Morgunblaðið - 27.02.2009, Síða 32

Morgunblaðið - 27.02.2009, Síða 32
32 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2009 ✝ Francis RichardSweet jr., ávallt nefndur Rick, fædd- ist í Watertown N.Y. í Bandaríkjunum 9. júlí 1957. Hann lést á Landspítalanum, deild 11 E, 18. febr- úar sl. Foreldrar hans voru Francis Richard Sweet og Laufey Bogadóttir, þau eru bæði látin. Systur Ricks eru Nancy, Marella og Marie, allar búsettar í Bandaríkjunum. Hann á tvær hálfsystur á Íslandi, Maríu Guðmunds- dóttur og Ingi- björgu Daníels- dóttur. Rick kvæntist 21. febrúar 1997 Krist- ínu Brynjólfsdóttur og bjuggu þau í Wa- tertown N.Y. til árs- ins 2007 og fluttu svo til Íslands. Rick verður sung- in sálumessa í Kristskirkju í Landakoti í dag og hefst hún klukkan 13. Mig langar til að minnast stjúpa míns sem andaðist 18. febrúar sl. langt fyrir aldur fram. Þegar náin ástvinur deyr fara um mann ýmsar tilfinningar, maður verður sorg- mæddur, reiður, dapur, leiður og spyr sig „af hverju“; allur tilfinn- ingaskalinn kemur flæðandi yfir mann, manni finnst þetta svo órétt- látt en lífið er víst óréttlátt á svo marga vegu. En svo þegar maður hugsar til baka þá fara um mann líka öðruvísi tilfinningar, þá verður maður þakk- látur fyrir að hafa kynnst Rick, mað- ur verður ánægður og glaður með þá hugsun að mamma hafi kynnst hon- um og þau áttu yndisleg ár saman. Svo læðist á mann bros því Rick var mikill húmoristi. Rick gekk í gegnum mikil veikindi í 1 ár. Ekki var mikið um að hann væri að kvarta, iðulega þegar maður kom í heimsókn og spurði: Rick, hvernig líður þér í dag? þá stóð ekki á svarinu: Ím ok. En við vissum að það var kannski ekki alveg staðan. Ég bið Guð um styrk handa móð- ur minni á þessum erfiðu tímamót- um. Lát ekkert skelfa þig lát ekkert glepja þig allt líður hjá Guð einn breytist ekki þolinmæði megnar allt þann sem hefur Guð skortir ekkert Guð nægir. (Heilög Teresa frá Avila.) Elsku Rick, þín verður sárt sakn- að. Lilja Huld Steinþórsdóttir og fjölskylda. Francis Richard Sweet jr. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Þín, Kristín. HINSTA KVEÐJA ✝ Guðrún Ólafs-dóttir fæddist á Hesti í Hestfirði 24. september 1917. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 13. febrúar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru María Rögnvalds- dóttir, f. á Svarfhóli í Súðavíkurhreppi 13. janúar 1891, d. 19. október 1989 og Hálf- dán Ólafur Hálf- dánsson, f. á Hvíta- nesi í Ögurhreppi 4. ágúst 1898, d. 26. mars 1973. Systk- in Guðrúnar eru Ósk, f. 11. mars 1916, Einar og Karitas, f. 26. mars 1919, Karitas d. á fyrsta ári, Kristín og Rögnvaldur, f. 17. október 1920, Rögnvaldur d. 3. sept. 1963. Kristín d. 25.2. 2009. Lilja og Fjóla fæddar 10. júní 1922, Jónatan, f. 24. janúar 1925, Helga Svana og Hálfdán, f. 3. ágúst 1926, Hálfdán d. 19. febrúar 1999, Halldóra og Haukur, f. 5. júní 1928, María og Ólafur Daði, f. 16. janúar 1932, og Ólafur Daði d. 16. febrúar 1992. Fóstursonur Ármann Þóra Pétursdóttir, f. 2. júlí 1949. Börn þeirra eru a) Jóhanna, f. 22. ágúst 1966, maki Hallur Arn- arsson, f. 8. nóv. 1959. Börn þeirra eru Arnar Þór, Styrkár, Þóra Silja og Natalía. b) Guðrún Björk, f. 19. janúar 1973, maki Sigurður Jó- hannesson, f. 19. nóv. 1972. Börn þeirra eru Reynir, Freyja og Þórey Hanna. c) Einar Daði, f. 22. janúar 1978. 2) Þórður Magnússon, f. 21. nóv. 1954. Maki Erla Magnúsdóttir (skilin). Börn þeirra eru Nína, f. 14. okt. 1986, d. sama dag, Hjalti, f. 18. júlí 1989, og Bjarki, f. 4. febrúar 1994. 