Morgunblaðið - 27.02.2009, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 27.02.2009, Blaðsíða 29
Minningar 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2009 ✝ Herdís Pálsdóttirfæddist í Forn- haga í Hörgárdal 9.8. 1914. Hún lést á Dval- arheimilinu Hlíð á Akureyri 17.2. 2009. Foreldrar hennar voru hjónin Páll Páls- son bóndi í Fornhaga, f. 23.10. 1873, d. 30.12. 1956 og Val- gerður Friðfinns- dóttir, f. 4.11. 1878, d. 13.2. 1969. Systir Herdísar var Bryn- hildur, f. 2.5. 1911, d. 3.4. 1980. Herdís giftist 10.6. 1939 Ingólfi Guðmundssyni, frá Arnarnesi, f. 19.12. 1908, d. 1.2. 1983. Foreldrar hans voru Guðmundur Magnússon, f. 14.1. 1869, d. 29.10. 1956 og Sess- elja Jónsdóttir, f. 28.1. 1869, d. 22.10. 1947. Afkomendur Herdísar og Ingólfs eru: 1) Brynhildur, f. 17.5. 1940. Maki (skilin) Svavar Guðni Svavarsson. Börn Svavar Val- ur, f. 21.10. 1965, kvæntur Guðrúnu Elliðadóttur. Synir Svavar Elliði, Viktor Páll og Hermann Orri. Sig- ríður, f. 29.7. 1967, sambýlismaður Guðmundur Jónasson. Sonur Jónas Búi. Ásta Kristín, f. 5.4. 1972, gift Steingrími Árna Thorsteinson. Börn Herdís, f. 7.3. 1968, gift Kristni Haukssyni. Börn Haukur Viðar, Arnar Valur og Sædís. Fanney, f. 19.12. 1969, gift Jónberg Hjaltalín. Synir Vigfús og Valur. Fyrir átti Fanney Sesselju. Hjörtur, f. 19.6. 1971, kvæntur Stefaníu Elísabetu Hallbjörnsdóttur. Synir Hákon Guðni og Hallbjörn Kári. Fyrir átti Stefanía Veroniku Rut. Freyja, f. 10.10. 1980. Sonur Róbert Nökkvi Egilsson. Gunnhildur Vala, f. 23.1. 1986, sambýlismaður Höskuldur Búi Jónsson. Synir Þorgeir Árni og Friðgeir Bjarni. Herdís ólst upp í Fornhaga og bjó þar mestan hluta ævinnar. Hún stundaði nám í húsmæðraskól- unum á Blönduósi og Hallorms- stað. Árið 1936 fór hún í garð- yrkjuskóla í Noregi. Fyrstu tvö árin eftir heimkomu vann hún í Gróðrarstöðinni á Akureyri og sem farandgarðyrkjumaður í Húnavatnssýslum. Herdís og Ing- ólfur hófu búskap í Fornhaga 1939, þar sem hún stundaði einnig rækt- un fjölærra blóma. Í Fornhaga bjó hún allt til ársins 1996, að und- anskildum 4 árum er þau hjón bjuggu í Glerárþorpi og á Hólma- vík, en 1996 fluttist hún á Dval- arheimilið Skjaldarvík, þaðan að Kjarnalundi og síðustu æviárin dvaldi hún á Hlíð á Akureyri. Útför Herdísar fer fram að Möðruvöllum í Hörgárdal í dag og hefst athöfnin kl. 14. Axel Harry, Brynhild- ur Eva og Halldór Hilmir. Fyrir átti Ásta Dagrúnu Lindu og Árni Ingu Maríu. 2) Arnheiður, f. 16.4. 1942, gift Gísla Sig- urkarlssyni. Börn Ingólfur, f. 5.3. 1974, sambýliskona Guðrún Elsa Bragadóttir. Sonur hans Flóki. Kristín, f. 20.9. 1976, sambýlismaður Rol- and Hamilton. 3) Gunnfríður, f. 14.1. 1944. Maki (skilin) Guðmundur Sig- mundsson. Dætur Ragnheiður, f. 6.11. 1966, gift Gunnari Jóhanni Birgissyni. Börn Katrín Björk og Gunnar Freyr. Fyrir átti Gunnar Birgi og Unni. Hildur, f. 29.4. 1970, gift Guðmundi Erlingssyni. Dætur Pála, Harpa og Agnes. Gift Páli Hrólfssyni. Sonur Gunnar Páll, f. 18.8. 1978. Fyrir átti Páll Eyjólf og Sigríði. 4) Guðmundur, f. 18.11. 1946, kvæntur Brynju Ósk- arsdóttur. Börn: Bjartur, f. 13.2. 1982, sambýliskona Anna Þor- steinsdóttir, synir hennar Styr og Alvar. Drífa, f. 11.2. 1983. Fyrir átti Brynja Yrsu Rós. 5) Sesselja, f. 28.2. 