Morgunblaðið - 28.02.2009, Side 1
L A U G A R D A G U R 2 8. F E B R Ú A R 2 0 0 9
STOFNAÐ 1913
57. tölublað
97. árgangur
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
95
ára
mbl.is
DAGLEGTLÍF
ÖLURINN ER BESTUR
TIL AÐ TELGJA ÚR
Á SIGLINGU Á NÝ
Hjálmar vinna að
fjórðu plötunni
LESBÓK
Bergþóra Jónsdóttir heldur áfram
að rannsaka þróun tónlistar í sam-
tímanum og kemst að þeirri nið-
urstöðu að þar ríki sátt, enda sam-
runi tegunda eitt birtingarform
tónlistarinnar um þessar mundir.
Opinn faðmur um-
burðarlyndis
Í tilefni af útkomu bókverksins
Flora Islandica, með teikningum
Eggerts Péturssonar, er litið um
öxl til listamanna sem skáru blóm í
tré, saumuðu þau í vaðmál og nýttu
sér fífuna sem tákn ljóssins.
Birtingarmyndir ís-
lenskrar flóru
J.D. Salinger varð níræður í byrjun
þessa árs, en ekki var blásið til
veislu svo vitað sé. Höskuldur
Ólafsson fjallar um smásöguna For
Esmé – with Love and Squalor sem
markaði upphaf vinsælda hans.
Einfari bandarískra
bókmennta
VEÐURVEFURINN Belgingur hefur fært út kvíarn-
ar og segir nú veðurfréttir á færeysku. Ákvörðunin
um þetta var tekin eftir að Færeyingar ákváðu að
styðja við bakið á Íslendingum eftir bankahrunið, að
sögn Ólafs Rögnvaldssonar veðurfræðings og eins
eigenda Reiknistofu í veðurfræði sem heldur úti
vefnum belgingur.is.
„Samkvæmt mælingum fyrstu vikurnar í janúar
var nær engin umferð inn á vefinn frá Færeyjum en
eftir frétt á heimasíðu Fróðskapaseturs Færeyja
vegna verkefnis sem við vinnum að þar og útvarps-
viðtal við samstarfsmann okkar margfaldaðist aðsóknin fyrstu vikuna á
eftir. Nú eru Færeyingar sex prósent allra notenda,“ segir Ólafur. Hann
segir veðurspá dönsku veðurstofunnar með grófari upplausn en veðurspá
Belgings og þar með ekki eins mikið tillit tekið til áhrifa landslags á veður
og hjá Belgingi. ingibjorg@mbl.is
Betra veður fyrir Færey-
inga á íslenska Belgingnum
Þórshöfn í Færeyjum.
Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur
og Andra Karl
SÉRSTAKUR saksóknari og menn
hans eru að verða óþreyjufullir og
vilja fara að vaða inn í mál. Rennsli
mála frá eftirlitsstofnunum hefur
ekki verið mikið frá því embættið var
sett á fót en útlit er fyrir að kraft-
urinn sé að aukast. Saksóknarinn
býst enda sjálfur við að á næstunni
muni steypast yfir hann pappírar
sem fara þarf strax í gegnum.
Heimildir saksóknarans verða
auknar frá því sem nú er ef frumvarp
um breytingar á lögum um embættið
nær fram að ganga. Samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins var farið
fram á heimildirnar vegna tregðu
hjá stofnunum við að veita upplýs-
ingar og gögn, s.s. hjá Fjármálaeft-
irlitinu.
Hefur ekki of langan tíma
Sjálfur segir Ólafur Þ. Hauksson,
sérstakur saksóknari, að verið sé að
skýra línur gagnvart stofnunum sem
embættið hefur samskipti við.
„Við höfum átt í góðu samstarfi við
flesta aðila, en ef það koma upp vafa-
atriði eru þau til þess fallin að tefja
starf embættisins og satt best að
segja hef ég ekki of langan tíma.“
Ólafur segist hafa átt von á að
stærri mál kæmu strax á borð til sín.
Skortur á þeim kunni að skýrast af
því að skammt er liðið frá því að lokið
var við endurskoðunarskýrslur frá
bönkunum. Embættið er þó með
nokkur „konkret“ mál sem byrjað er
að greina og fara hugsanlega í op-
inbera rannsókn.
Á móti gapastokkum | 24-25
Tregða við upplýsingagjöf
Rennsli frá eftirlitsstofnunum til sér-
staks saksóknara hefur ekki verið mikið
Morgunblaðið/Kristinn
Auðn og tóm Það er enn lítið í hillunum hjá Ólafi Þ. Haukssyni og starfsmönnum hans en hann býst við að á næstunni muni steypast yfir hann pappírarnir.
ENGAR nýjar hópuppsagnir
höfðu verið tilkynntar til Vinnu-
málastofnunar síðdegis í gær, að
sögn Gissurar Péturssonar, for-
stjóra stofnunarinnar. Hann segir
að þótt enn fjölgi á atvinnuleys-
isskrá sé aukningin ekki jafnmikil
og hún var um tíma í janúar.
Síðdegis í gær voru 16.356 skráð-
ir án atvinnu, 10.404 karlar og
5.949 konur.
Í lok janúar voru 12.407 skráðir
án atvinnu hjá Vinnumálastofnun,
7.804 karlar og 4.603 konur.
Um áramótin voru alls 8.982 á at-
vinnuleysisskrá, 5.653 karlar og
3.329 konur.
Körlum á atvinnuleysisskrá hef-
ur fjölgað meira en konum.
ingibjorg@mbl.is
! ""#
Atvinnuleysi eykst
en hægir á vextinum
BRESKA
stjórnin er í
slæmri klípu en
svo virðist sem
hún hafi látið
stjórnendur
RBS, Royal Bank
of Scotland,
plata sig til að
samþykkja ofur-
eftirlaun bankastjórans.
Stjórnin hefur dælt 20 millj-
örðum punda í bankann og var
samið um að Fred Goodwin banka-
stjóri léti af störfum. Var þá gefið
upp að eftirlaun hans, 110 millj. ís-
lenskra kr. árlega væru lagalega
bindandi en nú er ljóst, að svo var
ekki. Hefði stjórnin einfaldlega vik-
ið honum frá, hefði hún getað spar-
að sér og breskum skattborgurum
mikið fé. »23
Í slæmri klípu vegna
eftirlaunasamnings
EFTIR tvö ár verður embætti
sérstaks saksóknara endur-
skoðað; það lagt niður, sam-
einað eða starfrækt í sömu
mynd. Ólafur segir að af fyrsta
mánuðinum megi ráða að verk-
efnin sem nú taka við taki lengri
tíma en þessi tvö ár.
Fjórir menn eru í fullu starfi
við embættið en síðar kann að
koma í ljós að sérstakt starfslið
þurfi til sem verður bundið
þessari vinnu í nokkur ár.
Tvö ár ekki nóg