Morgunblaðið - 13.01.2009, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 13.01.2009, Qupperneq 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 2009 Eftir Ágúst I. Jónsson aij@mbl.is SKIP Eskju hf. á Eskifirði, Aðal- steinn Jónsson og Jón Kjartansson, lönduðu bæði fullfermi af kolmunna á Eskifirði um helgina. Aðalsteinn var með 500 tonn af frystum kol- munna og annað eins af kolmunna í bræðslu. Jón Kjartansson var með 2.300 tonn í bræðslu. Aflinn fékkst suður af Færeyjum. Lundey og Vilhelm Þorsteinsson eru einnig bæði byrjuð á kolmunna- veiðum. Búast má við að fleiri skip haldi á þessar veiðar fljótlega ef ekki verður gefinn út loðnukvóti. 600 tonn af gulldeplu Áhöfnin á Hugin VE var síðdegis í gær komin með hátt í 600 tonn af norrænni gulldeplu. Lengi hefur verið vitað af tilvist þessa miðsjáv- arfisks, sem finnst í nokkrum mæli á stóru hafsvæði. Vandinn hefur verið að finna rétt veiðarfæri en fiskurinn er ekki nema um 5 cm að lengd. Gylfi Viðar Guðmundsson, skip- stjóri á Hugin, sagði að þokkalega hefði gengið að veiða í dagsbirtu en lítið þýddi að reyna í myrkri. Möskv- arnir eru smáir og sagði Gylfi að þeir væru að læra og sjálfsagt þyrfti að þróa veiðarfærin enn betur. Hann áætlaði að landa í bræðslu í Vest- mannaeyjum í kvöld en skipið hefur verið að veiðum í Grindavíkurdýpi og fengið allt að 150 tonn á sólarhring. Spennandi tilraun Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri hjá Hafrannsóknastofnun, sagði að tilraunin sem þeir á Hugin væru að gera væri virkilega spennandi. Lengi hefði verið vitað um þennan fisk og veiðar verið á tilraunastigi. Veiðarfærið þyrfti að vera fínriðið og nauðsynlegt að draga það hægt yfir. Þessir miðsjávarfiskur væri yfir- leitt þar sem dýpi væri mikið og áætlaði Þorsteinn að einhverjir tugir milljóna tonna gæti verið að finna frá Íslandi suður til Nýfundnalands. Að- spurður hvaða tegundir legðu sér þennan fisk til munns sagði Þor- steinn að karfi væri þar á meðal en einnig fisktegundir sem sjómenn kölluðu gjarnan svörtu djöflana, t.d. kolbít og slóansgelgju. Áhyggjur af smásíldinni Farið verður um helgina í leiðang- ur til að meta ástand síldarstofnsins. Byrjað verður í Breiðafirði en síðan haldið vestur og norður fyrir land. Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri nytjafiska hjá Hafrannsóknastofn- un, sagði í gær að hlutfall sýktra fiska hefði verið um 35% í síldarafl- anum undanfarið. Hins vegar hefði þetta hlutfall farið upp í um 70% þeg- ar smásíld var stór hluti aflans eins og úr Keflavík og í afla af svæði norð- vestan við Vestmannaeyjar í haust. „Við óttumst að smásíldin hafi far- ið verst út úr þessu og m.a. af því er verið að fara í þessa endurteknu mælingu á stóru síldinni og smásíld- inni,“ sagði Þorsteinn Sigurðsson. Gengur vel á kolmunna og gulldeplu            Morgunblaðið/Sverrir NÁTTÚRUFRÆÐISTOFNUN Ís- lands er nú búin að aldursgreina vængi af 2.884 rjúpum sem veiddar voru á liðnu hausti. Hlutfall unga í hauststofni er að hækka. Vonir eru bundnar við að það viti á gott og að rjúpnastofninn verði blómlegur næstu ár. „Þetta er jafnt og þétt á leiðinni upp,“ sagði Ólafur Karl Nielsen, fugla- fræðingur hjá Náttúrufræðistofnun. Hann sagði uppsveiflur rjúpnastofns- ins einkennast af því að þá drægi úr afföllum sem væru sértæk fyrir unga. Rjúpan var friðuð árin 2003 og 2004 og þá lækkaði dánartala rjúpna á öllum aldri sem skýrt var sem áhrif skot- veiðanna. Á þessum tíma dró hins veg- an á 10. áratug síðustu aldar að það dró úr umframafföllum ungfugla. Ólafur sagði að svo virtist sem að- dragandi náttúrulegrar uppsveiflu væri hafinn. Talningar á liðnu voru og skoðun á hvernig afföll hafa breyst gáfu vonir þar um. „Rjúpan hefur svo iðulega komið okkur á óvart að það er varasamt að fullyrða nokkuð,“ sagði Ólafur. Í frétt frá Náttúrufræðistofnun segir að hlutfall ungfugla fyrir sam- anlagt sýnið sé 76%. Ungahlutfallið er lægst á Austurlandi, Suðvesturlandi og Vesturlandi (72-74%) en hæst á Norðausturlandi, Vestfjörðum og Suðurlandi (77-79%). gudni@mbl.is ar ekki úr hinu sértæka dánarhlutfalli unga sem verið hefur hátt undanfarin ár. Í fyrra gerðist það í fyrsta sinn síð- Ungahlutfall gefur von um uppsveiflu                                   Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is TÁKNRÆN mótmæli gegn hern- aði Ísraela á Gaza-ströndinni fóru fram við hús stjórnarráðsins í gærmorgun. Rauðum lit var slett á húsið og stríðshörmungar