1949, gift Vali Daníelssyni. Börn Elsku amma mín er dáin, ég vissi alveg að það kæmi að þessu fyrr en seinna en samt var maður ekkert viðbúinn þegar mamma hringdi og sagði að þú hefðir fengið hjartaáfall og að það væri stutt eftir hjá þér. Sem betur fer fékk ég tækifæri til að kveðja þig, elsku amman mín, bæði sat ég yfir þér með mömmu kvöldið áður en þú lést og svo kíkti ég líka til þín áður en ég fór að vinna morg- uninn eftir og náði að kyssa þig bless á kinnina. Þú varst svo skemmtileg. Það var svo gaman að koma í heimsókn til þín og hlusta á þig segja frá gömlum minningum, þegar þú fórst til Nor- egs til að læra garðyrkjufræði og gekkst í buxum, ekki í pilsi eins og dama, heldur buxum eins og hver annar karlmaður. „Það er alveg von- laust að vera að puða í beðununm í pilsum.“ Amma í brúnu buxunum, gúmmískónum og með derið. Þú hef- ur aldeilis lifað tímana tvenna. T.d. spurðir þú mig þegar ég kom í heim- sókn til þín og sagði þér að ég væri að fara að keppa á kaffimóti í Rúss- landi, hvort ég fengi far þangað með fiskiskipi, af því að þannig fórst þú til Noregs á sínum tíma. Svo skríktirðu bara þegar ég sagði þér að núna flygi maður í flugvél á milli landa. Eða þegar þú sönglaðir vísurnar þínar. Þvílíkur aragrúi af vísum sem þú kunnir. Í einni af mínum fyrstu minningum sit ég í fanginu á þér í ruggustólnum og þú ert að syngja fyrir mig. Enda hættirðu ekkert að syngja, þú meira að segja sönglaðir í síðasta skipti sem við Róbert komum í heimsókn til þín, þó að við skildum voða lítið í vísunni. Ég man líka hvað maturinn bragð- aðist alltaf betur hjá þér en hjá mömmu. Þó það væri bara ristað brauð með smjöri eða grjónagraut- ur, þá var hann samt betri hjá þér. Mér finnst ótrúlegt að ég geti ekki farið í heimsókn til þín einu sinni enn og hlustað á þig tala um þína við- burðaríku ævi. En eitt sinn verða all- ir menn að deyja. Þó að ég sé sorg- mædd yfir því að hitta þig ekki aftur, þá veit ég að þú ert ánægð, loksins ertu búin að fá hvíldina langþráðu. Og hver veit nema að ég hitti þig seinna þegar minn tími kemur. Elsku amma, hvíldu í friði. Þín dótturdóttir, Freyja. Amma sem sat með mig í ruggu- stólnum sínum og raulaði fyrir mig allar vísur sem hún kunni, amma sem kenndi mér Skúlaskeið þegar ég var 3ja ára og fannst ferlega sniðugt að heyra mig fara með það allt utan- bókar, amma sem smurði fyrir mig ristað brauð með rjómaosti og stapp- aði fyrir mig „kappaduddomö“, amma sem ók mér um í hjólbörum í garðinum og kenndi mér blómanöfn, las fyrir mig ævintýri og leyfði mér að lúlla í holunni sinni. Eina amman sem ég átti eftir er dáin. Skrýtið hvernig dauðsfall sem bú- ist er við er öðruvísi en óvænt dauðs- fall, því þótt mér hafi þótt ósköp vænt um ömmu mína þá fann ég ekki aðeins fyrir sorg og söknuði þegar hún dó heldur varð ég líka fegin. Með fyrstu minningunum sem ég á um ömmu er hvernig hún talaði um dauðann, hún talaði um það annað slagið alveg frá því ég man eftir mér að núna þyrfti hún bráðum að deyja. Amma hafði alltaf frekar sérstak- an húmor, hún til dæmis reifst við mig um það hvort hún væri versta amma í sveitinni. Þegar hún sagði það við mig varð ég alveg forviða, „nei amma“ sagði ég „þú ert besta amma í sveitinni“ og svona þrættum við í