Morgunblaðið - 27.02.2009, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.02.2009, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2009 TÍU gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðaust- urkjördæmi. Prófkjörið verður haldið laugardaginn 14. mars nk. Frambjóðendur eru eftirtaldir: Anna Guðný Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri, Akureyri, Arnbjörg Sveinsdóttir, alþingismaður, Seyð- isfirði, Björn Ingimarsson, sveit- arstjóri, Langanesbyggð, Gunnar Hnefill Örlygsson, nemi, Laugum í Reykjadal, Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri, Eskifirði, Krist- ín Linda Jónsdóttir, bóndi og rit- stjóri, Þingeyjarsveit, Kristján Þór Júlíusson, alþingismaður, Ak- ureyri, Sigurlaug Hanna Leifs- dóttir, búfræðingur og húsmóðir, Eyjafjarðarsveit, Soffía Lár- usdóttir, framkvæmdastjóri og bæj- arfulltrúi, Egilsstöðum, Tryggvi Þór Herbertsson, prófessor, Reykjavík. Tíu gefa kost á sér í NA-kjördæmi FARMANNA- og fiskimanna- samband Íslands lýsir þungum áhyggjum af þeim niðurskurði sem Landhelgisgæsla Íslands má þola. „Það ætti að vera stjórnvöldum á hverjum tíma kappsmál að Land- helgisgæslunni sé tryggt það fjár- magn sem hún þarf til að sinna hlutverki sínu til leitar og björg- unar. Óþarft ætti að vera að minna á að margir eiga líf sitt því að þakka að þyrla gat heimt þá úr bráðum lífsháska.“ Óttast niðurskurð ELLEFU gefa kost á sér í prófkjör sjálfstæðismanna í Suðvest- urkjördæmi vegna alþingiskosning- anna í vor. Kjörnefnd hefur heimild til að bæta við frambjóðendum. Prófkjörið fer fram 14. mars. Frambjóðendur eru: Ármann Kr. Ólafsson alþingismaður, Bjarni Benediktsson alþingismaður, Bryn- dís Haraldsdóttir viðskiptafræð- ingur, Haukur Þór Hauksson við- skiptafræðingur, Jón Gunnarsson alþingismaður, Jón Rúnar Hall- dórsson framkvæmdastjóri, Óli Björn Kárason blaðamaður, Ragn- heiður Ríkharðsdóttir alþing- ismaður, Snorri Magnússon form. Landssambands lögreglumanna, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir alþingismaður og Þorsteinn Hall- dórsson fv. framkvæmdastjóri. Ellefu gefa kost á sér í SV-kjördæmi FUFAN, Félag ungra framsókn- armanna á Akureyri og nágrenni, lýsir yfir fullum stuðningi við frest- un á afgreiðslu seðlabankafrum- varpsins vegna skýrslu ESB. Bent er á að Höskuldur hafi marglýst því yfir að hann vilji breytingar á stjórn Seðlabankans en þær verði að skila tilskildum árangri. Styðja Höskuld STUTT SÓFAVEISLA 20% 50% AFSLÁTTURAF ÖLL UM SÓFUM B í l d s h ö f ð a 2 0 • R e y k j a v í k • s í m i 5 8 5 7 2 0 0 DAGAR EFTIR2 ÁSTRÁÐUR Haraldsson var í gær kosinn formaður landskjörstjórnar í stað Gísla Baldurs Garðarssonar. Bryndís Hlöðversdóttir er varafor- maður. Alþingi kaus í vikunni Hrafnhildi Stefánsdóttur í lands- kjörstjórn í stað Gísla Baldurs, en hún hafði verið varamaður hans um árabil. Þá var nýr varamaður, Gunnar Sturluson, kosinn í stað Hrafnhildar. Nýr varamaður í landskjörstjórn er Sigurjón Unnar Sveinsson, sem kemur í stað Ey- steins Eyjólfssonar. Eftir þessar breytingar eiga því eftirtaldir sæti í landskjörstjórn: Aðalmenn: Ástráður Haraldsson, Bryndís Hlöðversdóttir, Hervör Þorvaldsdóttir, Hrafnhildur Stef- ánsdóttir og Þórður Bogason.Vara- menn: Sólveig Guðmundsdóttir, El- ín Blöndal, Ólafur Helgi Kjartans- son, Gunnar Sturluson og Sigurjón Unnar Sveinsson. Ástráður formaður EFTIRFARANDI athugasemd barst í gær frá Fjármálaeftirlitinu: Leiðarahöfundur Morgunblaðsins fjallar í gær, hinn 25. febrúar, um að einkahlutafélög hafi fengið sérstaka þjónustu í bankakerfinu þar sem gengið hafi verið á svig við reglur og að rannsóknir á málum þeirra hafi verið settar til hliðar. Fjármálaeftirlitið vill af þessu tilefni vekja athygli á eftirfarandi: Í kjölfar hruns bankanna voru endurskoð- endateymi ráðin af skilanefndunum, fyrir tilmæli Fjármálaeftirlitsins, til að rannsaka ákveðna þætti í starf- semi bankanna í aðdraganda banka- hrunsins. Meðal þess sem þau rann- sökuðu voru skilmálabreytingar lánasamninga, breytingar á trygg- ingum og veðum vegna