Morgunblaðið - 28.02.2009, Síða 8

Morgunblaðið - 28.02.2009, Síða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2009 VÍST er að erlendir menn hafa ekki gegnt embættum hér á landi um áratugaskeið, en það tíðkaðist þó skiljanlega áður en Ísland varð full- valda ríki. „Dæmin eru til, þó að Danir væru nú ekki sólgnir í embætti á Íslandi á þessum tíma,“ segir Sigurður Lín- dal. Hann telur sennilegast, með fyrirvara þó, að sá síðasti sem gegndi embætti þrátt fyrir erlent ríkisfang hafi verið Marinius Eskild Jessen, skólameistari Vélskóla Ís- lands, á árunum 1915 til 1955. „Eftir að Ísland verður sjálfstætt ríki 1918 með sambandslögunum þá er jafnræðisákvæði í lögunum, svo danskir og íslenskir ríkisborg- arar njóta gagnkvæmra réttinda í hvoru landinu fyrir sig. Íslendingar gátu þá verið embættismenn í Dan- mörku og Danir á Íslandi.“ Eftir að lýðveldið var stofnað 1944 héldu þeir menn sem þau höfðu réttindum um gagnkvæman ríkisborgararétt, en þau endurnýj- uðust ekki. Þannig gátu menn eins og Jessen gegnt áfram embætti þrátt fyrir ákvæði stjórnarskrár- innar. „En þetta var sérstakt ákvæði sem er dottið upp fyrir og ekkert hægt að skírskota í það.“ Vel þekkt í eina tíð Síðasti erlendi emb- ættismaðurinn 1955 Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur gag@mbl.is EIN ástæða þess að Svein Harald Øygard tók að sér að stýra Seðla- bankanum og þjóðinni út úr banka- kreppu og efnahagshruni er hversu harðdugleg íslensk þjóð er. Það sagði hann á fyrsta blaðamannafundi sínum sem nýr seðlabankastjóri. Øygard tók ekki afstöðu til þess hvort og hvenær stýrivextir yrðu lækkaðir. Nú yrði aðalverkefnið að styrkja gengi krónunnar. Spurður hvort hann teldi Seðlabankann njóta trausts svaraði hann játandi. Øygard fær bestu einkunn Svein Harald Øygard lauk meist- araprófi í hagfræði frá Óslóarhá- skóla árið 1985, með þjóðhagfræði sem aðalgrein, þá 25 ára gamall. Hann hefur víðtæka reynslu um all- an heim af ráðgjafarstörfum og framkvæmdastjórn hjá McKinsey & Company. „Svein Harald Øygard fær topp- einkunn hjá þeim sem ég hef talað við,“ segir Þórólfur Matthíasson, hagfræðiprófessor við Háskóla Ís- lands. Þórólfur lærði í sama skóla og Øygard í Ósló og segir leiðbeinanda sinn þar gefa seðlabankastjóranum toppeinkunn. Fagmaður sem Øyg- ard styrki bankann. „Hann hefur þekkingu á því hvernig er að leiða bankakerfið í gegnum kreppu, eins og Norðmenn gerðu í upphafi tíunda áratugarins.“ Jens Stoltenberg, forsætisráð- herra Noregs, var fyrsti gestur nýs seðlabankastjóra. Hann sagði norsk stjórnvöld hafa bent þeim íslensku á Øygard, sem hefði leitt til ráðningar hans. Hann væri feikiduglegur og fær. Það vissi hann sjálfur enda væru þeir gamlir skólafélagar auk þess að hafa starfað saman innan Verkamannaflokksins. Þórólfur telur tengingu Øygards við Verkamannaflokkinn honum ekki til trafala. Hann hafi lengi unnið sem sérfræðingur eftir að hafa unnið með stjórnmálaflokknum. Þar hafi hann einnig verið á grundvelli eigin getu og þekkingar. Hann hafi ekki verið í kjöri. Sjálfur segist Øygard vona að starf hans sem aðstoðarfjár- málaráðherra Noregs frá 1990 til 1994 og seta í efnahagsráði norska Verkamannaflokksins, systurflokks Samfylkingarinnar, til ársins 2000 styrki hann. Hann hafi víðtæka reynslu úr störfum fyrir hið op- inbera og úr einkageiranum, en hann lauk 14 ára störfum sínum fyrir McKinsey klukkan níu í gærmorgun. Ákvörðunina tók Øygard án þess að hafa samið um laun, en hann reiknar með að ráð bankans bjóði honum sambærileg