Morgunblaðið - 28.02.2009, Page 6

Morgunblaðið - 28.02.2009, Page 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is STJÓRNARFLOKKARNIR tveir mælast nú samtals með tæplega 56% fylgi í fylgiskönnun Capacent Gallup sem birt var í gær, 37 þingmenn og öruggan þingmeirihluta ef þetta yrði útkoma kosninga. „Þetta er merki um mikla vinstrisveiflu. Hún getur verið ávísun á áframhald stjórnarsam- starfsins,“ segir Gunnar Helgi Krist- insson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Þessi mæling á fylgi flokkanna staðfestir raunar skýra vinstrisveiflu meðal kjósenda sem komið hefur í ljós í könnunum allt frá því í október. Sigur fyrir Jóhönnu Að mati Gunnars Helga er mjög at- hyglisvert við þessa útkomu, að þrátt fyrir að segja megi að einskonar bylt- ing hafi átt sér stað í þjóðfélaginu vegna efnahagskreppunnar, blasir enn við gamalkunnugt landslag flokkakerfisins. Yfir 90% þeirra sem gefa upp afstöðu segjast styðja ein- hvern flokkanna fjögurra, Framsókn, VG, Sjálfstæðisflokk eða Samfylk- ingu. Nú virðist Sjálfstæðisflokkurinn vera að braggast eftir mikið fylgis- hrun sl. haust og fram eftir vetri. Hann mælist nú með rúm 26%. ,,Ef hann kæmist yfir 30% mætti líta á það sem varnarsigur en hann vantar þó enn töluvert upp á það,“ segir Gunnar Helgi. Samfylkingin er hástökkvarinn um þessar mundir. Bætir við sig nær tíu prósentustigum frá í janúar og mælist með 31,1%. Fæstir draga í efa að vinsældir Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra eigi stóran þátt í góðri útkomu Samfylkingarinnar. Þetta eru mikil umskipti því segja má að fyrr í vetur hafi kjósendur flokks- ins tekið til fótanna og var hún komin niður í 17-19% stuðning í janúar. „Þetta sýnir að þegar Samfylk- ingin fór úr stjórnarsamstarfinu var hún um leið í aðgerð til bjargar sjálfri sér pólitískt, og átti kannski engra annarra kosta völ. Sú aðgerð virðist hafa heppnast. Samfylkingin getur vel unað við þessa niðurstöðu og auð- vitað er þetta ákveðinn sigur fyrir Jó- hönnu Sigurðardóttur,“ segir Gunnar Helgi. Vinstrihreyfingin – grænt framboð tvöfaldaði þingmannatölu sína í könn- unum í haust og fylgisaukning flokks- ins fór um tíma yfir 30% undir lok ársins. Þá lá straumur kjósenda frá Samfylkingu til VG. Nú virðist hins vegar blasa við að þetta fylgi sé að einhverju leyti að skila sér til baka til Samfylkingarinnar. Við stjórn- arskiptin kom fljótlega í ljós að fylgi VG dalaði nokkuð. Flokkurinn mælist nú með 24,6% og hefur lítið eitt bætt við sig frá seinustu könnun. Gunnar Helgi segir þetta þó alveg prýðilega útkomu fyrir VG. Fram- sóknarflokkurinn er aðeins á nið- urleið eftir uppsveiflu í kjölfar for- ystuskiptanna í janúar og mælist nú með 12,8%. Og Frjálslyndi flokk- urinnn fengi engan mann kjörinn á þing ef litið er á 2,9% fylgi hans nú. Eftir Alfons Finnsson Ólafsvík | Fjórir einstaklingar, sem stunda lík- amsrækt í Sólarsporti í Ólafsvík, hafa stofnað með sér sjósundsklúbbinn Ottó Árnason. Að sögn Smára Björnssonar sjósundgarps má rekja hugmyndina að klúbbnum til þess að sjórinn blasir við þeim þegar þau stunda líkamsræktina og þau hafi ekki getað staðist freistinguna. Spurður um nafnið á klúbbnum segir Smári að Ottó Árnason hafi fyrr á árum stundað sjósund. Hann hafi verið fyrsti sundkennarinn í bænum og því tilvalið að nefna klúbbinn í höfuðið á hon- um. Tvær konur fóru með þeim félögum Smára og Fannari Baldurssyni í sjósund í gær og sögðu þær stöllur, Margrét Scheving og Jóhanna Jón- asdóttir, að sundferðin hefði verið svakalega fín þrátt fyrir að sjórinn væri aðeins tvær gráður. Sjór og snjór heilla Morgunblaðið/ Ókulvísir karlar Þeir Smári og Fannar fóru í snjóbað að sundi loknu. Blessaður vertu, snjórinn er heitur miðað við sjóinn sagði Smári við Fannar. Stofna sjósundsklúbb í Ólafsvík og nefna Ottó Árnason í höfuðið á fyrsta sundkennaranum í bænum STÓR hluti kjósenda hefur ekki viljað lýsa stuðningi við ákveðna flokka eða sagst vera óákveðinn í fylgiskönnunum í vetur. Í könnun Capacent sem birt var í gær var svarhlutfallið 63,2% af úrtaki könnunarinnar. Sé ein- göngu litið á þá sem svöruðu í könnuninni, kemur í ljós að 71,5% tóku af- stöðu til flokka. 