3) Ólafur Már Magnússon, f. 20. desember 1955. Maki Erna Kristín Ágústsdóttir, f. 20. nóv- ember 1952. Börn Ernu eru a) Ásta Valdimarsdóttir, maki Guðmundur Sigurðsson. Börn þeirra eru Tanja Dögg, Eydís Erna og Atli Dagur. b) Jón Ágúst Valdimarsson, maki Dóra Ragnarsdóttir. Börn þeirra eru Anton Darri, Telma Dröfn og Karen Brá. 4) Gunnar Magnússon, f. 7. janúar 1959. Maki Eygló Páls- dóttir, f. 19. nóvember 1958. Dætur þeirra eru Elísa Hrund, f. 11. apríl 1986 og María Rún, f. 17. mars 1996. Útför Guðrúnar fer fram frá Garðakirkju á Álftanesi í dag og hefst athöfnin kl. 13. Leifsson, f. 5. október 1937 d. 5. maí 2006. Guðrún flutti til Bolungarvíkur með foreldrum sínum og systkinum um 1930. Upp úr 1940 flutti hún til Reykjavíkur og vann við sauma- skap, aðallega kjóla- saum þar til hún flutti aftur vestur, en þar fæddist elsti sonur hennar. Guðrún giftist 1953 Magnúsi Þórðarsyni, f. 19. apríl 1929, d. 5. apríl 2001. Þau skildu. Þau bjuggu fyrstu árin í Bolungarvík, en fluttu 1956 til Nes- kaupstaðar. Haustið 1959 fluttu þau suður og bjuggu lengst af í Hlíðunum í Reykjavík. Síðustu ára- tugina vann Guðrún við saumaskap bæði hjá versluninni Elísu og síðar á Hrafnistu. Eftir skilnað við Magn- ús hélt hún heimili með bróður sín- um Einari þar til þau fluttust bæði að Hrafnistu í Reykjavík árið 2005. Börn Guðrúnar eru: 1) Reynir Hlíð- ar Jóhannsson, f. 6. nóv. 1946. Maki Mig langar að minnast tengda- móður minnar með nokkrum orð- um. Ég var 16 ára þegar ég kynnt- ist Reyni syni hennar Gunnu, eða svo var tengdamóðir mín oftast kölluð, en þá áttu þau heima í Barmahlíðinni. Guðrún var næstelst 15 systkina. Hún hefur alla tíð þurft að taka til hendinni enda með eindæmum ósérhlífin. Hún gekk beint til verks, hvort sem það var tiltekt, eldamennska, bakstur, saumaskapur eða hvað annað sem gera þurfti á stóru heimili. Það var kraftur og útsjónarsemi í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Ólafur og María foreldrar Gunnu áttu 15 börn sem fæddust á sextán árum. Þar af voru sex sinnum tví- burar. Hún sagði mér einu sinni að hún og Einar bróðir hennar hefðu verið úti að leika sér og móðir þeirra var komin að fæðingu. Þau voru að tína blóm og óska sér. Þá spurði hún Einar hvers hann hefði óskað sér. Hann svaraði með sömu spurningu. Hvers óskaðir þú þér? Hún óskaði þess að það fæddist eitt barn núna en ekki tvö og hann tók undir það og kvaðst hafa óskað sér þess sama. Það er einkennilegt að hugsa til þess hve einangraðir og harðbýlir Vestfirðirnir hafa verið á þessum árum. Engir vegir og erfiðar sam- göngur. T.d. þurfti Ólafur faðir Guðrúnar að fara á árabát til að sækja ljósmóðurina þegar kom að fæðingu barnanna. Allar sögur frá þessum tíma urðu einstaklega lif- andi í frásögn tengdamömmu, enda naut hún þess að segja frá lífinu eins og það hafði verið á þessum árum. Oft var þröngt í búi, aldrei talaði hún þó um að það hefði verið mat- arskortur en erfiðast hefði henni þótt að sækja vatnið. Hún tengdamóðir mín var sér- staklega elskuleg kona. Allir fengu hlýlegar móttökur sem heimsóttu hana, sama hvort það voru menn eða dýr enda mjög gestkvæmt hjá henni. Börnin mín elskuðu hana og urðu gistinæturnar margar hjá ömmu í Hlíðunum og margar flík- urnar saumaði hún bæði á þau og mig. Svo spillti ekki fyrir að konan var listakokkur. Það klikkaði ekki lambasteikin og kaffimeðlætið þar á sunnudögum. Einnig áttum við hund sem dýrkaði hana. Þegar við komum til hennar fór hann beint inn í eldhús og settist þar fyrir framan ísskápinn og beið þar eftir trakteringunum. Oft þurftum við hjónin svo að vakna að nóttu til eft- ir þessar heimsóknir þar sem fer- fætlingurinn okkar þurfti þá að komast út. Hafði oftar en ekki étið of mikið. Eins hafði hún