Morgunblaðið - 27.02.2009, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.02.2009, Blaðsíða 11
Fréttir 11INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2009 Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is ÁRNI Tómasson, formaður skila- nefndar Glitnis, segir að ekki sé hægt að ganga út frá þeirri for- sendu að eigna- söfn gömlu bank- anna verði afskrifuð um 50% þegar þau verða færð yfir til þeirra nýju. Í til- lögum Framsókn- arflokksins um aðgerðir til að bregðast við fjárhags- vanda íslenskra heimila og atvinnu- lífs er miðað við að afskriftirnar verði ef til vill 50% og að þetta háa af- skriftahlutfall leiði til þess að svig- rúm myndist fyrir flatan 20% nið- urskurð á húsnæðisskuldum og skuldum fyrirtækja. Árni kveðst ekki hafa kynnt sér til- lögur Framsóknarflokksins til hlítar en telur að ekki sé vænlegt að miða við þá forsendu að eignasöfnin verði færð yfir til nýju bankanna með fyrr- greindu afskriftahlutfalli. Alls ekkert liggi fyrir um hugsanlegar afskriftir. Auk þess hljóti að þurfa að miða við að kröfuhafarnir fái eðlilegt verð fyr- ir eignir sínar, að afskriftirnar verði miðaðar við raunverulega hættu á út- lánatapi. Ef skuldir yrðu færðar nið- ur með flötum niðurskurði yrðu eig- endur skuldanna væntanlega fyrir auknu útlánatapi. Það sé alls ekki víst að kröfuhafar bankanna séu til- búnir til að sætta sig við slík kjör. „Þegar maður fellir niður skuldir þá kemur það við einhvern, ríkissjóð vegna húsnæðislána, lífeyrissjóði, innlenda og erlenda kröfuhafa.“ Sumir tóku lán en áttu sparnað Þá gerir Árni verulegar at- hugasemdir við hugmyndina um flat- an niðurskurð. Víst eigi margir erfitt með að greiða af húsnæðislánum sín- um en hins vegar séu einnig margir sem eigi ekki í verulegum vandræð- um með það. Sumir hafi frekar kosið að taka hagstæð lán til langs tíma fyrir húsum sínum fremur en að nota sparnað sem þeir eigi í banka. Ýmsar aðrar leiðir en flatur niðurskurður á skuldum séu til að koma til móts við þá sem hafa misst vinnuna og eiga þess vegna í vandræðum með af- borganir. Þannig megi lækka afborg- anir eða fresta þeim um tiltekinn tíma, aðstoða illa stadda skuldara við að minnka við sig húsnæði, allt eftir því hverjar aðstæður eru í hverju til- viki. Ekki hægt að ganga út frá 50% afskriftum Árni Tómasson Verður að miða við að kröfuhafar fái eðlilegt verð fyrir eignir Í HNOTSKURN » Framsóknarflokkurinnsegir að 20% niðurfærsla skulda feli ekki í sér kostnað fyrir ríkið. » Skuldir fyrirtækja nemaríflega 5.500 milljörðum og 20% niðurfærsla myndi kosta 1.100 milljarða. Fjármálanámskeið á vegum Íslandsbanka og Opna háskólans í Háskólanum í Reykjavík Undanfarið hafa margir viðskiptavinir Íslandsbanka lýst þeirri skoðun sinni að bankinn eigi að bjóða fjármálafræðslu fyrir almenning. Þess vegna býður Íslandsbanki nú fjármálanámskeið í samstarfi við Opna háskólann í Háskólanum í Reykjavík. Leiðbeinandi verður Þór Clausen, M.Sc. í fjármálum, ásamt ráðgjöfum frá Íslandsbanka. Markmið námskeiðsins er að veita ráðleggingar um flest sem snýr að fjármálum fjölskyldunnar. Þátttakendur verða fræddir um sparnað, lán, efnahagsreikning heimilisins, heimilisbókhald, fjárfestingar, lífeyrissparnað og margt fleira. Námskeiðin fara fram í Opna háskólanum í Háskólanum í Reykjavík, Ofanleiti 2, og eru öllum opin. Hvert námskeið stendur í 3 klst. og þátttökukostnaður er 1.000 kr. eða 1.000 punktar í Vildarklúbbi Íslandsbanka. Nánari upplýsingar á islandsbanki.is/fjarmalanamskeid. Næstu námskeið: • Laugardaginn 28. febrúar Kl. 10.00–13.00 • Miðvikudaginn 4. mars Kl. 17.15–20.15 UPPSELT • Laugardaginn 7. mars Kl. 10.00–13.00 • Miðvikudaginn 11. mars Kl. 17.15–20.15 Skráning á www.opnihaskolinn.is eða í síma 599 6394. Hvernig fæ ég yfirsýn yfir útgjöld heimilisins? Eru skuldabréf málið í dag? Hvort er betra að spara í verðtryggðu eða óverðtryggðu í dag? Er munur á nafn- og raunvöxtum? Hver er munurinn á vara- og neyslusparnaði? Get ég hætt að vinna við 65 ára aldur? Af hverju losna ég aldrei við yfirdráttinn? Hvernig næ ég tökum á fjármálunum? Hvað er verðtrygging og hvernig virkar hún? H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA 0 8 -2 2 5 4 Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is