Morgunblaðið - 27.02.2009, Blaðsíða 35
Minningar 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2009
ekki vamm sitt vita.
Um störf hans í Landsbankanum
eru aðrir mér færari að dæma. Hins
vegar er mér kunnugt að á tímum
útrásarinnar þótti mörgum hann
full-varfærinn að lána fé til áhættu-
samra viðskipta –en jafnmargir
urðu síðar þakklátir honum fyrir að
hafa haft vit fyrir þeim. Hygg ég að
þetta lýsi vel samviskusemi hans í
starfi.
Fjölskyldumannsins Bjössa
minnist ég með orðunum traustur
og skemmtilegur. Þau Sirrý eign-
uðust fjóra syni, sem allir eru vel
kvæntir og afkomendahópurinn er
orðinn stór – barnabörn og barna-
barnabörn, sem öll nutu umhyggju
og nærveru Bjössa og Sirrýa-
r.Yngsta kynslóðin skipti Bjössa
miklu máli og samvistir hans og
þeirra vona ég og trúi að verði þeim
gott veganesti út í lífið. Að þau búi
að og tileinki sér allt hið góða og
heilsteypta sem Bjössi stóð fyrir í
lífi og skoðunum.
Að lokum þakka ég Bjössa fyrir
samleiðina sem ég hefði viljað að
yrði miklu lengri, um leið og við
Stefanía vottum Sirrý og öllum öðr-
um aðstandendum samúð.
„Orðstír deyr aldregi hvem sér
góðan getur“.
Gunnar Magnússon.
Í dag kveðjum við kæran vin,
Sveinbjörn Guðbjarnason, mág
minn. Bjössi var fæddur á Akranesi.
Þegar hann var að vaxa úr grasi
stóð frægð knattspyrnumanna á
Akranesi sem hæst. Fótboltinn átti
hug hans allan og hann hóf að æfa
með ÍA. Fótboltaáhuginn entist
honum til æviloka en keppnisferill-
inn var ekki langur því hann meidd-
ist á fæti í knattspyrnuleik og þau
meiðsl komu í veg fyrir frekari
knattspyrnuiðkun.
Bjössi tók gagnfræðapróf á Akra-
nesi og lengri varð skólagangan
ekki. Þá hleypti hann heimdragan-
um og hélt til Reykjavíkur til að
hasla sér völl í lífinu. Þegar móðir
hans kvaddi hann að skilnaði bað
hún hann að neyta ekki áfengis. Það
var Bjössa til sóma að hann tók
mark á orðum móður sinnar og var
bindindismaður til æviloka. Þegar
til Reykjavíkur kom hóf hann nám í
útvarpsvirkjun. Þar gerði hann
stuttan stans því hann fann fljótt að
þar var hann ekki á réttri hillu. Þá
réðst hann til Landsbankans ungur
maður og skipti ekki um vinnustað
síðan og er hann lét af störfum hátt
á sjötugs aldri mun hann hafa verið
sá starfsmaður Landsbankans sem
átti lengstan starfsaldur að baki.
Þótt prófgráður væru ekki aðrar en
gagnfræðapróf af Akranesi var
hann fljótur að ná tökum á banka-
störfunum og yfirmenn og sam-
starfsfólk sáu fljótt hverjum mann-
kostum hann var búinn. Honum
voru því falin margvísleg störf í
bankanum og í byrjun tölvualdar
leiddi hann tölvuvæðingu bankans
og varð forstöðumaður reiknistofu
bankans og síðustu starfsárin var
hann útibússtjóri í Hafnarfirði og
Kópavogi og naut trausts starfs-
fólks og viðskiptavina bankans.
Bjössi var mikill náttúruunnandi.
