekki um það deilt að Norðmenn hafa meiri reynslu en Íslendingar af þessum málum enda hafa þeir tvisvar farið í viðræður um að Noregur verði hluti af Evrópusambandinu og hafnað þeim ráðahag jafn oft í þjóðaratkvæði, síðast árið 1994. Það er því fengur að því að fá hingað til lands aðila sem geta upplýst okkur um reynslu Norð- manna af þessum málum. Meira: sveiflan.blog.is UMRÆÐA undafarinna vikna um efnahagsmál hefur að miklu leyti snúist um mögulega aðild Ís- lands að Evrópusambandinu og upptöku evru í framhaldi af aðild. Þessi spurning er mikilvægur hluti af því verkefni sem blasir við okkur. Að ákveða hvernig við viljum hafa efnahagsstjórn landsins háttað til framtíðar. Annað verkefni og brýnna má þó ekki falla í skuggann. Til lítils er að ræða framtíðina ef ekki er samtímis tekist af fullum þunga á við brýn úrlausnarefni sem brenna á okkur öllum þessa dagana. Frá hruni bankakerfisins í haust hefur atvinnu- lífið þurft að laga sig að gerbreyttum aðstæðum. Hrun hefur orðið í heildareftirspurn í hagkerfinu samhliða því að kostnaðardrifin óðaverðbóga geisar í kjölfar falls íslensku krónunnar. Hol- skefla uppsagna hefur gengið yfir og á skömmum tíma hefur atvinnuleysi aukist úr 2% í 6%. Fari fram sem horfir munu 18 þúsund Íslendingar ganga atvinnulausir í vor eða um 10% vinnufærra manna. Þrátt fyrir þessar efnahagslegu hamfarir bólar ekkert á aðgerðum stjórnvalda til stuðnings at- vinnulífinu. Lítil stoð var í yfirlýsingu ríkisstjórn- arinnar frá því í byrjun desember um aðgerðir til að bæta rekstrarumhverfi fyrirtækja. Sú yfirlýs- ing snýr fyrst og fremst að því hvernig nýstofn- aðir ríkisbankar skuli hátta ríkisvæðingu atvinnu- lífsins með yfirtöku á eignum viðskiptavina sinna. Lítið sem ekkert var þar að finna um áform rík- isstjórnarinnar til örvunar á kólnandi hagkerfi. Við svo búið má ekki standa. Lækka þarf vexti verulega Hér má engan tíma missa. Aðgangur að lánsfé fyrir atvinnulíf og einstaklinga er takmarkaður. Eingöngu innlent lánsfé er í boði og hver heilvita maður sér að 18% stýrivextir við það ástand sem nú ríkir valda stórkostlegum skaða í hagkerfinu. Auk þess verður ekki séð hvaða tilgangi þessir háu stýrivextir eiga að þjóna samtímis núverandi gjaldeyrishömlum. Hér þarf að beita öðru hvoru og af tvennu illu er mun betra að lækka vexti og búa enn um sinn við gjaldeyrishömlur. Eina leiðin til að halda því erlenda fjármagni sem bíður þess nú að komast úr landi er að semja við eigendur þess. Háir vextir munu þar einir aldrei duga til og ástæðulaust að drepa atvinnulífið í þeirri árang- urslausu tilraun. Auka þarf peningamagn í umferð Fjárskortur í hagkerfinu er alger og hefur raunar verið um nokkurt skeið. Þær aðgerðir sem gripið hefur verið til að forskrift Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins hafa aukið þann vanda til muna. Í öllum löndum í kringum okkur hefur verið gripið til gríðarlegra aðgerða af hálfu hins opinbera til að auka fjár- magn í umferð og vega upp á móti áhrifum fjármálakreppunnar. Vextir hafa verið lækkaðir verulega, fjár- magni dælt inn í hagkerfin og reynt með ráðum og dáð að örva eft- irspurn. Hér á landi virðist eiga að fara þá nýstárlegu leið að hækka vexti og skrúfa nær algerlega fyrir aðgengi að fjármagni. Þetta mun verða til þess að dýpka kreppuna verulega og má raunar líkja við að- ferð Finna við að spara sig út úr efnahagskreppunni á níunda áratugnum, nokkuð sem ítrekað er bent á sem víti til varnaðar. Fjármagna verður bankakerfið Þrír mánuðir eru liðnir frá hruni bankakerf- isins. Endurreisn þess er flókið og erfitt verkefni sem tekur langan tíma. Það gengur hins vegar ekki lengur að draga endurfjármögnun nýju rík- isbankanna. Án eigin fjár eru þeir ekki starf- hæfir. Fjöldi fjármögnunarverkefna bíður úr- lausnar í bankakerfinu. Þrátt fyrir góðan vilja er fjárskortur þar eins og annars staðar í hagkerf- inu. Augljóst er að í kerfinu er ríkur ótti við að taka ákvarðanir – taka af skarið. Það er skilj- anlegt enda er tortryggnin mikil, nýjar leikreglur óljósar og enginn stuðningur eða stefnumörkun af hálfu stjórnvalda. Mikilvægt er að hinir nýju bankar fái frið til að vinna úr þeim vandamálum sem þar blasa við. Það er hlutverk stjórnmála- manna að skapa þann frið í stað þess að auka á óvissu og ótta við ákvarðanir með ábyrgðarlausu og oft á tíðum lítt ígrunduðum ummælum. Stuðla