gaman af því að spjalla við kisurnar úti. Sum- ar svöruðu og nudduðu sér upp við hana en aðrar strunsuðu burt og litu ekki við henni. Margar urðu ferðirnar okkar bæði vestur í Bolungarvík og aust- ur í Galtalæk með börnin, en ein af okkar bestu ferðum var þegar við fórum tvær saman til Benidorm. Þá vorum við reyndar að elta eldri dóttur mína og fjölskyldu hennar. Við virkilega nutum þessarar ferðar og rifjuðum hana oft upp. Elsku tengdamamma. Kærar þakkir fyrir samfylgdina. Þóra Pétursdóttir. Elsku tengdamamma. Ég vil þakka þér fyrir allar stundirnar sem ég átti með þér. Þegar ég hugsa til baka blossar upp fjöldi minninga. Samverustund- irnar voru margar og góðar í Eski- hlíðinni, þú kenndir mér og leið- beindir þegar ég var að sauma á stelpurnar mínar þegar þær voru yngri. Aldrei kom ég að tómum kof- anum hjá þér, allt var svo auðvelt og gert í réttri röð. Það verður skrítið að hugsa til næstu jóla, það verður mikill sökn- uður því þú hefur alltaf verið hjá mér og fjölskyldunni á aðfanga- dagskvöld allan minn búskap. Ekki má gleyma bæjarferðum okkar með kaffihúsaheimsóknum. Okkar síðasta bæjarferð var í des- ember til að kaupa jólakjólinn þinn. Megi góður Guð geyma þig og varðveita vel eftir allt það góða sem þú skildir eftir þig hér. Guðrún Ólafsdóttir ✝ Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, KRISTJÁNS ÞÓRISSONAR, Háeyrarvöllum 6, Eyrarbakka. Þuríður S. Tómasdóttir, Guðríður Kristjánsdóttir, Þröstur Bjarnason, Þórir Kristjánsson, Þórey Gylfadóttir, Tómas Kristjánsson, Sigrún Guðmundsdóttir, Guðfinna Kristjánsdóttir, Snorri G. Sigurðarson, Sigríður Kristjánsdóttir, Guðmundur M. Hermannsson og barnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, STEFÁN STEINAR TRYGGVASON lögregluvarðstjóri, Blikahólum 2, Reykjavík, lést á Landspítalanum Fossvogi þriðjudaginn 24. febrúar. Rannveig Kristjánsdóttir, Rannveig Stefánsdóttir, Ögmundur Gunnarsson, Tryggvi Stefánsson, Sigríður Halla Stefánsdóttir, Guðni Hólm, afabörn og langafabarn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, KRISTÍN ÓLAFSDÓTTIR, Stangarholti 5, Reykjavík, lést á Landspítalanum miðvikudaginn 25. febrúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Örn Guðjónsson, Sigurósk Garðarsdóttir, Vilhelm Valgeir Guðbjartsson, Guðrún Ragnarsdóttir, Ólöf María Guðbjartsdóttir, Jónas Pétur Sigurðsson, Svanur Guðbjartsson, Ólöf Magnúsdóttir, Þröstur Guðbjartsson, Guðrún Guðbjartsdóttir, Benedikt Bjarni Albertsson, Unnur Guðbjartsdóttir, Garðar Benediktsson, Kristín Þóra Guðbjartsdóttir, Sigurður Stefán Jónsson, Birna Guðbjartsdóttir, Sölvi Rúnar Sólbergsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, dóttir, móðir, tengdamóðir, amma og systir, INGIBJÖRG FINNBOGADÓTTIR, Sandbakkavegi 4, Hornafirði, lést á hjúkrunarheimili HSSA, Hornafirði þriðju- daginn 24. febrúar. Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki hjúkrunar- heimilisins fyrir mjög góða umönnun. Útförin verður auglýst síðar. Ingólfur Waage, Hulda Bjarnadóttir, Herdís Waage, Jón B. Karlsson, Hulda Waage, Jón V. Níelsson, Hrefna Waage, Benedikt H. Stefánsson, ömmubörn og systkini hinnar látnu. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR, Kleppsvegi 74, andaðist á Hrafnistu, Vífilsstöðum þriðjudaginn 24. febrúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Þökkum starfsfólki Hrafnistu á Vífilsstöðum fyrir frábæra umönnun og hlýhug. Halldór Bjarnason, Ingibjörg Bjarnadóttir, Halldóra Bjarnadóttir, Gunnar Þorvaldsson, Guðmundur Bjarnason, G. Sigurrós Ólafsdóttir, Ingibergur Bjarnason, Elsa Þ. Dýrfjörð, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.