Morgunblaðið - 27.02.2009, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 27.02.2009, Blaðsíða 34
34 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2009 ✝ Sveinbjörn Guð-bjarnason fædd- ist á Akranesi 8. júní 1939. Hann lést á líknardeild Landspít- alans í Kópavogi 19. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðbjarni Sigmunds- son verkamaður og Guðný Magnúsdóttir húsfreyja, búsett í Ívarshúsum á Akra- nesi. Systkini Svein- björns: Sveinn, lát- inn, Fjóla, Vigdís, Lilja, látin, Erna, Sigmundur, Sturla og Hanný. Sveinbjörn kvæntist í Hafn- arfjarðarkirkju 9.12. 1961 Sigríði Magnúsdóttur sjúkraliða. For- eldrar hennar voru Magnús S. Haraldsson stýrimaður og Guðrún Gunnarsdóttir húsfreyja, búsett í Hafnarfirði. Synir Sveinbjörns og Sigríðar eru: 1) Magnús mat- reiðslumaður, f. 1962, kvæntur Ingibjörgu Steinu Eggertsdóttur bankastarfsmanni. Synir þeirra: a) Helgi Michael, sambýliskona Harpa Viðarsdóttir, þau eiga tvö börn, Hafdísi Brynju og Gabríel Eggert. b) Sveinbjörn Rúnar, sam- býliskona Linda Ösp Grétarsdóttir. c) Eggert Steinar. 2) Gunnar Rún- kerfisfræði á sjöunda áratugnum og sótti hluta námsins til Bret- lands. Hann var kerfisfræðingur í tölvudeildinni í allnokkur ár en 1974 tók Sveinbjörn við sem for- stöðumaður hennar. Sveinbjörn var framkvæmdastjóri beinlínu- nefndar RB 1982-1983. Hann var framkvæmdastjóri fræðslu- nefndar bankans 1984-85 og vann að hagræðingu og skipulags- málum 1986-1988. Hann vann að athugun á starfsemi útbúanna í Reykjavík 1988-1989 og að til- færslum fyrir starfsmannasvið 1989-1991. Sveinbjörn var sér- fræðingur í áætlanadeild 1991- 1993, útbússtjóri í Hafnarfirði 1993-1995 og útibússtjóri í Kópa- vogi 1995-2005. Hann vann við gerð orðasafns bankamanna 2005-2007 og við 120 ára afmæl- issýningu Landsbankans. Sveinbjörn gegndi mörgum trúnaðarstörfum fyrir starfs- mannafélag bankans. Hann var m.a. formaður Seljanefndar í ára- tug. Hann var líka fulltrúi bank- ans í öryggisráði RB um árabil. Hann var í forystu fyrir Knatt- spyrnudómarafélögin í Reykjavík og Hafnarfirði og formaður borð- tennisdeildar Ármanns. Svein- björn var dyggur stuðnings- maður knattspyrnuliðs ÍA og formaður Styrktarfélags Íþrótta- bandalags Akraness um skeið. Sveinbjörn hafði líka mjög gam- an af fuglum og þekkti hljóð ótal fuglategunda. Útför Sveinbjörns fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag kl. 15. ar, kynningarfulltrúi LRH, f. 1964, kvænt- ur Dagbjörtu Láru Helgadóttur skrif- stofustjóra. Þeirra börn: a) Anton Máni, sambýliskona Rakel Tanja Bjarnadóttir, þau eiga eina dóttur, Áróru Sól. b) Arnór Daði. c) Auður Huld. 3) Vilhjálmur Davíð sölumaður, f. 1971, kvæntur Elísu Krist- insdóttur iðnrekstr- arfræðingi. Þeirra börn: a) Sigríður Diljá. b) Bjartur Fannar. 