kjör og fyrri seðlabankastjórar höfðu. Bjarni gagnrýnir stjórnsýsluna Bjarni Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vill horfa fram á við í stað þess að líta til pólitískra tengsla Øygards. „Ég tel mikilvægt að reyna að sameinast um það að gefa nýjum seðlabankastjóra tæki- færi, fyrst hann hefur nú verið sett- ur,“ segir Bjarni Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Honum finnist þó bráðabirgða- ástandið í Seðlabankanum bagalegt. „Við sjálfstæðismenn vildum ekki skapa það ástand og vorum þess vegna andvígir þessari stjórnsýslu. En ný ríkisstjórn býður upp á bráða- birgðaseðlabankastjóra. Við þurfum að lifa með því,“ segir hann. Morgunblaðið/Kristinn Á fyrsta degi í Seðlabankanum Svein Harald Øygard, nýr seðlabankastjóri, og Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs. Stoltenberg var fyrsti gestur Øygards sem hefur verið ráðgjafi hjá McKinsey í á annan áratug. Þeir eru gamlir skólafélagar og þekkjast einnig í gegnum Verkamannaflokkinn. Øygard fær toppeinkunn  Svein Harald Øygard settur bráðabirgðaseðlabankastjóri eftir ábendingu norsku ríkisstjórnarinnar  Hann er sagður mjög fær og feikiduglegur Snjall og með milljónir í laun » SVEIN Harald Øygard, setturseðlabankastjóri til bráðabirgða, hefur beðið á hót- eli í Reykjavík frá því á mánudag eftir að Alþingi af- greiddi ný lög um Seðlabankann. Þetta kom fram á mbl.is. » Øygard hefurekki samið um laun fyrir seðla- bankastjórastólinn en það er á forræði nýs bankaráðs að semja um þau. Jóhanna Sigurð- ardóttir, forsætisráðherra, skipar nýtt bankaráð. » Halldór Blöndal er fráfarandi for-maður bankaráðs Seðlabankans. „Ég lít svo á að hann sé ráðinn miðað við þær ákvarðanir bankaráðsins sem fyrir hendi eru.“ Það sé þó í höndum nýs bankaráðs. » Norski fréttavefurinn E24.no segirfrá því að skattskyldar árstekjur Øygards árið 2007 hafi numið 5,2 milljónum norskra króna eða um 7 milljónum íslenskra á mánuði miðað við gengið í gær en tæpum sex millj- ónum króna miðað við gengið í árslok. » Øygard vann náið með norskaseðlabankanum í bankakreppunni í Noregi í kringum 1990. » Ráðning Øygards hefur vakið at-hygli í Noregi. Fjármálaráðgjafinn Harald Magnus Andreassen hjá First Securities segir við E24 að hann sé mjög snjall og skilji vanda Íslands bet- ur en margir Íslendingar. Svein Harald Øygard Jens Stolten- berg, forsætis- ráðherra Nor- egs, aftók eftir fund með nýja seðla- bankastjór- anum að Ísland tæki upp norska krónu. Norska krónan væri þjóðargjaldmiðill Norðmanna. Norðmenn væru tilbúnir að gera sitt til þess að hjálpa norrænum frændum sínum svo að þeir gætu styrkt krónu sína, banka- og efna- hagskerfið. Það væri síðan í hönd- um Íslendinga hvort þeir tækju upp evru í gegnum aðild að Evr- ópusambandinu. „Það hefði að sjálfsögðu áhrif á okkur. Þá yrði Evrópusambandið enn stærra og Norðmenn stæðu einir með Lichtenstein innan EFTA,“ sagði hann en benti á að Noregur væri eina landið í heim- inum sem hefði farið í samninga- viðræður við sambandið, verið samþykkt sem aðildarríki, en fellt inngöngu í tvígang í þjóð- aratkvæðagreiðslu. „Svo aðild Noregs að Evrópu- sambandinu er ekki á stefnu- skránni í dag,“ sagði norski for- sætisráðherrann í Seðlabankanum í gær. Norska krónan ekki framtíðargjaldmiðill hér Jens Stoltenberg NORSKIR fjölmiðlar gerðu því góð skil í gær, að Norðmaðurinn Svein Harald Øygard skyldi hafa verið settur seðlabankastjóri á Íslandi. Segja þeir hann mikinn hæfileika- mann, sem tekið hafi að sér versta seðlabankastarf á