Sérstaklega voru fuglarnir honum
hugstæðir og svo fróður var hann
um fuglana og lífshætti þeirra að fá-
ir stóðu honum þar á sporði nema
útlærðir fuglafræðingar. Ef svo bar
til að við værum saman úti í nátt-
úrunni og sást eða heyrðist í fugli
vissi hann óðar um hvaða fugl var að
ræða. Ekki síst nutu börnin og síð-
an barnabörnin þekkingar hans á
fuglunum og á vorin, sem var tími
hinna vængjuðu vina hans, fór hann
með fjölskyldu og barnabörn í
gönguferðir að varplöndum
fuglanna og miðlaði þeim af þekk-
ingu sinni. Fuglarnir voru líka vinir
hans og gerðu sér óhræddir hreiður
í stóra grenitrénu fast við eldhús-
gluggann á Vesturvanginum. Mér
er það minnisstætt þegar við hjónin
keyrðum, eftir ferð í sumarbústað-
inn, um Borgarfjörðinn til Reykja-
víkur síðastliðið sumar, með þau
Sirrý og Bjössa sem farþega, að
Bjössi biður mig að stansa og keyra
út í vegarkantinn. Hann segir okkur
að stíga út úr bílnum og bendir okk-
ur til himins. Þar sáum við tíguleg-
an haförn svífa breiðum, þöndum
vængjum hátt á lofti.
Kynni okkar Bjössa eru orðin
löng. Það er nær hálf öld síðan hann
kvæntist systur minni og margs
góðs að minnast frá okkar marg-
víslegu samskiptum í gegnum tíð-
ina. Síðasta haust veiktist hann af
þeim erfiða sjúkdómi sem dró hann
til dauða á skömmum tíma. Hann
vissi að hverju dró og hann tók ör-
lögum sínum af miklu æðruleysi.
Við þökkum samfylgdina og vottum
Sirrý og börnunum okkar dýpstu
samúð.
Haraldur og Margrét
Fallinn er frá mætur bankamað-
ur, Sveinbjörn Guðbjarnason, tæp-
lega 70 ára gamall, eftir stutt veik-
indi. Starfsævinni var varið í
Landsbankanum við ýmis störf, síð-
ast sem útibússtjóri í Kópavogi.
Sveinbjörn var ötull frumkvöðull í
árdaga tölvuinnleiðingar bankans
og var forstöðumaður tölvudeildar
um árabil.
Sveinbjörn tók virkan þátt í starfi
Félags starfsmanna Landsbankans.
Sat hann í ýmsum nefndum og ráð-
um félagsins hátt í 40 ár. Hann var
formaður flestra nefnda félagsins
eins og skemmtinefndar, íþrótta-
nefndar, kjörstjórnar í 25 ár og or-
lofshúsanefndar í 10 ár. Uppbygg-
ing orlofshúsa var honum hugleikin
og sinnti hann félagsstörfum af
mikilli alúð. Sveinbjörn hlaut gull-
merki FSLÍ fyrir starf sitt í þágu
starfsmanna. Starfsmannafélagið
átti hug hans allan og fylgdist hann
ávallt vel með starfsmannamálum
alla tíð. Sveinbjörn setti sér það
markmið að sækja 50 árshátíðir fé-
lagsins og bankans og náði því
markmiði sínu síðast liðið vor. FSLÍ
er 80 ára félag og er saga félagsins
samofin sögu bankans og hafa störf
Sveinbjörns í þágu félagsins lagt
sitt mark á lóðarskálarnar.
Sveinbjörn var mikill áhugamað-
ur um sögu og skráði orðasafn SÍB
(nú SSF) fyrir stéttarfélagið í tilefni
af 70 ára afmæli þess. Í tilefni af 120
ára afmæli Landsbankans 2006 var
sett upp sögusýning á munum og
vélum í eigu bankans og var Svein-
björn þar fremstur í flokki við upp-
setningu sýningarinnar og leiddi
sýningargesti um salina og gæddi
söguna lífi með hinum ýmsu sögum
og frásögnum úr starfi bankans.