4) Viðar Freyr bankastarfsmaður, f. 1974, kvæntur Evu Hauksdóttur kenn- ara. Synir þeirra: a) Andri Freyr. b) Bjarki Steinar. Sveinbjörn ólst upp á Akranesi. Hann keppti í knattspyrnu með yngri flokkum Skagamanna og var líka í Skátunum. Sveinbjörn útskrifaðist úr Gagnfræðaskóla Akraness 1956 og fór veturinn eftir til Reykjavíkur. Sveinbjörn hóf störf í Landsbanka Íslands 1957 og vann í bankanum í hálfa öld. Fyrstu árin var hann við al- menna afgreiðslu en 1962 varð Sveinbjörn fulltrúi. Hann lærði Pabbi er maðurinn sem ég leit upp til og í minningunni var hann alltaf til staðar. Pabbi var góður maður. Ég man varla til þess að hann hafi skammað mig um ævina. Samt átti ég það örugglega ein- hvern tímann skilið. Hann var held- ur ekkert fyrir það að vera að skamma hina bræður mína. Lang- oftast vorum við þægir, ekki alltaf. Það hlýtur að hafa tekið á að vera með svona strákahóp á heimilinu en pabbi var þolinmóður, mjög þolin- móður. Kannski var það hans helsti kostur. Hann var líka samvisku- samur og heiðarlegur. Það eru góð- ir eiginleikar. Við vorum sex í fjölskyldunni, sjö ef við teljum Landsbankann með. Mamma sagði stundum að bankinn hefði verið í fyrsta sæti hjá pabba. Hún var nú bara að grínast með það. Pabbi var svona bankamaður af gamla skólanum. Strangheiðar- legur og vildi hafa allt sitt á hreinu. Mikið væri nú gott að eiga fleiri slíka menn í dag. Margir þekktu Sveinbjörn í Landsbankanum. Hann vann þar jú í um hálfa öld. Fyrir mér var það samt bara ein hlið á pabba. Hann hafði ýmsa hæfi- leika sem fáir vissu af. Jafnvel ég. Um síðustu jól færði hann okkur bræðrunum útskornar gestabækur og mömmu forláta klukku, sem var líka útskorin. Þessu hafði pabbi unnið að án þess að nokkurt okkar vissi. Betri og persónulegri jólagjöf er ekki hægt að hugsa sér. Pabbi var frumkvöðull á ýmsum sviðum og lærði t.d. kerfisfræði þegar fagið var nánast með öllu óþekkt á Ís- landi. Mér er samt minnisstæðara þegar hann keyrði mig á íþrótta- æfingar í gamla daga. Slíkt tíðkað- ist einfaldlega ekki á þeim tíma. Hann kom líka á völlinn og horfði á mig keppa í yngri flokkunum. Það tíðkaðist heldur ekki á þeim tíma að foreldrar væru þá viðstaddir. Það voru svona hlutir sem gerðu pabba öðruvísi. Já, ég er heppinn að hann var pabbi minn. Minningarnar eru margar og góðar. Sumar þeirra rifjuðum við pabbi upp síðasta föstudagskvöldið sem hann lifði. Ég hafði grafið upp ýmsar myndir úr lífi foreldra minna og sett saman myndasýningu sem átti að koma á óvart. Veikindi pabba höfðu ágerst og ekki leit út fyrir að hann næði að berja myndirnar aug- um. Síðla þetta sama kvöld náði hann samt að koma fram í stofu á Vesturvanginum og setjast þar stutta stund. Ég kom mér fyrir í sófanum á milli foreldra minna og við náðum að horfa á myndirnar saman. Sumar þeirra höfðu foreldr- ar mínir aldrei séð. Það færðist bros yfir andlit pabba og hann hló þegar við skoðuðum myndirnar. Mamma felldi tár. Þetta var ógleymanleg stund. Daginn eftir horfði öll fjöl- skyldan á myndasýninguna. En ekki pabbi. Hann var orðinn of veik- burða. Við kveðjustund er mér þakklæti efst í huga. Þakklæti fyrir allt sem hann gerði fyrir mig og mína fjöl- skyldu. Alltaf var pabbi til staðar. Það verður skrítið að geta ekki spjallað við hann lengur. Við gerum það bara síðar og á öðrum stað. Við pabbi rifumst aldrei. Kannski erum við dálítið líkir eftir allt saman. Það væri aldeilis hrós fyrir mig. Hjá pabba átti ég ávallt stuðning vísan. Hann gaf mér gott veganesti. Hvíl í friði, pabbi minn. Þig mun ég alltaf elska. Gunnar Rúnar. Minn kæri tengdafaðir er fallinn frá. Hann sem alltaf var svo hraustur, greindist með krabbamein í sept- ember síðastliðnum. Það var mikið áfall, og