Morgunblaðið - 27.02.2009, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.02.2009, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2009 Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is „ÞAÐ erfiðasta við að vera atvinnulaus er hvað það er auðvelt að gera ekki neitt,“ segir Inga Jessen viðskiptafræðingur. Inga er ein þeirra mörgu starfsmanna fjármálageirans sem misstu vinnuna á fyrstu vikum banka- hrunsins í október. Hún lýsir viðbrögðum sín- um þannig að fyrst hafi henni fundist heim- urinn hruninn, þar til hún ákvað að rífa sig upp og reyna að nýta ástandið á jákvæðan hátt. „Það er rosalega auðvelt að detta niður í mynstur sem er erfitt að rífa sig upp úr,“ seg- ir Inga og lýsir því sem margir kannast við hve erfitt getur verið að koma sér að verki þegar tíminn virðist endalaus. „Ég til dæmis vakna alltaf á morgnana með börnunum og manninum, en þegar klukkan hringir þá er auðvelt að hugsa með sér: „Af hverju ætti ég að vakna núna? Það er ekkert sem ég þarf að gera.“ Bloggið gefur deginum lit Inga brá því á það ráð að setja sér alltaf skrifleg markmið á kvöldin um það hverju hún ætli að koma í verk daginn eftir. Eitt af því fyrsta sem hún tók sér fyrir hendur í atvinnu- leysinu, fyrir utan að senda starfsumsóknir í allar áttir, var að stofna bloggsíðuna Atvinnu- laus.blog.is. Þar segir hún frá sinni reynslu í atvinnuleysinu og hefur líka lagt sig fram við að setja inn hugmyndir að ódýrum hlutum sem aðrir í sömu stöðu geti nýtt sér til að gera lífið skemmtilegra, t.d. að kíkja á Þjóðminja- safnið þegar aðgangur er ókeypis á mið- vikudögum. „En mér finnst að ríkið ætti að gera meira til að atvinnulausir sitji ekki bara heima og geri ekkert,“ segir Inga. Hún hefur t.d. velt því fyrir sér hvort ekki væri hægt að ná sam- komulagi um að fyrirtæki eins og kvikmynda- húsin, skíðasvæðin o.fl. bjóði upp á lægri að- gangseyri fyrir atvinnulausa á þeim tímum dagsins þegar aðsókn er minnst. Hún er að sama skapi á þeirri skoðun að bjóða eigi fólki upp á bótavinnu fremur en enga svo þeir sem vildu gætu unnið sér inn viðbótareyri upp að frítekjumörkum, sem eru rúmar 50 þúsund krónur. „Af hverju ekki að nýta allt þetta fólk sem vill vinna til að gera eitthvað sem hefur setið á hakanum. Ég er viss um að fólk er til í það eftir að hafa verið atvinnulaust í langan tíma. Ég væri allavega alveg til í að mála eða gróðursetja í sumar.“ Inga segist ekki finna það á kollegum sínum úr fjármálaheiminum að þeir skammist sín fyrir að hafa misst vinnuna, en hitti hún hins vegar fólk á förnum vegi kemur fyrir að það verði vandræðalegt og viti ekki hvernig það eigi að bregðast við öðruvísi en með mikilli samúð. „Mér datt í hug að framleiða stutt- ermaboli með áletruninni „Ég er atvinnulaus – en hef það fínt“ til að brjóta ísinn.“ Skemmtilegast í Bónus á háannatíma Það erfiðasta við atvinnuleysið er óvissan að sögn Ingu. „Maður getur ekki skipulagt neitt; verð ég komin með vinnu í næstu viku? Næsta haust? Hvað með sumarið?“ Að sama skapi sé erfitt að hafa komið sér upp lífsmynstri og skuldastöðu miðað við stöðugar tekjur en búa skyndilega við allt aðrar aðstæður og geta hvorki losað um fé með því að selja bílinn né íbúðina eins og þau hefðu annars gripið til. Þó segir Inga sviptingarnar sem fylgi tekju- missinum ekki alslæmar. „Það sem ég hef lært mest á þessu er að spara, nú fer ég út í búð með allt öðruvísi hugarfari en áður.