12,2% sögðust myndu skila auðu ef kosið yrði nú, 9,9% neit- uðu að svara og 6,4% sögðust óákveðin. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir einkenn- andi fyrir kannanir í vetur hversu margir kjósendur gefi ekki upp afstöðu sína. Þetta bendi til að stór hópur fólks sé ósáttur við flokkana. Allt eins má búast við verulegum sveiflum í könnunum fram að kosn- ingum. Óvissa er um forystu í bæði Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu og kosningabaráttan vart hafin. Erfitt er að ráða í hvernig flokkarnir munu spila úr þessari stöðu. Ósáttir og óákveðnir setja strik í reikninginn Morgunblaðið/Golli Þjóðfélagsólga Óánægja með bankahrunið og afleiðingar þess fyrir heimilin í landinu leiddi til mikilla og fjöl- mennra mótmæla. Þau hafa augljóslega haft veruleg áhrif á stjórnmálaþróunina í landinu. Skýr vinstrisveifla  Yfir 90% lýsa stuðningi við „fjórflokkinn“ þrátt fyrir umrót í samfélaginu  Samfylking virðist endurheimta fylgi frá VG 13-15 ára 16-20 ára 21-25 ára www.naestakynslod.is Vilt þú... ...vera einbeittari í námi? ...geta staðið þig vel í vinnu? ...vera jákvæðari? ...eiga auðveldara með að eignast vini? ...vera sáttari við sjálfan þig DALE CARNEGIE Kíktu á naestakynslod.is og sjáðu hvað aðrir þátttakendur höfðu að segja um þjálfunina 13-15 ára 16-20 ára 21-25 ára ð Kynningarfundur verða haldinn: sunnudaginn 1. mars kl. 16:00 Ármúla 11, 3. hæð. Æskilegt að foreldrar mæti með þeim sem fara á námskeið fyrir 13-15 ára. Næstu námskeið hefjast: þriðjudaginn 3. mars 13-15 ára Ólafur Þór Jóelsson er einn af þjálfurum Næstu kynslóðar. FYRIR 13-15 ÁRA KYNNINGARFUNDUR SUNNUDAGINN 1. MARS KL. 16 @ VIÐSKIPTARÁÐUNEYTIÐ greiddi verktökum samtals ríflega 12,3 milljónir króna á tímabilinu 24. maí 2007 til 1. febrúar 2009. Verk- efnin voru bæði unnin fyrir ráðu- neytið og ráðherrann. Aðkeypt vinna ráðningarþjónustu vegur þar þyngst og er tæpar fjórar milljónir króna vegna ráðningar níu starfsmanna. Þýðendum voru sam- tals greiddar rúmlega 3,1 milljón vegna 19 verkefna. Þar var þýðing kauphallarlaga og verðbréfalaga á ensku dýrust og kostaði rúmlega 1,1 milljón. Aðkeypt lögfræðiþjónusta nam tæplega 2,5 milljónum vegna tíu verkefna. Einnig fengu viðskipta- og hagfræðingar, verkfræðingar, tæknifræðingar og arkitektar auk fleiri sérfræðinga greitt fyrir verk- efni í verktöku á tímabilinu. 55 verktakar á tímabilinu Aðalskrifstofa menntamálaráðu- neytisins greiddi 55 verktökum sam- tals 9,2 milljónir króna á tímabilinu frá 24. maí 2007 til 1. febrúar 2009. Sjö aðilar fengu greitt samtals 1,3 milljónir fyrir tölvu- og forritunar- þjónustu. Þar af voru Hugsmiðjunni ehf. greidd 495 þúsund fyrir vefþjón- ustu og vefhönnun. Fjórir aðilar fengu samtals 1,7 milljónir fyrir lög- fræðiaðstoð, mat og vinnslu laga- frumvarpa. Þar af voru Mörkinni Lögmannsstofu hf. greidd 787 þús- und fyrir vinnu við gerð frumvarps og álitsgerð. Fimm ráðgjafar- og verkfræðifyrirtæki fengu greiddar samtals 2,4 milljónir fyrir vinnu við úttekt á háskólamálum og rekstrar- formi undirstofnana. Þar af voru fyr- irtækinu R3-Ráðgjöf ehf. greiddar 1,3 milljónir fyrir ráðgjöf við úttekt á Hólaskóla. Ellefu verktakar fengu samtals greiddar 1,4 milljónir fyrir ýmis verkefni á sviði kynningar- og skóla- mála. Einnig voru ellefu verktökum greiddar samtals 1,3 milljónir fyrir verkefni sem tengjast starfsmanna- málum ráðuneytisins. Þá fengu sautján verktakar greidda samtals 1,1 milljón fyrir þýðingarvinnu. gudni@mbl.is Ráðuneyti leita til fjölda verktaka Viðskiptaráðuneytið greiddi 12,3 millj- ónir og menntamálaráðuneyti 9,2

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.