Morgunblaðið - 27.02.2009, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 27.02.2009, Blaðsíða 33
Minningar 33 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2009 Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynn- ast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Ástarkveðja. Þín tengdadóttir, Eygló. Ástkær amma okkar, Guðrún Ólafsdóttir, er látin, gengin er mæt kona, dugleg, falleg og yndislega góð. Amma okkar með hvíta fallega hárið sitt, lítil og nett kona með af- skaplega gott hjartalag. Amma hef- ur alla tíð verið stór partur af lífi okkar og sóttum við það fast að fá að dveljast löngum stundum hjá henni enda nutum við samvistanna. Amma hafði einstaklega hlýja nær- veru, mikla þolinmæði og gaf sér alltaf tíma til að setjast og spjalla, spila eða gera hvaðeina sem okkur datt í hug. Á stundum fannst okkur við komnar inn í friðhelgi þegar við komum til ömmu og munum ömmu okkar svo vel, í rólegheitum við eld- húsborðið að leggja kapal, prjóna, lesa í bók eða hlusta á útvarpið. Síðar þegar langömmubörnin komu til sögunnar pössuðum við upp á að þau fengju líka að njóta gæsku langömmu sinnar enda gætti amma þess að hafa nóg fyrir þau til að sýsla við, var ætíð með dótakassa með litum, litabókum og fleira, svo ekki sé minnst á nammi í skál, kleinur, pönnsur og fleira góðgæti. Hjá ömmu var oft mjög gest- kvæmt enda var hún einstaklega góð heim að sækja, þannig að stundum var heimilið eins og fé- lagsmiðstöð, fólk að koma og fara, mikið skrafað og hlegið. Oft skott- uðumst við systur þarna í kring og einhverju sinni var sagt við ömmu okkar að á þessum stúlkum væri sannkallað ömmuuppeldi, ekki vit- um við hvort amma eða við urðum stoltari við þessa athugasemd, en svo mikið er víst að allar urðum við glaðar og rifjaði amma þetta oft upp með bros á vör. Við höfum í gegnum tíðina ferðast mikið með ömmu okkar, bæði til útlanda og innanlands. Hin- ar árlegu ferðir okkar í sumarbú- staðinn í Galtalæk eru okkur efst í huga en þar mættust allt upp í fjór- ar kynslóðir sem skemmtu sér sam- an. Þar voru amma og Einar bróðir hennar í aðalhlutverkum og sáu til þess að öllum liði vel. Farið var í gönguferðir, boltaleiki, spilað krok- ket, veiðiferðir, vist á kvöldin og á hverju kvöldi var endað á gam- aldagskvöldkaffi með kóngabrauð- inu frá ömmu. Amma gaf svo mikið af sér og krafðist einskis, hjá ömmu var allt leyfilegt, að skoða myndir, gamla muni og grúska í hirslum og skáp- um var í fínu lagi. Kysum við að máta sparikjólana og háhæluðu skóna fagnaði amma því og tók sjálf þátt, einhverju sinni þegar leikurinn stóð sem hæst brotnaði hællinn undan aðalspariskónum sem amma ætlaði að nota þá um kvöldið, en öllu var tekið með jafn- aðargeði og amma tók næstbestu skóna það kvöld. Fyrir þessar stundir og allar aðrar samveru- stundir verðum við ömmu okkar ævinlega þakklátar. Við og fjölskyldur okkar syrgjum nú góða ömmu og langömmu en þökkum henni ómetanlega sam- fylgd og þær góðu minningar sem hún skilur eftir í hjörtum okkar. Amma kvaddi okkur oft með þess- um orðum „Blessi ykkur“, nú kveðjum við ömmu okkar í hinsta sinn, blessi þig amma okkar og minningu þína. Jóhanna og Guðrún Björk. Elsku amma. Takk kærlega fyrir góðar stundir, þú hefur alltaf verið mér mjög góð. Þær voru nú ófáar stundirnar sem við sátum tvö og spiluðum rommí. Ég man þegar ég og mamma komum og náðum í þig í vinnuna og fórum svo heim til þín, mamma fór heim en við tvö sátum eftir og spiluðum í nokkra klukku- tíma áður en pabbi kom og náði í mig. Við fórum í sumarbústað í Galta- læk á hverju sumri, það var besta vikan á hverju ári. Við vorum þar saman fjölskyldan og áttum mjög góðar stundir. Þú hélst alltaf jóla- boð á öðrum í jólum sem var ynd- islegur dagur, ég og Pétur afi kom- um alltaf nokkrum tímum fyrr til að geta