Morgunblaðið - 13.01.2009, Page 15

Morgunblaðið - 13.01.2009, Page 15
Fréttir 15INNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 2009 Álfheimar 74 Sími: 414 4000 hreyfing@hreyfing.is www.hreyfing.is ÁNÆGJUÁBYRG FYRIR FÓLK SEM KÝS HREYFINGU Glæsilegir kaupaukar: >> Boðsmiðar í Bláa Lónið >> Blue Lagoon spa leirbað >> Vörugjafir að verðmæti allt að 25.900 kr. >> Aðgangur að betri stofu Bláa Lónsins >> Fljótandi djúpslökun í Blue Lagoon spa >> Frímánuður í Hreyfingu Kynntu þér nánar frábær tilboð Hreyfingar og Blue Lagoon spa. Allar upplýsingar á www.hreyfing.is og í síma 414-4000. Ánægjuábyrgð Þú velur þér aðild og tryggir þér lægsta verðið innan 30 daga. Kynntu þér Ánægjuábyrgð Hreyfingar hjá þjónustufulltrúum okkar í síma 414 4000. Þú hefur allt að græða. Hringdu í síma 414 4000, sendu okkur tölvupóst á hreyfing@hreyfing.is eða kíktu við hjá okkur í Glæsibæ. TILBO 2009 Verð frá 4.100 kr. á mánuði í áskrift og glæsilegir kaupaukar að verðmæti allt að 50.000 kr. LÖGREGLAN hefur komið upp um fanga á Litla-Hrauni, sem grunaðir eru um aðild að smygli á fíkniefn- um inn í fangelsið Að sögn lögreglu var staðið þannig að smyglinu að einhver kom fíkniefnum fyrir utan á bifreið sem á oft leið inn á svæðið. Fangarnir gengu síðan að bifreiðinni og tóku fíkniefnin. Fangarnir voru grunaðir um græsku og var einn þeirra staðinn að verki þegar hann tók efni af bif- reiðinni og stakk því inn á sig. Smygluðu efnum inn í fangelsið Morgunblaðið/Ómar MICROSOFT á Íslandi hefur ákveð- ið að halda ráðstefnu hér á landi 19. og 20. janúar nk. þar sem farið verð- ur yfir það helsta sem kom fram á tveimur alþjóðlegum ráðstefnum undir lok síðasta árs. Er Microsoft með þessu að bregðast við minnk- andi eftirspurn starfsmanna ís- lenskra upplýsingatæknifyrirtækja í hópferðir á ráðstefnur og námskeið á vegum Microsoft erlendis. Árið 2007 fóru um 350 manns á helstu ráðstefnur Microsoft erlendis en á síðasta ári fóru aðeins um 60 manns í svipaðar ferðir. Hér á landi verða kynnt erindi og fluttir fyrir- lestrar af ráðstefnunum TechEd í Bandaríkjunum og Convergence í Danmörku. Aðgangur verður ókeyp- is en ráðstefnan er einkum ætluð tæknimönnum, forriturum og stjórnendum tölvudeilda. Segir Hall- dór Jörgensson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi, þetta vera fram- lag fyrirtækisins til eflingar ís- lenskrar upplýsingatækni. Microsoft bregst við hruni í hópferðum Efni erlendra ráðstefna kynnt hérlendis  UNNUR Guð- rún Óttarsdóttir hefur varið dokt- orsritgerð sína „Art Therapy in Education: for Children with Specific Learning Difficulties who have Experienced Stress and/or Emotional Trauma“ við Univestity of Hertfordshire í Eng- landi. Leiðbeinendur voru dr. Mich- ael Biggs, prófessor í listheimspeki við University of Hertfordshire, dr. Janek Dubowski, lektor í listmeðferð við Roehamton University og Robin Campbell prófessor emeritus í lestr- ar- og skriftarkunnáttu. Ritgerðin fjallar um listmeðferð í skólum fyrir börn með námsörð- ugleika vegna álags eða áfalla. Til grundvallar ritgerðinni liggur rann- sókn sem fór fram í íslenskum grunn- skóla á börnum sem áttu við náms- örðugleika að etja og höfðu verið undir álagi og/eða orðið fyrir áföllum. Unnur fæddist 1962 og er dóttir El- ínar Birnu Daníelsdóttur hjúkr- unarfræðings og Óttars Yngvasonar hrl. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Kópavogi 1982, BEd-námi frá Kennaraháskóla Ís- lands 1986 og meistaranámi í list- meðferð frá Pratt Institute í New York 1991. Sonur Unnar er Jón Karl Sigurðsson stærðfræðingur. Unnur hefur starfað við kennslu og list- meðferð í skólum, ýmsum stofnunum og á eigin listmeðferðarstofu. Doktor í list- meðferð  PAVOL Cekan efnafræðingur varði dokt- orsritgerð sína „Kirnisleif Ç: Tví- virkur nemi til rannsókna á byggingu og hreyfingu DNA með EPR- og flúrljómunarspektróskópíu“ frá raun- vísindadeild Háskóla Íslands 9. jan- úar síðastliðinn. Leiðbeinandi í verk- efninu var dr. Snorri Þór Sigurðsson, prófessor í efnafræði við HÍ. Meginmarkmið verkefnisins var að hanna nýjar aðferðir til rannsókna á kjarnsýrum og beita þeim við rann- sóknir á byggingu og hreyfingu ým- issa kjarnsýrusameinda. Í doktorsnefndinni sátu, auk leið- beinanda, dr. Már Másson, prófessor við lyfjafræðideild Háskóla Íslands, og dr. Guðmundur G. Haraldsson, prófessor við raunvísindadeild Há- skóla Íslands. Pavol Cekan fæddist í Tékkóslóv- akíu 25. mars 1979. Hann lauk stúd- entsprófi frá GJAR-menntaskólanum í Presov í Slóvakíu árið 1997 og út- skrifaðist með BSc-gráðu í efnafræði frá Háskóla Íslands 2003. Báðir for- eldrar Pavols eru Slóvakar. Fjöl- skylda hans er búsett á Íslandi; móðir hans og systir eru íslenskir ríkisborg- arar. Doktor í efnafræði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.