Morgunblaðið - 27.02.2009, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 27.02.2009, Qupperneq 31
Minningar 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2009 stundirnar okkar saman og allar eru þær góðar, enda ekki annað hægt þegar um þig er að ræða. Sumarbú- staðaferðir á Laugarvatn með allri fjölskyldunni, þrettándaveislur þar sem spilað var fram eftir öllu og dansað kringum jólatréð, ferðir á Hvammstanga og nú síðast ferðin okkar til Barcelona. Ég gleymi ekki svipnum á þér þegar þú gekkst inn hjá Kiddu og sást okkur öll í stof- unni og fékkst fréttir um að við vær- um að koma með til Spánar. Þar átt- um við frábæra viku, öll fjölskyldan í skoðunarferðum og afslöppun. Við vorum svo kát með lífið og tilveruna og við tvö tókum sérstöku ástfóstri við spænsku ísbúðina á horninu við hótelið okkar. Mér þótti sérstaklega vænt um hve glaður þú varst þegar við Reyn- ir tilkynntum þér að við ættum von á barni. Þú klappaðir mér alltaf hlý- lega á kúluna og spurði hvernig við hefðum það. Svo kom í ljós að þetta væri enn einn strákurinn í safnið og þú gast nú ekki annað en hlegið og hafðir orð á því að þetta væri nú orð- ið svolítið einhæft. Eftir þetta tal- aðir þú alltaf um að eiga tvö langafa- börn, mikið þótti mér vænt um það. Verst þykir mér þó að þú fékkst aldrei að sjá hann. Elsku afi, þú varst engum líkur, mikið ofsalega á ég eftir að sakna þín. Ég varð betri manneskja eftir að hafa kynnst þér, ég elska þig allt- af. Þín, Tanja Dögg. Við höfum að undanförnu bekkj- arsystkinin og samstúdentar frá MR 1959 verið að renna huganum til vordaganna fram undan. Vordaga sem kallast á við aðra, 50 árum fyrr, sporlétta, gáskafulla, óþreyjufulla. Annar okkar var sessunautur Garð- ars í 5. bekk „úti í Fjósi“. Þeir tveir voru ef til vill ekki fyrirferðarmestu félagarnir í þeim hópi. Pétur, Bjöggi og Óli Mixa voru meðal þeirra sem drógu félagsandann og mæddu stundum magistros eins og stráka- bekkja var von. Ekki situr eftir öll latína Jóns Júl., íslenska Jóns Guðmundssonar eða önnur málvísi Guðna og Gunn- ars og annarra lærismeistara og lík- lega þaðan af síður réttar beyging- ar. Óþarfi að slá um sig með þeim fornminjum. Það hefði Garðar ekki gert, hæglátur, kannski fremur dul- ur í þá daga, kurteis, prúðmenni fram í fingurgóma. Enginn vegur er að aðgreina upp í þætti áhrifavalda þessara mótunarára. Þar koma öll skólasystkin fyrir eitt og einn fyrir alla og því hittumst við oft og lítum við hjá æskuminningunum, ekki fjarri Beneventum. Í því er fólgin virðing við þær gjafir sem okkur voru gefnar og hver gaf öðrum af sjálfum sér og tilveru sinni. Í því bókhaldi er þó ekki til skuldar talið né skilanefnda þörf. Garðar gaf í þann sjóð, stjórnaði svo á sínum tíma tiltækjum júbílára. Hann lagði til lífsins glaðlegt viðmót, uppörvun og áhuga. Þannig kom hann síðast á okkar fund og þannig munum við bekkjarbræður og samstúdentar öll minnast hans. Við sendum eiginkonu hans, af- komendum og ástvinum samúðar- kveðjur og geymum minningar um góðan dreng. Aðalsteinn Eiríksson og Eiður Guðnason. Minningarnar eru margar. Allt of margar til að þær rúmist í einni minningargrein. Allar jafn dýrmæt- ar og mun ég geyma þær í hjarta mér svo lengi sem ég lifi. Afi var einn af þeim sem alltaf voru til staðar. Þegar ég fékk æfingaakstursleyfi þá var það hann ásamt fleirum sem kom mér út í umferðina. Hjá honum fékk ég að keyra löngu áður en ég hafði aldur til. Á Laugarvatni var rúntað upp og nið- ur heimreiðina að Esso-bústöðun- um, í veiðiferðunum í Vatnsdalinn var mér treyst til að keyra niður við á. Ferðin okkar á Strandirnar er mér ofarlega í huga. Sem lítill gutti stóð ég í þeirri meiningu að okkar biði strönd með hvítum sandi og pálmatrjám, en raunin varð önnur