Morgunblaðið - 27.02.2009, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.02.2009, Blaðsíða 22
22 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2009 ÁTAK Samtaka iðnaðarins fyrir ís- lenska framleiðslu hefur vakið nokkra umræðu um hversu íslensk framleiðslan þurfi að vera, svo að markaðssetja megi hana sem slíka. Getur almenningur treyst því að kaup á vöru merktri íslenskri framleiðslu efli innlenda atvinnustarfsemi eða er bara verið að gabba fólk, þrátt fyrir íslensku fánalitina og allar flottu auglýsingarnar? Sú vara virðist vandfundin sem er sannanlega íslensk. Um það vitnar fréttaskýring Stöðvar 2 (Ís- landi í dag, 11. feb. sl.) ágætlega, þegar hver varan á fætur annarri fellur á „íslenskuprófinu“. Meira að segja nýmjólkin er sögð í fall- hættu þar sem hún er seld í innfluttum um- búðum (sic). En, gerir umfjöllun sem þessi íslenskri framleiðslu rétt til? Íslenski markaðurinn er ör- smár og lítil sem eng- in framleiðsla fær þrifist hér án er- lendra aðfanga á ein- hverju stigi fram- leiðslunnar. Svona íslenskupróf getur því verið verulega villandi sem algildur mælikvarði á íslenska framleiðslu eða hversu há má pró- senta erlendra aðfanga vera, svo að vara sé fölskvalaust seld sem íslensk? Eins má spyrja með hvaða móti framleiðendur geti og megi vekja athygli á þeim innlenda virðisauka og um leið atvinnu sem viðkom- andi vara skapar, þótt sjálft hrá- efnið sé jafnvel meira eða minna innflutt. Þá er ekki síður athyglisvert, á hvaða forsendum vörur eru flokk- aðar í óíslenska gabbflokkinn, eins og þegar Minna mál Ágústu John- son er fellt sem enn ein markaðs- brellan. Umrædd vara, sem er framleidd og pökkuð í Þýskalandi, reynist þó vera merkt hvorki fána- litunum né slagorðum íslenskrar framleiðslu. Engar áskoranir um að kaupa íslenskt, engar falsmerk- ingar um íslenskan uppruna. Nán- ari athugun leiðir enda í ljós að þessi vara er ekki markaðssett sem íslensk framleiðsla, heldur sem hollur skyndibiti. Sem er jafnframt ástæða þess að Ágústa Johnson leggur nafn sitt við vör- una. Hvern á þessi vara að blekkja? Eru íslenskar vörumerk- ingar á innfluttri vöru til marks um blekkingar eða virðingu við ís- lenska neytendur? Umfjöllun Stöðvar 2 um ís- lenska framleiðslu er sem slík lofsvert framtak. Innlendir fram- leiðendur hafa oftar en ekki staðið höllum fæti gagnvart innflutningi og með hliðsjón af stöðu efna- hags- og atvinnumála hlýtur sú umræða að teljast brýn sem getur styrkt stöðu íslenskrar fram- leiðslu. Það réttlætir þó ekki að fjölmiðlar slái af faglegum kröf- um, að umræða sé brýn og ber umrædd fréttaskýring því miður öll merki þess, að vera unnin meira af kappi en faglegri forsjá. Alls kyns vörum ægir saman í umfjölluninni, sumar hverjar ekki einu sinni merktar íslenskri fram- leiðslu, sbr. Minna mál Ágústu Johnson. Á grundvelli þessa til- viljunarúrtaks eru innlendir fram- leiðendur síðan almennt taldir sekir um óheiðarlega markaðs- setningu. Það alvarlegasta í þessu máli öllu er þó, hvernig fréttastofan skýtur fyrst og spyr svo. Fyrst er fjallað um „allar“ vafasömu vör- urnar. Svo er greint frá úrskurði Neytendastofu. En, hvers virði er niðurstaða