strax var vitað að lítið var hægt að gera. Hann ákvað að berj- ast og nýta sinn tíma til hins ýtr- asta, og það gerði hann. Bjössi var mikill fjölskyldumaður og einstakur afi, hann fylgdist alltaf svo vel með öllu sem við vorum að gera, hvort sem það voru framkvæmdir heima við eða tómstundir barnanna. Alltaf svo einlægur áhugi og endalaus hvatning til okkar allra, mikið óskaplega mun ég sakna þess að spyrja hann álits, varðandi fjármál, lóðarframkvæmdir og svo ótal- margt annað. Það er svo lýsandi fyrir tengdaföður minn, að þegar hann vissi í hvað stefndi þá fannst honum verst að hafa ekki meiri tíma með barnabörnunum sínum, hann var svo stoltur af hópnum sínum. Hann gaf þeim mörg góð ráð fyrir lífsins leið og eitt hans uppáhalds ráð, sem við öll könnumst við var: Vertu trúr yfir litlu því þá verður þú settur yfir meira. Þessi lína er ein- mitt svo lýsandi fyrir hann, svo heiðarlegur og pottþéttur maður, sem hann var. Guð blessi minningu þessa einstaka manns og hjálpi okk- ur öllum og elsku tengdamóður minni í gegnum þennan erfiða tíma. Elsku Bjössi, hjartans þakkir fyrir allt og allt, hvíl í friði. Þín tengdadóttir, Dagbjört Lára. Það er bæði erfitt og skrítið að setjast niður og skrifa minningar- orð um Bjössa tengdapabba minn, enda var hann alveg einstakur mað- ur. Ég hitti hann fyrst þegar ég var 17 ára, þegar ég og sonur hans, Villi felldum hugi saman. Bjössi tók mér strax opnum örmum og bauð mig velkomna í fjölskylduna. Með okkur tókst mikil vinátta, og á ég margar minningar um okkar góðu stundir. Það má segja að tvennt hafi skipt Bjössa mestu máli í lífinu. Fjölskyldan og Landsbankinn sem hann starfaði hjá í 51 ár. Hann vildi allt fyrir fjölskylduna gera, gaf sér ómældan tíma með barnabörnunum, og hvatti þau áfram í áhugamálum sínum. Hann var drengjunum sínum góður faðir og barnabörnunum yndislegur afi. Þau eiga erfitt á þessari stundu, eins og við öll. Hann var tekinn frá þeim allt of snemma. Við fórum margar góðar ferðir saman í Selvík, sveitina hans Bjössa, og svo einnig í Þjórsárdalinn í sveitina okkar. Við fórum síðan saman síðasta sumar til Tenerife og ótrúlegt að hugsa til þess hvað mik- ið er breytt síðan síðasta sumar. Skömmu eftir heimkomuna fékk hann sjúkdómsgreininguna. Fram- undan var erfið barátta, sem ein- ungis tók sex mánuði. Fyrir tveimur vikum hrakaði honum hratt, ég sat mikið við hlið hans þessa viku sem hann var sem veikastur, og mun ég geyma þau samtöl og þær stundir sem við áttum saman að eilífu. Ég kveð Bjössa með sárum sökn- uði, en minning um yndislegan mann mun lifa. Þín tengdadóttir, Elísa. Elsku Bjössi, takk fyrir allt. Betri tengdapabba hefði ég ekki geta átt. Fyrir 13 árum síðan kynntist ég honum Viðari þínum en eins og ég sagði við þig þegar við tvö spjöll- uðum saman í síðasta sinn þá hefur þú gefið mér meira á þessum 13 ár- um heldur en margir myndu gera á 50 árum. Þú varst alltaf tilbúinn að aðstoða okkur og sýndir áhuga á öllu því sem við tókum okkur fyrir hendur. Það var svo gott að leita til þín og notalegt að setjast niður með þér og spjalla um allt mögulegt. Þú varst alveg einstakur maður. Strák- arnir okkar Viðars voru miklir afa- strákar og eiga þeir margar góðar minningar um allar skemmtilegu stundirnar