Morgunblaðið - 27.02.2009, Blaðsíða 36
36 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2009
✝ Margrét Guð-mundsdóttir
fæddist 23. júní 1917.
Hún lést á Hjúkr-
unarheimilinu Skóg-
arbæ 18. febrúar síð-
astliðinn. Hún var
dóttir hjónanna Guð-
mundar Guðmunds-
sonar og Kristveigar
Sigvaldadóttur.
Systkini Margrétar
voru Jóhannes, f.
30.9. 1904, d. 23.5.
1982, Kjartan Hólm,
f. 19.10. 1906, d. 17.9.
1970, Hólmfríður, f. 18.8. 1909, d
17.2. 1995, og Sigvaldi, f. 9.10.
1910, d. 23.8. 1985.
Margrét ólst upp í Miðfirði í V-
Húnavatnssýslu með foreldrum sín-
um, fyrst í Litlu-Tungu og síðan í
Tjarnarkoti en þar missti hún föð-
ur sinn 12 ára gömul. Hún fór ung
til Reykjavíkur og
vann þar fyrstu árin
fyrir sér í vist. Síðan
starfaði hún allmörg
ár á barnaheimilum
Sumargjafar, bæði
Suðurborg og
Grænuborg. Árið
1961 réð hún sig til
Styrktarfélags van-
gefinna sem matráðs-
kona á Skálat-
únsheimilið í
Mosfellssveit. Þar
starfaði hún til ársins
1971 er félagið opn-
aði Hæfingarstöðina Bjarkarás í
Reykjavík, þá tók hún að sér mötu-
neyti staðarins og starfaði þar til
ársins 1987 er hún lét af störfum
vegna aldurs.
Útför Margrétar fer fram frá
Fella- og Hólakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.
Öllu er afmörkuð stund og sérhver hlutur
undir himninum hefur sinn tíma. Að fæð-
ast hefur sinn tíma og að
deyja hefur sinn tíma,
(Prédikarinn 3:1-2)
Nú hefur Margrét, eða Magga
eins og hún jafnan var kölluð, end-
að sinn jarðneska tíma hér á jörð á
92. aldursári. Samleið okkar Möggu
var löng og samstarfsárin okkar
voru 26. Ég minnist þess enn hve
hjartans þakklát ég var, er hún
svaraði játandi beiðni minni að taka
að sér matráðskonustarfið á Ská-
latúnsheimilinu árið 1962. Ég hafði
þá veitt heimilinu forstöðu í rúm 3
ár. Eftir ráðningu Möggu þurfti ég
aldrei að hafa áhyggjur af mötu-
neyti heimilisins. Við vorum
K.F.U.K. félagskonur og ég er þess
fullviss að enn eru margir sem
minnast hennar frá því hún gegndi
húsvarðarstarfi í gamla K.F.U.M.
húsinu við Amtmannsstíg. Eftir 11
ára samstarf á Skálatúni hófst 18
ára samstarf á Hæfingarstöðinni
Bjarkarási, er hún tók að sér mat-
ráðskonustarfið þar, sem svo lauk
er er hún stóð á sjötugu. Möggu var
saknað en sannarlega átti Magga
inni tíma til þess að njóta hvíldar
eldri borgara. Óhætt er að fullyrða
að sú alúð og trúmennska er Magga
ætíð lagði í starf sitt var óviðjafn-
anleg og hafði ótvíræð áhrif á þær
mörgu ungu aðstoðarstúlkur er hún
leiðbeindi og urðu vinir hennar
þrátt fyrir aldursmun.
Við Magga rifjuðum stundum
upp ýmis atvik úr starfi hennar,
m.a er hún bætti á sig auka mötu-
neyti á Skálatúni fyrir hóp bygg-
ingamanna vegna byggingafram-
kvæmda á staðnum. Ekki minnist
ég þess að hún kvartaði undan „of
miklu álagi,“ eins og svo títt er í
dag og ekki fór hún í verkfall. Hún
gladdist og var ánægð er hún gat
stutt heimilið og gat mettað marga
með góðum mat. „Maturinn hennar
Möggu er alltaf svo frábær, vegna
þess að hún leggur sálina í mat-
argerðina,“ er haft eftir einum
neytanda. Ógleymanlegar eru ár-
legar „grasaferðir“ okkar hvert
sumar, en Magga aðhylltist mjög
notkun íslenskra jurta, er hún vera
bestu heilsubót. Magga var útivist-
arkona og ferðaðist mikið um land-
ið á yngri árum, oftast með Ferða-
félaginu og hún átti fjölmennan hóp
ferðavina. Saman fórum við ásamt
góðum ferðahóp til Miðausturlanda
árið 1966 og var það mikil ævin-
týraferð.
