Morgunblaðið - 27.02.2009, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.02.2009, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2009 Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Þáttaskil urðuí sögu Ár-vakurs, út- gáfufélags Morg- unblaðsins, í fyrradag er til- kynnt var að Þórsmörk ehf. hefði gert Íslandsbanka hf. bezta tilboðið í félagið með yf- irtöku skulda og nýju hlutafé. Að Þórsmörk standa sjö öfl- ugir fjárfestar, sem hafa kom- ið við sögu á ýmsum sviðum ís- lenzks viðskiptalífs. Um leið liggur fyrir að frá félaginu hverfa eigendur, sem sumir hverjir hafa fylgt því frá upphafi. Árvakur hefur gefið út Morgunblaðið í níutíu ár af 95 ára sögu blaðsins. Björgólfur Guðmundsson var meirihlutaeigandi í Ár- vakri síðustu árin í gegnum nokkur félög í sinni eigu. Björgólfur reyndist blaðinu öflugur bakhjarl fram að því að bankakerfið hrundi og setti at- vinnurekstur í eigu hans í upp- nám. Aðrir eigendur í Árvakri voru erfingjar tveggja af stofnendum félagsins árið 1919, þeirra Hallgríms Bene- diktssonar og Garðars Gísla- sonar, og fjölskylda Valtýs Stefánssonar, fyrrverandi rit- stjóra blaðsins sem kom að blaðinu 1924. Nú hverfa því frá blaðinu fjölskyldur, sem tekið hafa þátt í rekstrinum í hátt í níutíu ár. Starfsfólk Morgunblaðsins stendur í mikilli þakkarskuld við sína gömlu eigendur, sem alla tíð hafa staðið þétt við bakið á því. Nú munu koma til sögu nýir eig- endur. Það er tals- vert fjölbreyttur hópur og stefnt er að því að dreifa eign- arhaldinu frekar, sem frá sjón- armiði ritstjórnar blaðsins er æskilegt. Af yfirlýsingum Óskars Magnússonar, sem fer fyrir fjárfestahópnum, í fjölmiðlum í gær má ætla að nýir fjár- festar hyggist umgangast blaðið með svipuðum hætti og fyrri eigendur; forðast umbylt- ingar í rekstrinum og virða sjálfstæði ritstjórnar blaðsins. Morgunblaðið hefur löngum búið við þau forréttindi að vera í eigu fólks, sem kann að eiga dagblað og svo virðist sem það verði áfram raunin. Það hefur verið starfsfólki Árvakurs hf. mikil hvatning að þrátt fyrir erfiðleika í rekstri, sem hrjá alla fjölmiðla á Ís- landi nú um stundir, hafa öfl- ugir fjárfestar haft mikinn áhuga á því að tryggja áfram rekstur félagsins og miðla þess, Morgunblaðsins og mbl.is. Verðmætin í Árvakri hf. felast að hluta til í langri sögu félagsins og þeim trú- verðugleika og trausti, sem miðlar félagsins hafa byggt upp á löngum tíma. Mestu verðmætin felast þó í hinum öfluga hópi fólks, sem hjá fyr- irtækinu starfar. Sá hópur sér nú mörg sóknarfæri. Starfsfólk Árvakurs sér nú mörg sóknarfæri} Þáttaskil hjá Árvakri Samstaða hefurtekist milli Al- þýðusambands Ís- lands og Samtaka atvinnulífsins um að setja kjaramál í frost fram á sumar. Í liðinni viku var ákvörðun um frestun kjarasamninga tekin á for- mannafundi ASÍ og sam- komulagið við SA sem kynnt var á miðvikudag er í fram- haldi af því. Alþýðusambandið á hrós skilið fyrir að taka á málum með þessum hætti. Skjólstæð- ingar ASÍ munu nú þurfa að axla ábyrgð á efnahags- hamförum sem þeir bera ekki ábyrgð á og þeir sem í raun bera ábyrgðina hafa ekki gengist við. Þessi samstaða um frestun mun koma sér vel fyrir að- þrengd fyrirtæki í landinu, en hún þjónar einnig hags- munum launþega. Það er þeirra hagur að halda at- vinnustarfsemi gangandi í landinu. Það er ljóst að kaupmátt- araukning undanfarinna ára mun nú að ein- hverju leyti ganga til baka. Hins veg- ar þarf að gæta þess að skellurinn verði ekki of harð- ur. Fyrirtæki og stjórnvöld geta þar bæði lagt hönd á plóg og eiga að gera það. Fyr- irtæki þurfa að spyrna gegn verðhækkunum. Það er erfitt að rökstyðja það að kaup launþeganna standi í stað, en framleiðslan hækki umfram verðhækkanir á aðföngum vegna falls krón- unnar. Sömuleiðis verða stjórnvöld á öllum stigum að sýna sams konar aðhald í gjaldtöku. Slíkar hækkanir bitna tvöfalt á almenningi. Fyrst er seilst beint í budd- una og svo hækka öll verð- tryggðu lánin vegna áhrifa hækkana á vísitöluna. Þjóðarsátt þýðir ekki að þorri þjóðarinnar sé sáttur við að vera sendur aftur á steinöld á meðan aðrir eru óbundnir og hegða sér eftir því. Þjóðarsátt þýðir að eng- inn er undanskilinn. Geta stjórnvöld og fyrirtæki hegðað sér í sama anda?