Neytendastofu, eftir að dómstóll götunnar hefur kveðið upp sinn dóm? Fréttastofa Stöðv- ar 2 ætti ef til vill að spyrja sig þeirrar spurningar. Ég er ekki að mæla því bót, að framleiðendur fari á svig við lög og reglur um vörumerkingar, allra síst nú þegar spurn eftir íslenskri vöru hefur farið vaxandi. Ég lýsi hins vegar eftir vandaðri fjölmiðlaumfjöllun um þetta mikilvæga mál, þjóð- félagsumræðunni til gagns og ís- lenskri fjölmiðlun til sóma. Hversu íslenskt er íslenskt? Björn Jónsson fjallar um vörumerkingar » Íslenskar vörur féllu á „íslenskuprófinu“ í umfjöllun í Íslandi í dag nýlega. Hver er mæli- kvarðinn á það hvort vara teljist íslensk eða ekki? Björn Jónsson Höfundur er framkvæmdastjóri hjá Myllunni. FRÁ ÞVÍ að efna- hagshrunið varð hefur verið hávær umræða um mikla þörf á end- urskoðun á stjórn- arskránni og breytt valdahlutföll í þjóð- félaginu. Yfirgangur ráðherraræðisins hef- ur um árabil verið slíkur að öllu venjulegu fólki er löngu ofboðið. Á forsetaembættið, sem framselur framkvæmdavaldið til ráðherra, hefur ekki síður fallið dökkur skuggi vegna dekurs við svonefnt lið útrásarvíkinga. Löggjaf- arvaldið, Alþingi, hefur lent í gísl- ingu ráðherraræðisins og lýðræð- isleg umræða þannig meira og minna fótum troðin. Dómsvaldið hefur líklega setið undir mestum ákúrum vegna vald- níðslu í sambandi við skipun æðstu emb- ætta þess á umliðnum árum. Fjórða valdið í þjóðfélaginu, fjöl- miðlavaldið, hefur með hverju ári orðið sífellt valdameira. Hluti þess, sér- staklega sjónvarpið, hefur samt meira og meira verið að færast yfir í það að verða óp- íum fólksins eins og Karl heitinn Marx orðaði það um trúarbrögðin fyrir margt löngu og margir þekkja. Fullljóst er að ýmsir liðs- menn þeirra stofnana (sjónvarps- stöðvanna) standa sig líka þannig miklu betur í starfi sem eitur- lyfjasalar fyrir fólk en aflvakar upplýstrar lýðræðislegrar umræðu í landinu. Þetta mikla vald virðist því mið- ur lúta lítilli stjórn (eins og raunar Davíð Oddsson gerði tilraun til að vekja þjóðina til vitundar um fyrir nokkrum árum). Það er þess í stað að stærstum hluta fóðrað af ræn- ingjahópi fjármagnseigenda, sem þannig hafa seilst til gríðarlegra áhrifa í þjóðfélaginu. Einn fjöl- miðlanna, Ríkisútvarpið, er samt í eigu þjóðarinnar. Það sýnist því eðlilegt að til þess séu gerðar kröf- ur um að standa vörð um lýðræð- islega umræðu í landinu. Þar virð- ist samt skipting milli deilda innan stofnunarinnar með ólíkindum. Það verður að segjast að þættir eins og morgunútvarp Rásar 1 og Spegill- inn hafa sýnt hina bestu viðleitni í þessum efnum. Sjónvarpið hefur hins vegar í þessum efnum staðið sig með fádæmum illa og löngu kolfallið á prófinu. Sú stofnun hef- ur verið öðru fremur uppfull af sjálfhverfni og þjónkun við fjár- magnsvaldið í landinu. Þar hefur Egill Helgason líklega farið fremstur meðal jafningja meðan hlutur útrásarvíkinganna var sem mestur og bestur og hann flaðraði upp um þá eins og óþekkur hvolp- ur. Hann hefur mér vitanlega aldr- ei séð ástæðu til að biðja þjóðina afsökunar á mistökum sínum. Ítrekað hafa fréttamenn verið staðnir að slakri þekkingu á mál- um sem eru til umfjöllunar og