spilað vist við þig og Einar áður en hinir gestirnir kæmu. Þú varst alltaf mikill dýravinur, ég og Heikir hundur komum oft til þín gangandi fyrst úr Ártúnsholtinu og svo Þingholtunum. Alltaf þegar við komum þá var það fyrsta sem við gerðum að fara til í eldhúsið og þar fékk Heikir afganga. Síðan var sest inn í herbergi hjá Einari og við spiluðum þrjú fram undir miðnætti og Heikir svaf á meðan, var sjaldan jafn rólegur. Það kom fyrir að hundurinn komst í eitthvað sem hann mátti ekki taka og eitt skipti braut hann vasa sem þér þótti svo vænt um en samt fékk Heikir bara klapp fyrir, aldrei var hann skamm- aður frekar en neinn annar. Með þessari bæn sem segir margt sem ég hugsa en erfitt er að koma orðum að vil ég, elsku amma, kveðja þig: „Himneski faðir, við lútum í auðmýkt vilja þínum. Viska þín er meiri en okkar. Þú skilur að við berum harm í hjarta og hve mikil sorg okkar er. Við þráum snertingu horfinnar handar og hljóm þeirrar raddar sem þögnuð er. Þú ert miskunnsamur og góður. Þú munt hugga okkar særðu hjörtu. Við þökkum þér fyr- ir son þinn Jesú Krist sem gaf okkur vonina um að við munum aftur finna ást- vin okkar á himnum, þar sem enginn að- skilnaður er framar til. Þerra tárin af augum okkar. Þakka þér, Drottinn, fyrir þinn djúpa skilning á fátæklegum mennskum hjörtum okkar og fyrir stuðn- ing þinn. Amen.“ Blessuð sé minning þín. Einar Daði Reynisson. Mig langar í nokkrum orðum að minnast móðursystur minnar Guð- rúnar Ólafsdóttur. Hún var mér alltaf mjög kær enda stóð heimili hennar mér alltaf opið og var ég tíður gestur þar. Móðir mín er elst af stórum systkinahóp og Gunna næst elst og voru þær mjög nánar og mikill samgangur milli þeirra meðan heilsa leyfði, báðar komnar yfir nírætt. Þegar farið var í bíltúr um helgar eða að kvöldi til var komið við í Hlíðunum hjá Gunnu og Einari og þeim boðið með og svo fengið kaffi á eftir. Alltaf var til meðlæti. Hún var mikil húsmóðir góð mamma og amma og ekki síðri frænka og syst- ir. Þegar ég sest við tölvuna og ætla að setja einhvað á blað kemur svo margt upp í hugann að það væri að æra óstöðugan að segja frá því öllu af svo mörgu er að taka. Minnisstæðar eru sumarferðirnar í Galtalækjaskóg sem farnar voru eina viku á hverju sumri. Þar var margt um manninn og ekki mikið frí fyrir Gunnu en hún naut þess að hafa sitt fólk í kringum sig. Það er svo merkilegt að þetta var yfirleitt besta vika sumarsins veðurfarslega séð. Hún var mikill sólunnandi. Fór nokkrum sinnum til sólarlanda og naut þess vel. Gunna starfaði í mörg ár við saumaskap á saumastofunni Elísu en síðustu starfsárin vann hún á saumastofunni á Hrafnistu í Reykjavík og sagði stundum í gríni að hún væri að leggja inn gott orð til efri áranna, enda endaði hún æv- ina á Hrafnistu. Elsku Gunna, mig langar að þakka allar ánægjulegar stundir sem ég hef átt með þér og fjölskildi þinni. Sonunum Reyni Hlíðar, Þórði, Ólafi Má, Gunnari og fjöl- skyldum þeirra votta ég samúð mína. Hvíl í friði. Þín systurdóttir, Sólveig Halldórsdóttir. Nú er gengin mikil heiðurskona, Guðrún Ólafsdóttir móðursystir mín eða Gunna frænka eins og hún var ávallt nefnd á mínu heimili. Það fer margt í gegnum huga minn þessa stundina og efst í huga mér er þakklæti til minnar góðu frænku. Það voru ófáir dagar og nætur sem við fjölskyldan fengum skjól á hennar heimili meðan við bjuggum á landsbyggðinni. Alltaf var Gunna frænka tilbúin að taka á móti okkur. Oft sagði hún þegar ég hringdi til að spjalla: „Nú er langt síðan ég hef séð ykkur, ljósið mitt, eruð þið ekki að fara að koma“? Og í hvert sinn sem við komum til Reykjavík- ur var okkur velkomið að gista hjá henni. Enginn reyndist mér jafnvel og hún, að öðrum ólöstuðum, þegar maðurinn minn átti í erfiðum veik- indum sem ungur maður. Gott var þá að vera í návist hennar og