KENNETH S. Rogoff, prófessor í hagfræði við Harvard-háskóla og náinn samstarfsmaður margra lykilmanna í viðreisnarhópi hagfræð- inga Obama-stjórnarinnar, spáir mikilli vaxta- hækkun á mörgum efnahagssvæðum á næst- unni. Stöndug hagkerfi muni fara fram á ystu nöf erfiðrar skuldastöðu og önnur eins staða hafi ekki blasað við heiminum í hundrað ár. Hækkun vaxtastigsins verði afleiðing aukinn- ar lántöku ríkisstjórna, enda hafi skattgrunn- urinn veikst umtalsvert. Þessi þróun muni setja fordæmalausan þrýsting á uppsprettur fjár- magns í fjármálakerfunum. Rogoff, sem lét þessi orð falla í fyrirlestri á hnattvæðingarþingi Norðurlandanna í gær, er meðhöfundur nýrrar bókar, This Time Is Diffe- rent, þar sem rakið er með hvaða hætti fjár- málakreppan nú skeri sig úr fyrri niðursveiflum. Þar megi helst benda á alþjóðavæðingu fjár- málakerfanna, á sama tíma og bjartsýni hafi verið allt of mikil meðal stefnumótandi aðila í bandaríska hagkerfinu. Rogoff kennir glámskyggni um og því að ráðamenn skuli hafa skellt skollaeyrum við að- vörunum um þá stöðu sem nú sé uppi. Á árunum 2003 til 2006 hafi hann átt í rökræð- um við Alan Greenspan, þáverandi seðlabanka- stjóra Bandaríkjanna, sem hafi ekki hlustað á gagnrýni sem fór fram fyrir opnum tjöldum. Sú röksemd Greenspan að ekk- ert væri að óttast þar sem áhættunni væri dreift svo víða í alþjóðavæddu hagkerfi hafi verið röng. Vísbendingar um djúpstæða kreppu Vísbendingar hafi verið um að heimurinn stefndi í djúpstæða fjármálakreppu. Rogoff rifjaði í framhaldi upp að Angela Mer- kel, kanslari Þýskalands, hafi fyrir tveimur ár- um vogað sér að leggja til að ef til vill þyrfti að auka eftirlitið með vogunarsjóðum en George W. Bush, Gordon Brown og Henry Paulson hafi þá allir verið henni ósammála. Hann vék einnig að viðreisnaráætlun Bandaríkjastjórnar, með þeim orðum að skiptar skoðanir væru í röðum bandarískra hagfræðinga um hvort heppilegra væri að lækka vexti eða örva markaðina með ríkisinngripi. Kvaðst hann ekki telja fráleitt að demókratar vildu fyrst kanna hvort sú braut sem repúblik- anar hefðu markað í haust með því að hlaupa undir bagga með bönkunum myndi bera árang- ur áður en sú leið yrði farin að láta illa stæð fyr- irtæki einfaldlega fara á hausinn. Hann rifjaði einnig upp að heimurinn hefði tekist á við 18 meiri háttar fjármálakreppur frá síðari heimsstyrjöldinni. Hagkerfin hefðu unnið sig í gegnum þær líkt og þau myndu gera nú. Líklegt að vaxtastigið hækki mikið Kenneth S. Rogoff FORSÆTISRÁÐHERRAR Norðurlanda boðuðu aukna samvinnu í orku-, umhverfis- og loftslagsmálum á fjöl- sóttu hnattvæðingarþingi í nágrenni Bláa lónsins í gær. Efnahagskreppan var efst á baugi og sögðu ráðherr- arnir mikilvægt að hverfa ekki til efnahagslegrar ein- angrunarstefnu, heldur bæri þvert á móti að sækja í sameiningu fram á sviðum tækni og nýsköpunar. Aðspurður hvort hann teldi líkur á að sænska hag- kerfið yrði aðlagað að því markmiði að draga úr losun koldíoxíðs, samhliða þróun tækni sem flytja mætti út til erlendra markaða, kvaðst Fredrik Reinfeldt, forsætis- ráðherra Svíþjóðar, telja að sænska hagkerfið hafi haf- ið slíkt umbreytingarferli á 8. áratugnum. Hvað snertir evruumræðuna í Svíþjóð hafi þróun síðustu mánaða styrkt rök hans fyrir evruupptöku. Spurður um evruna lét finnski forsætisráðherrann Matti Vanhanen nægja að vísa til þess að smærri at- vinnurekendur í Finnlandi væru ánægðir með evruna og stöðugleika hennar í því ástandi sem nú ríkti. Þá funduðu þau Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, for- maður Samfylkingarinnar, og Jens Stoltenberg, for- sætisráðherra Noregs og formaður norska Verka- mannaflokksins, og voru að þeim viðræðum loknum sammála um að horfast yrði í augu við þá staðreynd að gjaldmiðlasamstarf Íslands og Noregs væri óraunhæft. Ítarlegra viðtal við Reinfeldt er að finna á mbl.is. Morgunblaðið/Árni Sæberg Setið fyrir svörum Matti Vanhanen, forsætisráðh. Finnlands, Jens Stoltenberg, forsætisráðh. Noregs, Jóhanna Sig- urðardóttir forsætisráðh., Anders F. Rasmussen, forsætisráðherra Dana, og Fredrik Reinfeldt, forsætisráðh. Svía. Nýsköpun efld á norðurslóðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.