Síðustu tvö árin dvaldi Magga á
hjúkrunarheimilinu Skógarbæ.
Heimsóknum mínum til hennar
fjölgaði, enda búsett í nágrenninu.
Magga mat umhyggju starfsfólks-
ins mikið og var þakklát þeim öll-
um. Mikil sjóndepra háði Möggu
síðustu árin og fannst henni miður
að geta ekki lesið og ekki hvað síst
Biblíuna sína og Guðs orð. Magga
var sanntrúuð kona sem kveið ekki
dauðanum. Hún var fullviss um
góða heimkomu. Blessuð sé minn-
ing Margrétar.
Innilegustu samúðarkveðjur til
aðstandenda hennar og vina.
Gréta Bachmann.
Elsku Magga mín.
Nú ert þú farin heim til Jesú sem
þú elskaðir svo heitt og ég veit að
það hafa verið fagnaðarfundir.
Ég kynntist þér fyrir alvöru fyrir
um 20 árum, þegar þú baðst mig að
vera bænafélagi þinn og það vildi
ég gjarnan enda vissi ég að þú varst
mikil bænakona og trúarhetja.
Þetta var mér sannarlega heiður. Á
hverjum þriðjudagsmorgni, á með-
an börnin mín voru í skóla, storm-
aði ég til þín, fékk heitt kaffi og síð-
an áttum við yndislega bænastund
þar sem beðið var fyrir öllu á milli
himins og jarðar. Við lofuðum
Drottinn saman, grétum stundum
saman eða hlógum innilega og
sannarlega fengum við að sjá mörg
bænasvör.
Þú varst mín andlega móðir. Þú
varst ákveðin kona og hafðir þínar
meiningar og lést mig stundum
heyra það ef þér fannst ég vera
eitthvað að kólna í trúnni eða draga
lappirnar. En umfram allt varstu
kærleiksrík og uppörvandi og
hvattir til dáða. Ég held að hvorug
okkar hafi fundið fyrir aldursmun-
inum okkar, 41. ári. Við vorum vin-
konur og gátum opnað hjörtu okkar
fyrir hvor annarri.
Ég kom til þín daginn áður en þú
fórst og ég fann að ég var að kveðja
þig.
Ég reyndi að tala við þig en þú
varst í friðsælu móki, þú opnaðir
augun annað
slagið og horfðir á mig en ég held
að þú hafir ekki þekkt mig. Ég
kyssti þig og klappaði þér og sagði
þér það sem var í hjarta mínu. Síð-
an söng ég fyrir þig
„Ó hið dýra Jesú blóð sem hvít-
þvær mig sem snjó“ og þá gerðist
nokkuð yndislegt. Þú lyftir höndum
þínum til Guðs í lofgjörð. Ég söng
nokkrum sinnum og alltaf lyftir þú
höndum þínum til himins.
Svona varst þú, Magga mín,
Guðsbarn allt til enda. Ég kveð þig
nú í bili og þú manst að ég var búin
að segja við þig að það fyrsta sem
ég myndi gera þegar ég fer til
himna, væri að leita að þér.
Þín vinkona
Guðrún J. Tómasdóttir.
Ekki er ég vanur að skrifa grein-
ar og ekki er þetta minningargrein
þótt hún birtist í þeim flokki, held-
ur lítil hugleiðing og kveðja í bili til
systur minnar í Kristi Jesú sem
gerði svo mikið fyrir mig og vildi ég
bara minnast hennar og gleðjast
með henni þegar hún gengur þetta
stutta skref frá þessum heimi til
hinnar eilífu dýrðar sem hennar
bíður ásamt hinum trúuðu.
Aldrei gleymi ég þeim degi sem
bróðir minn hálfdró mig á sam-
komu til Njarðvíkur þar sem ein-
hver sænskur prédikari var að pré-
dika en það var eins og hvert orð
sem hann sagði væri talað til mín
og ég fylltist bæði ótta og iðrun en
ég hafði oft áður farið á samkomur
og vissi hvernig þær gengu fyrir
sig.