Vesturlöndum. Í viðtali við Aftenposten segir Øygard, að hann sé í engum vafa um, að Íslendingar muni vinna sig út úr erfiðleikunum og nefnir hann þrennt í því sambandi. Í fyrsta lagi, að það hafi verið afgangur á fjár- lögum fyrir hrunið; að íslenskt vinnuafl sé vel menntað og í þriðja lagi, að Íslendingar séu vanir því að leggja hart að sér. Svein Harald Øygard segist taka að sér starfið með mikilli auðmýkt enda gangi hann ekki að því grufl- andi, að það verði erfitt. Í því felist hins vegar líka mikil ögrun fyrir sig sem hagfræðing. Erfitt verk en ögrandi Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is SVEIN Harald Öygard hinn norski er ekki skipaður seðlabankastjóri, heldur settur til bráðabirgða. Ekki er því fyllilega ljóst hvort seta hans í embætti stangast á við 20. gr. stjórn- arskrárinnar þar sem segir að engan embættismann megi skipa nema hann hafi íslenskan ríkisborgararétt. Eftir sem áður er vafaatriði hvort það standist lög að setja erlendan mann í embætti og þeim mun meiri vafi eftir því sem viðkomandi situr lengur í embætti, að mati Sigurðar Líndals lagaprófessors. Samkvæmt lögum eru menn skip- aðir til 5 ára, en settir tímabundið til hámarks tveggja ára. „Það er spurn- ing hvort seðlabankastjórinn ætlar eitthvað að láta til sín taka, eða hvort hann ætlar bara rétt að verma stól- inn í fáeinar vikur þangað til næsti seðlabankastjóri kemur,“ segir Sig- urður. „Mér skilst nú að honum sé ætlað meira hlutverk en það og þá verður þetta miklu minni munur á setningu og skipan.“ Þannig hníga aukin rök að því að túlka stjórnarskrána þann- ig að hún eigi einnig við um setta embættismenn, eftir því sem þeir eru atkvæðameiri og störf þeirra meira í ætt við störf þeirra sem eru settir með hefðbundnum hætti. Eigi ekki við um þetta tilfelli Í stjórnarskránni er ekkert tekið sérstaklega fram um ríkisfang þeirra sem settir eru í embætti sem gefur rými þeirri túlkun að ekki eigi það sama við um þá eins og þá emb- ættismenn sem eru skipaðir. Forsætisráðuneytið lítur svo á samkvæmt svari til blaðamanns að 20. gr. stjórnarskrárinnar setji ekki skorður við því að löggjafinn veiti stjórnvöldum heimild til að setja er- lendan ríkisborgara tímabundið í embætti. Skýr greinarmunur sé gerður á setningu í embætti annars vegar og skipan hins vegar í starfs- mannarétti. Þá sé sérstaklega tekið fram í bráðabirgðaákvæði með breytingarlögum um Seðlabankann að um þessa tímabundnu setningu Sveins Haralds Öygards gildi ekki skilyrði sem sett er í lögum um ís- lenskan ríkisborgararétt. Vafi um túlkun á stjórnarskrá BIRGIR Ár- mannsson, al- þingismaður og nefndarmaður í viðskiptanefnd Alþingis, ætlar að „íhuga mjög alvarlega“ að leita álits um- boðsmanns Al- þingis á því hvort ákvæði nýrra laga um Seðlabankann brjóti í bága við stjórnarskrá. Það er hvort setja megi erlendan ríkisborgara í emb- ætti seðlabankastjóra. Sigurður Líndal lagaprófessor benti á að vafi léki á því hvort það stæðist lög að setja erlendan mann í embættið. Birgir kvaðst hafa skoð- að þetta atriði í gær og rætt það við lögfræðinga. „Ég get ekki betur séð en að Sigurður hafi mikið til síns máls þar eð ákvæðið í stjórn- arskránni er fortakslaust gagnvart skipun í embætti. Þar segir einfald- lega að engan megi skipa í embætti nema hann sé íslenskur ríkisborg- ari. Ég er sammála því sjónarmiði að um setningu hljóti að gilda það sama og um skipun í embætti.“ Íhugar að leita álits Birgir Ármannsson alþingismaður

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.