Morgunblaðið - 27.02.2009, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 27.02.2009, Blaðsíða 42
42 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2009  Á sunnudaginn verður þess minnst að 20 ár er liðin frá því að bjórinn var leyfður á ný á Íslandi og má þá búast við að margt verði um að vera á öldurhúsum bæjarins. Á meðal þeirra sem boða til fagnaðar er hiphop-sveitin XXX Rottweiler hundar með Erp Eyvindarson í fylkingarbrjósti en ef marka má boðskort sem sent hefur verið út má velta því fyrir sér hvort teitin sem haldin verður á Prikinu sé í raun haldin til höfuðs bjórnum. Boðað er nefnilega til heljarinnar rommveislu þar sem heiðursgestur verður enginn annar en Bjartmar Guðlaugsson. Bjartmar heiðurs- gestur Priksins Fólk Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÞETTA eru lokatónleikarnir, og þetta verður alveg klikkað,“ segir Birgir Ísleifur Gunn- arsson, meðlimur hljómsveitarinnar Stóns, sem heldur tónleika á Nasa í kvöld. Eins og nafnið bendir til sérhæfir sveitin sig í tónlist Rolling Stones, og munu þeir félagar spila öll bestu lög Micks Jaggers og félaga á tónleik- unum í kvöld. Í nýlegri rannsókn sem meðlimir Stóns gerðu kom í ljós að Björn Stefánsson, Bjössi í Mínus, sem er söngvari sveitarinnar, er ótrú- lega líkur Jagger. „Það hefur mikið verið talað um að Bjössi nái Jagger vel, sé líkur honum í töktum og hreyfingum. En svo voru strákarnir að skoða einhverja eldgamla Stones-bók og fundu málin hans Micks Jaggers frá því undir lok sjöunda áratugarins. Og það kom í ljós að þau eru næst- um því nákvæmlega þau sömu og hjá Bjössa, við mældum hann nefnilega,“ segir Birgir. „Annars er Bjössi frábær í þessu hlutverki, og það er enginn hérna á Íslandi sem nær Jagger svona vel.“ Fjöldi góðra gesta kemur fram á tónleikunum í kvöld, meðal annars KK, Andrea Gylfadóttir, Sigtryggur Baldursson, Daníel Ágúst, hljóm- sveitin Logar, Jens Hansson og Krummi. Húsið verður opnað kl. 22 í kvöld og er miða- verð 1.800 kr. Miðasala fer fram á midi.is. Bjössi í Mínus vaxinn eins og Mick Jagger Jagger Höfuð: 58, brjóstmál: 63, mitti: 71, hæð: 1.78. Ljósmynd/BIG Bjössi Höfuð: 57, brjóstmál: 64, mitti: 70.5, hæð: 1.78.  Það er ekki margt sem gleður Ís- lendinginn þessa dagana annað en að daginn er farið að lengja. Já, og Evróvisjón er á næsta leiti. Þó er ein undantekning á því eins og lesa má um á bloggsíðu Ásdísar Ránar fyrirsætu og framkvæmdastjóra, sem er samkvæmt bloggi sínu um- kringd nokkrum af skærustu stjörnum kvikmyndaheimsins, þeim Colin Farrell, Ed Harris, Dolph Lundgren og Jean-Claude Van Damme, sem eru nú búsettir stein- snar frá Ásdísi Rán meðan á kvik- myndatökum stendur. „Ekki slæmt að fara í gymmið með þessum gæj- um,“ segir Ásdís Rán á blogginu. Ásdís Rán í ræktinni með Colin Farrell Eftir Birgi Örn Steinarsson biggi@mbl.is ALLAR líkur eru á því að leikstjór- arnir Gunnar Páll Ólafsson og Sam- úel Bjarki Pétursson fari ekki heim tómhentir í kvöld þegar Lúðurinn, Íslensku auglýsingaverðlaunin, verða afhent á glæsilegri hátíð á Hótel Nordica. Þeir hlutu tíu tilnefn- ingar í ár og gerðu m.a. fjórar af þeim fimm auglýsingum sem til- nefndar eru í flokknum „sjónvarps- auglýsing ársins“. Þar á meðal eft- irminnilegar auglýsingar fyrir Símann og Vodafone, þar sem Gali- leó er fyrir spænska rannsókn- arréttinum, og Óttar Proppé og fé- lagar sungu Skítt með kerfið! Einnig fengu þeir þrjár tilnefningar af fimm í flokknum „Almannaheillaauglýs- ingar ársins“. „Við vinnum að útfærslum en ekki í hugmyndavinnunni,“ segir Gunnar en þeir félagar starfa fyrir SagaFilm sem framleiðir auglýsingar fyrir stofurnar. „Okkar starf er að reyna að útfæra hugmyndirnar á sem glæsilegastan hátt. Ég held að þetta hafi ekki gerst áður, að sömu leik- stjórarnir séu með svona margar til- nefningar á einni hátíð. Maður trúir þessu eiginlega ekki, því það var margt mjög vel gert árið 2008.