Stjórn FSLÍ færir Sveinbirni
bestu þakkir fyrir hans þátt í sögu
félagsins.
Færum Sigríði ekkju Sveinbjörns
og fjölskyldunni allri innilegar sam-
úðarkveðjur
Fh stjórnar FSLÍ
Helga Jónsdóttir formaður.
Þá er hann fallinn frá, æskuvin-
urinn góði, sem ávallt var kallaður
Bjössi í Ívarshúsum. Í lok septem-
ber sl. hringdi hann í mig erlendis
og sagði að nú væri hann búinn að fá
dauðadóminn og ætti ekki nema 4-6
mánuði eftir af þessari jarðvist. Svo
skýrði hann fyrir mér forsögu máls-
ins og bað mig að hafa svo samband
við sig er ég kæmi heim. Svo skjótt
skipast veður í lofti og alltaf er mað-
ur jafnilla búinn undir slíkar fréttir.
Við vorum jafnaldrar og brölluð-
um margt saman. Auðvitað voru
íþróttirnar efst á baugi og þá fyrst
og fremst knattspyrnan. Sannfærð-
ur er ég um að Bjössi hefði orðið af-
burða góður markvörður hefði hann
ekki orðið fyrir slysi við þá íþrótta-
iðkun á unga aldri, er batt enda á
frekari frama hans á því sviði. En
íþróttirnar áttu hug hans allan og
hann gerðist knattspyrnudómari og
starfaði við það lengi og enn lengur
sem eftirlitsdómari. Einnig var
hann mjög góður borðtennisleikari.
Minningar frá Skagaárunum er
margar, tuðruspark, hvar sem þvi
var við komið, bæði í tíma og ótíma,
ævintýrafjöruferðir, skólaárin, fé-
lagsstarfíð í Knattspyrnufélaginu
Kára, snarl og spjall við heimilis-
fólkið í Ívarshúsum, og könnun
leyndardóma er þar leyndust víða
og svo mætti lengi telja.
Bjössi var glæsimenni, fríður
mjög, hár og grannur alla tíð, bind-
indismaður á tóbak og áfengi,
traustur vinur og fyrirmynd góð.
Sveinbjörn Guðbjarnason var
hans fulla nafn, og af því var hann
mjög stoltur, og minnisstætt er
hvernig hann notaði það ávallt
óstytt og með sterkum áherslum.
Atvikin höguðu því þannig að
Bjössi hleypti heimdraganum fljót-
lega eftir gagnfræðapróf og hélt til
Reykjavíkur og þar hófust þá þegar
órofa tengsl hans við Landsbanka
Íslands er stóðu til hinstu stundar,
enda var trú og tryggð eitt af að-
alsmerkjum Sveinbjarnar, sem
vann sig fljótt til trúnaðarstarfa og
æðstu metorða innan Landsbank-
ans.
Hann gerðist einn af frumkvöðl-
um tölvualdar á íslandi og menntaði
sig á því sviði og var m.a forstöðu-
maður Rafreiknideildar Lands-
bankans eins og hún hét á þeim
tíma. Síðar var hann útibússtjóri til
margra ára. Einnig nýttust hans
listrænu hæfileikar og sögu áhugi
vel við að safna, skrá og koma á fót
sögusafni Landsbankans sem er
ómetanleg heimild komandi kyn-
slóðum. Þegar ég svo flutti mörgum
árum síðar til Reykjavíkur bauð
Sveinbjörn mér að koma í spila-
klúbb sem hann var þá kominn í fyr-
ir nokkrum árum, og hafa þau góðu
kynni er þá hófust við þá öndveg-
isdrengi sem þar voru fyrir, og eru
enn, veitt mér margar ánægju-
stundir. Síðast spiluðum við vinirnir
svo saman á fallegu heimili Svein-
bjarnar fyrir rúmri viku.