} Í frosti fram á sumar Ö nnur prentun loksins komin í verslanir. Fyrrverandi ráðherra upplýsir leyndarmál í mest seldu bók ársins.“ Svona hljóma aug- lýsingar fyrir hver jól um hinar sívinsælu ævisögur fyrrverandi stjórnmála- manna. Þetta eru bækur sem renna út eins og heitar lummur enda hefst markaðs- setningin yfirleitt áratugum fyrr þegar höf- undurinn neitar kankvís að upplýsa um mál í viðtölum. „Nei, ég get ekkert sagt um þetta mál…þetta mun allt koma í ljós“. Já. Þetta kemur allt í ljós þegar hégómlegar sjálfs- ævisögurnar renna úr prentvélunum. Það var eitthvað öfugsnúið þegar Rík- isútvarpið auglýsti sigri hrósandi að Davíð Oddsson yrði í viðtali í Kastljósinu. Það er slæmt ef það þykir afrek að fá embættismann úr Seðlabankanum í sjónvarpið til að tala um efnahagsmál. Afrek þætti mér frekar að fá embættismann úr Seðlabankanum til að taka armbeygjur í sjónvarpinu. Viðtal við seðla- bankastjóra ætti að vera sjálfsagt og eðlilegt. En það var eins og Davíð þætti það hvorki sjálfsagt né eðlilegt. Honum fannst spurningarnar ýmist rætnar eða ósmekklegar og það hlyti að liggja eitthvað persónulegt og óeðlilegt að baki því að spyrillinn drægi hann út sem einn ábyrgðaraðila bankahrunsins. Þessa tortryggni má Davíð hafa fyrir mér en annað þótti mér undarlegra. Seðlabankastjórinn tjáði fólkinu í landinu að hann vissi ýmislegt um einkahlutafélög sem tengdust hruni bankanna og sitthvað um afhverju Bretar beittu hryðjuverkalögum á Landsbankann en ekki þótti honum við hæfi að gefa okkur almenningi meira en vísbendingar um hvað málið snerist. Þetta er eins og ef Haraldur Briem sóttvarnalæknir myndi segja í viðtali í Kastljósinu að banvænn smitsjúkdómur bærist nú manna á milli en hann vildi ekki greina meira frá málinu. „Nei. Við skulum bíða eftir því að rannsóknarnefndin skili sinni niðurstöðu,“ myndi Haraldur hvæsa beint framan í gapandi sjónvarpsáhorfendur. Þætti okkur það eðlilegt? Það má vel vera að það tíðkist í öllum löndum að stjórnmálamenn gefi út ævisögur með spennandi leyndarmálum úr stjórn- málatíð sinni. Mér finnst það samt vera eins og vottun á eigin siðleysi. Davíð Oddsson vill ekki segja okkur frá leynilegum einkahlutafélögunum eða ástæðum hryðju- verkalaganna. Hvernig munum við þá fá þessar upplýsingar? Í stíl- færðu smásagnasafni eða einföldum endurminningum þar sem hinn orðheppni og snjalli fyrrverandi ráðherra Davíð Oddsson fer á kostum sem aldrei fyrr. Hann þarf jú að lifa á einhverju ef eftirlaunin verða skert. Þetta yrði að lágmarki þriggja binda verk. Eða eins og segja mun í tilkynningu: „Hispurslaus frásögn um ástæður bankahrunsins. Fyrrverandi seðlabankastjóri leysir frá skjóðunni. Tryggið ykkur eintak.