“ Gunnar viðurkennir að auglýs- ingamarkaðurinn hafi séð bjartari tíma, en leyfir sér þó ekki að sökkva í svartsýni vegna ástandsins. Það er í takt við kjörorð verðlaunanna í ár, „Ekkert helvítis væl …“, sem sýnir að auglýsingagerðarmenn ætla ekki að láta núverandi efnahagsástand sökkva sér niður í svaðið. „Á þessum tíma í fyrra höfðum við eiginlega minna að gera. Ég er enginn spá- maður og veit ekkert hvað gerist. Engin auglýsingastofa hefur lokað ennþá, þrátt fyrir að flestar hafa minnkað um sig. Þó svo að menn hafi verið að skjóta dýrar auglýsingar á síðasta ári eru þeir fljótir niður á jörðina aftur. Menn sníða sér stakk eftir vexti og gera þá bara góðar auglýsingar fyrir minni pening. Það eru komnar leiðir til þess að hafa hluti góða, þó að þeir séu ódýrari.“ Unnið með Ballack í London Þegar blaðamaður biður Gunnar um að gera upp á milli verkefna og velja hvað hafi verið eftirminnilegast í fyrra, situr hann svolítið á svarinu, og vill auðheyrilega ekki styggja vinnuveitendur sína. Eftir smávegis smurningu renna þó svörin út úr honum. „Það var mjög eft- irminnilegt þegar við skutum aug- lýsingu fyrir Icelandair í byrjun síð- asta árs. Þá fórum við til Prag þar sem við notuðum um 200 manns. Svo náðum við að fara aftur til Portúgal, þegar við skutum Galileó-auglýs- inguna. Svoleiðis er ekkert að fara gerast á þessu ári. Þó er gott að benda á að Icelandair auglýsingin var skotin í Prag, vegna þess að það var einfaldlega ódýrara að gera hana þar en hérna,“ segir Gunnar. Annað stórt verkefni þeirra í fyrra var mánaðarlangt verkefni í Lond- on, þar sem þeir félagar unnu m.a. með þýska fótboltakappanum Mich- ael Ballack fyrir Samsung- auglýsingu sem fór á þýskan mark- að. „Þar fengum við að kynnast því hvernig er að vinna með umboðs- mönnum fótboltamanna, sem ég fíla ekki. Það kemur einhver vatns- greiddur maður inn, á velpússuðum lakkskóm og hótar því að stjarnan verði farin eftir fjóra tíma, þó svo að maður viti að það taki um átta tíma að skjóta auglýsinguna. Síðan eru stjörnurnar mestu gæðablóð.“ Auglýsingakóngar ársins Auglýsingar leikstjóranna Gunnars Páls Ólafssonar og Samúels Bjarka Péturs- sonar fá tíu tilnefningar til Íslensku auglýsingaverðlaunanna í ár. Morgunblaðið/Heiddi Góð uppskera Gunnar Páll Ólafsson segir hlutverk þeirra Samúels Bjarka Pétursson að útfæra hugmyndir með glæsilegum hætti. LEIKSTJÓRNARSAMSTARF Gunnars og Samúels hófst með gerð tónlistarmyndbanda í kringum árið 2001. Þar á meðal fyrir Land & Syni og framlag Ís- lands til Eurovision, 2Tricky. Það árið unnu þeir einnig sem klipparar fyrir þáttinn Sönn ís- lensk sakamál. Þeir hófu störf hjá SagaFilm árið 2004. Þeir hafa metnað til að leikstýra sjónvarpsþáttum eða jafnvel bíómynd í framtíð- inni. Þær þreifingar eru þó stutt á veg komnar. Blómlegt samstarf Tækjabúnaður Umfangið var talsvert í Víkurfjöru er Gunnar Páll og Samúel Bjarki unnu að auglýsingu fyrir ASÍ. MIÐASALA ER HAFIN TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Í TÍMA Á MIÐASALA OPNAR Í LAUGARÁSBÍÓ KL. 15.00 FÖSTUDAG OG 13.00 LAUGARDAG Sími: 553 2075 - bara lúxus

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.