Morgunblaðið - 28.02.2009, Side 2

Morgunblaðið - 28.02.2009, Side 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2009 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþrótt- ir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is NÆRRI helm- ingur lands- manna eða 46% er óánægður með störf Ólafs Ragnars Gríms- sonar, forseta Ís- lands. Þetta kem- ur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gall- ups sem greint var frá í fréttum Ríkisútvarpsins í gær. Innan við þriðjungur landsmanna eða 31% er ánægður með störf forsetans. Niðurstöðurnar eru algjör við- snúningur frá því í fyrra er 87% landsmanna voru ánægð með störf hans. Afstaðan tengist stjórnmála- skoðunum því að 44% stuðnings- manna Samfylkingarinnar eru ánægð með störf forsetans, tæp 40% stuðningsmanna Vinstri grænna og þriðji hver framsókn- armaður. Einungis tíundi hver stuðningsmaður Sjálfstæðisflokks- ins er ánægður með forsetann. Þá kemur fram að einungis 13% landsmanna bera mikið traust til Alþingis, 11% treysta Seðlabank- anum vel og 5% Fjármálaeftirlitinu. Aðeins 4% landsmanna bera mikið traust til bankakerfisins og hefur svo lág tala ekki áður birst í Þjóð- arpúlsi Gallups. Háskólinn, lögreglan og heil- brigðiskerfið bera af öðrum stofn- unum en 70-80% landsmanna treysta þeim. Traust á borgarstjórn Reykjavíkur tvöfaldast frá síðustu mælingu, fór úr 9 í 18%. jmv@mbl.is 46% óánægð með störf for- seta Íslands Ólafur Ragnar Grímsson JÓHANNA Sig- urðardóttir for- sætisráðherra er vinsælasti ráð- herrann sam- kvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gall- ups. 65% lands- manna eru ánægð með störf Jóhönnu. Næstur að vinsældum er Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra en 59% eru ánægð með störf hans. Helmingur landsmanna er ánægður með störf Rögnu Árnadóttur dóms- málaráðherra og Katrínar Jak- obsdóttur menntamálaráðherra. Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra mælist með 45% og Ögmundur Jónasson heilbrigð- isráðherra með 40%. Óvinsælust er umhverfisráðherr- ann Kolbrún Halldórsdóttir, en 14% reyndust ánægð með hennar störf. Jóhanna er vinsælust Jóhanna Sigurðardóttir Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@mbl.is ÁSTÆÐA er til þess að ná í þá pen- inga sem komið hefur verið fyrir á Cayman-eyjum eða í öðrum skatta- skjólum, að mati Matthíasar Hall- dórssonar landlæknis. Þetta kom fram í svari hans við fyrirspurn á fundi Öryrkjabandalagsins og Þroskahjálpar nú í vikunni um hvað hægt væri að gera til þess að draga úr áfallastreitunni af völdum banka- hrunsins. „Hugmyndin er ekki mín en þetta er að mínu mati sjónarmið sem á rétt á sér. Niðurskurðurinn í heilbrigð- iskerfinu verður einnig minni verði náð í peningana,“ bendir hann á. Þurfum réttlæti Landlæknir segir marga lækna líkja bankahruninu við áfall sem valdi áfallastreitu, eins og hann segir það heita á fínu máli. „Besta lækn- ingin við áfallastreitu af mannavöld- um er oft að komast að því hverjir bera ábyrgð og hvernig hægt er að bæta skaðann. Læknar hafa bent á að við þurfum að fá réttlæti og að það sé hollt fyrir geðheilsu fólks. Einn þeirra, Andrés Magnússon geðlækn- ir, vísaði til mæðranna í Chile í þessu sambandi sem fóru illa þegar þeir sem stóðu fyrir pyntingum á sonum þeirra voru ekki látnir sæta ábyrgð þegar ný stjórn var tekin við,“ grein- ir landlæknir frá. Mótmæli heilsusamleg Hann segir minnkað traust á þjóð- félaginu slæmt fyrir heilsu fólks. „Rannsóknir hafa leitt í ljós að þar sem traust á þjóðfélaginu og innvið- um þess er gott og þátttaka í hvers kyns félagsstarfi góð sé heilsan jafn- framt góð. Jafnvel mótmæli fyrir ut- an Alþingishúsið geta verið jákvæð fyrir heilsu fólks. Það tekur þátt og fær útrás. Það er ekki bara þolendur sem valtað er yfir.