Vegna starfa minna erlendis und-
anfarna áratugi gefur augaleið að
samverustundum hefur fækkað
verulega, en alltaf skutu þær þó upp
kollinum af og til og var þá allt eins
og gerst hefði í gær, eins og segir í
kvæðinu.
Traustir vinir eru sjaldgæfir, þú
varst svo sannarlega einn af þeim,
Sveinbjörn. Góður drengur genginn
er – minningarnar lifa.
Elsku Sirrý, börn, barnabörn og
aðrir ættingjar, megi góður Guð
sefa sorg ykkar og gefa ykkur styrk
á þessum erfiðu tímum.
Kjartan Trausti Sigurðsson.
Kær vinur er fallinn frá. Í ágúst-
mánuði síðastliðnum fór fram árlegt
golfmót okkar gömlu félaganna og
boðaði þá Sveinbjörn forföll vegna
lasleika. Síðar kom í ljós að veik-
indin voru mjög alvarleg og nú sex
mánuðum síðar er hann allur. Vin-
skapur okkar hefur staðið í meira
en 50 ár. Í fyrstu var nánast daglegt
samband og margt brallað, en síðar
þegar við stofnuðum fjölskyldur tók
lífsbaráttan við og fjölskyldan varð
eins og vera ber í fyrsta sæti. Þó
hittumst við reglulega yfir vetrar-
tímann og spiluðum bridge. Svein-
björn var snjall bridgespilari. Spila-
mennskan var þó ekki aðalatriðið,
heldur það að hittast, ræða saman,
segja gamansögur og kryfja helstu
dægurmál á hverjum tíma. Síðasti
spilaklúbburinn var haldinn rúmri
viku fyrir andlát hans.
Sveinbjörn var Skagamaður og
sem slíkur mikill knattspyrnu-
áhugamaður, enda alinn upp í um-
hverfi þar sem allt snerist um
knattspyrnu. Kunni hann skil á
flestu sem viðkom knattspyrnunni
og kom þar frábært minni hans að
góðu gagni. Hann var sem alfræði-
orðabók þegar kom að spurningum
um nöfn leikmanna, þjálfara, úrslit
leikja og meistaratitla innanlands
sem utan og annað sem áhugavert
var í íþróttinni. Hann tók þátt í
spurningakeppni í ríkisútvarpinu
snemma á sjöunda áratugnum og
fjölluðu spurningarnar um áhuga-
svið hans. Hann stóð sig frábærlega
og komst áfram nokkur kvöld, en
féll úr keppninni rétt fyrir lok henn-
ar á svari sem hann svaraði rétt!
Ekki var það í stíl Sveinbjörns að
gera nein eftirmál vegna þessa.
Sveinbjörn starfaði allan sinn
starfsaldur í Landsbanka Íslands.
Starfaði hann í ýmsum deildum
bankans, þó lengst í tölvudeild, sem
hann átti mikinn þátt í að þróa. Síð-
ustu árin var hann útibússtjóri í
Hafnarfirði og Kópavogi. Svein-
björn var frábær bankamaður, var-
færinn og nákvæmur. Hann átti
mjög auðvelt með að rækta góð
samskipti við viðskiptamenn og
samstarfsmenn. Fáir höfðu eins al-
hliða þekkingu á bankastarfsemi og
hann og tryggð hans við bankann
fór ekki milli mála. Þegar Svein-
björn var nýhættur hjá bankanum
eftir 50 ára starf var óskað eftir því
að hann tæki þátt í uppsetningu á
sýningu í tilefni 100 ára afmælis
bankans og varð hann við því. Auk
þess annaðist hann leiðsögn um
þessa merkilegu sýningu, enda eng-
inn betur til þess fallinn.
Sveinbjörn var góður vinur sem
ævinlega var til taks ef á þurfti að
halda. Hann var alla ævi mjög
reglusamur, algjör bindindismaður
á vín og tóbak og var okkur því gott
fordæmi þegar við vorum ungir að
árum.