þegar á íslensku Strandirnar var komið. Oft hefur verið hlegið að þessu. Ég er þakklátur fyrir allan þann tíma sem við eyddum saman. Þakk- látur fyrir að fá að vera hjá þér þeg- ar þú kvaddir þennan heim. Ég býð þér góða nótt, afi minn, og bið Guð að geyma þig. Þinn afastrákur, Vignir Freyr. Elsku afi minn er dáinn. Ég var hjá honum þegar hann fór frá okk- ur, ótrúlega erfið stund. Mín helsta minning um afa er þegar hann fór að kenna mér að glamra á gítar. Hann kenndi mér meðal annars að spila sálminn Í bljúgri bæn sem var hans uppáhald og nokkurs konar fjölskyldusálmur. Þegar hann var dáinn var haldin kveðjustund, þar spilaði ég á gamla gítarinn hans sálminn okkar. Það var í síðasta sinn sem ég spilaði fyrir hann. Mér þótti vænt um að hann skyldi gefa mér gamla gítarinn sinn sem hann hafði keypt sér árið 1954. Hann á ég eftir að passa eins og gull. Afi var alltaf til í allt. Ferðirnar á Laugarvatn í Esso-bústaðina voru alltaf jafn skemmtilegar. Allt sprell- ið, leikirnir, skemmtiatriðin og vís- indaferðirnar gleymast seint. Minningarnar um afa geymi ég í hjarta mínu. Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð, leiddu mig og lýstu mér um ævistig. (Pétur Þórarinsson.) Þinn afastrákur, Halldór Gunnar. Elsku afi minn er dáinn. Einu sinni fór ég með afa í smá jeppaleiðangur. Ég var settur í aft- ursætið og sérstaklega beðinn um að fikta ekki í slökkvitækinu. Þar sem ég hef alltaf þurft að vita hvern- ig hlutirnir virka þá ákvað ég að ýta bara pínu á takkann. Augnabliki síð- ar varð bíllinn hvítur að innan. Að þessu sem og öðru gat afi hlegið og rifjað upp endalaust. Bústaðarferðirnar á Laugarvatn eru mér ofarlega í huga. Þar skipu- lagði afi alltaf vísindaleiðangur, þá var farið í göngutúr og afi gekk fremstur í flokki og fræddi við- stadda um umhverfið og náttúruna. Ég var rétt farinn að labba þegar afi var farinn að taka mig með í veiðiferðir. Á hverju sumri í mörg ár fórum við í Vatnsdalsána og það var einmitt þar sem ég fékk minn fyrsta lax aðeins 7 ára gamall. Laxinn var nokkuð langur, en grindhoraður. Þrátt fyrir það hældi afi honum á hvert reipi og lét líta þannig út að þetta hefði verið fallegasti fiskur veiðiferðarinnar. Stoltur 7 ára gutti beit veiðiuggann af Maríulaxinum sínum og afi brosti út að eyrum. Alltaf var afi tilbúinn að leyfa mér að keyra þó svo að nefið næði varla upp fyrir stýrið. Ég bý að því núna þegar ég er að byrja að læra á bíl. Afi á stóran hluta af því hversu vel mér gengur í umferðinni. Þetta er mín síðasta kveðja til þín. Þinn nafni og afastrákur, Garðar Leo. Elsku afi minn. Það er svo ótrúlegt að hugsa til þess að þú sért farinn þrátt fyrir þessi veikindi og þá staðreynd að hafa verið með þér síðustu dagana. Ég er afskaplega þakklátur fyrir þann tíma sem við höfum átt saman undanfarin þrjátíu ár og hefði svo gjarnan viljað að sá tími hefði getað orðið lengri. En við áttum margar frábærar stundir saman sem ég mun minnast um ókomna tíð og ber þá helst að nefna allar sumarbústað- arferðirnar, bæði á mínum yngri ár- um í Skorradal og svo í seinni tíð all- ar fjölskylduferðirnar á Laugarvatn. Þá eru ófáar minningarnar um allar veiðiferðirnar þegar ég var lítill sem og veiðitúrana í Vatnsdalsánni á seinni árum. Það var alltaf mikið fjör í kringum þig og ótrúlega vel tekið á móti okkur fjölskyldunni hvenær sem við komum og hvert sem við komum að heimsækja þig og ömmu. Það skipti engu máli hvort við komum í Háahvamminn eða í litla húsið á Hvammstanga, viðtökurnar jafngóðar alls staðar. Það var líka frábært fyrir ykkur að ná að kíkja aðeins norður í janúar því að þér leið alltaf svo vel þar. Sömu sögu er að segja af heimsóknum okkar á Álfta- nesið. Ávalt var gott að heimsækja ykkur og okkur leið alltaf vel