“ Landlæknir segir að sækja eigi féð í skattaskjólunum  Sjónarmið sem á rétt á sér  Stuðlar að réttlæti sem dregur úr áfallastreitu Í HNOTSKURN »Landlæknir segir mik-ilvægt að ekki verði skorið niður á viðkvæmum sviðum, eins og á geðsviði, í kreppu. »Eftirspurn eftir þjónustugeðlækna er heldur minni nú en venjulega, e.t.v. vegna kostnaðar að sögn landlæknis. »Búast má við að álagið auk-ist smám saman verði þró- unin hér eins og annars staðar þar sem svipað hefur dunið á. Fjármálaráð- herra hefur beint þeim tilmælum til ferðakostn- aðarnefndar að dagpeninga- greiðslur til rík- isstarfsmanna verði lækkaðar. Ferðakostn- aðarnefnd hefur, með hliðsjón af þessu, ákveðið að lækka dagpen- ingagreiðslur til starfsmanna rík- isins á ferðalögum erlendis um 10% frá 1. mars 2009. Gengisþróunin hefur leitt til veru- legra hækkana á fargjöldum og dag- peningum en þeir skiptast í gistingu og annan kostnað. Dagpening- ar lækkaðir Það er orðið ansi dýrt að ferðast. GOÐAMÓT Þórs í knattspyrnu er haldið í Bog- anum á Akureyri um þessa helgi. Þar keppa strákar úr 5. flokki frá föstudegi til sunnudags og sannarlega taka þeir á af lífi og sál. Mótið er haldið árlega og að þessu sinni verða þau fjögur, tvö fyrir stráka og tvö fyrir stelpur. Á myndinni sækir Þróttari úr Reykjavík að markverði Tindastóls frá Sauðárkróki í einum af fyrstu leikjum mótsins í gær. Af lífi og sál í boltanum á Akureyri Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@mbl.is ALLS bárust 282 kvartanir til land- læknis í fyrra en þær voru 274 árið 2007. Líkt og fyrri ár var oftast kvartað undan rangri eða ófullnægj- andi meðferð, að því er segir í frétta- bréfi landlæknis. Enginn heilbrigðisstarfsmaður var sviptur starfsleyfi í fyrra en fjór- um var veitt lögformleg áminning. Aðfinnslur frá landlækni voru 21 og ábending var úrskurðuð í 38 til- vikum. Í 127 málum (61%) þótti ekki ástæða til aðgerða. Hnökrar og alvarleg mistök Málin sem kvartanirnar snúast um eru misjafnlega umfangsmikil og alvarleg, allt frá hnökrum í sam- skiptum til alvarlegra mistaka. Bent er á að kvörtun eða kæra sé ekki skráð sem slík nema hún gefi tilefni til athugunar af hálfu land- læknisembættisins. Erindi eru að jafnaði ekki skráð ef hægt er að leysa þau gegnum síma eða með leiðbeiningum til viðkom- andi um hvert skuli snúa sér varð- andi álitamál. Faglegt álit land- læknis er veitt sjúklingum endur- gjaldslaust. Borið saman við árið 2007 hefur kvörtunum á hendur Landspítala fækkað úr 90 í 73 en þeim hefur á hinn bóginn fjölgað á hendur einka- stofum, úr 50 í 71, að því er segir í fréttabréfinu. Flestar kvartanir á hendur Land- spítala beindust að stóru klínísku deildunum, þ.e. skurðlækningadeild, bráða- og slysalækningadeild, geð- deild og lyflækningadeild. Kvört- unum á hendur bráða- og slysalækn- ingadeild fækkaði reyndar á milli ára. Flestar gegn heimilislæknum Í fréttabréfi landlæknis segir jafnframt að sé litið á kvartanir eftir sérgreinum, óháð því hvort um hafi verið að ræða tilvik á stofnun, einka- stofu eða annars staðar, hafi þær flestar beinst að heimilislækningum enda séu flest samskipti í heilbrigð- isþjónustu við heimilislækna. Næstflestar kvartanir beindust að geðlækningum, þá lyflækningum og loks bráða- og slysalækningum. Kvörtunum vegna einkastofa fjölgar         $%   & $%   '( $%        )    *!%+  ,   ($%   ,$%  % $%   % $%        )  - $%   . *!%+ /     $   0  $%    1*!% $    * $ !   %( *!%+   $%   , $%    /    ( $%     2    3 %%  4   5  6 7 8 9 : # 5" 55 5 56 57 58 59        Færri kvarta til landlæknis vegna Landspítala  Kvartanir 282 í fyrra Björgunarsveitir Landsbjargar á höfuð- borgarsvæðinu munu í dag halda áfram leit að Aldísi Westergren. Al- dísar hefur verið saknað frá því á þriðjudag. Síðast sást til hennar í Reykjavík en hún er á milli 165 og 170 cm á hæð, með skollitað axla- sítt hár. Þeir sem geta veitt upplýsingar um Aldísi eru beðnir að hringja í síma 444-1100. Leitinni haldið áfram í dag Aldís Westergren FJÖGUR umferðaróhöpp urðu á höfuðborgarsvæðinu á hálfum öðr- um klukkutíma í gærkvöldi frá því um klukkan níu. Ekki var talið að fólk hefði slasast alvarlega í slys- unum, en líklega má rekja flest þeirra til hálku. Tveir menn voru fluttir á sjúkra- hús eftir bílveltu á Hafnarfjarð- arvegi. Bíll valt á Gullinbrú og bíl var ekið á ljósastaur á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklu- brautar. Þá varð árekstur á mótum Grensásvegar og Miklubrautar. Hrina árekstra í hálkunni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.