Í einkalífinu var Sveinbjörn
gæfumaður. Hann hafði búið fjöl-
skyldu sinni notalegt heimili sem
ánægjulegt var að heimsækja. Vel-
ferð fjölskyldunnar var hans hjart-
ans mál og ræddi hann oft með
stolti um konu sína, börn og barna-
börn.
Að leiðarlokum viljum við þakka
vináttu og tryggð sem aldrei bar
skugga á. Fjölskyldu hans sendum
við innilegar samúðarkveðjur. Hans
verður sárt saknað.
Bjarni, Björn, Örn og
Hallgrímur.
Vinur minn, Sveinbjörn Guð-
bjarnarson, er fallinn frá eftir stutt,
en erfið veikindi.
Ég kynntist Sveinbirni fyrir tæp-
um 20 árum þegar ég, nýbyrjaður í
Landsbankanum, sat með honum
námskeið í Selvík ásamt fleiri
starfsmönnum bankans. Sveinbjörn
hefur frá þeim tíma haft mikil og
góð áhrif á mig.
Sveinbjörn var Landsbankamað-
ur af lífi og sál. Starfsferill hans í
bankanum spannaði tæp 48 ár og er
það mér til efs að nokkur maður
hafi átt jafn farsælan feril innan
bankans og hann. Í bankanum
starfaði hann í hinum ýmsu deildum
og á löngum starfsferli sinnti hann
eflaust flestum þeim störfum sem
hægt var að finna innan veggja
bankans. Hann gegndi einnig
fjöldamörgum trúnaðarstörfum
innan bankans og á vegum SÍB.
Sveinbjörn var einn þeirra sem áttu
drjúgan þátt í uppbyggingu á þeirri
aðstöðu sem starfsmenn bankans
þekkja og njóta í orlofsbúðum bank-
ans í Selvík. Hann var forstöðumað-
ur tölvudeildar um langt árabil og
var fyrst ráðinn útibússtjóri árið
1993. Því starfi gegndi hann allt til
ársins 2005.
Sveinbjörn hafði alla þá kosti sem
prýða mega góðan útibússtjóra.
Hann var réttsýnn, faglegur og um-
fram allt maður fólksins. Hann var
starfsmönnum sínum góð fyrir-
mynd og hlúði að þeim í hvívetna.
Hann hafði góða kímnigáfu og það
var gaman að vera í félagsskap við
hann. Hann var mikill markaðsmað-
ur og víðtæk reynsla hans í bank-
anum naut sín vel í þeim útibúum
sem hann stýrði. Ég var svo hepp-
inn að starfa við hlið hans sem úti-
bússtjóri og gat notið leiðsagnar
hans á ýmsum sviðum. Við störf-
uðum saman á sameiginlegu mark-
aðssvæði um nokkurra ára skeið og
áttum mikið og gott samstarf ásamt
öðrum útibússtjórum innan þess
svæðis.
Ég veit að þeir eru sömu skoð-
unar og ég, um það hvað það var
mikill styrkur að hafa Sveinbjörn í
hópnum og hvað hann var fús að
miðla af reynslu sinni. Við héldum
vel hópinn í störfum okkar og
ógleymanlegar eru þær ferðir sem
við fórum í Selvík þar sem við unn-
um hluta úr degi, lékum síðan golf
og borðuðum saman. Sveinbjörn
var einn þeirra manna sem Lands-
bankinn gat í raun ekki verið án, því
eftir að hann hætti formlega störf-
um í bankanum var hann fenginn til
að sinna ýmsum verkefnum og ber
þar hæst þá þrotlausu vinnu sem
hann lagði í við uppsetningu og
kynningu á sögusýningu Lands-
bankans sem haldin var í tilefni af
120 ára afmæli bankans. Enginn var
betur til þess fallinn en Sveinbjörn
sem þekkti sögu bankans betur en
flestir aðrir. Hann þekkti einnig öll
þau tæki og tól sem notuð höfðu
verið og kunni skil á þeim.