ár- angurinn verið eftir því. Að nokkur sinni votti af eftirfylgni mála er víst hlutur sem ekki þarf að ræða. Segja verður samt stofnuninni til málsbótar að hún hefur auglýst vanmátt sinn nokkuð vel eins og með birtingu á viðtali BBC við Geir Haarde, fyrrverandi forsætis- ráðherra. Á þriðjudagskvöldið fékk þjóðin síðan að upplifa enn einar ófarir, vanmátt og vanhæfni fréttamanna sjónvarpsins í Kastljóssviðtali við Davíð Oddsson sem áreiðanlega verður lengi í minnum haft. Þar sem Sigmar Guðmundsson fékk samt þá umsögn að vera sæmileg- ur maður þá held ég að honum verði ekki gefið betra heilræði ( Egill Helgason hefur löngu sýnt þjóðinni að hann er persóna sem ekki er móttækileg fyrir slíku) en að beina til hans sömu fyrirmælum og veikur maður fyrir botni Mið- jarðarhafs fékk fyrir tæpum 2000 árum í allt öðru samhengi. Tak sæng þína og gakk. Tak sæng þína og gakk Höfundur fjallar um fjórða valdið í þjóðfélaginu, fjöl- miðlavaldið » Á þriðjudagskvöldið fékk þjóðin síðan að upplifa enn einar ófarir, vanmátt og vanhæfni fréttamanna sjónvarps- ins í Kastljóssviðtali við Davíð Oddsson sem áreiðanlega verður lengi í minnum haft. Jón Viðar Jónmundsson Jón V. Jónmundsson er ráðunautur og áhugamaður um lýðræðisleg skoð- anaskipti, líka í fjölmiðlum. Á SÍÐUSTU mán- uðum hefur siðferð- iskennd hins almenna borgara verið misboð- ið oft og reglulega í stærri sniðum en við eigum að venjast. Al- menningur er nú að axla ábyrgð á græðgi fárra ein- staklinga – ábyrgð sem við getum ólíklega staðið undir. Nú berast af því fréttir að ríkisstjórnin nýja og Reykjavíkurborg hyggist ráðstafa 14 milljörðum af skattfé almennings til að ljúka við byggingu á minn- isvarðanum um Björgúlfsfeðga sem sumir nefna tónlistar- og ráð- stefnuhús. Ég held að þessi ráð- stöfun sé endanleg staðfesting á veruleikafirringu og vanhæfni stjórnmálamanna á Íslandi. Það virðist vera alveg sama úr hvaða flokki þetta fólk kemur, vitleysan er takmarkalaus. Gerir þetta fólk sér ekki grein fyrir að Ísland siglir nú hraðbyri inn í dýpstu kreppu síðari tíma, og varla líður sá dagur að ekki sé talað um í fjölmiðlum að draga eigi úr grunnþjónustu samfélagsins. Menntakerfið, heilbrigðiskerfið, lög- gæslan og öryggiskerfið – allt á þetta að skera niður svo hægt sé að borga Icesave- reikningana á gjald- daga. Velferðarkerfið sem almenningur var marga áratugi að byggja upp, en örfáum einstaklingum tóks að brjóta niður með snilli sinni í viðskiptum á ör- fáum árum, er nú kom- ið að fótum fram. Stofnanir eins og spít- alarnir, lögregluemb- ættin og Landhelg- isgæslan fá nú fyrirmæli um að draga saman, sem þýðir aðeins eitt, að þjónustan sem þessar og aðrar mikilvægar stofn- anir okkar þegnanna veita mun versna – það er alveg klárt mál. Til að mæta þessum erfiðleikum samfélagsins eiga síðan þegnarnir að taka á sig tekjulækkun og skattahækkun, og búa við viðvar- andi stórfellt atvinnuleysi og óða- verðbólgu. Allavega þeir sem hafa ekki efni á að flýja land í fótspor út- rásarvíkinganna. Fréttir um að verja 14 milljörðum króna til að ljúka byggingu tónlistarhússins er einhver kaldasta og verst lyktandi vatnsgusa sem ég hef fengið í lang- an