lána og með- ferð afleiðusamninga. Þá má einnig nefna að viðskipti ákveðinna aðila voru skoðuð sérstaklega og eru mörg atriði enn til skoðunar. ATHUGASEMD JÓHANN Haukur Hafstein lögmað- ur undirbýr lögsókn gegn Glitni og Kaupþingi vegna tapsins sem skjól- stæðingar hans urðu fyrir við slit á peningamarkaðssjóðum bankanna. Við slit á innlendum sjóði Kaup- þings töpuðu viðskiptavinir tæplega 15% af sparifé sínu en tæplega 21% í Glitni sé miðað við stöðu Sjóðs 9 hinn 26. september. Jóhann segir gagna- öflun enn í gangi. Hann fór fyrir hópi 15 einstaklinga og eins fyrirtækis í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudag. Skýrslur voru teknar af fyrrverandi forsvars- mönnum peningamarkaðssjóða bank- ans, Stefáni H. Stefánssyni og Sig- urði Ó. Hákonarsyni, fyrir dómnum í gær. Lögmaður þeirra skilaði grein- argerð sinni til réttarins í gær. Hópurinn stefnir Landsvaka og Landsbankanum þar sem innlendi peningamarkaðssjóðurinn þar var skertur um þriðjung eftir fall bank- ans. Málið er eitt nokkurra gegn bankanum og eru skjólstæðingar Jó- hanns um 30 sem töpuðu frá hálfri milljón til nokkurra hundraða millj- óna. gag@mbl.is Glitni og Kaupþingi stefnt? Töpuðu sparifé Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is SAMFYLKINGIN nýtur nú stuðn- ings 31,1% kjósenda og mælist með mest fylgi allra stjórnmálaflokka samkvæmt nýrri skoðanakönnun Capacent Gallup fyrir Morg- unblaðið. Flokkurinn hefur bætt við sig nærri tíu prósentustigum frá könnun í janúar síðastliðnum þegar fylgi flokksins mældist 21,7%. Það samsvarar rúmlega 43% fylgisaukn- ingu frá því í byrjun ársins. Sjálfstæðisflokkurinn mælist næststærstur stjórnmálaflokka og er nú með 26,2% fylgi. Hann hefur því styrkst lítillega í sessi frá síðustu könnun. Vinstri hreyfingin – grænt framboð (VG) fylgir á hæla Sjálf- stæðisflokknum og mælist nú með 24,6% fylgi. VG hefur einnig lítillega bætt við sig fylgi. Fylgi við Framsóknarflokkinn mældist nú vera 12,8%. Það hefur dalað talsvert frá því í fyrstu fylgis- könnun Capacent Gallup á þessu ári en þá mældist flokkurinn með 15,2% fylgi. Frjálslyndi flokkurinn mælist nú með 2,9% fylgi, Íslandshreyfingin mælist með 1,6% fylgi og þeim sem ætla að kjósa „annan flokk“ hefur fækkað mjög og mældust aðeins 0,7% svarenda í þeim flokki. Yrðu niðurstöður kosninga í sam- ræmi við niðurstöður þessarar fylgi- skönnunar yrði skipting alþing- ismanna þannig að Samfylkingin fengi 21 þingmann, Sjálfstæð- isflokkur fengi 17 þingmenn, VG fengi 16 þingmenn, Framsókn- arflokkur 8 þingmenn og Frjálslyndi flokkurinn fengi einn þingmann. Aðrir stjórnmálaflokkar næðu ekki manni inn á þing. Samkvæmt þess- ari niðurstöðu myndi núverandi rík- isstjórn njóta trausts þingmeirihluta 37 alþingismanna. Fleiri konur en karlar styðja Sam- fylkinguna en 35,7% kvenna kváðust myndu kjósa flokkinn en 27,1% karla. Hins vegar njóta bæði Sjálf- stæðisflokkur og Framsókn- arflokkur fremur fylgis karla en kvenna. Þannig ætluðu 28,8% karla að kjósa Sjálfstæðisflokk en 23,2% kvenna. Framsóknarflokk ætluðu 14,7% karla að styðja en 10,7% kvenna. Ekki reyndist vera mark- tækur munur á stuðningi við aðra stjórnmálaflokka eftir kyni. Niðurstöður könnunarinnar um fylgi stjórnmálaflokkanna á lands- vísu eru annars vegar fengnar úr netkönnun og hins vegar úr síma- könnun sem Capacent Gallup gerði dagana 16.-24. febrúar. Úrtakið í netkönnuninni var til- viljunarúrtak úr Viðhorfahópi Capa- cent Gallup. Úrtakið í símakönn- uninni var tilviljunarúrtak úr þjóðskrá. Úrtakið var alls 2.161 manns 18 ára og eldri. Svarhlutfallið var 63,2%. Samfylkingin hefur sópað að sér fylgi                      ! "# " #  $# $ # %& % % '  ( ) *+, -       ./  0 1 / 231 4 4 ) )  4/ 56 3 7  3 3 4/ 56 3 7   , 3 3 5/3 7  ), 5/3 7  ), 33 7  3 3 7   7 8         9 : 9$-:     9$: ; ;< $;< ; ; $;= 9:  9$:  9$<: ;- ; $;! ; ; ; 9: ./  0 1 / 231         Ríkisstjórnarflokkarnir fengju 37 þingmenn samkvæmt nýrri könnun  Stuðningur við Framsókn hefur minnkað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.