Ég var búinn að ákveða að fara
ekki upp til fyrirbæna og láta sem
minnst fyrir mér fara og settist á
einn aftasta bekkinn þarna í kirkj-
unni. Nema hvað, það sest kona
fyrir framan mig sem ég vissi hver
var og ég hafði reyndar fundið að
hefði verið að biðja fyrir mér stund-
um, slíkur var máttur bæna henn-
ar. Ég þekkti hana ekki mikið og
fékk reyndar aldrei að kynnast
henni eins mikið og ég hefði viljað
en ég veit nóg til að vita hvað hún
gerði fyrir mig og marga aðra og
þessa þjóð á hnjánum með sínum
bænum og kvaki til Pabba okkar,
Skapara himins og jarðar. Það
stendur skrifað þannig að bæn rétt-
láts manns megnar mikið og er hún
Magga ein af þessum Guðs hetjum
sem ekki mikið fór fyrir en breyttu
þjóðinni og leiddi blessun yfir hana.
Nema þar sem ég sit þarna, aum-
ur syndarinn, á einum aftasta
bekknum fullur af hroka og drambi,
ákveðinn í að fara ekki upp til fyr-
irbæna þá leit hún aftur, þessi ynd-
islega systir og sagði við mig Los-
aðu þig nú við þetta drasl úr lífi
þínu – og tók í hönd mína. Það var
eins og Drottinn sjálfur hefði snert
mig, slík var þessi snerting og ég
bara byrjaði að gráta og fylltist iðr-
un og fór upp og gaf Guði líf mitt.
Þessu er ég bara að segja frá, því
ég trúi ekki á tilviljanir. Hún var
þarna í einni öftustu röð í kirkjunni,
bara sett þar fyrir mig og það var
bara fyrir snertingu hennar að ég,
herra hroki, fór upp.
Þannig vissi ég að Guð notaði
þessa systur oft og ekki er ég að
skrifa þessi orð til að kveðja hana
heldur bara til að heiðra og þakka
henni fyrir að hún sinnti sinni köll-
un og útvalningu af trúmennsku og
er nú kominn heim í þann faðm sem
bíður þeirra sem trúa, því eins og
stendur skrifað: Af náð eru þér
hólpnir orðnir fyrir trú, það er ekki
okkur að þakka, heldur Guðs gjöf.
Ég segi þess vegna bless í bili,
elskulega systir ,og takk fyrir mig.
Það er nefnilega þannig að Drott-
inn kemur ekki til að sækja kirkjur
eða deildir heldur fólk sem trúði og
hreina og lýtalausa brúði og veit ég
að þín bíður krans á himnum, mín
trúfasta systir. Bless í bili
Haukur Haraldsson.
Meira: mbl.is/minningar
Margrét
Guðmundsdóttir
✝ Torfi KristinnJónsson fæddist í
Reykjavík 19.10.
1925. Hann lést á Víf-
ilsstöðum 19.2. 2009.
Foreldrar hans voru
hjónin María Sólveig
Majasdóttir, f. 1896, d.
1988 og Jón Helgason,
f. 1890, d. 1959. Systk-
ini Torfa eru Sólveig
María, f. 1922, Helgi,
f. 1923, d. 2002, Ingv-
ar, f. 1927, Aldís, f.
1930, d. 1982, og
Kristbjörg, f. 1932.
Torfi kvæntist 3.7. 1954 Þórdísi
Hansen, f. 1921. Synir þeirra eru: 1)
Ólafur Árni, f. 1956, maki Helena
Högnadóttir, f. 1959. Börn þeirra
eru a) Högni, f. 1980, maki Inga Sig-
rún Baldursdóttir, f. 1981, sonur
þeirra er Pálmar Óli, f. 2007, b) Torfi
Kristinn, f. 1982, c) Þórdís, f. 1987,
og d) Patrekur Ísak, f. 1992. 2) Jón
Marías, f. 1962, maki Viktoría Sig-
bæði við sjómennsku og fiskverkun.
Eftir að hann hætti sjómennsku
starfaði hann sem verkstjóri við
fiskvinnslu, fyrst hjá Jóni Gunn-
arssyni og síðar hjá Aðalsteini
Loftssyni. Árið 1971 hóf hann störf
hjá Bæjarútgerð Hafnarfjarðar
sem verkstjóri í skipaafgreiðslu og
starfaði við það alla tíð eftir það.
Eftir að Bæjarútgerðin var lögð
niður stofnaði hann, ásamt Ólafi
syni sínum og fleirum, eigið fyr-
irtæki, Skipa- og togaraafgreiðslu
Hafnarfjarðar, sem síðar var svo
selt til Eimskips. Hjá Eimskip í
Hafnarfirði starfaði hann sem
verkstjóri í skipaafgreiðslu þar til
hann lét af störfum vegna aldurs.