Sveinbjörns verður sárt saknað í
Landsbankanum, sem aðila sem
helgaði starfsævi sína bankanum og
leit á starf sitt þar jafnframt sem
áhugamál. Um leið og ég þakka
Sveinbirni ánægjuleg kynni, vin-
skap og samfylgd sendi ég Sirrý,
sonum þeirra og ástvinum þeirra
öllum mínar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Tómas Hallgrímsson.
Kveðja frá Öldungadeild
Skýrslutæknifélags Íslands
Sveinbjörn helgaði Landsbank-
anum starfskrafta sína. Síðasta
verk hans, unnið eftir að hann lét af
störfum sem útibússtjóri og allt þar
til yfir lauk var að hirða um mikið
safn bankans af vélbúnaði sem not-
aður hefur verið við rekstur hans á
þeim liðlega 120 árum sem saga
hans nær yfir. Þar á meðal eru auð-
vitað tölvur því að bankinn tók
snemma upplýsingatækni í sína
þjónustu. Margt af þessum búnaði
var til sýnis á afmælissýningu bank-
ans í Morgunblaðshúsinu á afmæl-
isárinu. Ásamt öðrum miðlaði
Sveinbjörn sýningargestum af fróð-
leik sínum, en hann varð við annan
mann fyrsti starfsmaður tölvudeild-
ar bankans, líklega árið 1966. Eftir
að sýningunni lauk var safnið allt
skráð, merkt og pakkað á vöru-
bretti sem komið var í geymslu.
Sveinbjörn sá um þetta verk en
skrifaði auk þess greinargerðir um
ýmsa þætti tölvuvæðingar í bank-
anum.
Öldungadeild Skýrslutæknifélags
Íslands hefur það að markmiði að
stuðla að varðveislu minja um sögu
upplýsingatækninnar á Íslandi.
Nærri má því geta að þetta verk og
sú alúð og nákvæmni sem Svein-
björn beitti við það var okkur að
skapi, enda sá hann til þess að fé-
lagið gæti fylgst með verkum hans
og hafði milligöngu um að félaginu
yrðu afhentar skrár og myndir
ásamt nokkrum minjum úr skjala-
safni bankans. Fyrir þetta er félag-
ið afar þakklátt bæði honum og
bankanum. Vonandi fáum við í safn
okkar þau ritverk Sveinbjörns sem
enn bíða heimildar bankans til af-
hendingar. Vonandi bera eigendur
Landsbankans í nútíð og framtíð
gæfu til að meta að verðleikum
menningargildi vélasafnsins og búa
því stað til frambúðar.
Sigríði Magnúsdóttur eiginkonu
Sveinbjörns er vottuð innileg sam-
úð, svo og afkomendum og öðrum
ástvinum. Blessuð veri minning
Sveinbjarnar Guðbjarnasonar.
Jóhann Gunnarsson
formaður öldungadeildar
Skýrslutæknifélags Íslands.
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is – smella á reitinn Senda
efni til Morgunblaðsins – þá birt-
ist valkosturinn Minningargreinar
ásamt frekari upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún
að berast fyrir hádegi tveimur
virkum dögum fyrr (á föstudegi ef
útför er á mánudegi eða þriðju-
degi).
Þar sem pláss er takmarkað
getur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út. Greinar, sem berast
eftir að útför hefur farið fram, eft-
ir tiltekinn skilafrests eða ef út-
förin hefur verið gerð í kyrrþey,
eru birtar á vefnum, www.mbl.is/
minningar. Æviágrip með þeim
greinum verður birt í blaðinu og
vísað í greinar á vefnum.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Engin
lengdarmörk eru á greinum sem
birtast á vefnum. Hægt er að
senda örstutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er
unnt að tengja viðhengi við síð-
una.
Minningargreinar