ykkar saman. Andra og Bjarka fannst alltaf svo gott að vera hjá afa og gott dæmi um það er þegar ég spurði þá hvort þeim hefði ekki þótt gott að ég hefði verið með þeim í vetrarfríinu. Þá fékk ég það svar að það hefði nú líka verið fínt að vera með afa í fríinu eins og síðast.. Þið Andri voruð miklir vinir enda áttuð þið sameig- inlegt áhugamál, fótboltann. Þið tveir eydduð mörgum stundum saman úti á fótboltavelli og mun Andri lengi búa að því að hafa haft afa sem sinn einkafótboltaþjálfara. Þú hugðist fara með okkur á Eyja- mótið í sumar en svo verður víst ekki. Í staðinn munt þú styðja og fylgjast með Andra úr besta sætinu. Missir okkar og sorg eru mikil, því við áttum svo mikið. Hvíl í friði, elsku Bjössi minn. Þín tengdadóttir, Eva. Í dag kveðjum við afa okkar, Sveinbjörn Guðbjarnason eða Bjössa afa eins og hann var ávallt kallaður af barnabörnunum. Við bræðurnir fengum áfall síð- astliðið haust þegar fréttirnar af veikindum afa komi í ljós. Síðustu mánuðir hafa verið erf- iðir þar sem við vissum að lítill tími var til stefnu og margt sem við vild- um að afi myndi sjá okkur gera. Afi tók öllu með stakri ró eins og hon- um var tamt. Hann vissi hvert stefndi og setti sér því markmið á hverjum degi. Hann vildi eyða tím- anum með fjölskyldunni sinni. Afi lagði því önnur störf til hliðar og með hetjulegum stuðningi ömmu tókst honum að eyða haustdögum lífs síns í örmum ættingja og ást- vina. Afi var ekki þessi nýtískulegi bankastarfsmaður akandi um á Range Rover í glænýjum jakkaföt- um. Hann tók strætó úr og í vinn- una á hverjum virkum degi og sagði ávallt við okkur að spara peningana okkar. Menntun skipti öllu máli í huga afa og fengum við oft skilaboð um að klára stúdentspróf. Afi var mesti töffari í heimi, hann smakkaði ekki vín og reykti aldrei og var einn af þeim fáu Íslendingum sem hittu hnefaleikagoðsögnina Cassius Clay. Afi hafði mikinn áhuga af íþróttum, var dómari í knattspyrnunni og lagði mikla áherslu á að fólk æfði og stundaði íþróttir sem mest það gæti. Okkur bræðurna langar í nokkr- um orðum að lýsa hvernig afi kom okkur fyrir sjónir. Hann var ynd- islegur í alla staði, heiðarlegur, fyndinn, barngóður, rólegur, hjálp- samur og hógvær. Þegar við rifjum upp tímana sem við vorum svo heppnir að eiga með honum þá fyllumst við hlýju og gleði. Tímarnir í Selvík, útilegurnar og allar sögurnar fyrir svefninn. Þegar amma og afi bjuggu á Laufvanginum var það eins og ann- að heimili fyrir okkur bræðurna. Þar fengum nóg af kökum og klein- um hjá ömmu og fullt af sögum frá afa. Oft var dregið upp spil og spilað langt fram á kvöld en þó það hafi ekki verið það skemmtilegasta sem hann gerði lét hann aldrei bera á því og tók glaður þátt. Hann var einstakur maður, hann skammaði okkur aldrei enda var það hlutverk ömmu að halda upp aganum á heimilinu. Hlutverk afa var að vera góður. Við elskuðum afa vegna þess sem hann var, en ekki vegna þess að hann fyllti okkur af góðgæti og gjöf- um. Hann var einfaldlega góður og sannur í gegn og ekki síst afbragðs vinur. Hvíldu í friði, elsku afi, og við munum sakna þín. Helgi Michael Magnússon og Sveinbjörn Rúnar Magnússon. Elsku besti afi okkar, við söknum þín svo mikið. Það var alltaf gaman vera með þér, þú varst