einhvern tíma áður en hún gafst upp. Ég held hún hafi nú haft lúmskt gaman af hrósinu. Þegar ég var lítil sóttist ég mikið í að vera hjá ömmu, það var sérstök lykt, sem mér fannst góð, inni hjá henni sem stafaði líklega af öllum gömlu bókunum sem stóðu uppi í hillunni hennar. Amma eldaði, að mér fannst, allt öðruvísi mat en mamma og ég átti alls staðar minn stað hjá henni. Við lögðum okkur saman og þá fékk ég að vera í „hol- unni“ hjá henni og þegar við borð- uðum saman sat ég alltaf við borðs- endann. Þegar amma vildi frið til að gera eitthvað setti hún litabók á gamla skrifborðið sitt og ég fékk að lita. Hún las líka mikið fyrir mig úr gömlum ævintýrum sem ég hef hvergi heyrt annarsstaðar og kallaði mig alltaf „litlu-stóru stelpuna sína“. Og þegar hún varð eldri og hætti að þekkja fólk þá gekk lengi að segja bara „þetta er litla-stóra stelpan þín“ við hana og þá fattaði hún hver ég var. Mér fannst ég alltaf vera velkomin hjá ömmu og hún hafði einhvernveg- inn alltaf tíma til að hafa mig hjá sér. Ég á eftir að sakna ömmu en ég er samt fegin að hún fékk ósk sína upp- fyllta. Ég vona bara að henni líði bet- ur þar sem hún er núna. Gunnhildur Vala Valsdóttir. Það var gaman að vera barn í litlum kaupstað norður í landi og eiga móðursystkini bæði í Eyjafirði og í Hörgárdal. Fyrir vikið fórum við mamma með Drangi frá Ólafsfirði flest sumur, stundum til Akureyrar en stundum stoppaði hann á Hjalt- eyri og þaðan gengum við yfir ásana í Arnarnes þar sem systir mömmu bjó og dvöldum við þar í nokkra daga. Síðan fórum við með mjólkur- bílnum að Fornhaga, en þar bjó Ing- ólfur bróðir mömmu og kona hans Herdís og þar var einnig dvalið í nokkra daga. Á þessum árum fannst mér gaman að hitta frændsystkini mín og leika við þau sem voru næst mér í aldri. Það var gaman að koma í Fornhaga. Systkinin þar áttu skemmtilegt bú rétt fyrir ofan bæ- inn, með allskyns gullum sem voru öðruvísi en ég átti að venjast. og svo heillaði hlaðan. Inn á milli var skotist inn til að borða og drekka og í minni mínu voru alltaf pönnukökur á borð- um. Það sem var sérstakt við bæinn voru öll trén sem mér fannst eins og í ævintýri og öll blómin, svo falleg og lækurinn rétt sunnan við húsið. Kannski man ég mest eftir blómun- um og trjánum vegna þess að móðir mín og vinkona hennar töluðu svo mikið um garðinn hennar Herdísar en á þeim tíma hafði fólk ekki mikla trú á ræktun blóma og trjáa, bændur áttu bara að rækta tún. En svo hætt- ir maður að vera barn. Ég fór í Forn- haga á eigin vegum þegar ég var stödd fyrir norðan. Frændsystkin mín voru ekki alltaf heima og þá kynntist ég Herdísi sem heillaði mig með áhuga sínum á garðrækt og skemmtilegum skoðunum á lífinu og tilverunni. Hún sýndi mér garðinn sinn og langaði að kenna mér eitt- hvað um blómarækt en ég var þá frekar áhugalaus um slíkt. Svo sát- um við á kvöldin og spjölluðum yfir kaffibolla. Herdísi fannst ég ekki nógu lesin svo hún fékk mig til að lesa Sölku Völku, og síðan Sjálfstætt fólk og Heimsljós. Það var gaman fyrir ungling að vera hvött til að lesa þessar bækur og hitta hana svo ein- staka sinnum og takast á um persón- urnar í þeim. Það hnussaði stundum í henni yfir einfeldni minni, en gott var á milli okkar og kenndi hún mér heilmikið