tíma, og mæli þar trúlega fyrir munn margra. Ekki skilja mig svo að ég vilji ekki að einn daginn rísi hér tónlistarhús, en þetta hús er og hefur alltaf verið glórulaust rugl þótt Stefán Jón Hafstein hafi lýst því yfir í Kastljósi fyrir allnokkru að áætluð upphafleg kostnaðar- áætlun við smíði þess upp á 21 milljarð sé klink. Vissulega er það fagnaðarefni að menn vilji veita fé til atvinnuskapandi starfsemi, en þarna er verið að borga allt of mikið fyrir allt of fá störf. Væri ekki ráð að vinna að ódýrum en mjög mann- frekum framkvæmdum á þessum tímum, eða nota aurinn til að koma í veg fyrir að grunnþjónusta skerð- ist? Við höfum hreinlega ekki efni á þessu því kassinn er tómur, gerum okkur alveg grein fyrir því! Tillaga mín er því að láta þessa ófreskju standa ókláraða við höfnina sem minnisvarða um græðgi og vitfirr- ingu síðustu ára, eða mylja hana niður í uppfyllingu fyrir frystihús þar sem framleiða mætti peninga í stað þess að sólunda þeim á örlaga- tímum. Rándýr minnisvarði Sigurður Ásgeirs- son er ósáttur við að ráðstafað sé milljörðum í að ljúka við tónlistar- og ráðstefnuhús Sigurður Ásgeirsson » Tillaga mín er því að láta þessa ófreskju standa ókláraða við höfnina sem minn- isvarða um græðgi og vitfirringu síðustu ára, eða mylja hana niður í uppfyllingu fyrir frysti- hús … Höfundur er flugstjóri hjá Landhelg- isgæslu Íslands. Í MORGUN- BLAÐINU 6. febrúar sl. birtist grein eftir Kjartan Gunnarsson þar sem hann heldur því m.a. fram að öllu sómakæru fólki hljóti að ofbjóða aðgerðir Jóhönnu Sigurð- ardóttur, forsætisráð- herra. Á hann þar einkum við væntanlegan brottrekstur banka- stjóra Seðlabankans. Aðgerðir þessar segir hann bera ógeðfelldan blæ heiftar og hefnda. Ég tel sjálf- an mig sæmilega sómakæran og er kannski ekki tilbúinn að taka undir allt sem stjórn Seðlabankans hefur verið borið á brýn. En það er þó annað, sem mér ofbýður miklu fremur: Fjármálakerfi landsins hrundi til grunna. Stofnanir þær, sem áttu að verja fjárhagslegt ör- yggi þjóðarinnar, þ.m.t. Seðla- bankinn, brugðust. Afleiðingin er sú að allt traust á þessum stofn- unum hvarf eins og dögg fyrir sólu, ekki aðeins hérlendis, heldur út um víða veröld. Það varð strax ljóst að ekki yrði unnt að endurreisa traustið nema með nýjum stjórn- endum. Þetta er stað- reynd sem illskilj- anlegt er að eftirsitjandi banka- stjórar Seðlabankans og stuðningsmenn þeirra skuli ekki horf- ast í augu við. Í þessu efni skiptir persónuleg sekt eða sakleysi bankastjóranna af efnahagshruninu í raun engu máli. Með þá við stjórnvölinn áfram verður ekki hægt að byggja upp traust á bankanum á ný, svo einfalt er það. Það sem mér ofbýð- ur er að bankastjórarnir skuli ekki, í þessu ljósi, sjá sóma sinn í að víkja eigin persónu frá og stuðla þannig að endurreisn. Eru þeir kannski ekki sómakærir? Sómakært fólk og annað Kristján Bjartmars- son skrifar um brottrekstur seðla- bankastjóra Kristján Bjartmarsson »Ég tel mig sæmilega sómakæran og tek kannski ekki undir allt sem stjórnendum Seðla- bankans er borið á brýn. Það er þó annað, sem mér ofbýður meira. Höfundur er verkfræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.