“ bergur.ebbi.benediktsson@gmail.com Bergur Ebbi Pistill Nokkrir góðir dagar í Bankanum Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is S amfélag loftslagsvísinda- manna er enn í áfalli eftir að gervihnötturinn Orbit- ing Carbon Observatory hrapaði til jarðar, um stundarfjórðungi eftir að hafa verið skotið á loft frá Kaliforníu á aðfara- nótt þriðjudags. Margt er enn á huldu um upp- sprettur og örlög koldíoxíðs í loft- hjúpnum og var hnettinum ætlað að stoppa upp í ýmis göt núverandi þekkingar á kolefnis-hringrásinni. Þó magn kolefnis í andrúmslofti sé mælt á hundruðum staða í heiminum er mælinetið ekki nægilega þétt til þess að hægt sé að greina í smáat- riðum uppsprettu og upptökusvæði. Hnötturinn hefði valdið byltingu með því að fara yfir sérhvern heimshluta á 16 daga fresti og mæla á þeirri leið magn koldíoxíðs í lofti 8 milljón sinn- um. Með slíkum mælingum væri hægt að betrumbæta líkön sem notuð eru til að spá fyrir um þróun loftslags á næstu áratugum. Sjálf mælingin hefði byggt á því að greina samtímis þrjár innrauðar lit- rófslínur í varmageislun jarðar. Gleypa í sig ólíka hluta rófsins Aðferðin byggist á því að sam- eindir ólíkra lofttegunda gleypa ljós á mismunandi bylgjulengdum rafsegulrófsins. Litrófslínurnar þrjár svara einmitt til gleypni koldíoxíðs og súrefnis og með því að bera saman ljósstyrkinn á þessum þremur bylgjulengdum má meta styrk kol- díoxíðs í lofti. Hinar þéttriðnu mæl- ingar gervihnattarins hefðu dregið úr óvissu um uppsöfnun kolefnis og einnig veitt vísbendingar um mis- mikla uppsöfnun koldíoxíðs í and- rúmsloftinu á ólíkum landsvæðum. Þannig hefði fengist skýrari mynd um samspil lífheimsins við hringrás kolefnis. Á vefsíðu verkefnisins kemur fram að aðeins 40 prósent kolefnisins sem mannkynið hefur losað á tímabilinu 1751 til 2003 séu enn í andrúmsloft- inu. Afgangurinn af kolefninu hafi að því er næst verði komist verið bund- inn í náttúrulegum ferlum í höfunum og á landi. Líkur séu á að um helm- ingur þessa magns hafi verið leystur upp í heimshöfunum. Afgangurinn hljóti því að hafa ver- ið bundinn á landi, nákvæmlega hvernig sé spurning sem enn sé ósvarað. Hér sé á ferð lykilspurning, enda geti breytingar á náttúrulegum upptökuferlum haft veruleg áhrif á uppsöfnun koldíoxíðs í framtíðinni, ásamt því sem gleggri skilningur á þeim myndi skýra hvers vegna aukn- ing uppsöfnunarinnar er eins ójöfn og raun ber vitni. Kemur á slæmum tíma Eins og Mark Henderson, vísinda- ritstjóri breska dagblaðsins The Times, bendir á kemur óhappið um margt á slæmum tíma fyrir Banda- rísku geimferðastofnunina (NASA). Á tímum þegar enn sé óvíst hver taki við af Michael D. Griffin sem yfirmaður stofnunarinnar bætist nú við að 30,5 milljarða króna loftslags- verkefni hafi farið í vaskinn, á sama tíma og Barack Obama forseti hafi lagt áherslu á slíkar rannsóknir í ný- legu 113 milljarða króna framlagi til NASA, sem tengist áætlun hans um viðreisn efnahagslífsins. Hvað snertir framtíðarframlög til slíkra rannsókna er tæknin umtals- vert ódýrari en næsta kynslóð mæl- ingarbúnaðar, að sögn Davids Crisp, sérfræðings hjá NASA, sem segir næsta skrefið munu byggjast á notk- un leysitækni við mælingar á kol- díoxíði í andrúmsloftinu úr geimnum. Var ætlað að skilja kolefnishringrásina Hátækni Teikning listamanns af OCO-loftslagsgervihnettinum. Flest bendir til að slysið hafi orsak- ast þannig að hlífiskildir sem ætlað er að vernda farm flaugarinnar fyr- ir núningi við andrúmsloftið hafi ekki losnað frá í tíma heldur hægt á flauginni, með þeim afleiðingum að hún náði ekki nauðsynlegri hæð. Um var að ræða Taurus XL eld- flaug sem var skotið frá Vanden- berg herflugstöðinni í Kaliforníu, en henni var ætlað að flytja hnött- inn í alls 704 km hæð yfir jörðu. Sérstakri rannsóknarnefnd verð- ur falið að rannsaka tildrög slyssins og mun niðurstaðan hafa áhrif á það hvernig verkefninu verður fram haldið. Enn fremur verður beðið með að skjóta upp gervihnett- inum GLORY með Taurus-flaug þar til sérfræðingar NASA hafa komist til botns í málinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.