og fékk mig til að hugsa um tilveruna á heimspekilegan hátt. Áfram leið tíminn og alltaf hafði Fornhagi aðdráttarafl. Ég fór þang- að með fjölskyldu mína og við feng- um að gista á efri hæðinni hjá Her- dísi. Garðurinn varð alltaf fallegri og fallegri en Herdís fékk meiri tíma til að sinna honum eftir að dóttir henn- ar og tengdasonur tóku við búinu. Þegar ég í fyrsta skipti fékk garð til umráða sendi Herdís mér blóm. Seinna kom hún í heimsókn og gaf góð ráð um hvað af gamla gróðrinum ætti að dekra við og hvað að klippa niður. Einnig var hún einstaklega smekkvís að raða blómum saman. Þegar ég fór að skoða blóm og kaupa í gróðrarstöðvum kom sér vel að minnast á Fornhaga. Allt kunnátt- ufólk um blóm þekkti Herdísi. Ég kveð vinkonu mína Herdísi með mikilli virðingu og ég votta börnum hennar og öllu hennar fólki samúð mína. Unnur Jónsdóttir Mig langar að minnast góðrar og sérstakrar vinkonu sem er nú fallin frá eftir langa ævi, södd lífdaga. Um langan aldur hefur ríkt mikil vinátta milli fjölskyldu minnar frá Auðbrekku og Fornhagafólksins. Ég fæddist inn í þá vináttu og var mikill heimagangur í Fornhaga á æskuár- um. Herdís átti snemma stóran og mikilvægan sess í mínu lífi og var auk þess móðir bestu æskuvina minna. Hún var stórlynd kona, sterk og sjálfstæð og fór sínar eigin leiðir, en var samtímis mikill vinur vina sinna. Hún kunni því vel að ég var talsverður lestrarhestur, ræddi við mig telpukornið um heimsbók- menntirnar og leiðbeindi mér með bókaval. Mér er það minnisstætt þegar hún heimsótti mig suður og fór með mér fátækri stúdínu á forn- bókasölur til að velja handa mér haldgóða andlega næringu. Eftir að við hjónin komum heim frá námi og fluttum norður með yngri soninn nýfæddan reyndist Herdís okkur ómetanleg stoð. Hún kom oft í heimsókn og leiðbeindi okkur með ýmislegt eins og slátur- og kæfugerð og hafði oftar en ekki eitthvað gott meðferðis úr sínum rómaða garði. Já, í Herdísi skynjaði ég sterkt rætur menningar okkar og sögu og hún er í mínum huga hin sanna fjall- kona Íslands. Hispurslaus og fremur hrjúf á yfirborði, en trygg og gjöful þeim sem hún tengdist. Hlátur henn- ar minnti á náttúruöflin sjálf. Hún tók lífinu eins og það birtist, en líka tilbúin að fara þegar ævistarfinu lauk. Mér er hún mikilvæg fyrir- mynd um svo margt og vinátta henn- ar mér dýrmæt. Fyrir það er ég djúpt þakklát. Við hjónin sendum fjölskyldu og vinum Herdísar innilegar samúðar- kveðjur. Anna Karólína Stefánsdóttir. Herdís Pálsdóttirsérstaklega í jólaboðum Hjálpræðis-hersins þar sem hann sá um að elda ofan í hátt í 200 gesti, meðal annars forseta Íslands sjálfan eitt ár. Við fórum marga skemmtilega bíl- túra saman og minnumst sérstaklega ferðalagsins okkar hjónanna til Stykkishólms og kvöldsins í Narf- eyrarstofunni þar. Ferðalögin okkar til Íslands enduðu líka alltaf með Hilmari þegar hann keyrði okkur út á flugvöllinn, þótt á miðri nóttu væri. Við viljum þakka góðum manni fyrir dýrmætu vináttu og votta Guðrúnu og börnunum innilega samúð okkar. Páll Ólafur, Gabriele, Arnbjörn, Eiríkur, Níels, og Helgi Eggerz. Af eilífðarljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Benediktsson) Mig setti hljóðan þegar ég frétti af andláti Hilmars Árna Ragnarssonar. Ég