Morgunblaðið - 27.02.2009, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.02.2009, Blaðsíða 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2009 Fyrirspurn Karls V. Matthías-sonar, þingmanns Samfylking- arinnar, til Steingríms J. Sigfússon- ar fjármálaráðherra á þingi í gær hlýtur að vera með þeim ógáfulegri og kalla menn þó ekki allt ömmu sína á Alþingi í þeim efnum.     Karl sagði hóp útgerðarmannahafa keypt Morgunblaðið og bætti við að þá hlytu að „vakna spurningar um það hvort þetta sé ekki til þess að vekja upp enn frekari hugsanir um meiri og meiri spillingu þegar slíkur hóp- ur manna sem ég vil annars ekki segja neitt ljótt um eignast slíkan fjölmiðil og getur haldið til streitu eða komið sínum sjónarmiðum og viðhorfum fram með þessum fjölmiðli án þess að aðrir hafi aðgang að“.     Í fyrsta lagi eru ekki eintómir út-gerðarmenn í hópnum, sem hefur keypt Árvakur, útgáfufélag Morg- unblaðsins, þótt Karl gefi annað í skyn. Þeir eru raunar í minnihluta.     Í öðru lagi kaupir enginn blað einsog Morgunblaðið til að koma sín- um sjónarmiðum á framfæri. Rit- stjórn blaðsins starfar sjálfstætt og heldur fram skoðunum sem hún mótar sjálf, ekki eigendur eða aðrir.     Í þriðja lagi er Morgunblaðið ekkiblað, sem meinar einum eða nein- um aðgang til að koma skoðunum sínum á framfæri. Það veit Karl V. Matthíasson vel, sem birtir oft að- sendar greinar í blaðinu.     Hvað er það hins vegar kallaðþegar stjórnarþingmaður hvet- ur ráðherra í ríkisstjórn til að beita sér gegn því að ákveðið fólk fái að kaupa fjölmiðil, af því að það hefur að hans mati vitlausar skoðanir? Karl V. Matthías- son Karl og vitlausu skoðanirnar                      ! " #$    %&'  (  )                             *(!  + ,- .  & / 0    + -                  !! "!  "  #              12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (                         :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).? "$ "$$   "$ "$ " " $" " " "    "$ "$   "                            *$BC                       !  "   #$    &   $           $  *! $$ B *! % &  '!  !& !     (  )( <2 <! <2 <! <2 %  '  !*  + ,!-(.   CD8- E           B     !      % '   !  % *  '     ( "   )  #$  *  !   !  +        !  % &  ( "  ! /    '      ( "   (   #$     *    # % '  ,            #  /0 !!(11 ( !!2 ( (!*  + Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR SKURÐDEILD Heilbrigðisstofnunarinnar í Vestmannaeyjum verður lokuð í sex vikur í sumar, í júní og tvær vikur af júlí, vegna niðurskurðar. Þar af leiðandi verður engin starfsemi á fæðing- ardeildinni á meðan, að sögn Gunnars K. Gunn- arssonar, framkvæmdastjóra stofnunarinnar. „Það segir sig sjálft að fæðingar flytjast til Reykjavíkur á þessum tíma. Það eru alla jafna ekki fæðingar þegar ekki er hægt að grípa inn í ef þörf er á. Að sjálfsögðu er þetta bagalegt ef gera þarf bráðakeisaraskurð. Það er mikið til vegna fæðingarhjálpar sem við höfum reynt að vera með vakt á skurðstofunni 24 tíma sjö daga vikunnar,“ segir Gunnar. Ein sjúkraflugvél er í Vestmannaeyjum, að því er Gunnar greinir frá. „Flugið tekur ekki nema 20 mínútur til Reykjavíkur og viðbragðstími þeirra sem eru á vakt er alla jafna ekki nema 20 mínútur. Vegalengdir eru ekki miklar hér. Við erum þess vegna að tala um innan við klukkustund ef eitt- hvað kemur upp á.“ Gunnar segir að ákveðið hafi verið að hafa lokað í júní og framan af júlí þar sem búast megi við að þá viðri vel til flugs. „Við veljum sumartímann því að á sumrin er að öllu jöfnu flugfært til Vest- mannaeyja, allavega oftar en á veturna.“ Heilbrigðisstofnuninni í Vestmannaeyjum er gert að skera niður um 10 prósent, að sögn Gunn- ars. „Lokunin í sumar er hluti af sparnaðinum. Það er ýmislegt annað á döfinni sem ekki er hægt að greina frá á þessari stundu. Það verða aðhalds- aðgerðir á öllum sviðum, tilfærslur og eitt og ann- að sem verið er að reyna en mest skammtíma- lausnir.“ ingibjorg@mbl.is Engar fæðingar í Eyjum í sumar Skurðdeildin í Eyjum lokuð í sex vikur og þar af leiðandi fæðingardeildin líka

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.