Torfi var alla tíð mikill áhugamað-
ur um íþróttir, og eftir að hann
flutti til Hafnarfjarðar var hann
ákafur Haukamaður og studdi syni
sína með ráðum og dáð við þeirra
iðkun, en þó sló KR hjartað alltaf
sinn takt. Með eiginkonu sinni tók
hann virkan þátt í starfi kaþólsku
kirkjunnar í Hafnarfirði.
Torfa verður sungin sálumessa í
St. Jósefskirkju í Hafnarfirði í dag
og hefst hún klukkan 13.
urðardóttir, f. 1960.
Börn þeirra eru a)
Lísabet Ósk, f. 1981,
maki Helgi Gunn-
arsson, f. 1980, börn
þeirra eru Viktoría, f.
2004 og Breki, f. 2005,
b) Arnar Bjarki, f.
1990, unnusta Amber
Haefele, f. 1990, c) Al-
dís Anna, f. 1991, og
d) Kristinn Þór, f.
1996.
Torfi og Þórdís
fluttu til Hafn-
arfjarðar 1954. Þau
bjuggu þar á nokkrum stöðum en
frá 1962 bjuggu þau að Mosabarði 6.
Torfi hóf ungur atvinnuþátttöku
eins og títt var á þeim tíma, fyrst
sem drengur við sendisveinastörf
og síðan er kom fram á unglingsár
við fiskvinnu og á stríðsárunum
m.a. í bretavinnunni svokölluðu.
Eftir það má segja að starfsferill
hans hafi allur tengst sjávarútvegi,
Torfi Kristinn Jónsson verk-
stjóri, Mosabarði 6 í Hafnarfirði, er
látinn, hann lést 19. febrúar sl. á
Vífilsstöðum. Hann hafði legið
þungt haldinn síðustu mánuðina.
Við vorum 6 systkinin og var Torfi
3. í röðinni. Hin systkinin voru Sól-
veig f. 1921, Helgi f. 1923, hann er
látinn, Torfi sem nú er kvaddur f.
1925, ég, Ingvar f. 1927, Aldís f.
1930, hún er látin og Kristbjörg f.
1932.
Við ólumst upp í Vesturbænum á
kreppuárunum þegar atvinnuleysið
og mikil fátækt var, þá voru öll hús
kynnt með kolum. Faðir okkar var
Jón Helgason, fæddur 1890 á
Skeiðum í Árnessýslu, húsgagna-
bólstrari, hann var listhneigður á
margan hluti, lék á fiðlu í Hljóm-
sveit Reykjavíkur, málaði myndir
og margt fleira. Missti hann heils-
una þegar við systkinin vorum ung
og atvinnuleysið var mikið.
Mamma okkar var María Sólveig
Majasdóttir, fædd fyrir aldamót í
Bolungarvík. Það voru erfiðir dag-
ar með allan barnahópinn á þess-
um árum, hún aflaði tekna við fisk-
verkun og þvotta í heimahúsum,
þurfti að fara langar vegalengdir,
aka þvottinum á handvagni inn í
þvottalaugar og heim aftur. Þessir
tímar voru erfiðir tímar.
Þegar tímar liðu og við stækk-
uðum, fórum við að reyna að vinna
fyrir okkur. Helgi og Torfi fóru að
sendast í verslun, ég var svo ung-
ur, en um 8 ára aldur komst ég á
gott sveitaheimili, þar var nægur
matur. Þegar Helgi og Torfi fóru
svo að vinna, fór Helgi að starfa
við járnsmíðar og Torfi vann á eyr-
inni við Höfnina þar til herinn kom,
þá var næg atvinna eftir það. Síðar
fór Torfi á sjó og á síldveiðar, bæði
fyrir Norðurlandi og eins hér fyrir
sunnan. Hann var alltaf sterkur og
harður af sér og lagði megnið af
sínum tekjum til heimilisins til
bjargar mömmu og okkur sem
yngri vorum, við það breyttist lífið
til batnaðar. Torfi fór ekki í fram-
haldsnám eftir barnaskólann, þrátt
fyrir það var hann ætíð verkstjóri
yfir þeim verkum sem hann vann
við.
Torfi giftist góðri konu, Þórdísi
Hansen, um 1954, bjuggu þau alla
tíð í Hafnarfirði, lengst af í Mosa-
barði 6. Nú er Torfi látinn og Dísa
er mikið veik og óvissa með hennar
lífdaga. Hún var mjög trúuð, iðkaði
kaþólska trú sína af alúð með
klaustursystrum í Hafnarfirði.