settar á svið. Mótmælin voru friðsamleg að öðru leyti og var tilefnið að for- dæma blóðbað Ísraelsstjórnar á Gaza og krefjast þess að ríkis- stjórn Íslands slíti stjórnmálasam- bandi við Ísrael þegar í stað. Samkvæmt upplýsingum frá for- sætisráðuneytinu var líklega um að ræða vatnsþynntan matarlit eða mikið útþynnta málningu, sem slett var á húsið. Það var þrifið í gær og náðist liturinn af með að- stoð hreinsiefna. Ekki var því um skemmdir á eignum að ræða. Hús utanríkisráðuneytisins við Rauðar- árstíg hlaut svipaða útreið fyrir helgi. Þann vökva var hins vegar hægt að spúla af húsinu með vatni einu saman. Aftur var mótmælt við utanríkisráðuneytið í gær, að sögn Urðar Gunnarsdóttur upplýsinga- fulltrúa. Málin rædd í bróðerni Um fimmtán manns mættu þangað um fjögurleytið, mótmæltu fyrir utan en gengu svo inn og báðu um áheyrn ráðherra. Slegið var á fundi með mótmælendum, ráðuneytisstjóra, sviðsstjóra al- þjóðasviðs og upplýsingafulltrúa. Segir Urður að málin hafi verið rædd í mesta bróðerni og fulltrúar ráðuneytisins farið yfir aðgerðir, yfirlýsingar og afstöðu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur til ástandsins á Gaza. Miklu uppbyggilegra hafi verið að eiga samræður um málið en að mótmælendur skvetti lit á útidyrnar. Nokkrir gestanna voru grímuklæddir, en ekki allir. Þetta eru lítið eitt fleiri mótmælendur en fyrir helgi. Þá voru þeir tólf sam- kvæmt talningu Urðar. Morgunblaðið/Júlíus Slett á stjórnarráð en mál- in rædd við Rauðarárstíg RÍKISKAUP hafa auglýst útboð fyrir hönd þeirra stofnana og rík- isfyrirtækja, sem hyggjast kaupa eða leigja bifreiðar á rekstr- arleigukjörum árið 2009. Gert er ráð fyrir að kaupa/ leigja um 100 bifreiðar og er þá byggt á reynslu að bifreiða- kaupum árin 2005 til 2007. Hins vegar er ekki ljós endanlegur fjöldi þeirra bifreiða sem verða keyptar eða leigðar á grundvelli útboðsins, þar sem samningar eru gerðir um tiltekna bifreiðaflokka í eitt ár, án þess að magntölur séu þekktar. Um er að ræða kaup/leigu á bifreiðum af ýmsum stærðum og gerðum í samræmi við lýsingar á einstökum flokkum bifreiða. Bjóð- endur eiga að bjóða fram bifreið- ar sem samsvara hverjum flokki. Tilboð í bifreiðarnar verða opn- uð hjá Ríkiskaupum 27. febrúar næstkomandi. sisi@mbl.is Ríkið auglýsir eftir 100 nýj- um bílum GESTAFJÖLDI á McDonalds stendur í stað þrátt fyrir kreppuna, að sögn Magnúsar Ögmundssonar, framkvæmda- stjóra fyrirtæk- isins. „Það er meira um að fólk kaupi einn eða tvo ostborgara í stað heilla máltíða. Þannig helst fjöldinn,“ segir Magn- ús. Fréttavefurinn business.dk seg- ir neytendur sneiða hjá dýrum veit- ingastöðum og kaupa sér heldur ostborgara hjá McDonalds. Bloom- berg segir hagnað skyndibitarisans hafa aukist um 11 prósent á þriðja ársfjórðungi síðasta árs. ingibjorg@mbl.is Fleiri fá sér ostborgara LÖGREGLAN er að reyna að ganga úr skugga um hvort Robert Dariusz Sobiecki sé enn hér á landi. Hæstiréttur dæmdi Robert 4. des- ember til þriggja ára fangels- isvistar fyrir að nauðga konu á sal- erni Hótels Sögu. Átti hann að hefja afplánun strax og hefur hans verið leitað síðan. Friðrik Smári Björgvinsson, yf- irlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að mannsins sé enn leitað hér á landi. Allar vísbendingar hafi verið kann- aðar, meðal annars ábendingar um að hann hafi sést á ýmsum stöðum á landinu. Þá segir hann einnig verið að kanna hvort verið geti að Robert hafi farið úr landi. Lögreglan tekur við ábendingum í síma 444 1100. Nauðgari er enn ófundinn ALLIR farþegar Icelandair til Bandaríkjanna, sem áttu pantað far í gær, komust frá landinu. Engin vandræði komu upp við innritun far- þega en í gær var einmitt fyrsti dagurinn sem ferðamönnum frá lönd- um undanþegnum vegabréfsáritun til Bandaríkjanna er skylt að hafa sótt um rafræna ferðaheimild (ESTA). Allir farþegar þurfa á næstu mánuðum bæði að hafa gengið frá ESTA-heimildinni auk þess að fylla út hið græna I94W-eyðublað í flug- vélinni á leið til Bandaríkjanna. Með tíð og tíma leysir ESTA græna blaðið af hólmi. Ef ferðalangur gleymir að sækja um ESTA-heimild verður honum ekki hleypt um borð í flugvél á leið til Bandaríkjanna. Þetta á þó ekki við um fyrstu daga eða vikur hins nýja kerfis. Engu að síður er ferða- mönnum ráðlagt að sækja um ESTA-heimildina sem fyrst. Í flestum tilvikum berst svar við umsókninni innan tveggja mínútna. Engir strandaglópar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.