verður að jafnvægi á fasteignamarkaði Markaðurinn er frosinn í dag og skal engan undra. Erfitt er að fá lán og spám um hrun á fast- eignaverði er haldið að fólki nær daglega. Þá fæl- ir verðbólgan frá enda bara verðtryggð lán í boði. Það er ljóst af nýlegri samantekt Landsbanka Ís- lands að birgðavandi nýs íbúðarhúsnæðis er stór- lega ofmetinn. Sá vandi mun leysast hratt þegar eðlileg eftirspurn myndast. Mikilvægt er að örva viðskipti með því að auðvelda kaup á ódýrari fast- eignum. Slíkt má t.d. gera með því að hækka há- markslán Íbúðalánasjóðs enn frekar og leyfa að önnur lán, t.d. lífeyrissjóðslán, fari fram fyrir Íbúðalánasjóð í veðröðinni. Vert er að hafa í huga í þessu sambandi að sú breyting sem varð á lána- möguleikum á fasteignamarkaði var fyrst og fremst fólgin í því að færa þá í svipað horf og tíðkast í nágrannalöndum okkar. Vissulega leiddi breytingin til verðhækkana en það getur ekki verið ætlun stjórnvalda að þvinga markaðinn til fyrra horfs. Það væri afturför sem myndi enn auka vandann. Forsendur núverandi kjarasamninga eru al- gerlega brostnar. Tilraun til að endurreisa kaup- mátt með miklum launahækkunum nú mun snú- ast upp í andhverfu sína. Fyrirtæki geta ekki mætt þeim með öðrum hætti en með uppsögnum og verðhækkunum. Eftirspurn fellur hratt og því líklegt að ekki sé neitt svigrúm til þess að velta launahækkunum út í verðlagið og fyrirtæki neyðist því til að grípa til frekari uppsagna. Kaupmáttur verður ekki endurreistur nema böndum verði komið á verðbólguna og augljóst er að launahækkanir við núverandi aðstæður eru ekki leið að því markmiði – þvert á móti. Örva verður eftirspurn í hagkerfinu Ríki og sveitarfélög verða að leggja hönd á plóg með því að stuðla að auknum fram- kvæmdum með beinum og óbeinum hætti. Stað- festing iðnaðarráðherra á fjárfestingarsamningi við Norðurál vegna Helguvíkur er mjög jákvætt skref fyrir atvinnulífið og henni ber að fagna. Bein erlend fjárfesting er mjög verðmæt fyrir hagkerfið og mun draga úr þeim mikla sam- drætti sem við blasir. Þetta dugir þó ekki til. Ríkisstjórnin verður að skýra án frekari dráttar frá því til hvaða atvinnuskapandi framkvæmda hún hyggist grípa. Koma verður böndum á verðbólgu Áhrif kostnaðarhækkana vegna gengishruns krónunnar fara nú dvínandi. Ríkisvald og op- inberar stofnanir verða hins vegar að leggja sitt af mörkum til að draga úr verðbólgu. Hækkanir á öllum þjónustugjöldum eru ekki til þess falln- ar. Það verður að ætlast til þess að ríki, rík- isstofnanir og ríkisfyrirtæki mæti þörf fyrir hækkanir á gjöldum sínum með hagræðingu og niðurskurði í stað þess að skvetta olíu á verð- bólgubálið og auka enn útgjöld fyrirtækja og heimila. Hér er aðeins stiklað á stóru í upptalningu þeirra verkefna sem við okkur blasa. Úrlausn þeirra þolir enga bið. Að öðrum kosti dýpkar kreppan og verður illviðráðanleg. Í mínum huga er enginn vafi á því að með samstilltu átaki mun íslenska þjóðin sigrast á þessum vanda. Við eig- um gnótt tækifæra, ríkulegar auðlindir og mann- auð. Engin ástæða er því til að örvænta þegar horft er til framtíðar. Því fyrr sem við ráðum fram úr okkar brýnasta vanda, þeim mun fyrr náum við vopnum okkar á ný. Eftir Þorstein Víglundsson » Fjárskortur í hagkerfinu er alger og hefur raunar verið um nokkurt skeið. Þorsteinn Víglundsson Höfundur er varaformaður Samtaka iðnaðarins og forstjóri BM Vallár. Gleymum ekki verkefnum dagsins BLOG.IS Ómar Valdimarsson | 12. janúar Í þágu flokks en ekki þjóðar Hugmyndin um að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort eigi að ræða við Evrópusambandið er della. Hún er ekki sett fram með hagsmuni þjóð- arinnar í huga, heldur flokkakerfisins - og þá fyrst og fremst Sjálfstæðisflokks- ins. Hugmyndin er sem sagt sett fram til að koma í veg fyrir klofning í stjórn- málaflokki sem ekki getur horfst í augu við nútímann, hvað þá framtíðina. Um hvað ætti svosem að kjósa í þess- ari fyrirfram þjóðaratkvæðagreiðslu? Hversu margir eiga að vera í viðræðu- nefndinni sem fer til Brussel? Á hvaða hóteli þeir eiga að búa? Hvers vegna ekki að ganga hreint til verks, senda hóp sérfræðinga til Brussel til að gera rækilega úttekt á því sem kann að vera í boði, láta þá svo koma heim með niðurstöðuna og leggja skýra valkosti fyrir þjóðina? Meira: umbiroy.blog.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.