hjá þér og ömmu og það var æðislegt að fylgjast með ykkur Andra gefa fugl- unum úti á stétt, alltaf fórstu út með honum, sama hversu slappur þú varst. Það eru ekki margir dagar síðan við Ásta sátum í stofunni með ömmu og horfðum á þig leiða Andra út til að gefa fuglunum. Skömmu síðar komuð þið inn alsælir og Andri sér- staklega ánægður með langafa sinn því hann var með fullan munninn af Ópal, en alltaf gat Andri gengið að því vísu að fá Ópal hjá langafa. Þetta verða eflaust hans minning- ar um langafa sinn og munum við gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að halda þessum minningum vel á lofti. Elsku afi minn, takk fyrir allar samverustundirnar sem við höfum átt í gegnum árin og fyrir allar þær góðu minningar sem munu lifa í hjarta okkar og huga um alla fram- tíð. Elsku amma mín, guð gefi þér styrk til að takast á við missinn og söknuðinn. Við vitum að það verður ennþá jafngott og notalegt að koma í heimsókn til þín þó svo að afi sé nú farinn frá okkur. Ingvar, Ásta og Andri Steinn. Gunnar Sigurjónsson ✝ Gunnar Sig-urjónsson eða Gunnar Íslendingur, eins og hann var allt- af kallaður, fæddist 25. júní 1928 í Merki á Eskifirði. Hann lést á lyflækningadeild Sjúkrahúss Akraness 26. janúar sl. Útförin fór fram frá Grundarfjarð- arkirkju 31. janúar sl. Meira: mbl.is/minningar Harald M. Isaksen ✝ Harald Marius Is-aksen fæddist í Reykjavík 25. febrúar 1928. Hann andaðist á Landspítalanum í Fossvogi mánudaginn 6. janúar síðastliðinn og var jarðsunginn frá Digraneskirkju 16. janúar. Meira: mbl.is/minningar Kristín Sigurðardóttir ✝ Kristín Sigurð-ardóttir fæddist á Akranesi 16. nóv- ember 1951. Hún lést á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi 16. febrúar síðastlið- inn og fór útför henn- ar fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði 25. febrúar. Meira: mbl.is/minningar Nýjar greinar á mbl.is Mig langar að minn- ast hennar Huldu frá Eyrarkoti. Kynni okk- ar hófust 1983 þegar ég gekk til liðs við Stefnurnar, eiginkonur kór- manna í karlakórnum Stefni. Okkur varð fljótt vel til vina og áttum eftir að vinna mikið saman í félagsstarf- inu. Það eru orðin mörg kílóin af kleinum og öðru bakkelsi sem þú gafst á kökubasara og fleira. Mikið skemmtum við okkur vel í tveggja daga blómasölu til fjáröflunar fyrir Kanadaferð kórsins og í lok sölunnar keyrðum við um allt Kjalarnesið ásamt Steinunni á Meðalfelli og Hönnu í Varmadal og losuðum okkur Hulda Sigurjónsdóttir ✝ Hulda Sigurjóns-dóttir fæddist á Sogni í Kjós 1. nóv- ember 1927. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 16. janúar síðastliðinn og fór út- för hennar fram frá Langholtskirkju 22. janúar. við síðustu blómvend- ina. Kanadaferðin var mjög skemmtileg og síðan var Danmerkur- ferðin 1989. Það var gaman að sjá hvað þið hjónin nutuð ykkar vel í þessum ferðum. Radd- æfingar II. bassa voru oft heima hjá Kalla og Huldu og þá var nota- legt fyrir menn sem komu beint úr vinnu að setjast að borðum. Þar voru bornar fram hveitikökur, klein- ur og annað bakkelsi. Það sýndi sig best hve vinamörg og vinsæl þú varst að kirkjan var full af fólki við útför þína. Ég sendi afkomendum samúðarkveðjur og kveð Huldu með þessu erindi: Þú, Guð míns lífs, ég loka augum mínum í líknarmildum föðurörmum þínum og hvíli sætt, þótt hverfi sólin bjarta, ég halla mér að þínu föðurhjarta. (M. Joch.) Indíana Sigfúsdóttir (Inda). Með söknuði og eftirsjá kveðjum við Ingrid Agathe Mikkelsen Björnsson í hinsta sinn. Þessi ynd- islega, glaðværa og duglega kona sem fluttist ung að árum hingað til Íslands frá Noregi. Í fylgd manns síns sem hún hafði kynnst í Noregi. Allar þær minningar sem við systurnar eigum um Ingrid eru gæddar gleði og skemmtun, því ávallt lá vel á henni. Sú minning