geta rætt við hana eftir erfiðar sjúkra- hússheimsóknir og veitti hún mér mikinn stuðning enda var ég bara rétt tvítug þegar þetta var. Mér fannst mikið til Gunnu koma þegar móðir mín sagði mér frá því að Gunna hefði saumað á sig skáta- búninginn sem ég notaði svo seinna. Ég var viss um það að svona búning gæti ekki hver sem er saumað. Í dag notar dótturdóttir mín þennan sama búning á sínum skátaviðburðum. Gunna var menntuð í kjólasaum og var afskaplega lagin og vand- virk. Eitt sinn kom ég með dragt- arjakka til hennar sem fór ekki nógu vel um herðarnar, hún leit á hann, hló og sagði að það væri nú ekki skrítið því það væru tvær hægri ermar á honum. Við skemmt- um okkur konunglega yfir þessu og lagaði hún auðvitað jakkann fyrir mig eins og henni einni var lagið. Á milli okkar Gunnu var alla tíð sterkt samband, hún tók á móti mér í þennan heim ásamt ljósu minni á heimili ömmu og afa að Hafnargötu 7 í Bolungarvík, og kannski þess vegna vorum við svona nánar. Minning um góða og sterka konu lifir áfram með okkur sem eftir stöndum. Ég og fjölskylda mín sendum ættingjum og aðstandendum Gunnu frænku samúðarkveðjur. Björk Gunnarsdóttir. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR ÓLAFSSON, Bergstaðastræti 68, lést á Landspítalanum Landakoti aðfaranótt miðvikudagsins 25. febrúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Vigdís Sigurðardóttir, Björn Lúðvíksson, Hjörtur Sigurðsson, Hafdís Hafsteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Bróðir okkar, mágur og frændi, ARNÓR KARLSSON fyrrum bóndi á Bóli, síðar Arnarholti í Biskupstungum, Bjarkarbraut 10, Bláskógabyggð, lést á Landspítalanum í Fossvogi miðvikudaginn 25. febrúar. Systkini hins látna og aðrir venslamenn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN KARITAS OTTESEN fyrrum húsfreyja í Efstadal í Laugardal, lést á Kumbaravogi mánudaginn 23. febrúar. Jarðsungið verður frá Skálholti laugardaginn 28. febrúar kl. 13.00. Jarðsett verður í Miðdalskirkjugarði. Sigurður Sigurðsson, Lilja Dóra Eyþórsdóttir, Gunnhildur Sigurðardóttir, Gestur Sæmundsson, Snæbjörn Sigurðsson, Björg Ingvarsdóttir, Jórunn Sigurðardóttir, Halldór Rúnar Vilbergsson, Ásmundur Sigurðsson, Elva Gunnlaugsdóttir, Ása Björk Sigurðardóttir, Egill Þór Ragnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir, tengdafaðir, afi og bróðir, GUNNLAUGUR ÞORLÁKSSON stýrimaður, Grundarfirði, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 2. mars kl. 13.00. Þórdís Jeremíasdóttir, Þorlákur Ó. Snæbjörnsson, Agnar Þór Gunnlaugsson, Ingileif Ágústsdóttir, Ásdís Emilía Gunnlaugsdóttir, Friðjón A. Marinósson, Steinunn Marta Gunnlaugsdóttir, Styrmir Kristjánsson, Kristófer Andri, Róbert Aron, Sara Rut, Helena, Gunnlaugur, systur og aðrir aðstandendur. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN GUÐJÓNSDÓTTIR, Rauðagerði 67, lést á Landspítalanum Hringbraut mánudaginn 23. febrúar. Hún verður jarðsungin frá Bústaðakirkju mánu- daginn 2. mars kl. 13.00. Margrét Kristjánsdóttir, Jónína Kristjánsdóttir, Ólafur Ívan Wernersson, Fanný Sigurþórsdóttir, Ívar Bergmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Þökkum af alhug öllum þeim sem sýndu okkur samúð, vináttu, hlýhug og stuðning vegna andláts og útfarar GUÐMUNDAR ÞORVALDSSONAR, Hjarðarholti 2, Akranesi. Stuðningur ykkar er okkur ómetanlegur. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Ásdís Vala Óskarsdóttir. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir mín, tengdamóðir, systir og mágkona, SNJÓLAUG GUÐRÚN EIRÍKSDÓTTIR SHOEMAKER, til heimilis í Concord, Kaliforníu, lést sunnudaginn 22. febrúar. William H. Shoemaker, Linda Susan Shoemaker Haskins, William Haskins, Rósa Eiríksdóttir Ramsay, Sturla Eiríksson, Solveig Thorarensen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.