“ Hún lýsir því líka glettnislega hversu mikill munur það sé að vera ekkert að stressa sig yfir að lenda í langri röð á kassanum því nægur sé tíminn. „Ég hitti stelpu sem ég þekki í Bónus og hún skildi ekki hvað ég væri eiginlega að gera þar á háannatíma þegar ég gæti farið hvenær sem er. En hvað heldurðu að ég nenni að fara um miðjan dag þegar maður rekst ekki á neinn!“ Stundum erfitt að halda í bjartsýnina Þrátt fyrir að hafa tamið sér jákvætt við- horf segir Inga það auðvitað enga óskastöðu að vera atvinnulaus. „Það koma erfiðir dagar, ég viðurkenni það alveg. Það gerðist til dæmis einu sinni að ég fékk þrjár neitanir á einum degi við starfsumsóknum og fór þá að hugsa hvort þetta væri ekki bara alveg vonlaust. En maður verður að vera jákvæður. Mér fannst ég alltaf vera svo ein í atvinnuleysinu þar til ég byrjaði í skólanum, þá sá ég alla sem voru að vinna í bönkunum og misstu vinnuna,“ segir Inga sem skráði sig í háskólann til að hafa eitthvað fyrir stafni þar til úr rætist. Óvissan erfið í atvinnuleysinu Morgunblaðið/Heiddi Framtakssöm „Ég ætla ekki að sitja heima og bíða endalaust,“ segir Inga um atvinnuleysið  Viðskiptafræðingur sem missti vinnuna í haust notar m.a. bloggið til að hjálpa sér í aðgerðaleysinu  „Fyrst fannst mér heimurinn hruninn en svo ákvað ég að nýta ástand mitt á jákvæðan hátt“ Áhrif kreppunnar á fjölskyldur Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is ATVINNULAUSIR eru nú ríflega 16.000. Opinber fjöldi á vef Vinnumálastofnunar er þó lægri, enda margir afskráðir í kringum hver mánaðamót, þeg- ar þeir gleyma að staðfesta atvinnuleysi sitt á ný. Það er gert 20.-25. hvers mánaðar, en ef fólk gleymir því er það tekið af skrá. Fólk getur þá skráð sig aftur fyrir þriðja hvers mánaðar og feng- ið bæturnar greiddar í aukaútborgun þann sjö- unda. Flestir búast við að nú fari að draga úr hraða þessarar fjölgunar, en þó er von á stórri bylgju þegar skólastarfi lýkur og árstíðabundið vinnuafl streymir þaðan út. Ekki er því úr vegi að skoða horfurnar um störf í borginni næsta sumar. Aug- ljóslega má segja að skólafólk sem vill fá vinnu ætti alls ekki að draga það að sækja um. 96 milljónir í atvinnu ungs fólks Stærst er vitanlega Reykjavíkurborg, sem hefur ráðið til sín á bilinu 800 til 1.000 manns undanfarin sumur. Þá eru ótaldir um 3.000 nemendur í Vinnu- skóla Reykjavíkur. Starfshópur á vegum ÍTR vinn- ur að því að safna saman upplýsingum um mannaflaþörf hvers og eins sviðs hjá borginni. Að sögn Kjartans Magnússonar, formanns ÍTR, liggur það fyrir um eða eftir næstu helgi hver þörfin verð- ur. „Fyrir utan það höfum við fjárveitingu inni á fjárhagsáætlun, 96 milljónir króna fyrir atvinnumál ungs fólks undir 25 ára,“ segir Kjartan. „Það má reikna með að hægt verði að veita um 400 sum- arstörf fyrir það fé.