skemmti- legur, fyndinn og svaka góður við okkur. Þú varst líka langbesti afinn í fótbolta. Það var svo gott að vera hjá þér og við gerðum svo margt skemmtilegt saman, t.d. fórum við saman til Mallorka og oft og mörg- um sinnum vorum við saman í Sel- vík. Á páskunum var alltaf mikið fjör í garðinum þínum þegar öll afabörnin hlupu út um allt að leita að páska- eggjum sem þú varst búinn að fela vel og vandlega þar. Við eigum fullt af skemmtilegum minningum um þig, elsku afi. Þínir afastrákar, Andri og Bjarki. Elsku besti afi. Ég minnist þín um daga og dimmar næt- ur. Mig dreymir þig, svo lengi hjartað slær. Og meðan húmið hylur allt sem grætur, mín hugarrós á leiði þínu grær. Þín kærleiksbros, þau aldrei, aldrei gleymast. Þitt allt, þitt bænarmál og hvarms þíns tár. Hvert bros, hvert orð, hvert armtak þitt skal geymast. Þín ástarminning græðir lífs míns sár. (Ásmundur Jónsson.) Við söknum þín sárt, og þú munt aldrei gleymast. Hvíl í friði, elsku afi. Þín afabörn, Sigríður Diljá og Bjartur Fannar. Elsku besti afi minn. Ég sakna þín svo mikið og mun alltaf gera. Það var frábært að fá að kynnast þér, þú varst svo góður, fyndinn og skemmtilegur, en ég mun alltaf hugsa til þín og muna þig. Það erfiðasta sem ég hef gert var að kveðja þig, það var svo leið- inlegt að sjá þig svona veikan en ég veit þér líður vel uppi hjá Guði og Jesú. En mér þykir og þótti alltaf svo vænt um þig, elsku afi. Þín Auður Huld. Elsku afi. Mér þykir svo afskaplega vænt um þig. Mér þykir leitt hversu ung- ur ég er þegar þú þarft að fara, sjálfur ertu einnig of ungur. Það er svo mörgum spurningum ósvarað um lífið og krossgötur á leiðinni í gegnum lífið. Samt veit ég innst inni að þú átt eftir að fylgjast með mér og senda mér hugboð um hvernig ég eigi að breyta rétt, ég veit þú ert á góðum stað. Við vissum öll að það var betra fyrir þig að fara úr veika líkamanum og það sem við getum huggað okkur aðeins við er að við fengum góðan tíma til að kveðja. Þú varst yndislegur afi og gerðir allt til að við yrðum hamingjusöm og fékkst okkur alltaf til að hlægja. Ég mun aldrei gleyma þér. Ég mun biðja fyrir þér og hugsa til þín, hvar sem ég er, á úrslitaleik í fótbolta eða annars staðar. Þinn Arnór Daði. „Nú er einum sönnum Íslendingi færra“. Þessi orð féllu við andlát annars manns, en sannarlega eiga þau við núna er við kveðjum Svein- björn Guðbjarnason, sem lést fyrir aldur fram eftir stutta en harða bar- áttu við þann „sem slær allt hvað fyrir er“. Þeirri baráttu mætti hann af því æðruleysi og þeim styrk er honum var eiginlegt. Það mun nærri hálf öld síðan Bjössi, eins og við kölluðum hann, tengdist fjölskyldu minni er hann og Sigríður systir mín bundust tryggðarböndum sem entust til ævi- loka hans. Eins og geta má nærri er margs að minnast frá svo löngum tíma – tímar gleði og tímar sorga sem fjölskyldur deila saman, og ekki er rúm í fáeinum kveðjuorðum að gera skil. Öll þessi ár var Bjössi fyrir mér ekki einungis mágur, heldur vinur þar sem aldrei féllu styggðaryrði á milli. Og þannig hugsa ég til Bjössa, fjölskyldumað- ur fyrst og fremst, auk þess að vera traustur og ábyrgur maður í vanda- sömu starfi, sómamaður sem mátti Sveinbjörn Guðbjarnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.