vissi að hann átti við alvarleg veikindi að stríða, en samt kom kallið á óvart. Ég heimsótti Hilmar fyrir hálfum mánuði og fannst eins og hann væri að upplifa bata í veikind- um sínum. Ég vonaði að hann mundi sigra í baráttu sinni við hinn illvíga sjúkdóm. En Hilmar hefur nú verið kvaddur til starfa á æðri vettvangi. Ég kynntist Hilmari í gegnum skot- íþróttina þar sem ég er félagi í Skot- félagi Reykjavíkur. Einu sinni, þegar ég lagði leið mína í Álfsnes þar sem skotfélagið hefur aðstöðu, hitti ég fyrir tvo starfsmenn sem unnu við lagfæringar á húsnæði félagsins. Annar maðurinn var Hilmar, for- maður félagsins. Hilmar kynnti stolt- ur fyrir mér þær frábæru fram- kvæmdir sem unnið var að í Álfsnesi og sagði mér frá þeirri framtíðarsýn sem hann sá fyrir hönd félagsins. Ég fór oft upp í Álfsnes og fylgdist með gangi mála. Alltaf tók Hilmar vel á móti mér og við áttum saman skemmtilegar samræður um mögu- leika svæðisins. Síðastliðið vor, þegar starfsemi félagsins í Álfsnesi var að hefjast, sagði Hilmar mér að það vantaði starsfmann til að hægt væri að opna svæðið. Fyrir hvatningu frá honum hóf ég störf sem umsjónar- maður svæðisins sl. vor. Hilmar kom oft upp á svæði eftir vinnu og vann við smíðavinnu. Við ræddum oft um það hversu dýrmæt heilsan er hverj- um einstaklingi og hversu nauðsyn- legt það er að hlúa að henni. Þegar Hilmar varð veikur fannst mér eins og hann hefði lagt of hart að sér, hann væri þreyttur. Því miður var grunur minn ekki réttur. Í ljós kom að veikindi Hilmars voru mun alvarlegri. Starfsþrek Hilmars dvín- aði. Hann lét af störfum sem formað- ur Skotfélags Reykjavíkur á haust- mánuðum, eftir fjórtán ára farsælt starf fyrir félagið. Það er sárt að upp- lifa að maður með fulla starfsorku og einbeittan vilja til að takast á við að- kallandi störf, við uppbyggingu göf- ugrar starfsemi, þurfi að láta undan í baráttu við illvígan sjúkdóm. Þegar góður samferðamaður og vinur er kvaddur hinstu kveðju staldrar maður við og íhugar farinn veg. Við gerum okkur sjaldnast grein fyrir því hversu dýrmætur tíminn er, og hversu nauðsynlegt er fyrir okkur öll að fara vel með þann tíma sem við höfum. Hilmar notaði tímann sinn vel. Hann lét margt gott af sér leiða. Hilmar hafði mjög góða nærveru. Hann var hlýr maður. Það er dýr- mætt að minnast samræðnanna sem við áttum uppi í Álfsnesi, yfir kaffi- bolla, að loknum löngum starfsdegi, þar sem við horfðum til framtíðar, bjartrar framtíðar. Ég votta fjöl- skyldu Hilmars mína innilegustu samúð. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Kristján Kristjánsson, umsjónarmaður hjá Skotfélagi Reykjavíkur í Álfsnesi. Meira: mbl.is/minningar ✝ Móðir okkar, PÁLÍNA HALLDÓRSDÓTTIR frá Ólafsvík, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði föstudaginn 20. febrúar. Jarðsett verður frá Ólafsvíkurkirkju laugardaginn 28. febrúar kl. 14.00. Börn hinnar látnu og fjölskyldur þeirra. ✝ Faðir okkar elskulegur, RÓBERT F. GESTSSON málari, Ásvallagötu 63, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans, Landakoti aðfara- nótt miðvikudagsins 25. febrúar. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Ingveldur, Guðný og Kristín Róbertsdætur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.