Sorglegt er að vita til þess að
þau gátu ekki legið á sama sjúkra-
húsi þegar mest lá við, en Torfi lá
ýmist á Landakoti eða á Vífils-
stöðum, en Dísa lá á Hrafnistu í
Hafnarfirði, en er nú á Sólvangi í
Hafnarfirði. Þetta var þeim báðum
þungt að verða aðskilin, og illfyr-
irgefanlegt að hjón sem búið hafa
saman í meira en hálfa öld þurfi að
skiljast að á svo erfiðum tímum.
Torfi og Dísa áttu 2 syni, Ólaf
Árna og Jón Marías, þeir eru báðir
giftir góðum konum og eiga mynd-
arleg börn. Eins og sagði fyrr var
Torfi allsstaðar verkstjóri þar sem
hann vann og endaði sitt ævistarf
sem verkstjóri við Hafnarfjarðar-
höfn.
Við vottum ykkur öllum nánustu
skyldmennum Torfa okkar dýpstu
samúð á erfiðum tímamótum.
Ingvar og Kristín.
Góðvinur minn, Torfi Kristinn
Jónsson, hefur lokið jarðvist eftir
baráttu við illvígan sjúkdóm síð-
ustu árin. Að baki liggur farsæll
æviferill sómamanns, sem hlúði vel
að þeim lífsgildum, sem eru hvað
hollust og fegurst. Höfuðprýði
Torfa voru heiðarleiki, hjálpfýsi,
hreinlyndi, látleysi og nægjusemi,
skyldurækni og trúmennska.
Þegar ég kynntist fyrst þeim
góðu og samhentu hjónum, Þórdísi
og Torfa, höfðu Þórdís og María,
eiginkona mín, áður tengst tryggð-
ar- og vinnáttuböndum á vettvangi
kaþólsku kirkjunnar. En til Hafn-
arfjarðar fluttust þau hjónin árið
1954. Og þótt Torfi hafi ekki verið
kaþólskrar trúar í bókstaflegum
skilningi sótti hann reglulega
sunnudagsmessur í St. Jósefskirkj-
unni í Hafnarfirði með konu sinni
og óskaði eftir, að hann yrði þar
kvaddur með sálumessu. Trúin var
Torfa aflgjafi og leiðarljós á lífs-
leiðinni. Að hjálpa öðrum og láta
sem mest gott af sér leiða var
Torfa hjartans mál. Þannig var
hann sannkölluð hjálparhella Kar-
melnunnanna. Komst ein nunnan
svo að orði um góðverk Torfa, að
hann væri „kærleika klæddur“. Og
ekki gleymast mörgu stundirnar,
sem Torfi og hans góðu synir, Ólaf-
ur og Jón, áttu eftir vinnudag við
að fylla stóra gáma upp við Karm-
elklaustrið með margvíslegum
varningi, sem séra Frans van Hoof
hafði safnað og sendi árum saman
til fátækra fjölskyldna í Afríku.
Þar var trúin svo sannarlega sýnd í
verki.
Lengst af starfaði Torfi sem
verkstjóri við höfnina í Hafnarfirði
á þeim tímum, þegar atvinnulífið
við Norðurbakkann var með mikl-
um blóma. Farsæld, festa og hljóð-
látur agi fylgdi verkstjórn Torfa.
Hann ávann sér traust og virðingu
verkamanna og annarra, sem áttu
við hann samskipti, enda tillitssemi
og trúmennska ætíð í fyrirrúmi hjá
honum. Torfi var einkar hógvær og
dagfarsprúður, hafði trausta skap-
höfn og heilbrigð lífsviðhorf.
En kjölfestan í lífi Torfa var
heimilið og í öndvegi umhyggjan
fyrir velferð fjölskyldunar. Alltaf
var mjög notalegt að njóta sam-
vista með þeim Torfa og Þórdísi á
þeirra hlýlega og fagra heimili á
Mosabarði 6. Torfi var einkar við-
ræðugóður, fylgdist vel með gangi
mála, fróður um margt og gam-
ansamur, jákvæður og réttsýnn.
Geymum við María samverustund-
irnar með þessum góðu og tryggu
vinum í sjóði okkar ljúfustu end-
urminninga og þökkum af alhug
samfylgdarárin og allan þeirra hlý-
hug.
Megi birtan, sem fylgir minning-
unni um Torfa, lýsa veg þeirra,
sem mest hafa misst við fráfall
hans. Blessun og vernd Guðs veri
þeim styrkur allar stundir.
Árni Gunnlaugsson.
Torfi Kristinn Jónsson