Morgunblaðið - 27.02.2009, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.02.2009, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 2 7. F E B R Ú A R 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 56. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is ÍSLENSKU AUGLÝSINGAVERÐLAUNIN TVEIR MÆTA MEÐ 10 TILNEFNINGAR FÖRÐUNIN Í SUMAR Kinnarnar eiga að vera ferskjubleikar                            RÍKISSTJÓRNARFLOKKARNIR fengju samtals 37 alþingismenn ef nið- urstöður alþingiskosninga yrðu í sam- ræmi við niðurstöðu nýrrar skoðanakönn- unar sem Capacent Gallup gerði fyrir Morgunblaðið. Samfylkingin mælist nú með 31,1% fylgi og fengi 21 þingmann. Flokkurinn hefur bætt við sig nær tíu prósentustig- um frá könnun í byrjun ársins. Sjálfstæðisflokkur mælist nú með 26,2% fylgi og fengi 17 þingmenn. VG mælist með 24,6% og fengi 16 þingmenn. Framsóknarflokkur mælist með 12,8% og fengi 8 þingmenn. | 8 Ríkisstjórnin fengi meirihluta á þingi Samfylking vex Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is UPPLÝSINGAR frá fjórum stærstu bílafjármögnunarfyrir- tækjunum benda til að um 25 þús- und lán hafi verið fryst eða þeim skuldbreytt en alls eru ríflega 70 þúsund ökutæki skráð í eigu bíla- fjármögnunarfyrirtækja samkvæmt tölum frá Umferðarstofu. Heildarupphæð lánanna fæst ekki gefin upp en þó má áætla að miðað við meðallán upp á rúmar tvær milljónir króna séu um 150 milljarðar útistandandi í bílalánum. Langflest eru þau lán tekin í er- lendri mynt. Erlendu bílalánin eru í mörgum tilvikum komin upp fyrir verðmæti bílanna eftir gengisfall ís- lensku krónunnar á síðustu mánuð- um. Mánaðarlegar afborganir þeirra sem ekki hafa látið frysta eða skuld- breyta bílalánum sínum hafa í mörgum tilvikum tvöfaldast og vel það á aðeins tæpum tveimur árum. Með frystingu á afborgunum af lánunum eða skuldbreytingum hef- ur lengst í þeim um nokkra mánuði. Mismunandi úrræði hafa verið í boði hjá bílafjármögnunarfyrirtækjun- um og ekki þau sömu hjá þeim öll- um. Samkvæmt upplýsingum frá þeim hafa nokkur hundruð bíla verið tek- in til baka með vörslusviptingu. Fyrirtækin segja að engir samn- ingar séu gerðir við einstakar bíla- sölur, heldur hafi allir bílasalar heimild til að selja þá. Þrálátum orðrómi um að samið hafi verið við ákveðna aðila er vísað á bug.  25 þúsund hafa | 15 150 milljarðar í bílalán 70 þúsund lán útistandandi hjá fjórum stærstu fjármögnunarfyrirtækjunum ÞAÐ er engu líkara en þessi skemmtilega mynd af umhverfi Tjarnarinnar sé samsett en svo er þó ekki. Hún er að hálfu það, sem speglaðist í bak- sýnisspegli bifreiðar. Maðurinn virðist vera að fylgjast með fuglunum í vetrarblíðunni og víst er hægt að dást að fimlegum vængjatökum þeirra. Í sátt og samlyndi við Tjörnina Morgunblaðið/Kristinn  KJÖRNUM aðalfulltrúum í borg- arstjórn hefur farið fækkandi á kjörtímabilinu og þeim gæti enn fækkað. Tveir borgarfulltrúar hafa tilkynnt þátttöku í prófkjörum vegna alþingiskosninganna og vangaveltur eru um þátttöku þriðja borgarfulltrúans. Nú þegar sitja fimm varamenn í borgarstjórn fyrir aðalfulltrúa, sem ýmist hafa beðist lausnar eða eru í leyfi. 15 fulltrúar sitja í borg- arstjórn Reykjavíkur. »14 Mikil fækkun aðalfulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur  HRYÐJU- VERKALÖGUM var beitt gegn Ís- lendingum vegna samtals Árna Mathiesen, þá- verandi fjár- málaráðherra, við fjár- málaráðherra Breta, Alistair Darling, hinn 7. október síðastliðinn. Þetta staðfesti breski fjár- málaráðherrann á fundi fasta- nefndar breska þingsins um fjármál hinn 3. nóvember síðastliðinn. Morgunblaðið hefur undir höndum útskrift af því sem fram fór á fund- inum. »16 Hryðjuverkalög vegna sam- tals Árna við Darling  STÖNDUG hagkerfi munu fara fram á ystu nöf erfiðrar skulda- stöðu og önnur eins staða hefur ekki blasað við heiminum í hundrað ár. Þetta segir Kenneth S. Rogoff, prófessor í hagfræði við Harvard- háskóla. Hann spáir mikilli vaxta- hækkun víða um heim á næstunni. Hagkerfin muni hins vegar ná sér á strik nú eins og ætíð. »11 Hagkerfi á ystu nöf Auglýsendur eru öruggir um athygli einmitt í Morgunblaðinu og mbl.is 78% þjóðarinnar les Morgunblaðið og/eða mbl.is daglega* *annan hvorn miðilinn eða báða, skv. fjölmiðlakönnun Capacent Gallup á tímabilinu nóv.‘08 til jan.’09, allir landsmenn 12 til 80 ára Í sviðsljósinu! - Chiro heilsurúm Faxafeni 5, Reykjavik Opi› virka daga frá kl . 10-18 Laugardaga frá kl . 11-16 Nú á 30% afslætti Dæmi: 160x200 cm Verð áður kr. 240.900,- Nú aðeins kr. 168.630,-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.