sem stendur upp úr er þegar við systurnar fórum með Ingrid og ömmu Gyðu í jólaþorpið í Hafn- arfirði en þangað þótti okkur öllum Ingrid Agathe Björnsson ✝ Ingrid AgatheBjörnsson (f. Mikkelsen) fæddist í Þrándheimi 27. febr- úar 1916. Hún and- aðist á hjúkr- unarheimilinu Víðinesi 12. janúar síðastliðinn og var út- för hennar gerð frá Fossvogskapellu 23. janúar. gaman að koma. Með ástarþökk ertu kvödd í hinsta sinni hér og hlýhug allra vannstu er fengu að kynnast þér. Þín blessuð minning vakir og býr í vina- hjörtum á brautir okkar stráðir þú yl og geislum björt- um. Ég blessa nafn þitt blítt í sál mér geymi, og bæn til Guðs mín hjartans kveðja er. Hann leiði þig í ljóssins friðarheimi, svo lífið eilíft brosi móti þér. Hér að hinstu leiðarlokum ljúf og fögur minning skín. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Elskulega Ingrid mín. Minning hennar á eftir að ylja okkur um ókomna tíð. Hvíl í friði, elsku Ingrid. Gyða Laufey, Jóna Björk og Sóley Ósk. Elsku Dóri afi. Ég trúi því ekki að þú sért farinn. Mér finnst ennþá að þú búir hér rétt hjá okkur, mér finnst ég geta heimsótt þig og séð þig en ég get það ekki lengur. Og þegar ég átta mig á því fæ ég sting í hjartað. Ég sakna þess að geta ekki komið í heimsókn og spjallað við þig, hitt þig í kaffi hjá mömmu eða fengið þig í mat. Mér fannst alltaf svo gaman að tala við þig og heyra sögurnar þínar. Ég var einmitt að hugsa til þess í dag, þegar þú áttir heima á Móa- barðinu og við höfðum okkar eigin húmor um það hvernig við myndum komast inn í Suðurbæjarlaug. Við ætluðum að setja vír á milli þaksins á húsinu þínu og tengja það yfir grind- verkið á Suðurbæjarlaug, þannig kæmumst við í sund þegar okkur langaði. Við hlógum mikið að þessu og ekki var ég gömul þá, kannski um 8 eða 9 ára. Einnig er mér mjög minnisstætt þegar við bjuggum hjá þér í Helgunesi á Álftanesinu um stund, ég á margar góðar minningar þaðan. Elsku afi, þú varst alltaf svo hreykinn af okkur, komst á íþrótta- keppnir hjá okkur þó að þú þyldir það varla, þú varst alltaf svo hrædd- ur um að við myndum hrasa og meiða Þórður Jóhannesson ✝ Þórður Kristinn Jó-hannesson fæddist á Gauksstöðum í Garði 4. nóvember 1929. Hann lést á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut 21. desem- ber síðastliðinn og fór útför hans fram frá Garðakirkju 30. desem- ber. okkur en samt komstu og lést þig hafa það þó að hjartað hamaðist. Þú lést það aldrei sjást en brostir bara blíðlega til okkar. Veggina þína og hillur prýddu myndir af börnum, barnabörnum og barnabarnabörnum þínum. Þú varst stoltur af þinni fjölskyldu og öllu þínu fólki. Þú varst ótrúlegur jaxl og enginn mátti sjá að þú fannst til. Þú faldir sársaukann vel enda vanur sjómaður. Þú kenndir mér margt um lífið, afi. Að peningar skipta ekki máli, að halda alltaf áfram og að bíta á jaxlinn ef eitthvað er að. Ég þakka guði fyrir að hafa fengið þig sem afa enda besti afi sem nokkur hefði getað fengið. Ég er svo stolt af þér afi, þú stóðst þig eins og hetja í barátunni þinni við veikindin. Þú gafst aldrei upp, stóðst alltaf aft- ur upp og hélst áfram lífinu sama hvað á gekk.Þú varst duglegur að heimsækja vini og vandamenn, stunda golf og spilamennsku. Þú varst líka góður vinur og lést þér annt um aðra og varst til staðar til að stappa í menn stálinu. Margir urðu betri menn af að róa hjá þér og það segir mikið um þig, elsku afi. Hjarta þitt var úr gulli. Ég á svo margar góðar minningar um þig elsku afi og mörg góð samtöl við þig sem ég geymi í hjarta mér. Allar okkar stundir geymi ég í hjarta mínu og varðveiti þær alltaf. Ég bið guð að geyma þig og veita þér elíft ljós. Elsku afi Dóri, ég sakna þín. Þín dótturdóttir Ingveldur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.