“ Þau kæmu þá til viðbótar við fyrrnefnda 800-1.000 manna þörf borgarinnar og yrðu meira á sviði íþrótta og skapandi starfsemi. Kjartan segir að staðan verði skoðuð fram á vorið og metið þegar þar að kemur hvort enn frekari að- gerða verði þörf. Kunnugir segja að í kringum 19. apríl verði búið að ráða í flest störfin, eða sjá í hversu mörg störf verður ráðið og þá verði metið hvað hægt sé að gera fyrir þann fjölda sem eftir situr. Svo er það Orkuveita Reykjavíkur sem ráðið hef- ur um 200 manns á aldrinum 18-20 ára í garðyrkju og viðhaldsstörf, auk þess að ráða nokkra tugi há- skólanema í sérhæfðari störf yfir sumarið. Að sögn Eiríks Hjálmarssonar upplýsingafulltrúa var ákveðið á stjórnarfundi þar 23. janúar síðastliðinn að umfang sumarstarfa hjá OR yrði svipað núna og verið hefur síðustu árin. Áfram verði þó fylgst með þróun vinnumarkaðarins með sumarstörfin í huga. Í þriðja lagi mætti nefna Kirkjugarða Reykja- víkurprófastsdæmis, sem ráðið hafa 160 til 170 manns undanfarin ár. Þórsteinn Ragnarsson for- stjóri segir garðana fá fjárframlög samkvæmt samningi við ríkið. Samkvæmt samningnum hafi framlög átt að hækka um 15% í krónum talið frá fyrra ári, en af skiljanlegum ástæðumn hafi sú aukning verið minnkuð í 10%. Í fjárhagsáætlun sé því gert ráð fyrir um tíu færri sumarstörfum í ár en í fyrra, þótt allt eigi að reyna til að þeim fækki ekki. Full þörf sé líka fyrir fleira sumarfólk. „Fyrir fimmtán árum voru hér um 220 ungmenni. Garð- arnir hafa stækkað gríðarlega mikið síðan. Við gætum vel bætt við tíu til tuttugu ungmennum ef til væri fjármagn,“ segir Þórsteinn. Álíka mörg sumarstörf  Borgin getur skapað 400 sérstök sumarstörf fyrir ungt fólk, en metur nú þörfina  Sumarstörfum í kirkjugörðum gæti fækkað þrátt fyrir meiri og stærri verkefni Morgunblaðið/Valdís Thor Skapandi Framboð sumarstarfa eykst ekki mikið. Margir verða um hituna og gott að sækja strax um. ALLT AÐ 180 milljónir króna, eða 1,25 milljónir evra falla á Tryggingarsjóð innstæðueigenda og fjárfesta þar sem Glitnir banki hf. var ekki fær um að inna af hendi greiðslu á andvirði tiltek- inna heildsöluinnlána í Bretlandi 3. október 2008. Tryggingarsjóður hefur frestað greiðslunum til þeirra sextíu sem áttu innlánin. Hann bíður upplýs- inga um hvort einhver aðilanna flokkist til fjármálastofnana, seg- ir Áslaug Árnadóttir, skrif- stofustjóri hjá viðskiptaráðuneyt- inu, sem er í forsvari fyrir sjóðinn. „Ekki er ljóst hvort öll heild- söluinnlánin teljast til hefðbund- inna innlána. Fjármálaeftirlitið hefur gefið út að innlán milli fjármálafyrirtækja teljist ekki til þessara hefðbundnu en önnur sem teljist til peningamarkaðs- innlána geri það.“ Viðskiptaráðherra getur frest- að greiðslu úr sjóðnum á þriggja mánaða fresti; í allt að tólf mán- uði, og hefur þegar gert það einu sinni. Því hefur sjóðurinn nú tíma til 27. apríl. Áslaug segir að Trygging- arsjóðurinn sé ekki byrjaður að greiða út vegna bankahrunsins en það hafi breski og hollenski sjóðurinn gert vegna Icesave- reikninga Landsbankans. Þeir eigi endurkröfu á íslenska sjóð- inn. gag@mbl.is 180 millj- ónir falla á ábyrgðasjóð Greiðslum frestað  hefði ég haldið áfram að kaupa dýrasta klósettpappírinn og dýrustu bleiurnar án þess að vita að það eru til ódýrari vörur sem þjóna sama tilgangi.  hitti ég fjölskylduna mína ekki eins mikið og ég geri nú.  væri ég ennþá stressuð - sem ég er ekki núna.  væri ég enn að láta mig dreyma um að komast einhvern tíma í einbýlishús en núna eru þær vangaveltur að baki og ég get einbeitt mér að mikilvægari hlutum. Af bloggi Ingu Ef ég hefði aldrei orðið atvinnulaus...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.